Færsluflokkur: Menning og listir

Gleðilega þjóðhátíð

  faninn.jpg













"Hinn heiðblái stendur fyrir fjöllin sem fjarlægðin gerir blá, eldrauði liturinn fyrir eldinn i iðrum jarðar og mjallhvíti liturinn ísinn á fjallstoppunum og jöklunum."

 

Eftir aðeins eitt ár á íslenska þjóðin 70 ára afmæli.  Á þeim tíma sem líður fram að því stór-afmæli eigum við íslendingar mikil tækifæri að efla okkur sem þjóðareiningu. Þau tækifæri þurfum við að nota vel. En til að virkja samtakamátt þjóðarinnar þurfum við að standa saman að góðum málum.

 

Við þurfum að líta hið innra með okkur og skoða í hjarta okkar hvað sé best fyrir þjóðina, einstaklinginn, fjölskylduna og ættingja. Jákvæðni, góð gildi og ættrækni eru þær einingar sem við þurfum að fókusa á og tengja þau atriði saman á sem bestan og víðastan hátt. En slíkt er best gert með ýmsu móti eins og að búa til hópefli þar sem fókusað er á þessi atriði.



Jákvæð atriði skipta mjög mikið máli í samskiptum okkar. En inn í hana tengjast atriði eins og gleði, hamingja, góð tjáskipti og fleira. Samtengja þarf þau atriði í samskiptum okkar með ýmsu móti. Eins og að sýna þakklæti fyrir góð verk, sýna réttvísi, sýna umhyggju, skilning, jafnaðargeð og samvinnu svo fátt eitt sé nefnt. En eitt af mikilvægustu atriðum jákvæðninnar er að öðlast sjálfsþekkingu.


Eitt af því sem við elskum og hlúum að eru börnin okkar. Og auðvitað viljum við kenna þeim góð atriði inn í lífið og hvernig á að meðhöndla þau. Og þegar að þau eldast þá kynnast þau eflaust einstaklingum sem þau vilja ganga lífsgönguna með. Þeir aðilar koma að sjálfsögðu frá öðrum ættum  þjóðarinnar. Það er augljóst mál.

Eitt af þeim atriðum sem við flest okkar viljum gera er að efla gildin í samskiptum okkar. Þau góðu gildi sem við viljum taka með inn í ferð okkar í gegnum lífið. En þau gildi geta verið af ýmsum toga, eins og virðing, heiðarleiki, kærleikur og réttlæti svo tekið sé dæmi.

Ættartengsl hafa löngum verið sterk í þjóðarsálinni. Þar má nefna þau atriði að vilja halda í skyldleikann og efla samskipti fólks innan ættarinnar á sem mögulegastan hátt. Eins og tildæmis að hafa áhuga á að þekkja ná frænkur og frændur. Hafa samskipti við þau á sem mögulegastan máta. Eins og að vita hvað þau eru að gera í lífinu. Bestu tengslin myndast með því að hittast og spjalla eða skiptast á sögum og öðrum atriðum inni á net-samkiptamiðlum eins og tildæmis facebook.

Til að Ísland geti orðið fjölskylduvænt land þar sem börnin  búa við öryggi og jöfn tækifæri þurfum við að virkja samtakamátt þjóðarinnar með þessum atriðum sem ég nefni hér að ofan. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi tengjast að sjálfsögðu þeirri samvinnu og samheldni sem byggir á jákvæðni, góðum gildum og skyldleikatengslum.

Fyrir nokkru síðan sendi ég Forsætisráðherra Íslands sérstakt bréf þar sem ég hvatti til þessara atriða sem jákvæðni, gildi og ættarsamvinna tengjast í. Sérstaka tillögu um að efla samtakamátt þjóðarinnar. Tvisvar sinnum hef ég sent Sigmundi Davíð bréf á þessum nótum. Það fyrra rétt fyrir kosningar þegar að nokkuð ljóst þótti að hann yrði næsti forsætisráðherra. Hið seinna fyrir rúmlega viku síðan sem var á sömu nótum.

Í bréfum þessum var hvatning til þess að vinna að þeim samtakamætti þjóðarinnar með þessi atriði að leiðarljósi og undirbúa stórhátíð næsta árs á þennan máta þar sem fólk gæti tjáð sig um þessi mál sem jákvæðni, góð gildi og skyldleiki tengjast saman.


Gaman væri að ef fyrra bréf mitt hafi verið forsætisráðherra sú hvatning sem notað er sem fyrstu orð í stjórnarsáttmálanum.

Góðir íslendingar, notum tímann vel fram að næstu stórhátíð!



mbl.is Hátíðardagskrá á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju ljóðin mín um sumarið

Sumarvon

 

Sumarið er komið


Íslendingar vaknið!

Ertu ekki meðvitaður um þjóðfélagið kæri kjósandi?
Ertu ekki þátttakandi í afkomu þinni?
Er ekki frumskilyrði að allir á Íslandi fái að njóta réttinda og afkomu?
Er ekki frumskilyrði að fólk fá notið lífs síns án þess að vera skuldaþræll í gegnum allt líf sitt?

Hvað með íslenska kjósendur? Væri ekki einmitt tækifærið núna? Því ef ekki núna þá er allt eins líklegt að það verði aldrei!

Til að losa burt og breyta flokkakerfinu á Íslandi þarf fólk að koma saman og velja nýjar leiðir!

Það er alveg augljóst í mínum huga að það þarf að endurreisa þjóðfélagið frá grunni.

Skynsemin segir þetta gengur ekki upp!
Skynsemin segir alveg eins og þú sem velur eitthvert eitt framboð þá mun staðan alltaf vera sú að stór hluti fólks mun alltaf vera útundan.

Tökum dæmi:
Hér talað um stærstu flokkana því eins og staðan er núna þá virðist ekki verða mynduð stjórn nema með samsteypu tveggja eða þriggja flokka.

1. Ef Samfylkingin kemst aftur til valda þá mun esb ferlinu haldið áfram andstætt meirihluta þjóðarinnar. Því meirihlutinn vill augljóslega ekki þarna inn.

Áfram mun þessi flokkur hugsa fyrst og fremst að bjargar bönkum og fjármagni í stað þess að setja almenning í fyrsta sæti.

*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.

2. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda þá mun litlu sem engu verða breytt. Þeir sem hafa fengið að fjárfesta fá að fjárfesta áfram. Sami leikurinn verður í gildi þar sem nokkrir einstaklingar nota peningana sem við almenningur í landinu vinnum til með erfiði okkar. Áfram mun fjármálavaldið ráða í landinu og áfram munu sumir þessir einstaklingar undir vernd spila með peninga fólksins. Áfram mun þessi spilaborg hrynja og sama ruglið tekur við að reisa þjóðina út úr öllum vanda.

*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.

Allt þetta rifrildi þar sem enginn kemst áfram með neitt.
Hver höndin upp á móti annarri og enginn vill kannast við neitt eða læra neitt. Því stríðið stendur líka á milli andstæðra fylkinga almennings. Eins og augljóslega er sjáanlegt hér á facebook og á bloggum daglega.

Íslendingar vaknið. Komum okkur saman um að sameiginlega aðstæður til að reisa þjóðina okkar þannig að flest allir geti notið þess á sanngjarnan hátt. Búum til nýtt þjóðfélag á grundvelli mannkærleika, réttlæti og virðingu.

Ef við stöndum saman þá stendur ekkert gegn okkur!

Vaknið! Það er alveg sama hverjir munu stjórna! Áttið ykkur á að báðir stærustu flokkarnir standa fyrst og fremst með fjármagninu í stað fólksins. Og næstu fjögur árin yrðu þá farin fyrir súg og við vöknum enn og aftur upp við vondan draum. Enn verri draum.

So to recap, when a leader loses legitimacy, they cannot generate political power if the people are politically aware.

Í hverjum endi skal nýtt upphaf skoða

Á Internetinu og þar sérstaklega Youtube hafa verið í gangi fullt af myndböndum um þetta háværa málefni.  Í sumum þeirra má sjá heimsendaspár og svo eru aðrar sem spá á jákvæðan máta.

Vegna þessa langar mig til að beina sjónum ykkar á  hversu neikvæð þessi myndbönd hafa verið og slæm fyrir saklaust fólk sem trúir þessu. Svo má hugsa sér hver sé tilgangur þessa fólks sem vinnur svona myndbönd. Nema kannski til að hagnast á þeim? En eitt er augljóst að þeir sem gera svona tapa öllum áreiðanleika. Ég held að margir "svokallaðir nýaldarspekingar" vilji ekkert með svona hafa. Svo ég noti orðalagið hér í fréttinni.

Sjáið samt fyrir ykkur hverjar ferðatekjunar verða af þessum hátíðahöldum í Mexíkó. Allt þó vegna þessara tímamóta.

Það jákvæða við þetta er þó að þetta tímatal Mayanna og þetta nýja upphaf þess, hjálpar okkur til að hugsa um hvað við séum að gera við Jörðina. Það er líka góður hvati fyrir fólk að velta fyrir sér hver leið þeirra sé í gegnum lífið. Munu gerðir okkar á endanum verða til þess að við endanlega eyðum Jörðinni, við sjálf?

Hinsvegar mun gott fólk hugsa sér þennan dag sem nýtt upphaf, friðar, vonar og kærleika. Og eflingu trúar fyrir þá sem trúa á Guð.  Hvati til að snúa þróuninni við.

Það er nú einu sinni svo að þegar við sjáum allt ljóta og það illa sem gerist í heiminum þá vaknar í hjarta okkar umhugsunin hvað við séum eiginlega að gera? Hvort við gætum ekki tekið okkur saman og breytt þessum lifnaðarháttum og snúið þessari að virðist endalausu þróun við og búið okkur til betri heim. En það byrjar þó í hugum og hjörtum okkar.

Kæri lesandi notum þennan dag til þess að hugleiða hvort og hvernig við getum tekið höndum saman til að byggja okkur nýtt upphaf þess góða. Notum það til að hugsa og framkvæma á jákvæðan hátt athafnir okkar í gegnum lífið.

Hafðu Hjartað Heart með í för

Gleðileg Jól


mbl.is Upphafi nýrrar hringrásar í tímatali maya fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 Jólamyndir með stöku eftir mig

 Hér eru 5 jólalegar myndir. Myndirnar teknar af mér. 

Á hverri einni er sama stakan sem ég bjó til. 

Ég set þetta hér inn líka því þetta vill týnast í öllu flóðinu sem kemur inn á facebook Smile

Megi hver dagur færa þér gæfu og gleði,

og geislandi sól,

megir þú halda góðu geði,

og gleðileg Jól. 

 

jol1_1183152.jpg

 

 

 

 

 

jol2_1183151.jpg

 

 

 

 

jol3_1183153.jpg

 

 

 

 

jol4_1183154.jpg

 

 

 

 

jol5_1183155.jpg


Er ekki hægt að vera með á netinu?

tada, tada, tadatadatada, tadaaa, tada búmm, tada Smile
mbl.is Einstök hljómhviða í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð gefur manni hneturnar en hann brýtur þær ekki fyrir mann

Allt sem er vert þess að vera gert er og þess vert að vera vel gert.

úr frétt>„Mikil eftirspurn hefur verið eftir jarðnæði til búskapar á undanförnum árum en vegna ónógs framboðs af ódýru lánsfjármagni samfara háu jarðaverði hefur fólk sem hyggst fara í búskap ekki séð sér fært að fjárfesta í landi til búrekstrar. Með betri nýtingu ríkisjarða til búrekstrar er mögulegt að mæta sjónarmiðum þessa hóps, efla búskap í hinum dreifðari byggðum og einnig myndi ríkisvaldið sýna ábyrgð gagnvart nýliðun í landbúnaði og sjónarmiðum fæðuöryggis,“ segir í tillögunni.

Sjálfsagt gott mál. Hinsvegar er það á hreinu að: ríkisvaldið ætti að gera stórátak í því að styðja undir Lanbúnað. Sem og önnur verkefni við nýtingu auðlinda úti á landi. Fjármagn ætti þannig að koma frá ríkinu í sérstakar verkefnastofur úti á landi til þess. Líka væri hægt að setja upp sérstakar atvinnustofur samfara því.

Aðeins öflug stýring fjármagns yfir í verkefnastofur landstfjórðunga á möguleika að setja í gang heildstæða eflingu á landbúnaði.  

Til þess að gera hutina fyrir alvöru vel er best til fallið að setja eftirfarandi, fyrst á einum landsfjórðingi og svo á hinum líka:

Sjálfbærniþorpið

http://samfelagvesturs.weebly.com

 


mbl.is Ríkisjörðum verði komið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að losna við ríkistjórn sem heldur þjóðinni í gíslingu!

Það er svo margt sem þarf að ÞORA að gera. Jú, mest aðkallandi er að losna við verðtrygginguna og finna alvöru lausn á skuldavanda heimilana. Það þarf að taka tillit til þeirra sem eru að vinna í alvöru við að finna lausnir og hafa komið með þær eftir að hafa vandlega unnið slíkar tillögur með margra mánaða vinnu að úrlausnum. Það þarf að segja sig fyllilega fús til að vinna með því fólki að sameiginlegri lausn.

Það þarf að vinna fyrir framtíðina!

En það er bara alls ekki nóg! Því það er svo margt annað sem þarf  að gera líka. Það þarf tildæmis að breyta þinginu þannig að ekki komi upp þessar aðstæður sem hafa verið að koma upp þar hvað eftir annað. Það þarf að koma í veg fyrir að þingmenn séu að vasast í hvort að þeir sjálfir fari fyrir dóm. Það þarf að finna leið til að setja í lög hverjir dæmi hvort að þingmenn (ráðherrar) hafi brotið af sér og hverjir hafi ábyrgð á hlutum. 

Það þarf að kenna stjórnvöldum að takast við þeirri ábyrgð sem þeir EIGA að takast við því trausti sem fólk gerir með að kjósa það til valda!

Það þarf að losa um ofurvald þingsins sem hefur svo augljóslega komið í ljós að þingmenn standi ekki undir. Það þarf líka að þora að breyta fjármálakerfinu og gera það samfélagslegt. 

Það þarf líka að setja tryggingu fyrir því að fólk lendi ekki síðan í sömu aðstæðum aftur. Það þarf líka að breyta kerfinu þannig að fólk lendi ekki alltaf í fátækt. Og að aðgerðir ríkistjórnar lendi ekki alltaf á þeim sem minnst hafa launin. 

 

Síðan þarf þjóðin sjálf að gera sér ljóst að við björgum ekki neinu í framtíðinni nema að vinna að framgangi þjóðarinnar í heild með sköpun verðmæta með krafti okkar sjálfra og framlegð. 

Ísland á svo mörg tækifæri að setja í gang verkefni í fæðuöflun fyrir framtíðina. Það er það sem við verðum að fókusa á til framtíðinnar vegna þess að flestar þjóðir heims eiga í þessum vanda að geta framleitt nóga fæðu til að brauðfæða þjóðinar. Til þess eigum við Íslendingar sjálfir mikil tækifæri. Miklu fleiri en margir hverjir aðrir.

 


mbl.is Vantar stjórn sem skilur vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tilefni aðventunnar: Nokkrar myndir í Jólabúningi

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið hér og þar um Ísland á undanförnum árum. Settar í jólabúning.

Ég reikna með að selja þessar í Mjóddinni fyrir Jólin, með Kartoni utanum.

jol1.jpg Þessi er af Seljalandsfossi með tvo Regnboga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

jol2.jpgGróttu Viti

 

 

 

 

 

 

jol3.jpgFrostkjarni við Silungapoll

 

 

 

 

 

 

jol4.jpgJökulsárlón

 

 

 

 

 

 

jol5.jpg Tjörnin í Reykjavík

 

 

 

 

 

 

jol6.jpgTekið yfir að Jöklinum rétt áður en komið er að 

Dyrhólaey

 

 

 

 

jol7.jpg Við Mývatn

 

 

 

 

 

 

jol8.jpg Í Þórsmörk

 

 

 

 

 

 

jol9.jpgHólar í Hjaltadal

 

 

 

 

 

 

jol10.jpgHestar í Þoku við Gönguskörð í Skagafirði


DRR? er það framtíðarlandið Ísland?

Eða eigum við íslendingar að búa okkur til eigin framtíð sjálf?

 

Hver mun lána IMF í framtíðinni til að geta fjármagnað síendurnýjaða skuldakreppu ýmissa þjóða?

Spurning þessi kann að virðast svolítið hjákátleg meðal annars með tilliti hvaða aðilar standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Hvert geta þessar þjóðir leitað næst þegar að kreppir að? Eru aðrir aðilar sem geta endurfjármagnað skuldir þjóða með svipuðum aðlögunarskulda-lánapakka og IMF veitir? En óneitanlega vekur þessi hugsun upp fleiri spurningar eins og tildæmis þessa: hvað gerist þegar að sífellt fleiri þjóðir verða gjaldþrota með því að geta ekki endurnýjað lán eins og skuldabréf vegna þess að þær eiga ekki fyrir skuldunum? Eru komnar í þrot.

En þetta er raunhæf spurning vegna þess að fjármálamarkaðir heimsins eru keðjuverkandi vegna viðskiptatengsla þeirra. Sem og að þurfa að standa með inni í þeirri keðjuverkun á meðan að verið er að bjarga annari þjóð. En stórskuldir þjóða geta þannig einmitt orðið meðvirkandi í aukningarstigi vegna þessarar keðjuverkunar og skyldleika hinna ýmsu markaða heimsins. Tildæmis geta skuldir þjóða innan sérstakra bandalaga eins og ESB þannig orðið til þess að aðrar þjóðir innan þess dragast með.

Kraftur mannvitsins innan sérstöðu þjóðarinnar

Á meðan að Evrópuþjóðir innan ESB og heimsins alls fara inn í 

"Debt Rollover Rollercoaster"

gætum við íslendingar tekið nýjan pól í hæðina með því að byggja upp Ísland með algjörlega nýjum forsendum.

Við íslendingar þurfum skipulega að búa landið undir framtíðina til að losna við þessa sýendurteknu skuldakreppu sem þjóðin mun mjög sennilega lenda í eins og þjóðir Evrópu og heimsins virðast vera að gera. Því staðreindin er sú að allar bjarganir verða gagnslausar og aftur gagnslausar. Því ekki er hægt endalaust að hefja aftur þann leik sem hafinn er. Það er vonlaust að "Rollover" á allan heiminn. Og óneitanlega munum við dragast með inn í keðjuverkunina ef við gerum ekkert til að sporna við.

Að fullu vistvænt Ísland

En sérstaklega vegna stöðu Íslands, fjarri öðrum löndum, sem og eins og að hafa eigin gjaldeyrir þá höfum við  tækifæri til að stórefla landið okkar. Þannig gætum við íslendingar skipulega búið þjóðina undir framtíðina.

Við gætum tildæmis endurvakið Landbúnaðinn með stóreflingu í framleiðslu ýmissa vistvænna afurða. Hvergi í heiminum er tildæmis til eins öflugur jarðhiti sem hægt væri að notast við í verkefnin meðfram öðru.

Einnig væri hægt að setja í gang ýmiss önnur vistvæn verkefni stór og smá sem snúast um algjöra sjálfbærni og meðfram því stórauka ný störf hvarvetna út um allt landið.  Þannig gætum við séð mikla mannfjölda aukningu hér og þar um Ísland.

Við þurfum að búa okkur til fæðuöryggi fyrir okkur sjálf sem og þegar að henni er náð þá gætum við líka hafið útflutning á ýmsum nýjum vöruflokkum sem ýmsar þjóðir munu keppast um að kaupa af okkur. Einmitt vegna þeirra sérstöku eiginleika sem vörur okkar geta náð með vistvænni gæðastimplun sem verður til þegar að verkefnið eru unnin skipulega frá ákveðnum stöðum. 

En möguleikar okkar eru ekki bara í matvælaframleiðslu. Því landið okkar hefur upp á að bjóða tækifæri til að búa til ýmsar vörur sem teljast til tækninnar. 

Hvernig virkar Sjálfbærnin best?

Þegar að fólk kemur saman til að efla sjálft sig í nálægð við hvort annað þá verður það til þess að hugmyndirnar kveikna. Og samstaða fólks eykst þegar að það fær að taka beint þátt í því sem verið er að gera og á að framkvæma. Samfélagið helst þannig í hendur til að samefla svæði landsins, fyrst í fjarlægð frá svæðum og svo til baka yfir í þorpin þar sem verkefnin geta orðið til.

Kjarni málsins er þannig samefling sjálfbærninnar með því að fólk vinnur saman að sinni eigin framtíð sem og annara, frekar en eitt og eitt smá verkefni séu sett af stað. En nálægð fólks við þann stað sem störfin verða til, eins og með leikjum og öðrum athöfnum, verður til þess að eftirvænting myndast meðal þess.

Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp landið okkar!

Til þess er besta ráðið að setja upp sérstakar miðstöðvar fyrir hvert landshorn Íslands. Þar sem heildstæð sjálfbærni verður til.

Skoðið undirlyggjandi hugmynd að Sjálfbærniþorpinu þar sem sjálfbærni í ýmsri mynd er lýst:

http://samfelagvesturs.weebly.com/

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband