Hvernig var skjal "Okkar Ísland" sett saman + ný viðbót við fasteingahugmynd.

Það sem ég gerði var að taka saman allt Bloggið mitt undanfarna mánuði, ásamt öllum hugmyndunum í tölvunni og allskonar efni sem þar hefur verið skrifað, setti saman í eitt stórt skjal, kom með nýjar hugmyndir og bjó til nýjan texta fyrir skjalið.

 

Viðbót sem mér láðist að geta við hugmyndina um Fasteignamarkaðinn:

Við að setja lánafyrirkomulagið aftur inn í íbúðalánasðjóð má nota tækifærið og losna við verðtrygginguna af fasteignalánum (íbúða lánum) í bönkum. Einfaldlega gæti fólk losnað við verðtrygginguna og íbúðalánasjóður breytt lánum (eftir að hafa eignast íbúð til að selja til baka) í venjuleg vaxtalán til hins nýja kaupanda.

Einnig gætu bankar og íbúðalánasjóður unnið saman að þessu. Meðal annars gætu bankar boðið upp á að losa verðtryggingna af í samvinnu við eiganda íbúðar og íbúðalánasjóðs.

Ekki missikilja! Ég veit auðvitað að það þarf að tryggja fólki sem er með há lán að það tapi ekki á að selja íbúð sína. Þar að segja að þurfa að selja íbúðina á miklu lægra verði heldur en hafa keypt hana! Það verður auðvitað að finna leið til þess að tryggja að svoleiðis gerist ekki (tildæmis að hafa keypt á 20 milljónir og geta ekki selt nema á 15 milljóniir.

Þetta er bara svona hugmynd sem auðvitað er ætluð hér til að hugsa um og skoða hvort væri hægt að finna leiðir til að útfæra! Sem á eftir að fara inn í skjalið en kemur þar inn seinna. En næsti hluti kemur ekki inn fyrr en að nokkuð meira efni hafi safnast þar saman inn.

Ég viðurkenni auðvitað að ég veit kannski ekki alltaf fullt mikið um sum mál þó ég komi fram með hugmyndir til hugarvakningar um efnið. Stundum nokkuð góðar hugmyndir!En hinsvegar er ég alltaf á fullu að kynnna mér málin betur........

 

 

 

 

 

Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband