Flott framtak!

Ég lýsi yfir ánægju minni með þetta framtak að ætla sér að setja í gang ævintýraferðir fyrir fatlaða! Ég er sjálfur fatlaður þó öðruvísi sé, með sérsmíðaða skó en ekki í Hjólastól.

Vonast svo sannarlega eftir því að hægt verði að bjóða fötluðum (lömuðum) að sjá fallega landið okkar: Ísland! 

Og vonast eftir að þið getið fundið til þess sérútbúna Rútu til að lóðsa fatlaða um hálendið. En slíkt mál er eflaust mikill kosnaður að útbúa.

Vil því nota tækifærið að segja frá að ég fór einu sinni í ævintýraferð niður stórar og miklar flúðir (River rafting) norður í Skagarfirði. Alveg hreint æðisleg lífsreynsla og skemmtileg mjög. Sú ferð hefur alltaf verið mjög sterk í minningunni.Cool


mbl.is Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vinsamlegast athugið í þessu tilefni að margir fatlaðir eru lamaðir og margir lamaðir eru fatlaðir!

Því fötlun er líkamleg hefti fólks til starfs og leiks, þó misjafnlega mikil sé. 

Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Frábært framtak, þörf ábending í athugasemd þinni Guðni

Finnur Bárðarson, 13.7.2009 kl. 17:44

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flottur og hugmyndaríkur ertu Guðni Karl.

Mikið hefði ég viljað vera með ykkur á Þingvöllum á morgun í gerningnum.

Ég verð svo sannarlega með ykkur í anda.

Baráttukveðjur.

                  ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 13.7.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér kærlega fyrir hlýleg orð til min

Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér Finnur líka

Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Hannes

Það veitir ekki af því að gefa fötluðum færi á að skola landið alveg eins og ófatlaðir geta gert. 

Það ætti ekki að vera mikið mál að útbúa rútu þannig að hún geti tekið hjólastól eða útbúa fhjóthjól þannig að þau henti fötluðum.

Hannes, 13.7.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina Hannes.

Ekki er ég svo fróður um sérútbúnað á Fjórhjólin en varðandi Rúturnar eða stóra Jeppa þá þarf þar fjárstuðning við fólk sem vill gera góða hluti!

Guðni Karl Harðarson, 13.7.2009 kl. 22:58

8 Smámynd: Hannes

Margir fatlaðir þurfa hjólastól og flestir sem eru fastir við hjólastól ættu að geta komist á fjórhjól en það gæti þurft að breyta þeim eitthvað. Sumir þurfa að vera á sérsmíðuðum hjólastól og þá er hægt að flytja í sendibíll sem á stærri dekkjum. En helsta vandamálið væru skálarnir sem eru örugglega margir ekki gerðir með fatlaða í huga.

Ég sá að það er til hjólastólar sem komast betur í torfærum en venjulegir og það er allavega einn til á landinu. Það ætti ekki að vera mikið mál að kaupa fleirri.

Hannes, 13.7.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband