Hvað kom eiginlega fyrir þetta fólk?

Ríkisstjórnin ætlar sér að sýna það og sanna að kreppan komi verst við þá sem lægri hafa tekjurnar!

Hvað kom fyrir þetta fólk? Jóhönnu og Steingrím? Taldi Jóhanna hérna áður fyrr sig ekki vera að gera góða hluti fyrir öryrkja á aldraða? Hefur Steingrímur ekki talað fjálglega um að hans flokkur væri fyrir verkalýðinn?

Hvað varð af þessum gildum? Horfin út í hafsauga?

Þetta er hrikalegt sem þessi stjórn er að framkvæma! Ekki nægir að þau hvergi geri neitt til að koma í veg fyrir vöruverð hækki hvað eftir annað eins og matvara svo dæmi sé tekið. Heldur á að kreysta enn frekar út úr fólki eins og Öryrkjum og Öldruðum ásamt hinunum lægri launuðu.

Hvar endar þetta? Ætlar þessi stjórn hvergi neitt að gera af viti til að koma í veg fyrir að gjörðir annara komi niður á fólki sem hefur ekkert gert af sér og mun aldrei........

ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ SKAMMAST YKKAR og ég ætla að leyfa mér að segja: ÓGEÐIN YKKAR!

Ég er gjörsamlega feginn að vera fyrir löngu búinn að yfirgefa þetta lið sem Samklykkingin er! Mig hryllir við.

Eins og ég hef sagt og segi enn:

Þetta endar bara með því að fólkið, við almenningur tökum völdin í þessu landi! Með góðu eða illu!


mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Mikið rétt !

Það er eins og þegar einhver kemst í stólinn, þá verður sá bara kol vitlaus !

Verst er þó að mér sýnist SF vera orðin verri en íhaldið  ! VG er nottla bara að stíga sín fyrstu spor og ennþá ekki orðin það stórt afl að geta gert meiri kröfur. flóta bara með.

Stórnvöld í Kanada hafa brugðist við kreppuni með virkilega góðum aðgerðum. Lækkuðu skatta og álögur, veittu fjármagni í nýsköpun. Allt gert til að örva þjóðfélagið.

Hér verður allt drepið niður...þangað til þessi óstjórn deyr út....

Birgir Örn Guðjónsson, 20.6.2009 kl. 06:07

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir innlitið.

Þetta allt saman lið virðist súrsað inn í lánsamninginn við IMF. Alveg gjörsamlega búið að týna sér og algjörlega búið að gleyma því að í þessu landi býr fólk sem með mismunandi aðstæður sínar skilar af sér til þjóðfélagsins. Margir hverjir með amk. 12 stunda vinnudegi til að ná endum saman. Og svo aðrir sem vegna veikinda geta ekki náð nægum tekjum, er margt að skrymta og á hvergi nærri nóg til að láta enda ná saman. Að það fólk skuli þurfa að líða fyrir aðgerðir stjórnvalda sem eru settar í gang vegna fjármálaóráðssíu annara. Það er bara til háborinnar skammar.

Að stjórnvöld skuli standa í að fara eftir kröfum erlendis frá er síðan ekkert annað en svik við þjóðina.

* Ég er þó viss um að til er fullt af fólki sem vill taka þátt í að byggja upp nýtt þjóðfélag hér. En án meiri álagna eins og allskonar óþarfa sköttum og launalækkunum sem við; fólkið í landinu á alls ekki skilið. 

Það er fullt af vinnandi höndum sem vill taka þátt í því að byggja upp hér mannsæmandi og raunverulega jafnræðis þjóðfélag þar sem veitt yrði fjármagni í nýsköpun og ný verðmætaskapandi fyrirtæki. 

Ef við getum. Gerum eitthvað svipað og Kanadamenn!

Það kemur að því að við segjum stopp! Hingað og ekki lengra! Við tökum ekki þátt í þessu rugli lengur!

Guðni Karl Harðarson, 20.6.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

ES og IMF. Með hlutirnir eru ekki verri en í Rúmeníu þá getum við látið aumingjanna greiða vexti.

ES Bankarnar sem störtuð Íslensku óreiðumönnum græðgi og glannaskapar þeir bera enga ábyrgð og hafa Íslenska ríkisstjórnir eins hákarlar handrukkara. Er nauðsynlegt að níðast á íslenskum almenningi.

Kreppa getur af sér ótímabær sjálfsmorð og barnaníðinga. Í upphafi skyldu meintir snillingar Jóhanna og Steingrímur endinn skoða: Íslendingar eru líka menn. Lénaskipulagið tilheyrir kannski ES en Ísland tilheyrir hinu stóra Alþjóðsamfélagi 81% þjóðanna utan ES:EU. Illt er að níðast á lítilmagnanum.  Davíð sigrað Golíat. Davíð stendur fyrir Ísland. 

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 04:35

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Takk fyrir innlitið Júlíus.

Já, IMF innvinklaði þetta allt saman sem skilyrði fyrir láninu: ES innganga, samning um Ice-save og skattaálögur í einn pakka. Skildan fyrir að fá lánið sem er að gera okkur íslendingum erfitt fyrir varðandi framtíðina. Það á að gera allt til að þrengja okkur þarna inn hvað sem það kostar. 

Að berjast fyrir því sem þetta fólk er að gera er skammarlegt og mun vera haft í manna minnum í framtíðinni sem svartur blettur á íslandssögunni.

Að berjast fyrir réttlátu þjóðfélagi íslendingum handa er göfugt verkefni. Fyrir hvern þann sem tekur þátt á óeigingjarnan hátt. Hvort sem það er aumingi, lítilmagni eða fræðifroðusnakkar. Eða bara við; almenningur í landinu. Því ef við stöndum saman þá tekst þetta verkefni á jafnvel styttri tíma en ætlað hefði þorað vonað.

Guðni Karl Harðarson, 21.6.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta gengur út að njóta virðingar hjá alþjóðsamfélaginu 91% utan ES:EU. 

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já við íslendingar tilheyrum hinu stóra Alþjóðasamfélagi. En hvort er öflugra Bretar fyrrverandi stórveldi til að hafa áhrif á alþjóðasamfélagið eða litla þjóðin úti í ballarhafi; við íslendingar?

Við verðum að þora að standa í hárinu á þessu liði! Þá kemur sko virðingin á fullu með okkur. Við unnum Þorskastríð. Hversvegna ekki svona stríð? EN ÞAÐ VERÐUR STRÍÐ! Svo mikið er víst! Hér á landi er til fólk sem mun aldrei láta þetta viðgangast. Sama hvað það kostar!

Verst að það er fólk eins og innan SF í vasa þessara manna þarna úti. Svo eru það hinir sakleysingjarnir sem trúa að allt sé gott sem þeim er sagt um ESB. Jafnvel Hagfræðingar og aðrir fræðifroðusnakkar. Sárast þykir mér að Alþyðusambandið sé með í þessu rugli líka.

Í stað þess að bretta upp með okkur hinum ermanar og taka til hendinni við að rétta þetta land okkur við og gera okkur svo sannarlega virðingarvert fyrir Alþjóðasamfélaginu þegar að það sér hvernig Ísland tekur tekur fyrir alvöru á málum.

Ekki veit ég hversu kreppan getur af sér aukningu í barnaníðingum. En sjálfsmorð eru aldrei lausn! 

Tökumst til handa og berjum kreppuna burt úr landinu án íhlutunar Elítanna innan stórsjóða og ESB!  ÁFRAM ÍSLAND og EKKERT ESB bull..........

Guðni Karl Harðarson, 21.6.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband