Færsluflokkur: Bækur

Það þarf að losna við ríkistjórn sem heldur þjóðinni í gíslingu!

Það er svo margt sem þarf að ÞORA að gera. Jú, mest aðkallandi er að losna við verðtrygginguna og finna alvöru lausn á skuldavanda heimilana. Það þarf að taka tillit til þeirra sem eru að vinna í alvöru við að finna lausnir og hafa komið með þær eftir að hafa vandlega unnið slíkar tillögur með margra mánaða vinnu að úrlausnum. Það þarf að segja sig fyllilega fús til að vinna með því fólki að sameiginlegri lausn.

Það þarf að vinna fyrir framtíðina!

En það er bara alls ekki nóg! Því það er svo margt annað sem þarf  að gera líka. Það þarf tildæmis að breyta þinginu þannig að ekki komi upp þessar aðstæður sem hafa verið að koma upp þar hvað eftir annað. Það þarf að koma í veg fyrir að þingmenn séu að vasast í hvort að þeir sjálfir fari fyrir dóm. Það þarf að finna leið til að setja í lög hverjir dæmi hvort að þingmenn (ráðherrar) hafi brotið af sér og hverjir hafi ábyrgð á hlutum. 

Það þarf að kenna stjórnvöldum að takast við þeirri ábyrgð sem þeir EIGA að takast við því trausti sem fólk gerir með að kjósa það til valda!

Það þarf að losa um ofurvald þingsins sem hefur svo augljóslega komið í ljós að þingmenn standi ekki undir. Það þarf líka að þora að breyta fjármálakerfinu og gera það samfélagslegt. 

Það þarf líka að setja tryggingu fyrir því að fólk lendi ekki síðan í sömu aðstæðum aftur. Það þarf líka að breyta kerfinu þannig að fólk lendi ekki alltaf í fátækt. Og að aðgerðir ríkistjórnar lendi ekki alltaf á þeim sem minnst hafa launin. 

 

Síðan þarf þjóðin sjálf að gera sér ljóst að við björgum ekki neinu í framtíðinni nema að vinna að framgangi þjóðarinnar í heild með sköpun verðmæta með krafti okkar sjálfra og framlegð. 

Ísland á svo mörg tækifæri að setja í gang verkefni í fæðuöflun fyrir framtíðina. Það er það sem við verðum að fókusa á til framtíðinnar vegna þess að flestar þjóðir heims eiga í þessum vanda að geta framleitt nóga fæðu til að brauðfæða þjóðinar. Til þess eigum við Íslendingar sjálfir mikil tækifæri. Miklu fleiri en margir hverjir aðrir.

 


mbl.is Vantar stjórn sem skilur vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hans áttaviti er skakkur

Menn eiga að vera dæmdir af verkum sínum.

Hinsvegar velti ég því fyrir mér hvort ekki eigi þarna að vera fleiri úr fyrrverandi ríkistjórn. Jafnt Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Það virðist dálítið hanga á því hverjir ráða í þjóðfélaginu sem eru kærðir. Ég velti því fyrir mér hver staðan væri ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ráðandi í ríkstjórn í stað þeirra sem nú er?

„Við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika og upphrópana,“ sagði biskup. Hann gerði skrif fólks á netinu og blogg að umfjöllunarefni og sagði að sumir teldu að það að hrópa og blogga væri það sama og að hugsa.

Margir fengju mikla athygli út á ýmiskonar gífuryrði. Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist.

Hefur Biskup einhverjan rétt til þess að alhæfa svona? 

Í það fyrsta þarf að hugsa áður en bloggað er. Það eru mjög fáir sem henda einhverjum fullyrðingum og gífuryrðum fram á bloggi. Langflestir bloggarar skrifa vandaðar og góðar greinar sem vekja mikla athygli og fær fólk til umhugsunar. Á blogginu fara fram skoðanaskipti sem geta haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Bloggari er þannig nokkurskonar heimavinnandi frétta og skoðunarmiðill. Alveg sama þó sé verið að skrifa um mannfólk, hvort það sem er starfandi eða hefur starfað í opinberu embætti.

Stjórnmálamenn hvaðan sem þeir koma eiga geta tekið ábyrgð á gerðum sínum! Þetta segir allt um stjórnkerfið á Íslandi að ekki megi kæra þá. Á ég þá alveg við úr hvaða flokki þeir koma. Tek ekki neitt einn mann þar út úr!

Biskup á ekki að tjá sig svona um einstök atriði eins og þetta. Og óneitanlega velltir maður sér fyrir því hver sé hvatinn að baki orðum hans.

 

 

 


Peninga - skulda - málastefna eða stefna fólksins?

Er einhver munur á þessari frjálshyggju stefnu eða jafnaðarstefnu spyr ég bara. Það er alveg augljóst hvað gerðist. Þessi svokölluðu tækifæri þeirra fárra útvöldu efnafólk(frjálshyggjunnar) brugðust vegna þess að það getur enginn haldið á móti græðginni! Hverjir fengu og áttu tækifærin? Ég? Eða hinn almenni borgari? Kannski ef hann flaut með og sóttist eftir vinunum?

Það tóku allir þátt í þessu óðæri sem var opnað á fyrir um 27 árum. Jafnvel vinstri menn soguðust inn í kerfið. Og Jafnaðarmenn líka! 

Nú virðist svo vera að allir séu annaðhvort í afneitun eða að keppast við að kenna hvorum öðrum um. Ég held að þið ættuð að hætta þessu því fullt af fólki er búið að fá nóg!

Eins og ég hef skrifað:

Það er mikill ófriður í landinu vegna þessarar stjórnar vegna þess hvað þau eru að gera! Nægir að nefna Icesave og inntroðningurinn í ESB.

Það mun aldrei vera friður í landinu ef sami flokkur kemst að völdum og sem var við völd undanfarin ár! Það er á hreinu. Svo það er á hreinu að engvar vonir þeirra verða að veruleika. Og ekki þeirrar stjórnar sem er að falla.

Svo vil ég klykkja út með því að segja frá því að alltaf er að stækka sá hópur sem vill stjórn sem væri án flokka! Miklu stærri og endar ekki nema með að ná meirihluta. Og það sem engvar kosningamaskínur munu nokkurn tíma ráða við.

Því að útaf þessum málum vill fólk stórfelldar breytingar. Og ef almenningur sér að það er að myndast eitthvað gott fyrir alvöru þá mun hann kjósa það afl!

 


mbl.is „Tilraunin mistókst“ með herfilegum afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband