Það væri hægt að semja öðruvísi um Icesave!

Hversu mikið væri ríkisstjórn tilbúin að gefa eftir ef aðrir en hún hafi fundið lausn á þessu máli sem Icesave er?

Hvernig væri ef fólkið í landinu velji að neita Icesave og fara fram á nýja samninga? Og nýjir samningar yrðu svo gerðir með allt öðruvísi formerkjum?

Ég leita líka hér með eftir fólki að vinna saman um hvernig væri hægt að gera nýja samninga við Breta og Hollendinga! Afhverju ekki við íslendingar sjálfir? Þar að segja hæfileg blanda af fólki úr sem flestum stigum þjóðfélagsins að vinna úr hvernig grunn á nýjum samningi mætti bjóða þessum þjóðum upp á!

*****ÍSLENSKA ÞJÓÐIN VILL SEMJA UPP Á NÝTT UM ICESAVE. Gera nýja samninga sem væru hagstæðir fyrir þjóðina! Ekki íslenska ríkisstjórnin!

Ég spyr vegna þess að ég veit að það væri hægt að setja hlutina svolítið upp öðruvísi við Breta og Hollendinga!!!!! Í nýjum samningi!

Í kolli mínum hefur verið að gerjast hugmynd sem kannski gæti gengið að bjóða þessum þjóðum upp á! Ef ekki þá fái þeir hreinlega ekki neitt! Vegna þess að íslendingar væru búnir að velja nei við samningnum.

Það væri hægt að setja þrýsting á þessar þjóðir ef við neitum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu! Ég sá það að það er einfaldlega málið! Nei í þjóðaratkvæðargreiðslu er málið til þrýstings.

Dæmi:

Svar til Breta og Holldendinga vegna samnings:

Nú er íslenska þjóðin búin að afneita þessum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við höfum hinsvegar fundið aðra leið til að semja upp á nýtt við ykkur. Ef þið takið því boði að ganga til nýrra samninga þá göngum við í nýja samninga með þær forsendur. 

Ef ekki, þá engvir samningar!

Ég segi ekki frá þessari hugmynd minni hér en er búinn að setja hana inn í wordskjal tilbúin til að senda lögfróðum mönnum að vinna eftir þegar og ef kemur til þess!

Ég held að hugmyndin sé góður grunnur á nýjum en allt öðruvísi samningi. Miklu betri og auðveldari leið ef hægt væri að framkvæma!

Hinsvegar væri gott að fólk komi með hugmyndir í þessa veru þegar að þessum núverandi samningi hefði verið neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mjög mikilvægt því þá höfum við þrýsting á Breta og Hollendinga!

Málið er að neitun á samningi er leið til nýs samnings! Allt öðruvísi samnings.

ÞAÐ ER TIL ÖNNUR LEIÐ!

Í ALVÖRU TALAÐ MÍN LEIÐ HÉR ER AÐ ÞRÓAST EN GRUNNURINN ER KOMINN INN!

Hvort sem hugmynd mín gengur eða ekki þá væri góðar forsendur að íslenska þjóðin bjóði upp á nýtt (og öðruvísi) samingaferli við Breta og Hollendinga eftir neitun í þjóðaratkvæðagreiðslu! 

Viðbót:

Hvernig væri? Er ekki enn sterkara að bjóða forseta vorum að neita undirskrift vegna þess að þjóðin sjálf vill semja og væri tilbúin með grunn til þess?

Hvort væri grunnur þjóðarinnar betur settur upp:

1. á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu?

2. á meðan að þjóðaratkvæðagreiðsla færi í gang?

3. á undan þjóðaratkvæðagreiðslu sem mótvægi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru góðar og vel rökstuddar tillögur, Guðni Karl.

Samt er frumkrafan þessi: Enga ríkisábyrgð á Icesave-skuldir Landsbankans, sem aldrei voru (ekki frekar en Tryggingasjóður innstæðueigenda) á ábyrgð ríkissjóðs Íslands.

Ef við bjóðum þeim, þrátt fyrir þetta, að borga helmingi lægri álögur en Svavars-samningruinn hljóðar upp á, þá skulum við líka láta umheiminn vita, að það er af göfugmennsku, ekki nirfilmennsku gert né þjófsku – látum þá alla vita með hreinskilinni yfirlýsingu, að við lítum svo á, að við séum þar að greiða umfram skyldur okkar.

En fyrst mætti fara þá leið að neita að borga og láta þá reyna að sækja meintan rétt sinn hingað, fyrir íslenzka dómstóla ...

Jón Valur Jensson, 3.7.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Jón,

 Málið er að íslenska þjóðin sjálf á ekki að þrufa að borga! Það er til leið sem ég veit um. En fyrst þarf að neita þessum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu! Þá er forsendan komin fyrir áframhaldinu!

Guðni Karl Harðarson, 3.7.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband