Færsluflokkur: Mannréttindi
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Óskrifað blað!
Aldrei hefur verið neitt gert á svo veikum grunni. Sýnir hvað og hvernig alþingi vinnur.
Úr því sem komið er að alþingi setji lög sem standa gegn sjálfri stjórnarskránni þá þurfum við að skora á stórnlagaráðsfulltrúa til að leita sérstaklega sjálfir til almennings á Íslandi. Að þeir leitist eftir viðhorfi fólksins sjálfs sem er hvetjandi! Frekar en að almenningur aðeins leiti til þeirra með hugmyndir sínar.
Með fyrrnefnda fyrirkomulaginu er hvatning að fá hugmyndir fólks. Með seinni leita aðeins þeir sem hafa einhvern sérstakan áhuga (búinn að vinna í málinu eins og ég tld. stjórnarskrárfélagar og fyrrum frambjóðendur sem náðu ekki kjöri) til stjórnlagaráðs með hugmyndir sínar.
Þjóðin sjálf Þarf að koma aðgerð stjórnarskrárinnar en ekki valdakrafa stjórnvalda hvað á að vera í henni.
Með þannig undirbúna stjórnarskrá vildi ég fá að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu beint um.
Ég skora því á stjórnlagaráðið að leita til almennings á Íslandi skipulega og ná fram hugmyndir þeirra um hvað eigi að vera í nýrri stjórnarskrá!
Ég hef áður sagt að ég er á þeirri skoðun að þessi undirbúningur er glataður, byggður á lítilli þátttöku í kosningu + algjör mistök við framkvæmd kosninganna + alþingi gengur á skjön við úrskurð Hæstarréttar + ráðgefandi stjórnarskrá +++++.
Stjórnlagaráð samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22. mars 2011
Koma svo! Kjósið NEI við Icesave!
No-no no-no-no-no no-no-
no-no no-no there's no limit.
835 búnir að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 18. mars 2011
Er þetta ekki einhver misskilningur?
Valtýr, sem lætur af embætti um mánaðamótin, sagði m.a. að forsætisráðherra hefði tekið virkan þátt í baráttunni gegn útrásarvíkingum og nánast ærst af fögnuði þegar fréttir berist af aðgerðum gegn þeim.
Í sjálfu sér má segja það sumt um forsætisráðherra að hún ætlar sér að ganga gegn dómi hæstaréttar og þar með mehöndlun á þrískiptingu valdsins í Stjórnarskránni.
En þó mál líka segja að hún sjálf og allt SF liðið eru einhverskonar útrásarvíkingar vegna ESB framgöngu þeirra og það að ætla sér að láta almenning á Íslandi borga upp skuldir fjárglæfra einkaaðila (útrásarvíkingar).
Gagnrýndi forsætisráðherra fyrir afskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Áskorun til Forseta Íslands
Ég skora á Forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson að senda Icesave lög III til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Íslenska þjóðin hafnaði samningi Icesave II með svo afgerandi hætti (98%) að mjög sterk rök eru fyrir því að langflestir kjósenda voru að hafna öllum Icesave samningum. Enda gefur núverandi áskorun á kjosum.is sömu niðurstöðu. En þar eru yfir 33.000 manns þegar búin að setja nafn sitt inn þegar að þetta er skrifað.
Að sjálfsögðu á íslenska þjóðin að fá að hafa ákvörðunarvald á þeim samningum sem múlbindur þjóðina og æsku hennar langt fram í framtíðina.
Icesave- samningarnir eru líklegir til að valda þjóðinni verulegum ánauðum um komandi tíð. Íslenska þjóðin á að hafa vald til þess að ákveða hvort að slíkir gífurlegu fjármunir sem greiðslur á Icesave verða eigi að lenda á þjóðinni að greiða í stað þess að þeir aðilar sem urðu þessari meintu skuld valdandi eigi sjálfir að endurgreiða hana, hverjir svo sem fjármunir hennar eru eða verða.
Ef einhver á að kalla slíkt yfir þjóðina er það hún sjálf fari svo hún ákveði að samþykkja samningana.
Því heitum við á þig, virðulegi Forseti, að neita ofangreindum lögum samþykkis og að beina þeim til þjóðaratkvæðis.
Síðast hugsaði forsetinn málið í sex sólarhringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. janúar 2011
JÁ! ææææææi, afsakið, ég meinti NEI!
Fyrirsögnin tekur til smá greinarstúfs efst á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag.
Ég velti því fyrir mér hvað eiginlega þurfi til að stjórnarliðar segi af sér? Er ég þó ekki endilega að tala um þetta stjórnlagaþingsmál eingöngu, heldur uppsöfnuð atriði mistaka. Er ég þá að tala um sama hvaða flokkur er við völd. Svo virðist þó þetta fara stór versnandi upp á síðustu árin!
Það er algjörlega komið nóg af því hvað stjórnvöld halda í völdin, svo virðist sama hvað gengur á.
Ætti ekki að setja skýr og afmarkaða grein í stjórnarskrána hvað teldist til alvarlega mistaka? Við hvaða aðstæður segi þingmaður af sér? Ég hef líka nefnt þá skoðun mína að kjörnir þingmenn fyrir ákveðinn flokk eigi ekki að geta skipt um flokk á tímabilinu. Það var eitt af stefnumálum mínum í framboði mínu.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. desember 2010
Framboðsúttekt mín
Jæja þá er nú þessi barátta búin og best að fara að snúa sér aðeins að Jólunum og fleiru.
Ég vil byrja með að þakka öllum þeim sem kusu mig í kosningunum kærlega fyrir stuðninginn!
Ég veit að ég fékk stuðning frá fólki í íþróttaheiminum, skákheiminum, fólk sem ég þekki sem á leið um Mjóddina og fullt af fólki sem ég þekki sem ég er viss um að kaus mig í fyrstu sætin (eins og það fólk sagði).
Þetta var fyrir mér óvönum manninum svolítið sérstök kosningabarátta. Ég ákvað í byrjun að reyna að stressa mig ekki í baráttunni og taka hlutunum létt.
Ég fékk yfirleitt mjög jákvæð viðbrögð hjá fólki sem ég þekki og kannast við! Nema frá einum aðila sem sagðist EKKI ætla að kjósa mig. En sá aðili hafði engan skilning út á hvað málin gengu.
4 myndbönd, 1 útvarpsviðtal, allt þetta án þess að hafa komið nokkurn tímann fram í sjónvarpi eða útvarpi.
3 framboðssíður og tvær opinberar kynningarsíður á netinu og 1 jakki (aðallega til smá gríns vegna sjónvarpsauglýsinga nokkurra frambjóðenda og til að muna og minnistengja fyrir framtíðina).
Ég ákvað að nota mér sérstöðu eins og hægt væri til að vekja athygli á mér. Eins og tildæmis að vera með sérstakt myndband úr lýðveldisgarði Íslands, uppi á tjaldi í kynningu frambjóðenda hjá stjórnarskrárfélaginu í stað þess að stíga í ræðupúlt óvanur maðurinn.
Ég var mjög duglegur að mæta á fundi og viða að mér efni sem ég mun geyma hjá mér fyrir framtíðina.
Samt komu fyrir nokkur óvænt og sérstök atvik. Ég get því ekki miður sagt á þessu stigi nákvæmlega hvað gerðist. Vil ég þar nefna atvik sem komu fyrir utan og eftir fund þegar að ég var á fundi stjórnarskrárfélagsins þegar að þeir voru haldnir úti á Granda, atvik sem gerðist þegar að ég var á fundi Bótar í Salnum Kópavogi og síðan eitt sérstakt atvik á fundi stjórnarskrárfélagsins í sal FIH. Öll þessi atvik tengjast saman á vissan hátt.............Aðeins þeir aðilar sem komu þar að vita út á hvað þetta gekk.
Síðan var það gangan og kertatendrunin í Lýðveldisgarðinum á föstudeginum fyrir kosningarnar. Mjög sérstakt hvernig það varð til.
En, allt saman mjög áhugavert og ég mun svo sannarlega ekki hættur í þessum málefni þó ég taki mér frí þangað til Í Janúar.
Góðar stundir.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26. nóvember 2010
Koma svo!!!!!
Ég skora á fólk að mæta á kjörstað á morgun. Þessi kosning skiptir rosalega miklu máli fyrir framtíðarkynslóðir þjóðarinnar.
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þessi kosning muni verða eftirminnanleg í huga fólks í framtíðinni. Sem byrjunin á breytingum!
Ég ætla að fullyrða einnig að kjörnir fulltrúar, stjórnlagaþingmenn muni ná að efla lýðræðið á Íslandi og búa Ísland undir þá framtíð sem við viljum hafa.
Sérstaklega lög um mannréttindi!
Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Virðist vera brot á réttindum
Þeir sem eru ekki blindir og sjónskertir geta fyllt út gerfi-kjörseðil og mætt með hann á kjöstað til að setja það val yfir á þann rétta. Ekki eru þeir með neinn eftirlistsmann yfir sér þegar að verið er að kjósa á kjörstað.
Blindir og sjónskertir þurfa mögulega aðstoð heimavið til að fylla út gerfikjörseðil og síðan væri það sjálfsagt að þeir hafi með sér sinn aðstoðarmann á kjörstað þegar að þeir færa yfir á milli á raunverlega löglega kjörseðilinn.
En eftirlitsmann kjörstjórna finnst mér fráleitt hægt að skylda þá til að hafa með sér í kjörklefann. Sérstaklega að þeir hafa ekkert leyfi til að sjá hvað hefur verið kosið og sett á löglega kjörseðilinn.
Eins og ég sé þetta virðist þetta vera brot á mannréttindum blindra og sjónskerta. Sjálfsagt að kæra þetta ef það stenst ekki lög!
Blindir ósáttir við eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Af framboði mínu: nýtt myndband
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Hér er nýtt myndband sem var tekið upp hjá stjórnarskrárfélaginu. Ég vil þakka Þórði Grétarsyni og Guðmundi Ragnari Guðmundssyni hjá stjórnarskrárfélaginu fyrir framkvæmd upptökunnar.
Þetta myndband er unnið með kastara og lesið fyrir hljóðnema í ræðupúlti.
Miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Hvað er lýðræði?
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Skoðun:
Síðan að ég byrjaði að hafa þennan mikla áhuga minn á stjórnarskrármálum fyrir meira en þremur mánuðum hef ég mikið vellt því fyrir mér hvað lýðræði sé. Fókusað þannig mikið á þeim tíma dálítið á þennan hluta verkefnisins. Þó að ég hafi oft vellt lýðræðismálum fyrir mér á undanförnum árum.
Já, hvað merkir eiginlega þetta fagurskapaða orð: LÝÐRÆÐI?
Er það ekki bara einfaldlega að lýðurinn ráði?
Í mínum huga er margt sem taka þarf með í reikninginn þegar að hugsað er um þessi mál.
1. Lýðræði er víðóma í þeim skilningi að það ómar vítt og breytt til fólksins.
2. Lýðræði er að hafa áhrif. Því er lýðræði sem slíkt sí-aukandi frekar en að það dragi úr áhrifum á verkefni.
3. Lýðræði er þannig meðvitund fólks til að hafa áhrif á stjórnarfar sem snúast um málefni sem snúa að fólkinu sjálfu sem búa og starfa í þessu landi. Snýst þannig fyrst og fremst um Ísland sjálft, því þar sem lýðræðið er, er jú lýðræðið í verki.
4. Lýðræði er sem slíkt alltaf útbreiðanlegt og stækkar meira og meira. Eflist.
af lýðræði verður ekki tekið því lýðræði er aðeins eitt vald.
5. Lýðræði er sí-aukin meðvitund fólks til áhrifa.
Samlíking:
Við gætum hugsað okkur stóran og breiðan sívalan staut (staur) úr vaxi (lýðræðið) sem er verið að vinna að. Þeir sem vinna að eflingu hans koma að vinnu með því að stækka vaxstautinn að umfangi og kannski með því að hækka hann líka.
Á meðan að aðrir mæta með Meitil og Hamar til að höggva stykki úr stautnum og taka það með sér til að hafa not fyrir það. Á sinn máta.
Ég er með þessu að beina sjónum að því að það er ekki hægt að taka af lýðræði og nota vald frá því, vegna þess að lýðræði verður alltaf efling en ekki skipting. Þannig geta ekki hópar (eins og tildæmis stjórnmálasamtök) komið og tekið af lýðræðinu (dreifa því) til að nota sjálfum sér til framdráttar. Eins og með þeirri hugsun að nota sem vald yfir fólkinu. Á sama hvaða hátt það væri gert.
Lýðræði er því ekki valdskipting því það verður ekki tekið af því og því verður ekki skipt niður.
Í mínum huga er því ekkert fulltrúalýðræði, eða beint lýðræði sem slíkt. Heldur aðeins LÝÐRÆÐI. Því orðið hefur aðeins eina merkingu.
Lýðræði er því aðeins sameining í eitt vald sem er vald fólksins.
Hér tengi ég nú efnið yfir í skoðanir mínar á skiptingu valdsins.
Lýðræði snýst því um að við kjósum fulltrúa okkar sem leitast til við að ná fram skoðunum okkar að þeirra ákvarðanatöku sem snúa að málefnum íbúanna. Við veitum umboð til að þeir sem stjórna geri það eftir jákvæðum forskriftum eins og það að þeirra aðgerðir leiði ekki til síendurteknar neikvæðra ákvörðunartaka sama hvað skoðanir fólk hefur. Að valdið sé ekki þannig háttað að þeir sem stjórni geri það sem þeim sýnist án tillits til afleiðinga þess út í þjóðfélgið. Að þeir sem stjórna séu ekki eitthvert yfirvald sem geri hvað sem því sýnist.
Fulltrúar þessir eru því beinir fulltrúar fólksins og leitast þannig til þess að fá sjónarmið þess til uppbygginar ákvarðanataka.
En fólkið kemur síðan með sín sjónarmið til að hafa áhrif á uppbyggingu ákvarðanataka.
Lýðræði kemur þannig frá fólkinu og til baka til fólksins. Á þannig alltaf að virka í báðar áttir.
Samkvæmt mínum hugsunum er ekki ráðlegt að auka vald einhverrar stofnunar eins og tildæmis alþingi vegna þess að tilgangurinn hlýtur að vera sá að draga úr valdi. Þannig ætti að fækka þingmönnum eins og hægt væri til að losna við þingræði þar sem flokkarnir koma inn með vald sitt. Þannig væri fjölgun á þingmönnum aðeins til þess að alþingi fengi meira vald og því flokkarnir sem ráða þar. Skiptir því engu hvernig valdi væri skipt niður á þeim stað.
fleiri þingmenn= meira þingræði og meira flokksræði
færri þingmenn= valddreyfing (valdminnkun) og draga úr þingræði
Ég hef áhuga á að kjósa beint á ríkistjórn vegna þess að þar gætir áhrif lýðræðisins sem best og mestur möguleiki væri fyrir almenning að koma að ákvarðanatöku þar sem almenningur getur komið inn skoðunum sínum og þeir sem stjórna virði sjónarmið fólks og leitist eftir að fá fram skoðanir þess.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)