Færsluflokkur: Fjármál
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Það á eftir að koma enn betur í ljós
Var það ekki Danske Bank sem varaði við hruninu á Íslandi?
Það hefur verið talað um rúm 2% lækkun Evru pr. mán. næstu mánuði. Ef spá Johns er rétt þá mun það vera algjörlega ótímabært að tala um að taka upp Evru. Svo ég vonast að þetta Evru rugl eigi eftir að sofna og hætta alveg á næstunni.
Hér er linkur á greinina:
http://borsen.dk/investor/nyhed/157316/
Hugsanlegt hrun evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. maí 2009
Smá öðruvísi spurningar varðandi nýja stjórn
Aðeins til umhugsunar:
Nú hefur þjóðfélagið orðið fyrir það miklum skakkaföllum og mikið gengið á síðustu mánuði að allt sem gæti skipt stórlega máli ætti að skipta stórlega máli fyrir Ísland. Auðvitað eru skiptar skoðanir á flestum málum. En samt gætu komið upp þannig aðstæður að það væri ekki hægt annað en að taka tillit til þeirra varðandi framtíðina.
Ef kæmi fram sérstakar aðstæður sem sýna ótvírætt fram á að Ísland geti lagað stöðu sína stórlega og á mjög fljótlegan hátt, tildæmis eins og að losna fljótt við skuldir?:
Mun þá Ríkisstjórnin losa af sér völdin ef þess væri krafist til þess að aðstæðurnar yrðu framkvæmanlegar?
Mun þá fólkið (þar að segja þessi svokallaði meirihluti) samþykkja aðstæðurnar og jánka afsögn stjórnar?
Ætti Ríkisstjórn undir slíkum kringumstæðum að leggja það strax undir dóm þjóðarinnar hvort þeir ættu að segja af sér?
Hvort skiptir meiri máli? Ísland og íslendingar? Eða völd og fyrirskipanir stjórnar?
Ég gæti tildæmis nefnt hugsanlegar aðstæður sem gætu komið upp.
1. Hvað ef einhver forríkur einstaklingur úti í heimi (billjarðamæringur) biðist til að aðstoða íslendinga við að losna út úr skuldunum með einhversskonar samningi, aðstoð og svo framvegis, en gegn einhverju á móti? Afgerandi og augljósum hagstæðum samningi fyrir okkur.
Mun Ríkisstjórn segja af sér við slíkar aðstæður ef þess væri krafist til að af samningi gæti orðið?
2. Ef þrjár þjóðir (sem ekki væru innan ESB) tækju sig til og semdu við ákveðinn íslenskan einstakling, eða ákveðna einstaklinga um sérstakt viðskiptabandalag þeirra á milli. Afgerandi samning sem mun hafa rosalega sterkar jákvæðar aðstæður fyrir íslendinga og hjálpuðu ótvírætt okkur út úr skuldavandanum.
(ég tek það fram að ef slíkar aðstæður kæmu upp væri ekki hægt að bjóða slíkan samning þeim sem ætluðu sér inngöngu í ESB. Einmitt vegna þess að slíkt gengi algjörlega á skjön við slíkt bandalag!
Mun Ríkisstjórnin segja af sér við slíkar aðstæður og fólkið í landinu samþykkja slíkt tafarlaust?
En svona dæmi ef möguleg væri einhvern veginn þurfti að vera fyrir sjálft fólkið í landinu! Því að ef eitthvað af þessu væri möguleiki þá gæti það ekki komið frá stjórnmálaflokki. Því þá mundi stjórn aldrei segja af sér!
Bara svona hugleiðingar til umhugsunar!
Getum við fólkið í landinu fundið aðstæður til þessa? Ég skora á fólk að hugsa málið!
Hvort skiptir Ísland meira máli eða völdin yfir Íslandi?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. maí 2009
Það sem mig langar að vita er meðal annars þetta
Það er alveg ljóst að þessi málefnapakki Ríkisstjórnar kemur lítið fram á hvernig þau ætla að framkvæma hlutina. Þetta er svona óljós loforðalisti um hvað þau ætla að gera en ekki hvernig þau ætla að framkvæma það.
Aðeins smá vangaveltur í þessu sambandi:
Í því tilefni langar mig tildæmis til að vita eftirfarandi um stöðu og áætlanir aðgerða?!
a) Hver er eftirfarandi staða á:
1. Hvað er langtíma verðbólgumarkmiðið fram til 2013? (miðað við 1,5 til 2,0 prósent lágmarkið)
2. Hvað er heildarvísitala samanburður við allt? Og hvernig ætla þau að halda henni?
3. Hver er spá á meðalflökti gengis krónunnar? miðað tildæmis við Evru? +/- 2.5% (hefur verið mikið meira)
Hvenær áætla þau að betri tökum verði náð á krónunni? Því að það er alveg ljóst að Evruna getum við ekki tekið upp á næstu árum. Hvað ætla þau að gera til þess?
4. Hvað ætla þau að leyfa mikið flökt á krónunni í prósentum (upp eða niður fyrir meðallínu) á meðan að betri tökum verði náð á fjármálunum? (ég er sjálfur með hugmynd um þrí-velti flökt. Kem betur að því síðar á bloggi mínu).
5. Hver er skuldastaða miðað við:GDP ratio -- til að finna út reyndar skuldastöðu landsins á að deila skuldunum upp í heildar-landsframleiðslu (gross domestic product (gdp)). Þessi tala má ekki vera hærri en 60%
+++++
b) Hvað ætla þau að gera?:
6. Hvað ætla þau að gera til að ná tökum á krónunni?
7. Hvað ráðum ætla þau að beita til að minnka skuldirnar án þess að hækka skatta?
**Það er alveg ljóst að við munum aldrei geta ná neinum tökum á skuldunum nema með stórkostlegri aukningu á verðmætaskapandi fyrirtækjum!
Síðan er fljótlegasta leiðin að nota til þess sérstaka framkvæmdasjóði eins og ég hef nefnt á bloggi mínu.
Mikil þrautaganga framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. maí 2009
9 ráðleggingar til nýrrar Ríkisstjórnar
Á ég að vera að gefa ráðleggingar? Hvernig fór með Persónukjörið og Stjórnlagafrumvarpið þessarar gömlu sem er að fara frá? Ætlar þessi nýja Ríkisstjórn að gera eitthvað fyrir alvöru í þeim málum?
1. Viðlagasjóður
Að láta það vera sitt fyrsta verk að búa til sjóð sem réttir hag heimilanna sem fóru verst út úr hruninu. Að peningar úr þessum sjóði yrðu notaðir til að: a) úthlutun til styrkingar fólks sem er að tapa heimilum sínum. b) styrkja krónuna c) bæta upp tap fólks sem fór verst út úr hruninu frá í Október.
Peningar sem kæmu í þennan sjóð yrði skipt skipulega niður með prósentu skiptingu eftir hag.
Osfrv. af bloggi mínu.
>VIÐLAGASJÓÐUR:
Í stað þess að borga hátekjuskatt mætti lækka hann aðeins og síðan ættu hátekjumenn með sér bónusa og aukatekjur að borga beint í slíkan sjóð og byrja að borga strax! Þannig framkvæmt að fyrirtækin borguðu beint í sjóðinn í stað til þeirra sem hafa fengið slíkar aukatekjur.
PENINGAR ÚR VIÐLAGASJÓÐI yrðu notaðir í:
a. til að bæta fólki tap sem það varð fyrir þegar að bankarnir voru teknir.
2. til að halda upp fastgengisstefnu og skipulega nota peninga til að halda krónunni við á meðan að uppbyggjandi framkvæmdir fara af stað út um allt land!
3. til að aðstoða fólk við húsnæðisvandann og lækkunar verðtryggingarinnar
4. nota í framkvæmdir til að hjálpa fólki til þess að vilja flytja út á land á ný. Með aðstoð við húsnæði osfrv.
2. Tillaga mín að hvernig stjórnlagaþingi skuli háttað:
Skipun áheyrnarfulltrúa.
> Forsætisnefnd stjórnlagaþings skipar allt að 20 fulltrúa samkvæmt tilnefningum almannasamtaka, hagsmunasamtaka og stjórnmálasamtaka til setu í hlutaðeigandi starfsnefndum stjórnlagaþings með tillögurétti og málfrelsi eftir nánari reglum í fundarsköpum þingsins.
mínar athugasemdir:
Eingöngu kjörnir fulltrúar Stjórnlagaþings eiga að sitja þingið. Engvir aðrir! Þetta er mjög miklvægt atriði, m.a. vegna p.s.s.s. factorsins og áhrifagildi samtaka á kjörna fulltrúa þingsins. Þetta bíður upp á þann möguleika að versla með mál inni á þinginu á einhvern hátt. Þetta bíður upp á að stjórnmálasamtök geti komið sterkt að málum sem væru rædd á þinginu. Meðal annars að vera í nánum samskiptum við þær persónur sem eru annaðhvort fylgjandi viðkomandi eða kýs viðkomandi stjórnmálasamtökum eða hagsmunasamtaka.
22. gr.
Umsögn Alþingis
>Áður en stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp til nýrrar stjórnarskrár skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi skal veita stjórnlagaþingi umsögn sína innan tveggja mánaða.
mínar athugasemdir:
Til hvers? Á ekki fólkið að endurskrifa stjórnarskrána? Alþingi á hvergi að koma að þessum málum. Ekki á neinum stigum þess!
23. gr.
> Þegar stjórnlagaþingið hefur samþykkt frumvarp til stjórnarskipunarlaga skal það á ný sent Alþingi og getur það innan eins mánaðar ákveðið með rökstuddri tillögu að vísa frumvarpi aftur til meðferðar stjórnlagaþings. Skal þá taka frumvarpið aftur til meðferðar þar með hliðsjón af rökstuddri tillögu Alþingis. Þarf þá 2/3 hluta fulltrúa á stjórnlagaþingi að samþykkja frumvarpið, nema fallist sé á rökstudda tillögu Alþingis um breytingar á frumvarpinu og þarf þá aðeins einfaldan meiri hluta. Náist slíkt samþykki skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr. en ella telst það fellt.
Berist stjórnlagaþingi engin umsögn frá Alþingi eftir samþykkt frumvarpsins, skv. 1. mgr. skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 24. gr.
mínar athugasemdir:
Það eina sem stjórnlagaþingið ætti að gera er að senda útkomu stjórnlagaþingsins til Ríkisstjórnar eða Forseta Íslands jafnvel, að framkvæma sem lög fólksins í landinu og það án athugasemda!
3. Tillaga mín að efni í nýju Frumvarpi um Stjórnlagaþing:
Ríkisstjórn Íslands felur fólkinu í landinu að setja af stað Stjórnlagaþing. Í því skyni leggur Ríkisstjórnin til að almenningur í landinu kjósi sér nefnd til að undirbúa Stjórnlagaþing. Í þessa nefnd verði kosnir 2 aðilar úr hverjum landsfjórðungi + höfuðborgarsvæðis. Þannig verði í nefndinni 10 manns (2 af hverjum 5 svæðum) sem hefðu þann starfa að undirbúa Stjórnlagaþing. Nefndin vinnur að og undirbýr hvaða málefni verða rædd á Stjórnlagaþingi. Nefndin tekur til um hvernig kosningar til þingsins verður háttað. Nefndin velur starfstíma þingsins og velur laun þingsins.
Að starfslokum þessarar undirbúningsnefndar fólksins skal vinna að setningu Stjórnlagaþings. Nefndarmenn eigi ekki rétt til kosningar eða til setu á Stjórnlagaþingi. Einnig, hverskonar valdhafar í landinu né hagsmunasamtök sem teljast þess til....
Við starfslok Stjórnlagaþings skal þingið senda sín lög til Ríkisstjórnar Íslands til að framkvæma yfir landið án athugasemda.
4. Skuldaborgunarsjóður (ný hugmynd hjá mér)
Að Ríkisstjórn vinni skipulega að vinna sig út úr 1600 milljarða skuldapakka landsmanna með því að vinna vandlega í samverkandi stjórnun í hvaðan peningar til þess koma. Á ég þá við hvað á að borga? Hvenær? Hversu mikið? Hvað er hægt að endursemja um? osfrv.
Í þessa veru legg ég til að 1% til 2% þjóðarframleiðsu (meira ef hægt væri) verði notaðar til að borga af lánum þegar að þess þarf. En til þess verði settur af stað sérstakur sjóður sem yrði borgað úr þegar að þyrfti. Peningar færu beint inn og síðan út aftur eftir þörfum.
Slíkur sjóður væri miklu sterkari og öflugri í staðinn fyrir að hækka skatta á fólk.
5. Að skipulega minnka niður verðtrygginu á lánum banka og lánastofnuna þannig:
Í hverjum mánuði verði 40 aðilar (svona hugsanlega tala en mættu vera fleiri ef hægt væri) (sem sækja um og búa þarf til reglur um hverjir fá, en láglaunafólk og heimili í miklum erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum gangi fyrir) sem fá fellt alveg niður verðtryggingu af lánum hjá bönkunum og öðrum lánastofnunum og í stað þess skuldbreytingu af láni á fastri vaxtaprósentu. Þannig taki hver banki og breyti lánum 10 aðila hver og fari eftir nöfnum af listanum með stuðningi Ríkisins.
Útfæra þarf þessa hugmynd nákvæmlega meðal annars vegna þessara amk. 4 atriða sem hafa verið nefnd sem erfiðleikar til að framkvæma aftöku verðtryggingar.En ríkisstjórn þarf að taka af verðtrygginguna og banna hana.
6. Að Ríkisstjórn leiti allra leiða að komast hjá beinum Skattahækkunum með því að leitast eftir peningum frá öðrum leiðum eins og til þess gerðum sérstökum sjóðum og eftv. ríkisskuldabréfum.
7. Að taka af núverandi hvótakerfi í fiskiðnaði og búa til nýtt þar sem meðal annars smábátaeigendum verði gefið aukið vægi og vægi til stór mokveiðiskipa verði minnkað til muna.
Að búa til þær aðstæður sem voru að fyrirtækin fari að fullvinna fiskinn heima í stað þess að henda út í Gáma óunninn.
8. Að leggja áherslu á að það er þjóðin sem á auðlindirnar en ekki auðkýfingar og fjárfestar sem vilja komast í allt sem þeir geta eins og tildæmis í Orkufyrirtækjunum á undanförnum árum. Í þá veru muni Ríkið sjá til þess að allir samingar um auðlindir nýtist landsmönnum jafnt. Meðal annars til beinnar annarar styrkingar á verðmætasköpunar með matvælaframleiðslu á móti! Peningar af orkuauðlind má nota til að styrkja aðra sér-íslenska framleiðsu (öflugar) á móti.
9. Ég er fylgjandi því að Þjóðnýta bankana en ekki beint Ríksnýta þá. Ég er að tala um að setja lög um lágmarks kaup á beinum hlut í banka. Að setja þurfi reglur um hversu margir megi eignast í bönkunum sjálfum og hversu mikið í prósentum.Það þurfi að vera einhverákveðinn fjöldi manna með ákveðnar (sem jafnasta) eignaprósentur.
Síðan að setja lög sem banna utanaðkomandi fjárfestum að búa til fjárfestingasjóði innan banka.
Ég gæti allt eins haldið áfram því af fullt væri að taka. En læt þetta nægja sem stendur.
Það þarf að finna leiðir til að búa til sérstaka framkvæmdasjóði til beinnar notkunar úr heldur en að hækka skatta á fólk. Sjóði eins og ég nefni hér að ofan!
smá viðbót: Það er mikilvægt atriði að beinnýta peningana í því ástandi sem þjóðin er.
Ríkisráðsfundir boðaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Hvenær og hvernig á að borga?
Það sem mig langar virkilega til að vita er þetta:
Hverjir eru lánadrottnar? Krafa um að vita um alla lánadrottna og hversu mikið á hvern.
Hvernig eru skilmálar hverja einustu skulda (hverra lána fyrir sig)?
Hversu háir vextir á hverju láni?
Hvenær eru gjalddagar á hverju láni fyrir sig?
Hvað þarf að borga mikið í einu?
Hvaða lánum væri hægt að draga og ýta á undan sér?
Hvaða lán væri hægt að endursemja um?
Hvaða lán eiga möguleika á að afskrifast eða ná samningum við aðra aðila vegna stöðu heimsmarkaðs og evrópumarkaðs?
Eftir þessu vær síðan möguleikar að hafa til hliðsjónar að skoða betur í dæmum hvernig vær hægt að hagstýra þessu fyrir landið í tengslum við nýja verðmætasköpun á Íslandi og fleira.
3100 milljarða skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Grein af Telegraph.co.uk um heimsmarkaðshrunið
Skrifuð 26. Apríl 2009
By Ambrose Evans-Pritchard ***** Skrifuð af Ambrose Evans-Pritchard
Last Updated: 8:49AM BST 26 Apr 2009
The capital well is running dry and some economies will wither
The world is running out of capital. We cannot take it for granted that the global bond markets will prove deep enough to fund the $6 trillion or so needed for the Obama fiscal package, US-European bank bail-outs, and ballooning deficits almost everywhere.
Unless this capital is forthcoming, a clutch of countries will prove unable to roll over their debts at a bearable cost. Those that cannot print money to tide them through, either because they no longer have a national currency (Ireland, Club Med), or because they borrowed abroad (East Europe), run the biggest risk of default.
Traders already whisper that some governments are buying their own debt through proxies at bond auctions to keep up illusions not to be confused with transparent buying by central banks under quantitative easing. This cannot continue for long.
Commerzbank said every European bond auction is turning into an "event risk". Britain too finds itself some way down the AAA pecking order as it tries to sell £220bn of Gilts this year to irascible investors, astonished by 5pc deficits into the middle of the next decade.
US hedge fund Hayman Advisers is betting on the biggest wave of state bankruptcies and restructurings since 1934. The worst profiles are almost all in Europe the epicentre of leverage, and denial. As the IMF said last week, Europe's banks have written down 17pc of their losses American banks have swallowed half.
"We have spent a good part of six months combing through the world's sovereign balance sheets to understand how much leverage we are dealing with. The results are shocking," said Hayman's Kyle Bass.
It looked easy for Western governments during the credit bubble, when China, Russia, emerging Asia, and petro-powers were accumulating $1.3 trillion a year in reserves, recycling this wealth back into US Treasuries and agency debt, or European bonds.
The tap has been turned off. These countries have become net sellers. Central bank holdings have fallen by $248bn to $6.7 trillion over the last six months. The oil crash has forced both Russia and Venezuela to slash reserves by a third. China let slip last week that it would use more of its $40bn monthly surplus to shore up growth at home and invest in harder assets perhaps mining companies.
The National Institute for Economic and Social Research (NIESR) said last week that since UK debt topped 200pc of GDP after the Second World War, we can comfortably manage the debt-load in this debacle (80pc to 100pc). Variants of this argument are often made for the rest of the OECD club.
But our world is nothing like the late 1940s, when large families were rearing the workforce that would master the debt. Today we face demographic retreat. West and East are both tipping into old-aged atrophy (though the US is in best shape, nota bene).
Japan's $1.5 trillion state pension fund the world's biggest dropped a bombshell this month. It will start selling holdings of Japanese state bonds this year to cover a $40bn shortfall on its books. So how is the Ministry of Finance going to fund a sovereign debt expected to reach 200pc of GDP by 2010 also the world's biggest even assuming that Japan's industry recovers from its 38pc crash?
Japan is the first country to face a shrinking workforce in absolute terms, crossing the dreaded line in 2005. Its army of pensioners is dipping into the collective coffers. Japan's savings rate has fallen from 14pc of GDP to 2pc since 1990. Such a fate looms for Germany, Italy, Korea, Eastern Europe, and eventually China as well.
So where is the $6 trillion going to come from this year, and beyond? For now we must fall back on the Fed, the Bank of England, and fellow central banks, relying on QE (printing money) to pay for our schools, roads, and administration. It is necessary, alas, to stave off debt deflation. But it is also a slippery slope, as Fed hawks keep reminding their chairman Ben Bernanke.
Threadneedle Street may soon have to double its dose to £150bn, increasing the Gilt load that must eventually be fed back onto the market. The longer this goes on, the bigger the headache later. The Fed is in much the same bind. One wonders if Mr Bernanke regrets saying so blithely that Washington can create unlimited dollars "at essentially no cost".
Hayman Advisers says the default threat lies in the cocktail of spiralling public debt and the liabilities of banks like RBS, Fortis, or Hypo Real that are landing on sovereign ledger books.
"The crux of the problem is not sub-prime, or Alt-A mortgage loans, or this or that bank. Governments around the world allowed their banking systems to grow unchecked, in some cases growing into an untenable liability for the host country," said Mr Bass.
A disturbing number of states look like Iceland once you dig into the entrails, and most are in Europe where liabilities average 4.2 times GDP, compared with 2pc for the US. "There could be a cluster of defaults over the next three years, possibly sooner," he said.
Research by former IMF chief economist Ken Rogoff and professor Carmen Reinhart found that spasms of default occur every couple of generations, each time shattering the illusions of bondholders. Half the world succumbed in the 1830s and again in the 1930s.
The G20 deal to triple the IMF's
fire-fighting fund to $750bn buys time for the likes of Ukraine and Argentina. But the deeper malaise is that so many of the IMF's backers are themselves exhausting their credit lines and cultural reserves.
Great bankruptcies change the world. Spain's defaults under Philip II ruined the Catholic banking dynasties of Italy and south Germany, shifting the locus of financial power to Amsterdam. Anglo-Dutch forces were able to halt the Counter-Reformation, free northern Europe from absolutism, and break into North America.
Who knows what revolution may come from this crisis if it ever reaches defaults. My hunch is that it would expose Europe's deep fatigue brutally so reducing the Old World to a backwater. Whether US hegemony remains intact is an open question. I would bet on US-China condominium for a quarter century, or just G2 for short.
Fjármál | Breytt 28.4.2009 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. apríl 2009
Staða Evrópumarkaðs og spá
Reikna má að Evan (EURO) haldi áfram falli á árinu miðað við 0-punkt línu. Fari upp og niður milli quarter en komist ekki upp fyrir beinu línuna (en litlu lóðréttu línunar tákna hvern fjórðung) eins og var á árinu 2008. En á því ári sést hér greinilegt hratt fall Evrunnar fram á árið 2009.
Eins og sést á línuritinu þá hefur ekki orðið fall síðan fyrir 1997 síðast.
Þegar að ég hef fundið betri stað til að skoða Evru gagnvart gjaldmiðlum mun ég koma með skýringar og lesningar með myndum hér inn.
Hér er grein sem var tekin af Euroframe:
skýring: GDP= Gross domestic product
Quarter | 2007:03 | 2007:04 | 2008:01 | 2008:02 | 2008:03 | 2008:04 | 2009:01 | 2009:02 |
Euro Growth Indicator | 2.64 | 2.61 | 2.19 | 1.88 | 0.76 | -1.20 | -2.31 | -2.07 |
Eurostat | 2.66 | 2.19 | 2.18 | 1.47 | 0.62 | -1.26 |
New decline in the Euro Area GDP
by Hervé Péléraux, OFCE on April 6th, 2009
The recession in the Euro Area economy will continue. The EUROFRAME-Indicator predicts that real GDP will decline by 2.3 percent year-on-year in the first quarter of 2009 and by 2.1 percent in the second quarter. If converted to the qoq basis (to be taken with caution), real GDP will fall by about 1.6 percent (annualized rate) on average in the first quarter and then roughly stabilize at the low level.
Bold inngrip sem skýrir enn betur það sem ég er að tala um í nýjasta blogginu mínu!:
While this may give some hope that the downturn will at least not accelerate further, there are some signs which are not so positive. The manufacturing sector is obviously severely hit because the recession is affecting mainly exports. The industry survey therefore shows a dramatically negative contribution; the impact of this indicator has reached a level which has not been observed before in the past two decades. In addition, the retail survey indicates that private consumption should weaken in the coming quarters, which is not surprising in the light of rising unemployment, despite the slowdown of inflation. As far as external factors are concerned, there is some hope that the situation will not worsen much further. The contribution from the ISM survey in US industry became less negative, and the depreciation of the euro in the second half of 2008 will dampen the decline of the EUROFRAME-Indicator in 2009Q2.
The indicator gave the right signal of a collapse in GDP in the 4th quarter of 2008, and anticipates for a smaller decline in the first half of 2009 in quarterly terms. Should we trust such anticipation while no conclusive signal of improvement stems from both internal and external sides? Business surveys could be less sensitive to further deepening of the recession beyond 2008Q4. Balances of opinion could be seen as diffusion indexes which measure how much positive appreciation compared to negative appreciation is widely held by economic agents. In the current situation of outstanding downward cyclical developments, balance of opinion may come closer to their lower limit, i.e. 100 % of negative appreciation. In that case, business surveys would become insensitive to additional negative shocks on GDP and would therefore loose their ability to match business developments.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2009
ESB villingarnir
Nú hefja þeir raust sem mest þessir postular sem vilja færa landið okkar Ísland undir stjórn valdhafa Evrópu, undir lög ESB.
Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokki og ætlar sér aftur í stjórn eftir kosningar. Ég fæ ekki skilið að flokkur sem hafi setið yfir mesta efnahagshruni Íslands eigi að koma að nýrri Ríkisstjórn.
Ég kalla það ekkert annað en landráð að flytja yfirráð landsins undir lagastjórn erlendis frá.
Það voru vinnusamir íslendingar sem byggðu upp gott og heiðarlegt samfélag snemma á síðustu öld. Óheiðarlegir og ofurgræðgisfullir einstaklingar undir skálkaskjóli ríkisstjórnarinnar eyðilögðu síðan samfélagið. Nú vill hinn meinti stærsti flokkur landsins afhenta framtíðina andlausum embættismönnum Evrópusambandsins landinu okkar til að setja lög yfir það eftir eigin geðþótta. Sá sami flokkur sem tók þátt í hruninu!
Nú koma þessir menn fram á ritvöllinn í umvörpum og telja okkur trú um að best væri fyrir okkur að vera í ESB. Ala jafnvel á þeim hræðsluáróðri að við hin séum hrædd við að ganga inn vegna þess að við séum að tapa einhverju.
Við hin sem viljum ekki ganga inn í ESB elskum landið okkar og viljum að íslendingar sjálfir vinni sig út úr þeim vanda sem búið er að setja þjóðina í. Það er ekki hægt að nefna það hræðslu! Það er þvert á móti að vilja takast á við vandann sjálf!
Þvert á móti er það að ganga inn í ESB að sýna algjöra hræðslu og uppgjöf við að takast á við vanda þjóðarinnar. Samfylkingin ætlar sér að halda áfram að svíkja þjóðina og neita að takast á við vanda þann sem þeir sjálfir hafa tekið þátt í að setja okkur í.
Ég skora á alla íslendinga að hugsa þessi mál vandlega! Væri ekki best fyrir okkur að skapa okkur sjálf góða framtíð heldur enn að vera háður öðrum. Það er fullt að vinnufærum höndum sem væri tilbúið í að koma að uppbyggingu landsins okkar í nýjum verðmætaskapandi fyrirtækjum!
Nú eru 2 dagar síðan IMF úrskurðaði upphaf efnahagskreppu sameinaðar Evrópu. Eigum við íslendingar að bæta okkur inn í þeirra kreppu eða takast á við vandann sjálf einir og óstuddir?
Nú á næstu árum mun heimurinn lenda inn í algjörri heimskreppu. Þeirri mestu og lengstu sem hefur verið frá upphafi. Eigum við íslendingar að taka þátt í þeim vanda? Eða eigum við að vinna í að losna út úr okkar eigin vanda sjálfir?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Ég er einn af þeim sem gera mun autt
Allir þeir sem hafa ratað hingað inn á Bloggið mitt og skoðað efni þess hafa séð mjög ákveðnar skoðanir mínar um hvernig Ísland eigi að fara inn í framtíðina!
Ég hef komið með fullt af grunn-hugmyndum sem ég hef bæði bloggað hér um og líka sent frá mér til ýmissa aðila. Hugmyndir sem hægt væri að fara yfir og útfæra enn betur.
Áfram Ísland og íslendingar
Stjórnlagaþing fólksins án viðkomu stjórnmálaflokka
Að komi fram sérstakt frumvarp sem gengi út á að fólkið sjálft kjósi sér nefnd til að fara yfir hvað ræða eigi á Stjórnlagaþingi, tíma þess og laun. Ekkert forræðis kjaftæði um að útkoman verði að fara til baka inn á Alþingi á neinum tíma þess. Heldur þarf að vera tilbúið að treysta fólkinu í landinu til að framkvæma þessi mál sjálft. Síðan tæki Stjórnlagaþingið til starfa og endar þau störf með að fara yfir einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og senda sem lög fólksins í landinu.
Það er fólkið sem byggir þetta land sem ræður þessu en ekki einhverjir sérhagsmunir yfirstéttar.
Persónukjör?
Ég væri tilbúinn að senda Forseta Íslands annað bréf (rétt eftir kosningar) sem krefðist þess að Jóhanna og Co. gangi frá Persónukjörinu og klári það frumvarp! Jóhanna hvað segir þú þá eftir nýja heimsókn til Forseta? Hver verður halinn...... í loforðapakkanum þá?
Ekkert kjaftæði um 2/3 hluta þingmanna þurfi að samþykkja!
ESB innganga?
Ég er svo gjörsamlega algjörlega á móti ESB! Og eins og hefur verið sagt í fréttum þá getum við mjög líklega ekki tekið upp Evru án þess að ganga í ESB.
Ísland þarf að fara í stórkostlega uppbyggingu í öllu landinu! Þá á ég við að ný störf eiga að vera í nýskapandi og verðmætaskapandi fyrirtækjum í hinum ýmsu geirum jafn út um allt land (ég hef talað um að skipta landinu niður). Á ég þá við ný (marg hluthafa) fyrirtæki í matvælageiranum, eins og grænmeti og allskonar aðrar afurðir sem útlendingar yrðu hrifnir af að kaupa af okkur. Einnig má stórauka ferðamálaiðnaðinn og búa til áhugaverðar nýjungar fyrir útlendinga til að heimsækja landið.
Nýjar atvinnur eiga að vera í tengslum við verðmætasköpun! Það hefur enginn flokkur þorað að koma með slík loforð.
Ekkert bull um sprota, Ál-söngl og störf varðandi að halda áfram í byggingaiðnaði.
Krónan?
Í mínum huga er krónan algjört prinsipp fyrir mig sem íslending að halda í! Við þurfum að byggja upp verðmæti krónunnar með verðmætasköpuninni og á meðan að búa til Viðhaldspakka til að halda við krónuna meðan að hún styrkist. Pakki sem ég hef Bloggað hér um sem einskonar Viðlagasjóður. En vel mætti útfæra slíka hugmynd enn frekar heldur en ég hef skrifað um og fá inn peninga með ýmsu móti. Má þar nefna kerfisbundið fara yfir alla Tollskrána (enn viðbótar hugmynd) til að finna einhversstaðar þar sem mætti hækka tolla tímabundið. Þannig mætti flakka á milli tollflokka með hækkanir tímabundið í einskonar hringrás.
Peninga í viðlagasjóði væri hægt að nota strax þegar að þarf (sama og engin bið). Til ýmissa verka eftir umfangi og nauðsynjar. En aðal tilgangur væri að stiðja við krónuna.
Þegar að talað hefur verið sem fjálglegast um að farga krónunni þá vill það oft gleymast að við erum ekki eina landið sem hefur lent í svona fjármálahruni að undanförnu! Hversu mörg þeirra sem eru í svipaðri stöðu og við og hafa Evru sem gjaldmiðil?
Það er gjörsamlega ósvinna að fullyrða að EVRA sé einhver gjaldmiðill sem muni standa vel í framtíðinni í stærsta fjármálahruni sem gengið hefur yfir heiminn og mun halda áfram að falla meira á næstkomandi árum. Hvað ætla þessir ESB og Evru postular að segja þá þegar að markaðirnir munu halda áfram að hríðfalla?
Ísland hefur fullt af fólki sem vill vinna góð verk til að
kerfislega enduruppbyggja landið
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Viðbót við Viðlagasjóðs hugmynd mína
Hér er smá viðbót sem er 2 liðir
1. Sá hluti Verðtryggingar sem hægt væri yrði tekinn af smám saman þannig:
Fyrst að banna alveg að lána með verðtryggðum lánum! Þora!
Í hverjum mánuði verði 40 aðilar (svona hugsanlega tala en mættu vera fleiri ef hægt væri) (sem sækja um og búa þarf til reglur um hverjir fá, en láglaunafólk og heimili í miklum erfiðleikum með að borga af húsnæðislánum gangi fyrir) sem fá fellt alveg niður verðtryggingu af lánum hjá bönkunum og öðrum lánastofnunum. Þannig taki hver banki og breyti lánum 10 aðila hver og fari eftir nöfnum af listanum. Til þess að þetta verði hægt yrði notaðir peningar sem bankarnir fá úr viðlagasjóðnum beint til að nota til að vega upp á móti tildæmis hugsanlegum öðrum vaxtahækkunum vegna þessara breytinga hjá persónunum sem eiga að fá breytinguna. Þetta gert til að hafa vega á móti hinum meintu áhrifum af niðurfellingunni. Síðan notar Ríkið líka peninga úr sjóðnum til að vega á móti hugsanlegum öðrum áhrifum.
Þettar er hugmynd sem vel væri hægt að hugsa til enda og útfæra!
2. Bankarnir og aðrar lánastofnanir leysi til sín lán af hálaunafólki sem hafa eignir ofurveðsettar og hluti af þeim peningum af seldum eignum (eða uppgreiddum lánum) fari beint til viðlagasjóðs til styrkingar á genginu svo dæmi sé tekið. Mjög mikilvægt að fækka mikið ofurveðsettum lánum á húseignum. Ef lán hafa verið tekin svo dæmi sé tekið til fjárfestingar, hlutabréfa eða skuldabréfakaupa þá er mjög réttlát krafa að þeir sem eru með eignir ofurveðsettar losi þær og borgi upp lán með því að selja bréfin. En eftir því sem mér skilst hafa nokkuð margir fjárfestar getað veðsett eignir langt umfram verðmæti þeirra.
Hér er hinn hluti Viðlagasjóðs hugmyndarinnar settur aftur inn:
>VIÐLAGASJÓÐUR:
Í stað þess að borga hátekjuskatt mætti lækka þá hugmynd aðeins og síðan ættu hátekjumenn með sér bónusa og aukatekjur að borga beint í slíkan sjóð og byrja að borga strax! Þannig framkvæmt að fyrirtækin borguðu beint í sjóðinn í stað til þeirra sem hafa fengið slíkar aukatekjur.
Síðan tækju þeir við sem sem settu landið í þessa stöðu sem það er í. Og varðandi það legg ég til að rannsóknin sem er verið að framkvæma verði afleiðandi og nokkrir einstaklingar verði teknir og rannsakaðir í einu (skipta niður í litla pakka með ca. 5 til 10 manns í einu). Þannig kæmi útkoman miklu fyrr fram í sviðsljósið og hægt væri að dæma fyrr.
Það eru örugglega til fullt af öðrum leiðum sem hægt væri að ná í peninga án þess að hækka skatta eða vöruverð á almenning í landinu. Og það þarf að þora að framkvæma hlutina fljótt og örugglega.
Annað!
Mér finnst það til stórfelldra vansa fyrir Samfylkingu að hafa tekið þetta lán þið vitið sem þeir tóku í síðustu stjórn með Sjálfstæðismönnum. Finna þarf leið til að losna út úr þessu láni ef hægt væri.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)