Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Samstöðufundur almennings vegna andstöðu við Icesave
Tilkynning:
Boðað er til samstöðufundar fyrir alla fjölskylduna, fimmtudaginn 13. ágúst kl. 17:00 á Austurvelli. Íslendingar á öllum aldri eru hvattir til þess að mæta og sýna samhug í verki.
Meðal þátttakenda verða þjóðþekktir einstaklingar og landsþekkt tónlistarfólk.
ath. Ekki eru nein mótmælaöfl né stjórnmálaöfl sem standa að fundinum. Heldur samstaða margra hópa!
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Nokkrar myndir frá sumarferð minni
Sæl öll sömul Ég er nú kominn til baka úr sumarferðinni, ferskur og hress. Tilbúinn í slaginn með nokkrar hugmyndir komnar á blað sem ég mun setja í gang á næstunni.
Ég fór alla vestfirðina og þaðan til Akureyrar á eina með öllu. Ferðin tók 9 daga. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Heit mitt sem íslendingur hversvegna?
Ég ætla aðeins hér að koma betur inn á fleiri atriði um það hversvegna að ég var að endurvekja þetta heit mitt á Þingvöllum.
Ísland er hrunið í algjör ósættispitt þar sem daglega klyngja á fólki allskonar fréttir um ódæði manna hér og þar. Peningamanna sem norfærðu sér tækfæri sem gáfust. Enn sér ekki fyrir endan á þessu rugli. En mér er spurn hverjir standi fyrir þessum fréttum öllum? Er það að hluta til SF til að búa til aðstæður þar sem þeir geti komið inn með þessi dæmi sín öll eins og AGS lánið, Icesave og inngangan í ESB? Eða er það að hluta til peningamenn í slag við aðra slíka?Og aðrir þættir sem ég er viss um?
Ísland þarf sjálft að framkvæma hlutina og setja í gang framkvæmdir til að endurreisa landið! Því fyrr því betra! Því fyrr sem þessi ó-stjórn fer frá því betra. Því þá getum við fyrr byrjað!
Að vera íslendingur er meðal annars að vilja taka þátt í starfi og leik við að búa til framtíð Íslands sjálft! Í öllum þessum látum finnst mér það hafa tapast dálítið hvað það er að vera íslendingur. Þessvegna ákvað ég að taka mér til og skerpa á þessu með því að endurvinna Heit mitt. En að vinna Heit sem íslendingur er meðal annars að sverja þess eið að ætla að sjá og vita hvað það er að vera íslendingur. Að skerpa gildin á ný.
Lesið hér á bloggi mínu um það sem ég gerði á Þingvöllum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Frábær tilfynning! Ég skora á alla Lýðveldissinna að gera það sama!
Heilir og sælir Bloggvinir og Bloggóvinir. Nú er dálítið að koma í ljós hversu fólk veit eiginlega lítið um hvað það er að vera íslendingur! Að snerta á þessu fyrirbærum var mjög áhugavert. Ég hef fengið bæði mjög jákvæð og neikvæð viðbrögð við þessari hugmynd minni að skerpa á mig sem íslendingi! Þannig gerði fólk grín að því hvað ég ætlaði að gera. Einn kallaði mig meira að segja Mölbúa og spurgði hvenær ég hefði gert Heit sem íslendingur áður og hvaða bull þetta væri. Vissi greinilega ekkert hvað það er að vera íslendingur og hvað það er að strengja þess heit.
Einn gerðist meira svo góður að senda mér slóðir á fullt af myndir af mér En þessi flökkutýpa, þessi einstaklingur sem auðkennir sig sem "Ómar" er greinilega mjög illa við mig og gerir allt sem hann getur til að sverta mig þegar að hann getur. Sérstaklega í gegnum Bloggið hans JensGud. Sem sýnir bara hreinlega óheiðarleika af verstu gerð. Mig grunar hver þó þetta er! En ég á auðvelt með að fá hjálp að vita hvaðan þessar Ip tölur koma. Hjálp frá internetsérfræðingi sem ég þekki. Einnig var einhver önnur flökkutýpa sem kallar sig "Víðir" með skrýtnar athugasemdir.
Í kvöld arkaði ég á Þingvöll til að endurvekja heit mín sem íslendingur. En það eru mjög margir þættir inn í því hvað það er að vera íslendingur. En svo menn viti þá er að endurvekja Heit sitt að skerpa á skylningi mínum hvað það er að vera íslendingur og öll tengsl í kringum það. Ég er ekki bara að tala um mig persónulega heldur málið í heild sinni líka. Sérstaða míns sem íslendings og sérstaða okkar allra íslendinga.
Skammt er frá því að segja að þegar þessi gjörningur minn (fyrsta ræðan mín sem slík) var búin á þessum stað þá leið mér mjög einkennilega. Einhverskonar vellíðunar andvarp leið um mig. Svo sannarlega mun ég halda þessu verki áfram á næstu vikum og allir velkomnir til að hlusta og spjalla.
Í kvöld gekk umhugsunin dálítið um hvað við gætum tapað við inngöngu inn í ESB. Þó ég hafi fullt af fleiri atriðum á blaði þá ákvað ég að byrja á að fókusa á þessi atriði. Næsta heit mitt mun þannig ganga nokkuð út á hvað ég vil gera til að skerpa enn frekar á mig sem sjálfa persónuna og hvað hægt væri að gera til að virkja fólk til þess sama.
Hefst nú sagan og Heit mitt.
Ég tek það fram á ég er fyrst og fremst Lýðveldissinni og mun því vinna með ákefð í öllum hópum mjög svipaðs sinnis: Hópar eins og Fullveldissinnar, Heimssýnsfólk og aðra Lýðveldissinna sem hafa þá skoðun að Ísland hafi ekkert að gera innan ESB. En ég kalla samnefnara yfir alla hópana Lýðveldissinna því endurvekja þarf Lýðveldið á Íslandi eftir allan þann óaldartíma sem gengið hefur yfir þjóðina.
Ég mætti að Þingvöllum um klukkan 19.30 í hörku roki. Náði vindurinn að þrýsta sér alla leið niður í gegnum Almannagjána og yfir á pallana.
Nokkrur fjöldi fólks miðað við aðstæður var þó mættur til að hlusta á Heit mitt. Það var svo um klukkan 20.30 sem ég byrjaði upplesturinn:
Hér er skjalið:
Sæl og blessuð og velkomin öll sömul,
Ástæðan fyrir veru minnar hér eru miklar áhyggjur yfir álög þau sem á að setja yfir landið okkar ef við ákveðum að ganga í ESB.
Ég mæti hérna því fyrir ykkur til að lesa upp heit mín sem íslendingur. Sem skerpa á hlutverki míns sem íslendings í huga mér. Er það vegna mikilla áhyggna minna á því að við töpum mikið af okkar séreinkennum sem þjóð og sem íslendingar ef við göngum inn í ESB.
Þessvegna finnst mér ég þurfi að skerpa á þessum atriðum með því að minnast lítillega á þau. Og hvet fólk til að gera eitthvað svipað. Ef ekki hér þá í huga sínum. Hafa það staðfast þegar að tilboðin berast hver svo sem þau eru og hvaðan þau koma.
Þó þessi atriði hér séu fest á blað til að lesa upp þá koma þau beint frá hjartanu við innsetningu.
1. 1. Það að vera íslendingur er réttur okkrar alla. Því við lifum í sérstæðu samfélagi manna sem á sér engan líka í öllum heiminum.
2. 2. Það að íslendingar taki sjálfir að sér að búa til mannsæmandi þjóðfélag án aðkomu sambanda sem getur haft mikil áhrif á hvernig lífi við lifum sem íslendingar í framtíðinni. Sama hver staða landsins er! Alltaf.
3. 3. Það að hafa áhuga á, taka þátt og halda á lofti séreinkenningum landsins okkar svo sem eins og menningu þess og aldagamalli sögu þess.
4. 4. Það að elska landið mitt og bera virðingu fyrir náttúru þess.
5. 5. Það að taka þátt í einstæðum athöfnum í landinu okkar, jafnt í starfi sem leik. Athafna sem eru séríslenskar.
6. 6. Það að taka þátt í starfi landsins okkar við að byggja hér upp áframhaldandi sérstæði Íslands meðal þjóða. Eins og með að framleiðslu séríslenskra vörutegunda. Vörur sem vegna gæða og hreinleika væru alltaf samkeppnisfærar við aðrar svipaðar vörur sem framleiddar eru í heiminum. Vörur sem allir myndu vilja kaupa af okkur.
7. 7. Það að eiga þess kost sem íslendingur að taka á öllum málum sínum sjálfir. Og geta þannig alltaf tekið eigin ákvarðanir án aðkomu annara utanaðkomandi aðila og afla eins og tildæmis ESB.
Læt ég þessi atriði nú duga en hvet fólk til þess að hugleiða þessi mál vel og vandlega þegar að við förum í þessa mikilvægu baráttu sem framundan er. En hún verður ströng og löng og getur orðið hörkuleg.
Síðan hvet ég fólk að vera alltaf vakandi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum hver svo sem þau eru.
Einnig hvet ég fólk að ganga í það með okkur að vinna ötullega í því að hjálpa til í baráttunni sem framundan er. Því allar góðar hendur og góðir hugar eru velkomnir í hópa okkar sem í er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins og með nær öllum stjórnmálaskoðunum. Að vera Lýðveldissinni er m.a. að verja hagsmuni og séreinkenni Íslands.
Að lokum hvet ég ykkur til að fjölmenna á alþingispallana við atkvæðgreiðsluna þegar að hún fer fram. Hugsa mætti sér að við öll réttum upp hendur þegar að sagt er NEI! (ég tek það fram að ég veit alveg hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Þannig að þingheimur sjái það!
Þakka ég svo fyrir. En verð hér aftur eftir viku. Til að taka á móti þeim sem hafa áhuga að koma með eigin heit á blað til að lesa upp yfir þá sem mæta. Og með ný heit sem vekja mig enn frekar til umhugsunar!
Ég mun ákaft koma með fleiri atriði sem fjalla um persónulegt líf á næstunni. Jafnvel bera þetta saman utan og innan ESB.
ÞESSI ATHÖFN VAR LANGBEST OG ÁHRIFARÍKUST (og æðislegust) AÐ FRAMKVÆMA Í NÁLÆGÐ VIÐ GAMLA LANDIÐ OG GAMLA LÖGBERGIÐ Á ÞINGVÖLLUM.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Áfram Ísland - tökum á hlutunum sjálf - sjá tilkynningu!
Kæru Lýðveldissinnar allir sem einn
Nú fer í hönd Stríð um Ísland við sambandssinna um hvort eigi að fara í inngöngu í ESB. Stríð hugarvopna. Stríð sem andstæðingur okkar mun gera allt til að koma fram með gylliboð og ofur loforðum til fólks! Þar sem við andstæðingar þeirra verðum að vera svo á sérstöku varðbergi fyrir öllu áreiti þessa fólks. Af því tilefni kom meðal annars þessi hugmynd upp!
Nú lítur því miður út fyrir að við þurfum að ganga í þessar viðræður sem er í sjálfu sér ekkert lýðræði í!
Því langar mig í þessu sambandi til að setja í gang hugmynd, umhugsun og vakningu meðal fólks um hvað það er að vera íslendingur. Að vekja okkur Lýðveldissinna til umhugsunar um þetta mál með því að mæta á Þingvelli; helgasta stað íslendinga. Að setja þar í gang hugareflingu fyrir okkur Lýðveldissinna.
Þetta er mjög alvarlegt mál og skiptir Ísland mjög miklu máli fyrir framtíðina! Ég vil ekkert sérstaklega vera að tala um sjálfan mig hér því þetta mál gengur ekki út á mig sem persónu! Þó ég sjái mig eins og JenGuð segir svo fallega: Hugsjónamanninn hugmyndaríka og eldheita lýðveldissinnan( eins og svo margir Lýveldissinnar sjá sjálfa sig að minni skoðun) þá er ég ekki að koma með hugmynd hér fyrir mig persónulega.
Tilkynning
Mætum á Pallana fyrir framan Almannagjá á Þingvöllum á þriðjudögum klukkan 20.00 til að endurvekja heit okkar sem íslendingar.
En að endurvekja heit okkar sem íslendinga (skilningur minn sem Lýðveldissinna) er að segja frá hvað það er sér-íslenskt að búa á Íslandi! AÐ VERA ÍSLENDINGUR!
Einnig má segja frá hvað við viljum gera til að verja landið okkur gegn ágöngu utanaðkomandi afla!
Allir Lýðveldissinnar; fólk frá Fullveldissinnum, fólk úr Heimssýn, Ásatrúarfólk og líka þar með talið allur þeir almenningur sem vill ekki inngöngu í ESB eru auðvitað velkomnir alla þriðjudaga klukkan 20.00. á Pallana við Þingvöll í brekkunni fyrir ofan gömlu Kirkjuna. Það er engin skylda til að gera neitt nema að koma saman og hlusta á okkur sem viljum lesa upp. Þeim sem vilja er boðið að lesa upp á blaði 3 atriði (eða fleiri) af blaði um hvað það sé að vera íslendingur: "endurvekja heitin" og/eða lesa upp einnig hugmyndir hvað fólk vill gera til að koma í veg fyrir inngöngu í ESB. Eins og tildæmis að tala við Ömmur, Afa, frænda, frænkur og alla vini.
Allir Lýðveldissinnar velkomnir hvern einasta þriðjudag klukkan 20.00 til að lesa upp, vera saman til umhugsunar, samræðu eða hugareflingu.
Þó þú komist ekki á morgun þá getur þú komið eftir viku eða þarnæstu viku! Þó ég einn mæti þá mun ég halda áfram að mæta!
Áfram deilt um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 13. júlí 2009
Kæru Lýðveldissinnar - allir sem einn
Nú fer í hönd Stríð um Ísland við sambandssinna um hvort eigi að fara í inngöngu í ESB. Stríð hugarvopna. Stríð sem andstæðingur okkar mun gera allt til að nota blekkingar á fólk og beita gylliboðum og ofur loforðum! Þar sem við andstæðingar þeirra verðum að vera svo á sérstöku varðbergi fyrir öllu áreiti þessa fólks. Af því tilefni kom meðal annars þessi hugmynd upp!
Nú lítur því miður út fyrir að við þurfum að ganga í þessar viðræður sem er í sjálfu sér ekkert lýðræði í!
Því langar mig í þessu sambandi til að setja í gang hugmynd, umhugsun og vakningu meðal fólks um hvað það er að vera íslendingur. Að vekja okkur Lýðveldissinna til umhugsunar um þetta mál með því að mæta á Þingvelli; helgasta stað íslendinga. Að setja þar í gang hugareflingu fyrir okkur Lýðveldissinna.
Þetta er mjög alvarlegt mál og skiptir Ísland mjög miklu máli fyrir framtíðina! Ég vil ekkert sérstaklega vera að tala um sjálfan mig hér því þetta mál gengur ekki út á mig sem persónu! Þó ég sjái mig eins og JenGuð segir svo fallega: Hugsjónamanninn hugmyndaríka og eldheita lýðveldissinnan( eins og svo margir Lýveldissinnar sjá sjálfa sig að minni skoðun) þá er ég ekki að koma með hugmynd hér fyrir mig persónulega.
Auglýsing
Mætum á Pallana fyrir framan Almannagjá á Þingvöllum á þriðjudögum klukkan 20.00 til að endurvekja heit okkar sem íslendingar.
En að endurvekja heit okkar sem íslendinga (skilningur minn sem Lýðveldissinna) er að segja frá hvað það er sér-íslenskt að búa á Íslandi! AÐ VERA ÍSLENDINGUR!
Einnig má segja frá hvað við viljum gera til að verja landið okkur gegn ágöngu utanaðkomandi afla!
Allir Lýðveldissinnar; fólk frá Fullveldissinnum, fólk úr Heimssýn, Ásatrúarfólk og líka þar með talið allur þeir almenningur sem vill ekki inngöngu í ESB eru auðvitað velkomnir alla þriðjudaga klukkan 20.00. á Pallana við Þingvöll í brekkunni fyrir ofan gömlu Kirkjuna. Það er engin skylda til að gera neitt nema að koma saman og hlusta á okkur sem viljum lesa upp. Þeim sem vilja er boðið að lesa upp á blaði 3 atriði (eða fleiri) af blaði um hvað það sé að vera íslendingur: "endurvekja heitin" og/eða lesa upp einnig hugmyndir hvað fólk vill gera til að koma í veg fyrir inngöngu í ESB. Eins og tildæmis að tala við Ömmur, Afa, frænda, frænkur og alla vini.
Allir Lýðveldissinnar velkomnir hvern einasta þriðjudag klukkan 20.00 til að lesa upp, vera saman til umhugsunar, samræðu eða hugareflingu.
Þó þú komist ekki á morgun þá getur þú komið eftir viku eða þarnæstu viku! Þó ég einn mæti þá mun ég halda áfram að mæta!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 13. júlí 2009
Flott framtak!
Ég lýsi yfir ánægju minni með þetta framtak að ætla sér að setja í gang ævintýraferðir fyrir fatlaða! Ég er sjálfur fatlaður þó öðruvísi sé, með sérsmíðaða skó en ekki í Hjólastól.
Vonast svo sannarlega eftir því að hægt verði að bjóða fötluðum (lömuðum) að sjá fallega landið okkar: Ísland!
Og vonast eftir að þið getið fundið til þess sérútbúna Rútu til að lóðsa fatlaða um hálendið. En slíkt mál er eflaust mikill kosnaður að útbúa.
Vil því nota tækifærið að segja frá að ég fór einu sinni í ævintýraferð niður stórar og miklar flúðir (River rafting) norður í Skagarfirði. Alveg hreint æðisleg lífsreynsla og skemmtileg mjög. Sú ferð hefur alltaf verið mjög sterk í minningunni.
Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Áfram svo!
Mér fyndist það væri réttlátt að ríkisstjórn kæmi til mótsvið lántakendur með því að breyta lögunum um innheimtukosnað, lögfræðikosnað og alla þessa kosnaði. Það er það sem er að setja fólkið gjörsamlega á hausinn.
Innheimtufyrirtæki hafa á undanförnum árum komist í vasa húsnæðiskaupenda vegna þess hvernig þessum lögum er háttað.
Kannski tæki þetta einhvern tíma en það væri hægt að byrja á að losa fólk út úr þessari endalausu ósanngjörnu innheimtuaðgerðum sem hlaða bara upp á sig! Þeir sem lenda í þessu geta ekkert gert því að skuldirnar hlaðast bara upp hjá innheimtunni. Þannig standa einmitt erfileikarnir því það þarf að byrja á að éta það niður fyrst.
vextir, dráttarvextir, lögfræðikosnaður osfrv.
Þessir kosnaðir eru bara ekkert annað en peninga græðgi og gerðir til að seilast í vasa fólks!
Þarna þarf ríkisstjórnin að koma að málum! Því í þessu er vandinn mestur! Hjálpa þarf fólki fyrir alvöru að losna undan oki innheimtu fyrirtækjanna sem oftast nærast á vanda fólks. Ég veit um fólk sem hatast við þetta nafn eins og Intrum! og hryllti alltaf við þegar að þeir voru að auglýsa í Sjónvarpi.
Það mætti tildæmis losa sumar skuldirnar alveg niður og eða einhverveginn búa til sjóð til hjálpar. En snúa sér sérstaklega á að finna lausnir!
En áfram Hagsmunasamtök og greiðsluverkfall!
Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Tilvísun í Kjallaragrein Dagblaðsins í dag
______________________ "Okkar Ísland" ________________
Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.
Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz
_________________________________________________
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Hreinsum til!
Ég legg til að leggja niður Sirkusinn við Austurvöll og við fólkið; almenningur í landinu tökum okkur til að stjórna því!
Ég legg til að við búum til sjóð til uppbyggingar í landinu fyrir þá peninga sem sparast við aðgerðina!
Ég legg til að fólk komi fyrir alvöru saman og ræði um hvernig mætti setja saman Utanþingsstjórn!
Ég skora á Bloggara að styðja þær tillögur á sínum eigin Bloggsíðum og í athugasemdum.
Eruð þið ekki búin að fá nóg af ruglinu? Það er ég!