Færsluflokkur: Fjármál
Föstudagur, 3. júlí 2009
Það væri hægt að semja öðruvísi um Icesave!
Hversu mikið væri ríkisstjórn tilbúin að gefa eftir ef aðrir en hún hafi fundið lausn á þessu máli sem Icesave er?
Hvernig væri ef fólkið í landinu velji að neita Icesave og fara fram á nýja samninga? Og nýjir samningar yrðu svo gerðir með allt öðruvísi formerkjum?
Ég leita líka hér með eftir fólki að vinna saman um hvernig væri hægt að gera nýja samninga við Breta og Hollendinga! Afhverju ekki við íslendingar sjálfir? Þar að segja hæfileg blanda af fólki úr sem flestum stigum þjóðfélagsins að vinna úr hvernig grunn á nýjum samningi mætti bjóða þessum þjóðum upp á!
*****ÍSLENSKA ÞJÓÐIN VILL SEMJA UPP Á NÝTT UM ICESAVE. Gera nýja samninga sem væru hagstæðir fyrir þjóðina! Ekki íslenska ríkisstjórnin!
Ég spyr vegna þess að ég veit að það væri hægt að setja hlutina svolítið upp öðruvísi við Breta og Hollendinga!!!!! Í nýjum samningi!
Í kolli mínum hefur verið að gerjast hugmynd sem kannski gæti gengið að bjóða þessum þjóðum upp á! Ef ekki þá fái þeir hreinlega ekki neitt! Vegna þess að íslendingar væru búnir að velja nei við samningnum.
Það væri hægt að setja þrýsting á þessar þjóðir ef við neitum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu! Ég sá það að það er einfaldlega málið! Nei í þjóðaratkvæðargreiðslu er málið til þrýstings.
Dæmi:
Svar til Breta og Holldendinga vegna samnings:
Nú er íslenska þjóðin búin að afneita þessum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við höfum hinsvegar fundið aðra leið til að semja upp á nýtt við ykkur. Ef þið takið því boði að ganga til nýrra samninga þá göngum við í nýja samninga með þær forsendur.
Ef ekki, þá engvir samningar!
Ég segi ekki frá þessari hugmynd minni hér en er búinn að setja hana inn í wordskjal tilbúin til að senda lögfróðum mönnum að vinna eftir þegar og ef kemur til þess!
Ég held að hugmyndin sé góður grunnur á nýjum en allt öðruvísi samningi. Miklu betri og auðveldari leið ef hægt væri að framkvæma!
Hinsvegar væri gott að fólk komi með hugmyndir í þessa veru þegar að þessum núverandi samningi hefði verið neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mjög mikilvægt því þá höfum við þrýsting á Breta og Hollendinga!
Málið er að neitun á samningi er leið til nýs samnings! Allt öðruvísi samnings.
ÞAÐ ER TIL ÖNNUR LEIÐ!
Í ALVÖRU TALAÐ MÍN LEIÐ HÉR ER AÐ ÞRÓAST EN GRUNNURINN ER KOMINN INN!
Hvort sem hugmynd mín gengur eða ekki þá væri góðar forsendur að íslenska þjóðin bjóði upp á nýtt (og öðruvísi) samingaferli við Breta og Hollendinga eftir neitun í þjóðaratkvæðagreiðslu!
Viðbót:
Hvernig væri? Er ekki enn sterkara að bjóða forseta vorum að neita undirskrift vegna þess að þjóðin sjálf vill semja og væri tilbúin með grunn til þess?
Hvort væri grunnur þjóðarinnar betur settur upp:
1. á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu?
2. á meðan að þjóðaratkvæðagreiðsla færi í gang?
3. á undan þjóðaratkvæðagreiðslu sem mótvægi?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Svona rugl á ekki að samþykkja!
Það er augljóst að kreppan vegna aðgerða þessara fjármálaóreiðimanna á að koma verst við þeirra lægri launuðu. Nokkuð sem virðist alltaf gerast. Þessu þarf að breyta!
Ég skora á aðildarfélögin að samþykkja ekki þennan ósamning.
Hér eru forsendur úr gamla samningnum 1 febrúar 2008:
>Forsenduákvæði kjarasamninga
Forsendur kjarasamninganna er að kaupmáttur launa haldist eða aukist og að verðbólga fari lækkandi. Í febrúar á næsta ári verður farið yfir það hvort þessar forsendur hafi staðist. Hafi það gerst þá framlengjast samningarnir til nóvemberloka árið 2010. Hafi það hins vegar ekki gerst þá geta samningsaðilar samið um viðbrögð og þar með framlengingu samninganna eða samningar verða lausir frá og með 1. mars 2009.
Hér er verið að segja að ef forsendurnar hefðu breyst (sem þær svo sannarlega gerðu) þá ætluðu þeir sér að gera nýja og betri samninga! En Forsendurnar versnuðu til muna!
>Í samningnum núna í lið 1. segir:
>Taxtabreytingar sem áttu að taka gildi frá 1. mars 2009 er frestað og koma til framkvæmda þannig að:
>- 1. Helmingur hækkana almennra kauptaxta koma til framkvæmda 1. júlí sem hækka þá um 6.750 kr á mánuði. Helmingur hækkana á ákvæðisvinnutöxtum, kostnaðaliðum og fastákveðnum launabreytingum koma til framkvæmda á sama tíma. Hinn helmingur þessara hækkana kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009.
>liður - 3. Hækkun kauptaxta, almennar launahækkanir og aðrar kjarabreytingar sem áttu að taka gildi 1. janúar 2010 færast til 1. júní 2010.Þessi niðurstaða hefur þegar verið borin upp á formannafundi ASÍ sem samþykkti að vinna málið áfram en það verður afgreitt með tillögu sem verður borin upp í samninganefnd ASÍ og hjá SA til samþykktar eða synjunar. Tilkynna skuli niðurstöðu fyrir 13. júlí nk. Samningsaðilar geti sagt sig frá samkomulaginu en báðir aðilar hafa frest til 17. júlí 2009 til að ákveða að framlengja ekki samninginn. Í því tilviki fellur samningurinn úr gildi svo og áformaðar launahækkanir, segir í umfjöllun Eflingar um samkomulagið.
***
Í stað þess að samningarnir hefðu átt að verða betri vegna forsendnanna eins og þeir gáfu í skyn! þá eru þeir núna verri (löngu kominir inn í verðlagið). Í slæmu árferði og því ástandi sem þjóðfélagið er í ætti að verja kjör og búa til ný vegna tapsins inn í verðlagið en ekki gefa eftir og fresta samningum!
Samninganefnd ASI á að vera til að verja kjör hópa þeirra sem eru innan þeirra! Ekki krafna annara eins og samtaka atvinnulífsins, sem krefst að samningar eigi að frestast vegna ástands í þjóðfélaginu. Ástands sem er ekki fólkinu, vinnufólkinu innan sambansins að kenna.
ASI á að verja kjör í svona stöðu en ekki gefa eftir! Sem segir bara eitt: Þessa samninga á ekki að samþykkja!
Augljóst að þetta lið er ekki að standa sig!
Tími til kominn að hefjast handa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 26.6.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. júní 2009
Hvað kom eiginlega fyrir þetta fólk?
Ríkisstjórnin ætlar sér að sýna það og sanna að kreppan komi verst við þá sem lægri hafa tekjurnar!
Hvað kom fyrir þetta fólk? Jóhönnu og Steingrím? Taldi Jóhanna hérna áður fyrr sig ekki vera að gera góða hluti fyrir öryrkja á aldraða? Hefur Steingrímur ekki talað fjálglega um að hans flokkur væri fyrir verkalýðinn?
Hvað varð af þessum gildum? Horfin út í hafsauga?
Þetta er hrikalegt sem þessi stjórn er að framkvæma! Ekki nægir að þau hvergi geri neitt til að koma í veg fyrir vöruverð hækki hvað eftir annað eins og matvara svo dæmi sé tekið. Heldur á að kreysta enn frekar út úr fólki eins og Öryrkjum og Öldruðum ásamt hinunum lægri launuðu.
Hvar endar þetta? Ætlar þessi stjórn hvergi neitt að gera af viti til að koma í veg fyrir að gjörðir annara komi niður á fólki sem hefur ekkert gert af sér og mun aldrei........
ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ SKAMMAST YKKAR og ég ætla að leyfa mér að segja: ÓGEÐIN YKKAR!
Ég er gjörsamlega feginn að vera fyrir löngu búinn að yfirgefa þetta lið sem Samklykkingin er! Mig hryllir við.
Eins og ég hef sagt og segi enn:
Þetta endar bara með því að fólkið, við almenningur tökum völdin í þessu landi! Með góðu eða illu!
ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 15. júní 2009
Kúluhausar
Hvað ætli að sé mörg svona einhver svipuð dæmi úti í þjóðfélaginu? Þó mörg allskonar mál hafi komið upp á yfirborðið síðustu mánuði er örugglega fullt af slíkum málum enn ekki komin fram í dagsljósið.
Ég legg til að skipaður verði sérstakur ráðunautur sem hægt væri að senda mál sem þessi eða lík mál til. Þannig gætu vökulir Bloggarar og annað fólk sent þeim starfsmanni netpóst um "rökstudd" mál af svipuðum toga.
Málið er að það þarf að halda vel utanum svona mál og jafnvel að setja upp vefsíðu sem fólk getur skoðað það sem hefur gerst. Allir sem vilja eiga að geta skoðað og séð um svona mál á sérstakri opinberri síðu!
Ég vann einu sinni sem öryggisvörður á nætur og helgarvöktum í Landsbankanum í Austurstræti. Mér hryllti alltaf við þegar að ég var að fylgja þessum mönnum út um starfsmanna inngang bakdyramegin (sem voru bankastjórar og aðrir yfirmenn bankans) En þeir höfðu einkastæði í Hafnarstræti. Ég talaði meira að segja um svona mál við vinnufélaga minn á kvöldin (þar að segja spyllingu sem slíka). Talaði um að það væri fullt af málum sem ættu eftir að koma upp á yfirborðið fram í framtíðinni. Síðan er um 9-10 ár. En hvað kom á daginn?
Fékk 70 milljóna lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. júní 2009
Hvernig var skjal "Okkar Ísland" sett saman + ný viðbót við fasteingahugmynd.
Það sem ég gerði var að taka saman allt Bloggið mitt undanfarna mánuði, ásamt öllum hugmyndunum í tölvunni og allskonar efni sem þar hefur verið skrifað, setti saman í eitt stórt skjal, kom með nýjar hugmyndir og bjó til nýjan texta fyrir skjalið.
Viðbót sem mér láðist að geta við hugmyndina um Fasteignamarkaðinn:
Við að setja lánafyrirkomulagið aftur inn í íbúðalánasðjóð má nota tækifærið og losna við verðtrygginguna af fasteignalánum (íbúða lánum) í bönkum. Einfaldlega gæti fólk losnað við verðtrygginguna og íbúðalánasjóður breytt lánum (eftir að hafa eignast íbúð til að selja til baka) í venjuleg vaxtalán til hins nýja kaupanda.
Einnig gætu bankar og íbúðalánasjóður unnið saman að þessu. Meðal annars gætu bankar boðið upp á að losa verðtryggingna af í samvinnu við eiganda íbúðar og íbúðalánasjóðs.
Ekki missikilja! Ég veit auðvitað að það þarf að tryggja fólki sem er með há lán að það tapi ekki á að selja íbúð sína. Þar að segja að þurfa að selja íbúðina á miklu lægra verði heldur en hafa keypt hana! Það verður auðvitað að finna leið til þess að tryggja að svoleiðis gerist ekki (tildæmis að hafa keypt á 20 milljónir og geta ekki selt nema á 15 milljóniir.
Þetta er bara svona hugmynd sem auðvitað er ætluð hér til að hugsa um og skoða hvort væri hægt að finna leiðir til að útfæra! Sem á eftir að fara inn í skjalið en kemur þar inn seinna. En næsti hluti kemur ekki inn fyrr en að nokkuð meira efni hafi safnast þar saman inn.
Ég viðurkenni auðvitað að ég veit kannski ekki alltaf fullt mikið um sum mál þó ég komi fram með hugmyndir til hugarvakningar um efnið. Stundum nokkuð góðar hugmyndir!En hinsvegar er ég alltaf á fullu að kynnna mér málin betur........
Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is
______________________ "Okkar Ísland" ________________
Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.
Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. júní 2009
Hvað er um að vera? Er verið að svíkja þjóðina eða ekki?
Við þurfum að finna leið á Breta til að geta undirbúið að semja upp á nýtt því þessi samningur er gjörsamlega til þess gerður að eyðileggja fyrir að landið geti rétt sér út úr fjármálavandanum. Já! Efnahagslegt sjálfsmorð svo sannarlega er þessi samningur!
Byrja þarf á að fá á hreint hvort við eigum yfir höfuð að borga þetta. Ef það kemur í ljós þá þurfum við að ganga í samningaviðræður upp á nýtt og þá með eitthvað í farteskinu sem gefur okkur sterka samningastöðu.
Er ekki eitthvert mál sem við getum fundið til að nota sem þrýsting?
Mig langar að leggja fram nokkrar spurningar hér!
Var þetta allt fyrirfram ákveðið? Hefur Ríkisstjórn alltaf vitað að þeir þurftu að ganga í gegnum þetta ferli? Tildæmis vegna kröfu frá IMF vegna lánsins? Er þetta dæmi eitthvað sem fyrri Ríkisstjórnir höfðu vitneskju um og er að koma fram núna á þeirra hentugum tíma?
Er Alþingi algjör skrípaleikur þar sem fólk heldur í vitneskju og kýs að koma fram með hana þegar að þeim hentar inn í gerfiviðræður á Alþingi til þess eins að sýnast fyrir fólkið í landinu og búa til að þetta ógurlega sjálfsmorðsdæmi sé svo gott fyrir þjóðina þegar að það er það alls ekki?!
Já! Er vísvitandi verið að blekkja okkur? Er þetta kannski einn þátturinn af Pakkanum að koma okkur inn í ESB því að nú þegar að við höfum samið við Breta er hægt að fara að klyfja aftur á svikamálum við þjóðina á nýju. En að undanförnu hafa ESB málin verið í deyfð umræðu á meðan að þetta mál var að fara í gegn.
Ég bara velti þessu svona fyrir mér!
Ég er ekki auðtrúa!
Fyrir mér eins og málin líta út þá er þjóðin okkar orðin múlbundin vegna þessa AGS láns til langrar framtíðar. Svo virðist vera að það sé mjög mikil atriði inni í þessum samningi sem við fólkið, almenningur vitum ekki nóg um! Ýmislegt sem er að koma í ljós.
Er aljóðleg stóreignaklíka alveg við að eignast og komast í yfirráð yfir Íslandi?
Hér á Íslandi, þar sem misvitir og vanhæfir stjórnmálamenn eru að setja þjóðina í þvílíka stöðu sem við verðum að koma strax til að breyta svo að þetta endi ekki algjörlega illa!
Fólk! Vöknum til lífsins og björgum Íslandi úr þessum klóm! Byggjum upp nýtt Ísland án allra þessara hvaða sem er verið að setja þjóðina í!.............
Semja verði að nýju um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Afsakanir
Hvaða bull er þetta? Þetta eru ekkert annað en afsakanir.
Það sem þessir kallar nefna ekki er að þessi svokallaða fast- launahækkun er löngu komin inn í verðlagið og horfin sjónum verkamanna. Það sem átti að vera launahækkun í Mars en taka á gildi í Júlí varð því miðað við breyttar forsendur smá stuðningur til að mæta aðeins öllum þeim hækkunum sem þegar hafa hafa komið út í verðlagið þegar og eiga enn eftir að koma í stórum stíl á næstunni.
Þessi launahækkun er því löngu horfin! Má þar nefna verðhækkanir á ýmsum vörum eins og brauði og eldsneyti svo fátt eitt sé tekið.
Það er algjört bull að ætla sér að vöruverð lækki eitthvað við stýrivaxtalækkun vegna þess að verð á hráefni í vöruna helst í stað eða fer hækkandi.
Ef þeirra yfirlýsingar um 10% vaxtastig á að standa eru forsendur kjarasamninga brostnar og verkfall á leiðinni. Á meðan dæla þessir kallar peningum í sína eigin vasa vegna þess hversu lengi þetta tekur.
Af vefsíðu Seðlabanka Íslands
>Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 1,0 prósentu í 12,0%. Innlánsvextir verða óbreyttir, eða 9,5%.
Markaðsvextir hafa lækkað umtalsvert frá maíbyrjun. Skammtímavextir hafa lækkað um u.þ.b. 4 prósentur og raun- og nafnvextir langtímaskuldabréfa um 0,5 og 1,5 prósentur. Fyrir vikið hefur ávöxtunarferillinn orðið flatari en áður, sem hvetur fjárfesta til þess að auka hlutdeild langtímaskuldabréfa í eignasöfnum. Innlánsvextir hafa einnig lækkað umtalsvert.
Það er til önnur MIKLU BETRI leið sem ég veit um að gæti gefið verkafólki umtalsverða hækkun! Leið sem ég nefni ekki hér og nú! Það er bara að þora!
Seðlabankinn einangrar sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. maí 2009
Hjálp óskast!
Fjárlagahalli upp á 170 milljarða og það eina sem þessi Ríkisstjórn ætlar að gera er að auka skatta á eldsneyti, tóbak og áfengi. Aðgerðir sem gefa skít á priki og með þeim væru þeir heila öld að ná niður hallanum! Hvað á fleira að gera? Svo virðast sem allar þeirra aðgerðir verði til að auka á erfiðleika láglaunafjölskyldna.
Og allt sem þetta kostar okkur? Er ekki nú erfiðara að taka af verðtrygginguna eftir þetta? Málið er að það þurfti að nær núllstilla vextina og taka af verðtrygginguna áður enn að farið skipulega í margar samræmdar aðgerðir sem í alvöru takast á við vandann.
Verðtryggingin er flöskuháls!
Verðtrygginguna burt strax áður en að einhverjar aðgerðir eru framkvæmdar því það er alltaf betur og betur að koma í ljós hversu mikil áhrif hún hefur á allar aðgerðir! Sama hvað það kostar því fyrr er ekkert af viti hægt að gera. 200 þúsund krónur aukakosnaður fyrir fjölskyildur í landinu? Hvar á fólk að taka af og minnka við sig til að ná upp í þetta? Hvernig á fólk að geta rekið bíl?
Einn stóran pakka! með allskonar aðgerðir hefði átt að setja og setja í framkvæmd eins fljótt og auðið væri! Ýmsar stórar og smáar aðgerðir því margt smátt gerir saman eitt stórt til framtíðar. Menn verða að átta sig á að þegar að eitthvað gott fer í gang þáeykst virði þess og það hleður upp á sig. Ef einhver góð aðgerð fer af stað þá eykst hún og magnast upp, hleðst uppá sig.
Eins er með reiði fólks. Það hefur kraumað undir niðri en nú mun hú magnast fyrir alvöru.
Það er stutt eftir að líftíma þessarar stjórnar.Íslendingar þurfa að fara að takast á við vandann sjálfir því stjórnmálamenn virðast hvergi geta tekið á neinu að viti!
Öll þolinmæði er svo sannarlega að bresta!
Bensínið aldrei dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. maí 2009
Hvernig væri?
neðst úr fréttinni> Þá er einnig lagt til, að ríkinu verði bannað að gefa út verðtryggð skuldabréf nema í undantekningartilfellum.
Gæti Ríkisstjórnin gefið út Happdrættisskuldabréfaflokk og selja fyrir Erlenda ferðamenn (óverðtr.)? Gert til að bjóða ferðamönnum sérkjör og setja stóraukna eftirspurn í að koma til landsins? Auglýsa það dæmi vel þegar að væri tilbúið!? Ég er svona að tala um skammtíma skuldabréf með tildæmis 5% loforð um hagnað.
Þá á ég við að ferðamenn kaupi slík bréf beint af Ríkinu og selja síðan með smá hagnaði eftir ákveðinn tíma. Síðan að nota þartil gert viðurkenningarkort sem er viðurkenning um skuldabréfaeignina, sem afsláttarmiða á íslenskar vörur á Íslandi!!? Auknar tekjur fyrir Ríkið og gæfi "Boost" á sölu íslenskra vöruflokka!?
Eða ef ekki hægt þá að bjóða upp á einhver sérstök kjör til eflingar ferðaþjónustu eins og afsláttar "coupon" miða með stuðningi Ríkisins og ferðaþjónustu osfrv.?
Er einhver sem vill skoða og útfæra slíka hugmynd betur?
*Bara svona hugmynd frá mér sem væri hægt að útfæra!*
Verðtrygging verði 4% að hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Bíðið nú við?
Hvernig? Það er jú ekki langt síðan að það kom í fréttum að Kaupfélag Skagffirðinga væri orðið stórskuldugt. Ég held mig minni alveg rétt að þetta síðasta Kaupfélag landsins hafi verið komið í erfiða skuldastöðu.
Kannski hefur þetta lagast hjá þeim? Eða að síðasti fjórungur hafi verið svo góður?
En ég er ekki alveg að fatta þetta. Er þetta í alvöru?
Ég er nú annars af rosalegum Skagfirskum ættum. Þar að segja mamma var ættuð úr Fljótunum í föðurætt og úr Hjaltadalnum í móðurætt Ekki slæmt að segja frá því!
Vill lána Skagafirði 600 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)