Óskrifað blað!

Aldrei hefur verið neitt gert á svo veikum grunni. Sýnir hvað og hvernig alþingi vinnur.

Úr því sem komið er að alþingi setji lög sem standa gegn sjálfri stjórnarskránni þá þurfum við að skora á stórnlagaráðsfulltrúa til að leita sérstaklega sjálfir til almennings á Íslandi. Að þeir leitist eftir viðhorfi fólksins sjálfs sem er hvetjandi! Frekar en að almenningur aðeins leiti  til þeirra með hugmyndir sínar.

Með fyrrnefnda fyrirkomulaginu er hvatning að fá hugmyndir fólks. Með seinni leita aðeins þeir sem hafa einhvern sérstakan áhuga (búinn að vinna í málinu eins og ég tld. stjórnarskrárfélagar og fyrrum frambjóðendur sem náðu ekki kjöri) til stjórnlagaráðs með hugmyndir sínar.

Þjóðin sjálf Þarf að koma aðgerð stjórnarskrárinnar en ekki valdakrafa stjórnvalda hvað á að vera í henni. 

Með þannig undirbúna stjórnarskrá vildi ég fá að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu beint um.

Ég skora því á stjórnlagaráðið að leita til almennings á Íslandi skipulega og ná fram hugmyndir þeirra um hvað eigi að vera í nýrri stjórnarskrá!

Ég hef áður sagt að ég er á þeirri skoðun að þessi undirbúningur er glataður, byggður á lítilli þátttöku í kosningu + algjör mistök við framkvæmd kosninganna + alþingi gengur á skjön við úrskurð Hæstarréttar + ráðgefandi stjórnarskrá +++++.

 


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sjálfur mun ég skrifa stjórnarráðsfulltrúum þar sem ég skora á þá að gera þetta!

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2011 kl. 12:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér. Taktu svo eftir hverjir svara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 13:29

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég skal verða fyrstur til að svara Ásthildur. Það var mikið slys þegar Hæstiréttur eyðilagði þessa tímabæru framkvæmd sem svo margir höfðu beðið eftir. Nú eru áratugir síðan við í samtökunum Útverði (Samtök um jafnrétti milli landshluta) hófum máls á þörfinni fyrir stjórnlagaþing. Síðan hefur Alþingi skipað í það minnsta eina undirbúningsnefnd í málið og þar dagaði það uppi að sjálfsögðu að kröfu Flokksins. Nú tók Hæstiréttur - skipaður af Flokknum til við að eyðileggja þessa tilraun og hafði sitt fram.

En "skamma stund verður hönd höggi fegin" og nú mun stjórnlagaráð með atbeina okkar, almennra kjósenda leggja fyrir Alþingi von bráðar tillögur að bættu lýðræði og bættri stjórnskipan með beinni aðkomu þjóðarinnar að hverju þýðingarmiklu máli.

Loksins vann Alþingi vinnuna sína.

Til hamingju Ísland! 

Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 14:56

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvaða bull er þetta í þér Árni? Ert þú einn fulltrúa í stjórnlagaráði?

Hverjir voru svo kosnir af landshlutunum? Tveir - þrír? Er það ásættanlegt?

>nú mun stjórnlagaráð með atbeina okkar, almennra kjósenda leggja fyrir Alþingi von bráðar tillögur að bættu lýðræði og bættri stjórnskipan með beinni aðkomu þjóðarinnar að hverju þýðingarmiklu máli.

Hættu þessari vitleysu. Í  skýrslunni mun koma í ljós að ríkistjórn er með sérstök fyrirmæli um hvað hún vill hafa í stjórnarskránni. Jú, jú þar eru líka sett inn nokkur atriði frá 1000 aðilum af þjóðfundi. Svona sérstök slagorð, svipað eins og voru valin aðalatriðin af þjóðfundinum þar á undan.

Stjórnlagaráð með atbeina okkar? Hversu mikill hluti almennra kjósenda mætti í þessa persónu kosningu varðandi stjórnlagaþingið? 

Guð minn góður! Hvernig er komið fyrir "Útverði?"

 Ef það að alþingi hafi unnið vinnu sína með því að ganga gegn þrískiptingu valdsins í stjórnarskránni eins og hún gerði, þá skil ég ekki siðferði þeirra sem vilja að gerð verði ný stjórnarskrá á þessum forsendum!

Það er mjög mikill munur hvort að þú eða þínir skoðanabræður (XXX) vilja koma með einhver atriði í stjórnarskrána, heldur enn að stjórnlagaráðið leitist sjálfir eftir til almennings, eins og út í landshlutanda tildæmis. Ef það gerist, þá skal ég lofa þá fulltrúa sem vilja framkvæma svoleiðiðs. Og það væri flott fyrir svokallaða "Útverði" en ekki á þessum glataða og veika grunni eins og þetta hefur komið upp frá. 

Ég vil ekki sjá stjórnarskrá valdsins frá flokkunum! Heldur alvöru stjórnarskrá frá almenningi komin! 

Það er því langt frá að hægt sé að óska Íslandi til hamingju með þetta!

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og ég mun því kalla eftir því til "Stjórnarráðsfulltrúa" sjálfra að vinna svoleiðis að sjálfir að setja í gang fundi út á landsbyggðinni frekar en að leita beint eftir hugmyndum frá Stjórnarskrárfélaginu, sem er þó góðra gjalda vert en ekki nærri því góð aðferð að nánd við stjórnarskrána. Því ef það gerist ekki þá mun það sama gerast að mjög fáir muni mæta í þjóðaratkvæðagreiðsluna þegar að henni kemur. Ef svo gerist þá verður ný stjórnarskrá alltaf byggð á veikum grunni.

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2011 kl. 18:22

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður  alltaf tekist á um tilgreind atriði stjórnarskrárinnar og mikið slys hversu seint þessi vinna fór í gang.

Þrátt fyrir að vera mikill landsbyggðarpostuli sé ég enga annmarka á því þótt fáir dreifbýlingar sitji þingið. Ef ég miða til "einurðar" fólksins í fiskiþorpunum deyjandi og kvótalausra sem þyrpist á kjörstað til að kjósa Einar Kr. og aðra slíka sé ég ekki að þetta fólk eigi að hafa mikið pólitískt vægi, - því miður.

Það verða átök um breytingarnar og þó einkum ef þær hníga að breytingum til samræmis við reglur ESB.

Árni Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband