Kúluhausar

Hvað ætli að sé mörg svona einhver svipuð dæmi úti í þjóðfélaginu? Þó mörg allskonar mál hafi komið upp á yfirborðið síðustu mánuði er örugglega fullt af slíkum málum enn ekki komin fram í dagsljósið.

Ég legg til að skipaður verði sérstakur ráðunautur sem hægt væri að senda mál sem þessi eða lík mál til. Þannig gætu vökulir Bloggarar og annað fólk sent þeim starfsmanni netpóst um "rökstudd" mál af svipuðum toga.

Málið er að það þarf að halda vel utanum svona mál og jafnvel að setja upp vefsíðu sem fólk getur skoðað það sem hefur gerst. Allir sem vilja eiga að geta skoðað og séð um svona mál á sérstakri opinberri síðu!

Ég vann einu sinni sem öryggisvörður á nætur og helgarvöktum í Landsbankanum í Austurstræti. Mér hryllti alltaf við þegar að ég var að fylgja þessum mönnum út um starfsmanna inngang bakdyramegin (sem voru bankastjórar og aðrir yfirmenn bankans) En þeir höfðu einkastæði í Hafnarstræti. Ég talaði meira að segja um svona mál við vinnufélaga minn á kvöldin (þar að segja spyllingu sem slíka). Talaði um að það væri fullt af málum sem ættu eftir að koma upp á yfirborðið fram í framtíðinni. Síðan er um 9-10 ár. En hvað kom á daginn?


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Er þessi síða ekki til?

Stofnunin er allavega til. Hún heitir lögreglan og ríkissaksóknari. Nema þú viljir búa til enn eina bloggsíðuna þar sem fólk getur komið með hvaða órökstuddu ásakanir sem er og smellt á vefinn?

Svo er önnur síða sem birtir alla dóma, en þar er hægt að lesa um öll þau afbrot sem fólk hefur verið dæmt fyrir.

Mig rámar í eitthvað sem ég heyrði fyrir mörgum árum en það er óljóst í minningunni því það virðist gleymt og grafið: Saklaus un sekt er sönnuð? nei æ hvernig var það aftur? sekur uns sakleysi sannað? ... æ það var allavega eitthvað um sekt og að sanna sakleysi minnir mig....

kv,

Aliber, 15.6.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ha?

Hver mun kæra mig fyrir ef ég setti upp síðu með nöfnum þeirra sem hefðu komið í fréttum? Tildæmis eins og þessi frétt og nafnið tengt því.

Tildæmis:

1. Jón Jónsson var í fréttum fyrir að taka lán hjá sjálfum sér.

Jón Jónsson : linkur á frétt

2. Hans Hansson tók lán fyrir hlutabréfum osfrv..............

Hans Hansson : linkur á frétt

osfrv.

Hvað kemur eiginlega saklaus uns sekt er sönnuð þessu við?

Hér er verið að segja frá í fréttum sem þessi maður hafði gert. Svo ef  bloggsíða væri sett upp þá væri einfaldlega sagt frá hvernig málinu kláraðist þegar að ný frétt kæmi um það.

Ég er einfaldlega að tala um eftirfylgni lista um fólk sem komið hafa fréttir um. Síðan staða máls uppfærð á síðunni.

Málið er að það skortir dálítið heildarsýn yfir svona.

Eitthvað hefur þú misskilið mig.

kv,

Guðni Karl Harðarson, 15.6.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband