Afsakanir

Hvaða bull er þetta? Þetta eru ekkert annað en afsakanir.

Það sem þessir kallar nefna ekki er að þessi svokallaða fast- launahækkun er löngu komin inn í verðlagið og horfin sjónum verkamanna. Það sem átti að vera launahækkun í Mars en taka á gildi í Júlí varð því miðað við breyttar forsendur smá stuðningur til að mæta aðeins öllum þeim hækkunum sem þegar hafa hafa komið út í verðlagið þegar og eiga enn eftir að koma í stórum stíl á næstunni.

Þessi launahækkun er því löngu horfin! Má þar nefna verðhækkanir á ýmsum vörum eins og brauði og eldsneyti svo fátt eitt sé tekið.

Það er algjört bull að ætla sér að vöruverð lækki eitthvað við stýrivaxtalækkun vegna þess að verð á hráefni í vöruna helst í stað eða fer hækkandi.

Ef þeirra yfirlýsingar um 10% vaxtastig á að standa eru forsendur kjarasamninga brostnar og verkfall á leiðinni. Á meðan dæla þessir kallar peningum í sína eigin vasa vegna þess hversu lengi þetta tekur.

Af vefsíðu Seðlabanka Íslands

 >Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 1,0 prósentu í 12,0%. Innlánsvextir verða óbreyttir, eða 9,5%.

Markaðsvextir hafa lækkað umtalsvert frá maíbyrjun. Skammtímavextir hafa lækkað um u.þ.b. 4 prósentur og raun- og nafnvextir langtímaskuldabréfa um 0,5 og 1,5 prósentur. Fyrir vikið hefur ávöxtunarferillinn orðið flatari en áður, sem hvetur fjárfesta til þess að auka hlutdeild langtímaskuldabréfa í eignasöfnum. Innlánsvextir hafa einnig lækkað umtalsvert.

 Það er til önnur MIKLU BETRI leið sem ég veit um að gæti gefið verkafólki umtalsverða hækkun! Leið sem ég nefni ekki hér og nú! Það er bara að þora!


mbl.is Seðlabankinn einangrar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband