Færsluflokkur: Bílar og akstur

Glæpsamlegar hækkanir síðustu vikurnar

Afhverju í ósköpunum hækkar alltaf bensínverð hér á landi jafnt og þétt þótt að heimsmarkaðsverðið lækki?

Nú var nefnilega í fréttum í morgun í Útvarpi að bensínverð erlendis hafi lækkað umtalsvert vegna aðgerðar Frakklands. 

Ætti þá ekki að vera skilyrði fyrir Olíufélögin hér að fylgja því?

Því miður hafa Olíufélögin ekkert farið eftir að lækka verð á bensíni til samræmis við annarsstaðar í heiminum. Þvertá móti sjáum við hækkanir eftir hækkanir en aldrei lækkanir.

Ætti ekki að vera betra eftirlit með bensínverði hér á landi? Eins og tildæmis að setja í gang séststakt bensínráð í stjórnsýslunni, sem heldur utanum og passar upp á að verðið hækki ekki þegar tildæmis að það lækkar annarsstaðar í heiminum. 

Eins mætti setja sérstakar takmarkanir á hagnað Olíufyrirtækja einmitt vegna þess hversu þjóðin er þörf fyrir Bensín. 


mbl.is ÓB hækkar bensín um 4 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fattið þið ekki?

Fyrst er að lækka um 3,40 lítrann en síðan að hækka um 8 kr. í tveimur hækkunum (með frekar stuttu millibili).

Þetta lúkkar betur svona. Bensínlítrinn kominn upp að 240 krónur um áramót. Og á næsta ári koma svo nýju auknu skattaálögur frá ríkistjórninni inn. 

Getur það verið að bensínið verði komið í 250 krónur lítrann einhvern tímann á næsta ári?

 


mbl.is Lækkar bensín um 3,40 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunin á bak við þetta er góð, en!

Ég er nú alinn upp þarna rétt á móti Bílastæðahúsinu.

Hvað er málið?

Það þarf aðeins að grafa upp gangstéttina Sólarmegin og gera að sérstökum Hjólreiðastíg.  Afhverju geta ekki Bílarnir verið í báðar áttir á miðri götunni + bílastæði (eins og er núna). Síðan gangandi fólk sunnanmegin (verslunarmegin).

Jón Gnarr. Hættu við þetta áður en að það er of seint!

 

 Málið er einfalt! Þar sem mætti gera sérstaka og smekklega Hjólreiðastíga hér og þar með því að hafa þá alltaf Norðanmegin (eða öðrum megin með því að taka aðra gangstéttina burt) á götunum. Bílarnir í miðju og síðan gangbraut sunnanverðu.

1. Hjólreiðastígur.

2. Akvegur.

3. Gangstétt fyrir gangandi fólk.

 


mbl.is Hjólreiðastígur til vansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta hægt?

Það mætti alveg útskýra betur fyrir mér reikniaðferðir olíufélagana. Í fyrra fór heimsmarkaðsverð á WTI verð á hráolíutunnu í hæsta verð ever, eða í $ 145 á tunnu.

En þá fór verðið á Bensíni hér heima aldrei upp fyrir 150 krónur á lítrann (leiðréttið mig endilega ef mig mismynnir!).

Í dag er heimsmarkaðsverðið á crude oil (hráolíunni) $ 59.12 á Tunnu. En verðið á Bensíni hér er kr. 162,40 í sjálfsafgreiðslu.

Hvernig getur þetta eiginlega staðist? Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að útreikningurinn fari eftir heims crude verðinu og Bensínverðið á lítrann hér reiknað út frá því.

viðbót: Ég held að málið sé að Bensínverðið hér heima hafi ekki lækkað til jafns við verðið erlendis. Þegar að það fór lækkandi aftur á seinnilhluta ársins 2008???

Ég er ekki að skilja afhverju að verðið á Bensíni hér helst ekki lengur í hendur við heimsmarkaðsverðið!

Það mætti einhver sýna mér útreikninginn. En ég held að Ríkisstjórnin megi alveg endurskoða reiknisaðferðir á Olíu hér á landi og setja Olíufélögin í straff ef ekki væri farið eftir nýjum reglum.

Ofurverkamönnum eins og mér og fleirum er ekki lengur gert kleypt að eiga og reka Bifreið.

 

 


mbl.is Eldsneyti hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband