Skynsemistal

Veist þú hvað þú hefur mikil áhrif bara með því að vera til? Veistu um þann rétt þinn að fá að tjá þig á þann máta sem þú kýst þér í lífi þínu? Hugsaðu vandlega um öll þau tjáningarform sem þú átt kost á að nota með öllum skylningarvitum þínum. Meira að segja þó þú sést ein/n þá getur þú haft áhrif á líf þitt, líf annarra og umhverfi þitt. Einmitt vegna þess að þarna úti getur einhver verið að hugsa til þín. Það er svo þitt að velja hvernig þú vilt tjá þig, hvernig áhrif þú vilt hafa. En við sem einstaklingar erum jú bara mannleg og getum gert okkar mistök. Það er svo okkar að sjá þau og laga þau. En að sjálfsögðu eiga verðleikar okkar að byggja á öllu því góða siðferði það sem þjóðin velur sér.


Er það rangt að segja að það sé í nánd við eigin lífsleikni sem þú getur ræktað garðinn þinn best?


Nú er ég sem íslendingur fæddur inn í það umhverfi sem mér er boðið upp á að tjá mig og efla lífsleikni mína. Inn í það umhverfi sem á sér sína eigin sérstöðu með íslenskri tungu og þeim starfsháttum, menntun, menningu og listum sem okkur er boðið upp á. Sama á við okkur öll. En sú sérstæða byggist einmitt á því hvað við sem einstaklingar gerðum og gerum til að búa okkur til slíkt líf sem við viljum eiga.


Er það rangt að segja að lífsfærni sé mest uppbyggileg í nærumhverfi?


Það eru ákveðin forréttindi sem við sem einstaklingar eigum að halda í og byggja á. En það eru þau forréttindi að við sem íslendingar fáum notið þessara atriða sem lífið bíður uppá. Og þau forréttindi að fá að efla þessa sérstöðu okkar án beinna utanaðkomandi áhrifa.


Allar þær reglur sem við setjum eiga sér djúpstæðar rætur í þeirri sérstæðu menningu okkar sem við höfum byggt okkur upp sem þjóð. Allar þær reglur teljast þannig til okkar eigin lífsfærni og eiga að tengjast saman í órjúfanlegum böndum. Allar þær reglur sem verða búnar til teljast jú líka til að gera okkur kleift að að fá að njóta þess að búa um þessa lífsfærni. Öll mistök sem við gerum eigum við því sjálf þannig að leiðrétta meðal okkar. Hvort sem við erum einstaklingar, hópar eða þjóð sem heild. Allt það góða sem við gerum eigum við að sjálfsögðu að sýna alþjóðasamfélaginu.

Fjármálaumhverfi á að sjálfsögðu að beintengjast þeim atriðum er við sem þjóð eigum að fá að njóta sem afrakstur eigin hvata til að búa okkur til eigin hag. En að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að allir einstaklingar fái notið þess afraksturs eigin verðleika. En öll eigum við þann rétt að fá að efla okkar lífsleikni og tengja hana hvernig afkoma okkar er. En að sjálfsögðu eru fjármunir eingöngu notaðir sem skiptimynt á verðmæti okkar.

Allt helst þetta þannig í hendur. Til okkar þjóðarmenningar teljast því einstaklingar, fjölskylda, ættingjar, vinir og aðrir íbúar sem byggja þessa þjóð.


Að sjálfsögðu eiga önnur lönd sér sína eigin menningu þar sem fólk á fá sín tækifæri til að efla sér sína lífsleikni. Þar sem ýmislegt gott verður til sem við íslendingar getum þannig lært af. Það er hinsvegar spurningin hvað við getum aðlagað okkar menningu og örugglega ýmslegt þar að skoða.


Við sem þjóð eigum þannig mikil tækifæri til að efla okkar eigin verðleika. Við eigum þau með margvíslegum auðlindum okkar. En mannauður er líka þar á meðal sem og þau gæði sem landið okkar hefur upp á að bjóða þar sem við getum tekið á og skilað jafnt ef ekki meira til baka.

Ég á mér val. En það er að ég vil fá að njóta þess að efla lífsleikni mína án utanaðkomandi aðila sem munu hafa mikil völd yfir ákvörðunvaldi okkar sem þjóð. Ég krefst þess að fá að byggja upp þá lífsleikni innan sérstöðu þess sem það land sem ég er fæddur inn í hefur uppá og mun hafa uppá að bjóða.

Við esb segi ég því ákveðið NEI TAKK!




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

þar sem það er ekki hátt metið i dag að hugsa áður en framkvæmt er ,þá eru alltof fáir sem staldra við og hugsa heldur fljóta sofandi að feigðarósi ...Ef sú yrði raunin á nuna i kosningunum að við tæki stjórn Sjálfstæðis og Samfylkiningar ..þá þurfum vi ekki að spyrja að leikslokum og sama hvert við segðum ja eða nei við ESB ...þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið nema til að friða fólk og Ferlið er komið Mikið lengra en fólk almennt gerir ser grein fyrir !...Enda voru það ósannindi sem annað ..ferlið hefur aldrei verið stöðvað eins og Össur let i veðri vaka ............Kosningarnar núna verða i raun um hvort við höfum það af eða lendum i djúpum ...........

rhansen, 23.4.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þessvegna þarf að forða því að Samfylking og Sjálfstæðismenn komist til valda!

Að sjálfsögðu eigum við að kjósa þann flokk sem lofar að hætta þessari aðlögun!

Guðni Karl Harðarson, 23.4.2013 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er hinsvegar mál hvort Sjálfstæðismenn munu eitthvað vilja halda þessa aðildar aðlögun áfram.

Nokkuð sem verður að sjá til með.

Guðni Karl Harðarson, 23.4.2013 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband