Færsluflokkur: Fjármál

Skjal Indefence vinnuhópsins komið á vef Alþingis

Hér er slóð á athugasemdaskjal Indefence til Alþingis:

http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?lgt=137&dbnr=620

 

Hér er úrdráttur úr síðasta hluta skjalsins:

Af hverju er í lagi að segja nei

Lán AGS og Norðurlandanna eru ekki tengd lausn Icesave deilunnar

Því hefur verið haldið fram af stjórnvöldum að erlendir aðilar tengi afgreiðslu Icesave deilunnar við aðrar aðgerðir til bjargar íslenskum efnahag. Þannig blasi við að lausn Icesave sé ein af forsendum þess að lánafyrirgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og norrænna seðlabanka verði afgreidd. Þessi rök eru hins vegar ekki byggð á opinberum samningum og þannig sagði Franek Rozwadowski landsfulltrúi AGS í viðtali við Reuters þann 2. júlí að endurskoðun

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri ekki háð lausn Icesave deilunnar en benti samhliða á að Norðurlöndin gætu haft fyrirvara. Eins væri spurning fyrir aðildarlönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvað höfnun Icesave samningins þýddi um vilja Íslands til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Rozwadowski sagði m.a.

“The Icesave agreement is not part of the letter of intent for the review and the approval of this agreement in the parliament is not an explicit condition for the review,” Rozwadowski said. “However, the Nordic countries have signaled that a solution to Icesave is a condition for disbursing the loans that were signed, and these loans are needed as part of the financing of the program.”

A parliamentary rejection of the Icesave accord struck with the U.K. and the Netherlands “would create a good deal of uncertainty,” Rozwadowski said. “One question would be how the Nordics would react? Another question, for the broader membership of the Fund, would be: what does a no vote imply about Iceland’s commitment to meet its international obligations.”

Daginn eftir hafði RÚV samband við Seðlabanka Noregs og kom þá í ljós að lán Norðurlandanna eru ekki háð lausn Icesave deilunnar.

“Lán Norska Seðlabankans og hinna norrænu bankanna sé því ekki tengt afgreiðslu Icesave-samningsins. Því sé það Gjaldeyrissjóðsins að stíga næsta skref.” 10

Einu áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem eftir standa eru því hvort Ísland ætli sér að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar verði frumvarpið fellt. Það má auðveldlega slá á þessar áhyggjur með því að lýsa yfir vilja Íslendinga til að endursemja á grunni Brussel viðmiðanna samhliða því sem Icesave ábyrgðin er felld. Þetta þýðir með öðrum orðum að hægt er að fellaIcesave samkomulagið án þess að hafa áhrif á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar með útborgun lána hans og Norðurlandanna. Séu til aðrir samningar eða hafi íslensk stjórnvöld verið beitt óeðlilegum þrýstingi er nauðsynlegt að það komi fram. Að öðrum kosti er hægt að fella Icesave frumvarpið og einfaldlega semja upp á nýtt.

Niðurlag

Alþingi ber að hafna fyrirliggjandi frumvarpi

Af ákvæðum 3. gr. samninganna sést að það er ein grunnforsenda þeirra að Alþingi veiti ríkisábyrgð fyrir samningunum. Samningarnir taka ekki gildi nema Alþingi veiti ábyrgðina. Þannig hefur Alþingi það í hendi sér að fella umrædda samninga og tryggja þannig að aftur verði sest að samningaborðinu. Eftir ítarlega skoðun InDefence hópsins á Icesave samningunum, frumvarpi til laga umríkisábyrgð vegna þeirra, skoðun á mati þriðja aðila á verðmæti eigna í þrotabúi Landsbanka Íslands svo og fleiri mikilvægum þáttum er það eindregin skoðun hópsins að Alþingismönnum beri að hafna frumvarpi til laga um ríkisábyrgð á fyrirliggjandi Icesave samingum. Við leggjum ríka áherslu á að þetta verði gert í því skyni að setjast megi aftur að samningaborðinu með fulltrúum Bretlands og Hollands með það fyrir augum að gera samninga sem íslenska ríkið geti staðið við og geri Íslendingum kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.

Meginrökin eru að okkar mati augljós. Í fyrsta lagi teljum við að miklar líkur séu á því að íslenska ríkið muni ekki geta staðið í skilum á skuldbindingum vegna fyrirliggjandi Icesave samninga þegar greiðslur eiga að hefjast eftir átta ár. Í öðru lagi eru fyrirliggjandi Icesave samningar í miklu ósamræmi við Brussel viðmiðin margnefndu, sem lágu að baki því umboði sem Alþingi veitti ríkisstjórninni til að semja við Breta og Hollendinga um Icesave málið. Eins og margoft hefur komið fram í þessari umsögn, koma Brussel skilyrðin hvorki orðrétt né í anda fram í fyrirliggjandi Icesave samningum. Það er grundvallarskylda allra þingmanna að kynna sér öll gögn þessa máls og þá sérstaklega áætlanir um getu íslenska ríkisins til að standa í skilum á þeim skuldbindingum sem felast í fyrirliggjandi Icesave samningum.

Mikilvægt er að hafa í huga að ríkisstjórnin og Alþingi hafa ólíku hlutverki að gegna gagnvart Icesave samningunum og ríkisábyrgð vegna þeirra. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að finna færa leið í ríkisfjármálum sem jafnframt efnir samninganna. Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherrahafa lagt fram áætlanir sem sýna hvernig efna mætti samkomulagið ef tilteknar forsendur efnahagsspár þeirra ganga eftir. Óvissa um þær forsendur eru eðlilega verulegar, þar sem horft er til langs tíma, 8 til 15 ára, á tímum þegar óvissa um allar aðstæður innan lands sem utan eru meiri en verið hafa um langan aldur, að ótalinni óvissu um heimtur úr þrotabúi Landsbankans.

Ríkisábyrgð sú, sem fyrir Alþingi liggur, gildir hins vegar jafnt hvort sem forsendur efnahagsspár ríkisstjórnarinnar ganga eftir eða ekki, og reynir því meira á ábyrgðina sem bresturinn er meiri. Alþingi verður því framar öllu að gæta að því hve líklegt sé að forsendur bresti og hvaða afleiðingar það kunni að hafa. Þarf Alþingi m.a. að spyrja ríkisstjórn og stofnanir hennar hve mikið gefnar forsendur megi breytast til þess að til vanefnda geti komið.

Jafnframt þessu þarf Alþingi að huga vandlega að því hverjar afleiðingar vanefnda geti orðið. Hver er lagaleg staða ríkisins við vanefndir og hver verður samningsstaða þess gagnvart Bretum og Hollendingum í ljósi heimilda vanefndaákvæða samningsins, ef önnur fjármögnun fæst ekki á ásættanlegum kjörum? Hver verður pólitíska staðan og hvert verður hald í svonefndum Brusselviðmiðum? Hafa þau yfirhöfuð eitthvert lagalegt gildi ef til vanefnda kemur? Hver verður fjárhagsleg staða ríkisins við slíkar aðstæður? Og hver verður tiltrú alþjóðasamfélagsins á íslensk stjórnvöld?

Þetta er það mat á áhættu við ríkisábyrgð á Icesave samningunum, sem Alþingi verður að leggjatil grundvallar, og einungis samþykkja ríkisábyrgð ef það telur þá áhættu ásættanlega. Þegar slík áhætta er metin dugar ekki að byggja efnahagsspá á einföldum forsendum, eins og fram koma íminnisblaði fjármálaráðuneytisins um greiðslugetu ríkissjóðs vegna Icesave frá 8. júlí 2009. Sú efnahagsspá byggir á töluverðri bjartsýni varðandi t.d. hagvöxt, tekjuafgang ríkisins, gengisþróun og fólksfjölda. Bjartsýni er vissulega mikilvægur eiginleiki mannsins þegar illa árar, að því leiti sem hún stuðlar að eldmóði og vilja til að vinna sig út úr vanda. Með bjartsýninni þarf hins vegar ávallt að fylgja vænn skammtur af raunsæi ef vel á að ganga. Alþingismenn verða að fara fram á að sjá efnahagsspá sem byggir á breytilegum forsendum, til þess að þeir geti metið hversu vel þarf að ganga í efnahagi Íslendinga svo að forða megi greiðsluþroti ríkisins. Efnahagshrunið á Íslandi má að miklu leiti rekja til óhóflegrar lántöku bankamanna og fjárfesta á grundvelli óhóflegrar bjartsýni um verðgildi og hagvöxt í framtíðinni. Hvernig munu komandi kynslóðir dæma þá einstaklinga sem nú sitja á Alþingi á þessari ögurstundu í sögu þjóðarinnar, ef þeir samþykkja risavaxna fjárhagslega ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar með samskonar ofurbjartsýni og skammsýni að leiðarljósi?

Að mati InDefence hópsins hefur Alþingi Íslendinga aðeins tvo raunhæfa og fýsilega kosti í komandi atkvæðagreiðslu um frumvarp um ríkisábyrgð á fyrirliggjandi Icesave samningunum.

Annars vegar geta þingmenn hafnað frumvarpinu. Ef það gerist er nauðsynlegt að jafnskjótt fylgi í kjölfarið öflugt kynningarstarf, bæði eftir diplómatískum leiðum og í alþjóðlegum fjölmiðlum, þar sem áhersla er lögð á að Íslendingar hafi ekki efnahagslegar forsendur til að standa við fyrirliggjandi samninga og að ríkisstjórnin hafi fullan vilja til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og fara aftur að samningaborðinu. Yfirlýst markmið Íslendinga í slíkum samningaviðræðum ættu að vera að ná fram ákvæðum sem draga úr líkum á því að til vanefnda komi og sem milda afleiðingar vanefnda og leiða til viðunandi samingsstöðu við þær aðstæður.

Hins vegar gætu þingmenn samþykkt ríkisábyrgð á fyrirliggjandi Icesave samningum, en þá með mörgum skýrum fyrirvörum sem staðfesti að núverandi samningar eru óviðunandi. Jafnframt verði fyrirvararnir að endurspegla þær samningsskuldbindingar Bretlands og Hollands sem felastí Brussel viðmiðunum, sem núverandi samningar fela ekki í sér .

f.h InDefence hópsins

[sign.]

Dr. Agnar Helgason, mannfræðingur

[sign.]

Eiríkur S. Svavarsson, hdl. LL.M.

[sign.]

Dr. Torfi Þórhallsson, verkfræðingur

[sign.]

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur

[sign.]

Ólafur Elíasson, MBA og, tónlistarkennari

[sign.]

Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur

[sign.]

Jóhannes Þ. Skúlason, kennari

[sign.]

Ragnar F. Ólafsson, sálfræðingur,

[sign.]

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur 

 


Einhliða breytt samningi?

Hvaða rugl er þetta? Þetta er enginn samningur heldur drög að samningi sem ætlað er að samþykkja en er ekki búið að! Þetta er ekki orðinn nein samningur fyrr en en að alþingi væri búið að samþykkja.

Alltaf er betur og betur að koma í ljós hvernig þessi Steingrímur er.

Ef þessum drögum er neitað þá er einfalt að ganga aftur að borðinu? Er það ekki?

Það er þó á hreinu annars að þjóðin mun ekki samþykkja þetta þó að alþingi kunni að gera það! Maður spyr sig enn og aftur. Mun Ríkisstjórnin ætla sér að ganga gegn yfirgnæfandi stórum vilja þjóðarinnar?

Eins og áður segir: það er hægt að ganga frá Icesave án lánafyrirgreiðslu!

Hvað gerist á næstu dögum?

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hægt að fella Icesave án afleiðinga á lánafyrirgreiðslu!

Og mikið rétt almenningur samþykkir ekki skuldir óreiðumanna.

(afsakið breytingu á fyrirsögn)

Það hefur alltaf verið ljóst að almenningur í landinu mun ekki samþykkja þetta Icesave!  Almenningur borgar ekki óreiðuskuldir fjárglæframanna sem tókst svo snilldarlega að setja bankana erlendis á hausinn. Þessvegna er svo erfitt að skilja vilja þessa fólks sem er  í stjórn. Sérstaklega skoðanir Steingríms nokkurns. Hvernig getur hann staðið gegn vilja þjóðarinnar?

Hvað gerir Samfylkingin þegar þeir sjá fram á hversu mikil andstaða meðal þjóðarinnar er við þetta frumvarp? Hunsa þau vilja fólksins í landinu? Eða munu þau standa við sín stóru orð að hlusta á þjóðarviljann? 

Getur ríkisstjórn staðið gegn vilja þjóðarinnar?

Hver er leyndin á bak við þetta allt?

Sérstaklega vegna þess að hægt er að fella Icesave án afleiðinga á lánafyrirgreiðslu?! Eins og segir á vefsíðu indefence!

 


mbl.is Meirihluti andvígur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er hægt að fá erlent lánsfé í stórum stíl handa fyrirtækjum? - sjá líka yfirlýsingu frá mér á bloggsíðu minni

Hvar er hægt að fá mikið lánsfé í dag? Frá Evrópu? Eru ekki til fleiri lönd í heiminum heldur en innan EES eða Evrópusambandsins? Hvað með fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir?

Hinsvegar hefði ég haldið að það sé mjög erfitt að fá lánsfé frá bönkum eins og staða kreppunnar er í dag?!

>Árni Páll sagði að ef ekki yrði gengið að Icesave samkomulaginu sé útilokaður aðgangur að erlendu

>lánsfé sem komi í veg fyrir að fyrirtækjarekstur gangi hér. 

 >Steingrímur benti á að þetta sé mál sem hverfi ekki. Ef það verður ekki samþykkt þá verði að >leysa málið þar sem við séum í samskiptum við aðrar þjóðir.

Hvað er að manninum? Hver heilvita maður ætti að geta séð að við sem þjóðin neitum þessum samningi þá geta Bretar og Hollendingar ekkert gert enn að leitast eftir nýjum samningum sem væru í okkar boði. Af nýjum forsendum. En ég vil taka það sérstaklega fram að vel væri hægt að gera það án láns! (min skoðun).

Það eru til aðrar lausnir!

 


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er misskilningur?

Var það misskilningur?

Ég horfði á þessa frétt og sá að Össur lyfti greinilega brúnum þegar að hann sagði þessi orð: "það er misskilningur" Ég horfði á með það sérstaklega í huga að sjá hvort að hann gefði með andlitshreyfingum að hann væri að ljúga.

Maðurinn er blákallt að ljúga að þjóðinni og á að segja afsér. 

En hvort sem er á þessi ríkisstjórn að segja af sér vegna þessa máls alls. Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á þessu Icesave. Það er á hreinu. Þetta mál er allt saman glæpur gegn íslensku þjóðinni.

Ég hef nú sent 3 síðna skjal til indefence hópsins og Helga Áss Grétarssonar. Í skjalinu koma fram hugmyndir um mögulegar grunnlausnir sem allir ættu að geta sætt sig við. 

En fyrst þarf að segja nei við þessum Icesave samningi og setja þrýsting á Breta og Hollendinga. Að við íslendingar fáum pálmann í hendurnar. Eins og tildæmis að segjast hafa skoðað möguleika á dómstólaleiðinni. Ath. dómstólaleið tekur tíma því munu þessar þjóðir fyrir alla muni vilja semja upp á nýtt ef við neitum þessum samningi.

 Athugið líka! Við þurfum ekki einu sinni að búa til lánasamning við þessar þjóðir í nýjum samningi!

Skiljið þið röksemdina?:

Ef íslendingar neita þessum Icesave samningi þar sem það kæmi sterklega fram að íslenska þjóðin láti ekki þetta yfir sig ganga þá er íslenska þjóðin að segja að þið fáið ekki neitt nema að semja við okkur á okkar forsendum upp á nýtt.

Ef íslenska ríkisstjórnin vill ekki samþykkja slíkt. Þá er greinilega eitthvað mikið loðið í pokahorninu þeirra!

Ef Ísland ber ekki ábyrgð á þessu þá hafa Bretar og Hollendingar ekkert í höndunum til samninga!


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlaganefnd fundar með indefence hópnum á morgun

Hluti fréttar af visir.is 

>Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að funda á morgun með Indefence hópnum og fleiri aðilum sem hafa verið gagnrýnir á Icesave samninginn. „Við ætlum að leggja okkur eftir því að fá inn ólík sjónarmið í umræðuna og fá þau inn strax," segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu.

Kannski hugsanlegt að vera búinn að senda þeim hjá indefence inn mína hugmynd áður. Því hún er nokkuð góð að ég staðfastlega held.

fréttin: fjárlaganefnd og indefence

 


Íslendingar eiga að taka Icesave málin í sínar hendur!

Við íslendingar eigum að sýna þjóðum að það sé ekki hægt að ganga yfir okkur með fjárhagslegu ofbeldi frá öðrum þjóðum.

Ein rök:

Ef ríkisstjórnin og alþingi samþykkir þennan Icesave samning þá er alveg ljóst að ekki er verið að hugsa um hag Íslands og almennings í landinu. Einmitt vegna þess hversu lítil rök þessi samningur hefur. Þá verður sko hlegið að okkur úti í heiminum.

Ef við neitum þessum samningi þá sínum við öðrum þjóðum að það er ekki hægt að vera með yfirgang á okkar litlu þjóð.

Ef við neitum þessum samningi þá snúum við þrýstingnum við og setjum þrýstinginn í okkar hag. Snúum baráttunni við og óskum eftir nýjum samningi. Afhverju? Vegna þess að það á að vera hægt að semja upp á nýtt án þess að það komi við almenning í landinu.

Í reynd er að neita samningum sterkasta atriðið sem við gætum gert! Því þá getum við farið fram á nýjan samning og dálítið með okkar forsendum.  En það er til leið sem þessar þjóðir geta ekki neitað því annars fá þær ekki neitt.

Síðan væri mjög sterkt atriði að benda á það að okkar lögfræðingar hefðu skoðað þetta mál og bent á það að við gætum farið dómstólaleiðina, því við gætum ekki annað en unnið málið fyrir dómstólum. Þá vilja þjóðirnar fyrir allan mun semja upp á nýtt!

 


Bara svo þið vitið það! Icesave samningar eru algjör rökleysa!

Ríkisstjórn á Íslandi hefur ekki leyfi til að ganga gegn vilja fólksins! Því sem slíkt þá sýnir hún valdahroka og yfirgang.

Það eru mjög léttvæg rök fyrir því að samþykkja þennan Icesave samning.

Nr. 1 íslendingar gáfu aldrei leyfi fyrir því að Landsbankinn yrði yfirtekinn af ríkinu.

Nr. 2 Þegar að Landsbankinn erlendis gerði viðskipti við sparifjáreigendur þá voru þau gerð við einkabanka. Ekki við banka i eigu íslenska ríkisins eða þjóðarinnar! 

Nr. 3 Það er ekki hægt að segja að þjóðin eigi bankann þó ríkið hafi tekið hann yfir. Því ef þjóðin á bankann þá getur þjóðin gert kröfur í að bankinn verði gerður strax upp. Að eignir hans yrðu seldar  á markaði og þjóðin öll skipti með sér fjármagninu sem kæmi úr sölunni.

Nr. 4  Sparifjáreigendur einhvers lands geta ekki gert kröfur að fólk eða almenningur í öðru landi greiði upp fjárhagslegt tap þeirra. Það hljóta allir að sjá það.

Nr. 5 Öll fjárfesting er ákveðin áhætta sem fjárfestir verður að taka.

Nr. 6 Samningur ríkisins við Breta og Hollendinga er ekki samningur fólksins Íslandi. Því ef svo væri þá ætti fólkið sjálft að ákveða hvað ætti að gera og hvort að ætti að samþykkja samninginn. ÞVÍ EF VIÐ EIGUM AÐ BORGA ÞÁ EIGUM VIÐ AÐ SEMJA, Þ.E. FÓLKIÐ Í LANDINU! (viðbót:)En ekki ríkisstjórnin. 

Ef fólkið í landinu semur þá verður það aðeins gert eftir neitun þessa Icesave samnings. Og með það í huga að gera nýjan samning sem lendir ekki á fólkinu, almenningi í landinu. (VE)

Nr. 7  Lagalega séð á það að vera ógjörningur að geta lagt á fjárhagslegan bagga á eina þjóð fyrir ákvarðanatökur nokkurra einstaklinga, fjárglæframanna með einkabanka.

Fleir atriði eru til. En að framansögðu er hægt að sjá að ekki sé hægt að gera þær kröfur að við sem þegnar þessa lands eigum að borga þessar skuldir.

Að ætla að halda öðru fram er því ekkert annað en svik og eftirsemi fólks sem hefur ekkert vit né skilning á því fólki sem lifir hér á Íslandi.

Hinsvegar gætum við íslendingar boðið þessu fólki upp á að gera upp við það. Með öðrum samningi.  Bara afþví að við erum svo góðir við það og viljum ekki að það tapi á viðskiptum við fjárglæframenn frá Íslandi. ErrmJoyfulWoundering

 En þá eftir leiðum okkar fólksins sjálfs. Með nýjum samningi.

 


Hvaða bull er þetta?

Hvað er í gangi? Hvernig er hægt að uppfæra sparifjárskulda eins banka yfir á íslensku þjóðina?

Það er annars til lausn þessa máls. Og hún fellst í því að semja við þetta fólk um leið og verður samið við hina sem eru innan Icesave upp á nýtt. 

Eftir að Ísland hefur neitað Icesave samningnum! Því þá er þrýstingurinn á Breta og Hollendinga að gera nýja samninga.

Þessir sem urðu eftir geta þá komið með. Athugið það verður auðveldara að semja við það fólk.

En semja erlendis, því það er vel hægt. Það er í raun hvergi hægt að mæla á móti því ef það er til leið þannig út úr þessu máli.

Annars getur málssókn tekið nokkur ár að fá lausn úr. Ég stórlega efast um að þetta fólk muni ganga í það að hefja málssókn. Því öll þessi mál eru svo stórar spurningar og margt innan sem eftir á að svara. Allt eins víst að slík málssókn geti verið okkur hagstæð. Því í það kaupir tildæmis tíma fyrir okkur til að vinna í málinu frekar. 

Þetta er því tilhæfulaus hótun.

Eða eru þetta enn einar blekkingarnar? Hvernig eru samkiptin milli íslensku og hollensku forsætisráðuneitanna?


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er til önnur leið á Icesave samningi

Eftir að hafa farið dálítið í málin kom það í ljós að íslenska þjóðin þarf ekki að borga Icesave beint því aðrar leiðir eru til nýs samnings án þess að það komi svo mikið við almenning á Íslandi. Ég tel það.

Er ríkisstjórn að blekkja almenning? Fóru samningamenn út til samninga með það í farteskinu að það væri krafa frá IMF að klára þennan samning? Var þrýstingurinn einfaldlega einum of mikill til að geta staðið gegn honum?

Getur íslenska þjóðin snúið þessum þrýstingi við með því að neita samningnum? Værum við þá ekki með sterka samningaaðstöðu?

Það er verið að blekkja þjóðina! Það er alveg ljóst. Nema að stjórnvöld sé virkilega svo grunnhyggin. En að samþykkja þennan samning er hrein kúgun á íslensku þjóðina!

FYRST ÞESSI SAMNINGUR ER TIL ÞÁ ER EINFALDLEGA TIL FORSENDA FYRIR ÖÐRUM SAMNINGI! - ÖÐRUVÍSI SAMNINGI!

*****

En hvað er ég að skrifa um þessi mál? Hef ég eitthvert vit á þessu? Tel ég mig hafa meira vit á þessu en samningamenn? Þeir sem hafa verið að vinna að málinu? Alls ekki!

Eins og ég skrifa hér fyrir ofan: FYRST ÞESSI SAMNINGUR ER TIL (sem við eigum að neita) ÞÁ ER HÆGT AÐ SEMJA UPP Á NÝTT MEÐ ÖÐRUM FORMERKJUM.

Málið er einfalt! Eða kannski fólk þurfi að fara í gáfnapróf til að athuga hvort að það sjái þetta ekki?

Ég fékk hugmynd um hvað gæti verið í samningum þegar að gengið væri upp á nýtt í samningaferli. Hún er einföld en með þeim formerkjum að vel væri hægt að skoða hana. Þessi hugmynd gengur líka út á mannréttindakröfu fólksins á Íslandi! Hún er líka viðskiptalegs eðlis.

Fyrst þessi samningur sem verið er að rífast um á alþingi er til þá væri alveg hægt að gera öðruvísi samning.

Grunnur þessarar hugmyndar er orðinn og nokkur atriði þannig inni í henni. Ég hef verið að festa hana og vinna í Wordskjali.

Þó ég sé ekki viðskiptalærður þá veit ég nóg um viðskipti til að sjá að hægt væri að skoða hugmynd mína betur!

En fyrst þarf íslenska þjóðin að neita þessum samningi! Búa til þrýsting á Breta og Hollendinga! Láta okkur íslendinga hafa venjulegt leverage en ekki Bretana eða Hollendingana, samanber: íslenska þjóðin afneitar þessum samningi.

 Vitið þið hvað financial leverage er (gearing)? Kunnið þið að setja upp gearing stöðu fyrir financial leverage?

Úr Wikipetia:

In finance, gearing is borrowing money to supplement existing funds for investment in such a way that the potential positive or negative outcome is magnified and/or enhanced.[1] It generally refers to using borrowed funds or debt so as to attempt to increase the returns to equity. Delevering is the action of reducing borrowings.

Það væri hægt að búa til "financial leverage - gearing pakka inn í nýja samninga! Meira segi ég ekki í bili út á hvað hugmyndin gengur. Hún gengur þó aðeins að hluta til út á svipað.
mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband