Færsluflokkur: Mannréttindi
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Nú þarf þjóðin að mæla...............
Hvernig hún gerir það kemur brátt í ljós!
Aðstæður eru fyrir alvöru að aukast þar sem þingið kaffærir sjálft sig, enn frekar. Fáir nema einhverjir flokksbundnir treysta þessu liði.
Almenningur í landinu endar með að taka til sinna ráða. Við sem viljum ekkert af þessu liði og erum búin að fá nóg af ruglinu. Það er fólkið sem ég er að tala við á götunni sem vill fá ALVÖRU breytingar.
Við þurfum að taka okkur til og mynda nýtt manneskjulegt stjórnkerfi á Íslandi! Kerfi þar sem öllum þegnum (fyrir utan fjárglæfra liðinu) er tryggð réttlát framtíð! Það er því miður alveg ljóst að ekki koma breytingarnar frá flokkunum!
Burt með fjórflokkinn sem er versta mein í íslenskum stjórnmálum!
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Maður segir ba, ba, ba, bara
Maður er eiginlega kominn með ógeð af þessu liði öllu. Hvort sem það er Jóhanna og company, steinGrímur og company, Bjarni og company, eða hvaða lið þetta allt er.
Það er þjóðin sem hefur valdið og nú þarf þjóðin að koma sama og ráða ráðum sínum!
Loksins, loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Að breyta hagkerfinu
Til að Ísland geti fyrir alvöru horft fram á veginn þarf að gera mjög miklar breytingar. Framkvæma algjöran viðsnúning á hugsanahætti!
Tildæmis þurfum við að falla frá hugsanahætti peninga aflana sem er græðgi og aftur græðgi. Sem hagkerfi okkar hefur mikið byggst á.
Við þurfum líka að gera algjörar breytingar sem tryggja að almenningur fái verðskuldaðar tekjur fyrir framlag sitt. Það er staðreind að mjög margir íslendingar í lægri tekjuflokkum eru að leggja miklu meiri krafta og framlag til þjóðfélagsins heldur en margir hverjir sem eru meira menntaðir. Samt er það þessi partur sem verður mest atvinnulaust og fyrir mestum tekjumissi.
Það er dálítið þessi hugsunarháttur: ef ekkert fyrirtæki þá engin atvinna. Svo ef fyrirtækið fer á hausinn þá stendur fólkið eftir atvinnulaust og með mikla óvissu um framtíðina. Fyrirtækin leggja klafa atvinnuleysis á sjóðina sem svo við þegnar þjóðfélagisins lendum í að borga skatta af. Afleiðingar gjaldþrots eru þannig margþætt
Þessu hefði ég áhuga á að breyta! Tildæmis mætti til að byrja með að snúa þessu við: ef ekkert atvinnuframlag þá ekkert fyrirtæki.
Atvinnutækifæri>hér er ég (tildæmis setja í gang atvinnumarkað - útfæranlegt).>fyrirtæki verður til> tryggð afkoma fólksins, starfskrafta þess> setja upp aðstæður þannig að ekki verði hægt að segja fólki upp ef fyrirtæki er í slæmri stöðu. Tildæmis trygging fyrir annari vinnu ef ekki er hægt að bjarga.
Að mannfólkið verði í fyrsta sæti!
Svo er það þetta með verðtrygginguna það eru mannréttindi fólks að óréttlæti verði tekið af. Það þarf að finna leiðir út úr henni þó það kosti kannski eitthvað. Það mætti kannski setja kosnaðinn á þeim sem græddu á verðtryggingunni? Bönkunum?
Það er svo margt sem við mætti bæta en þetta er eitt af því sem mér datt í hug núna við fréttinni þessari.
Horfið fram á veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. apríl 2011
Óh?, þvert ofan í?
Sem Steingrímur og ríkistjórnin hefur sagt. En hann hefur talað um að engin tengsl séu á milli neitunar á Icesave og umsóknar okkar um ESB. Að við höfum aðeins verið að kjósa um Icesave.
Við verðum að senda þessum manni þarna í fréttinni sérstakar þakkir fyrir!
Enn frekar er að koma í ljós tengsl á milli mála. Enn frekar er að koma í ljós að ég hef rétt fyrir mér um það sem ég hef verið að skrifa á bloggi mínu.
Ríkstjórnin á að fara frá völdum m.a. vegna:
1. klúðursins vegna stjórnlagaþingsins
2. neitun þjóðarinnar á Icesave
3. áhrif neitunar á ESB umsókn því nú er alveg ljóst að ríkistjórnin getur ekki haldið áfram með aðal málið sitt.
4. brot á mannréttindum..................
5. 6. 7. bætið bara við!
Það er alveg ljóst að ríkistjórnin starfar á mjög veikum grunni og að margra dómi er fyrir löngu komið að alvöru breytingum í íslenskum stjórnmálum!
En hvað tekur við? Er það ekki þjóðarinnar að ákveða framtíðina. Verður almenningur ekki að koma saman til að ræða um hvernig framtíð við viljum. Eða viljum við sama ruglið áfram?
Það er mikil gjá á milli þings og þjóðar. Er það ekki þjóðarinnar að finna leið út úr þessum vanda? Ég treysti almenningi á Íslandi til þess! En ég treysti ekki alþingi né flokkum til þess því grunnurinn að starfi alþingis er löngu fallinn.
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Almenningur er búinn að fá nóg af ruglinu!!!!!!!!!!
Almenningur þarf að koma saman og ráða ráðum sínum. Það er það eina skynsamlega í framhaldinu. Við erum fullt af okkur búin að fá nóg af ruglinu hjá ríkistjórn og alþingi og við eigum okkar rétt að ákveða framtíð okkar.
Allir vita að það voru kröfur ESB að Icesave yrði klárað með samningum við Breta og Hollendinga. Því er það sem hann Steingrímur segir algjört bull.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum og taka ákvörðun um framhaldið! Ég legg því til að við höldum saman almannaþing sem er það eina rétta og það skynsamlegasta í stöðunni.
Ekki tilefni til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Gjá milli þings og þjóðar - þjóðin hefur valdið!
Ef þetta fer svona eins og allt lýtur út fyrir að gera, þá er alveg augljóst að almenningur er að segja algjört nei sem hafnaði þessu. þá á ég ekki bara við NEI við Icesave heldur líka NEI gegn ríkistjórninni sem og sjálfu alþingi því alþingi valdi jú 70% já við Icesave. Það á eftir ennþá betur að koma í ljós á næstu dögum að ríkistjórninni verður ekki stætt að halda áfram. Heldur ekki alþingi vegna þess sem þau kusu í öðru máli sem varðar þjóðina líka.
Það eru sérstaklega uppi tvö mál sem hafa komið upp sem varða framtíð Íslands! Nú á almenningur réttinn til að taka ákvarðanir um framtíðina! Við erum þegar búin að taka ákvarðanir þessar og ógilda bæði málin.
Örlögin eru ráðin! Þjóðin hefur valdið!
Það er ekki bara ríkistjórnin sem á að fara heldur alþingi líka! Í þeirri stöðu sem nú er að koma upp tekur Forsetinn yfir til að byrja með og skipar embættismenn þangað til að gerðar hafa verið tilskildar breytingar.
Nú þarf þjóðin að koma saman og ráða ráðum sínum!
Ég sting upp á almannaþingi í framhaldinu!
Yfir 58% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Í dag ákveðum við framtíð okkar!
Í mínum huga er þessi dagur uppgjör!
Í dag ákveðum við framtíð okkar sem íslendingar. Með því að segja NEI sýnum við að það eru ekki stjórnvöld í þessu landi sem getur skipað almenningi að gera sem þeim líkar. .. Með því að segja NEI sýnum við að gamlir útbrunnir og nýjir óreyndir stjórnmálamenn geta ekki krafist þess með valdi sínu að við göngum gegn sannfæringu okkar!
Með því að segja NEI erum við að standa í krafti undir siðferði okkar. Og frá þeim krafti byggjum við upp nýtt Ísland.
Ath. að ef við segjum NEI þá munum við geta fyrir alvöru tekið á fjárglæframönnunum og dæmt þá. Við værum búin að setja fordæmi. Við værum líka að segja að í framtíðinni verði ekki hægt að krefjast svona hróplega ósanngjarna krafna.
Með því að segja NEI setjum við fordæmi út í alþjóðasamfélagið að almenningur eigi ekki að borga upp skuldir fjárglæframanna!
Vonum að þessi dagur verði með jákvæðum hætti fyrir okkur til minnis fyrir framtíðina. Eitthvað til að ganga út frá!................
Með tilliti til þessarar færslu og dagsins í dag ætla ég að loka á athugasemdir á hana.
Hversvegna? Ég legg til að við biðjum í hljóði fyrir framtíð Íslands.
Mjög mikill kjörsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Mér er gróflega misboðið
Að nota sér félagasamtök sem þeir eru í forsvari fyrir til að kúga almenning til hlýðni við sínar skoðanir er gróft brot á félagsmönnum.
Þetta er með öllu ólýðandi og þessir menn eru algjörlega óhæfir til sinna starfa og ættu hreinlega að segja af sér!
Mér er gróflega misboðið
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Til hvers?
Við gerð hvers einasta kjarasamning gengur þetta óendanlega út á það sama. SA fjarvirðast yfir því hvað launahækkanir gangi illa í fyrirtækin. Alltaf sama tuggan.
Þetta hefur staðið verulega í samninganefnd SA vegna þess að slíkar hækkanir eru taldar afar erfiðar fyrir mörg fyrirtæki og ákveðnar atvinnugreinar, svo sem verslun, veitingar, samgöngur og matvælaiðnað, og hafa mikil áhrif á rekstur á landsbyggðinni.
Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að samræma þetta markmiðum um verðbólgu. Eftir því sem gengið er nær fyrirtækjum sem starfa á heimamarkaði, þeim mun meiri áhrif hlýtur það að hafa á verðlag, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Síðan koma hinir innan ASí og tala fagurlega hversu vel hafi gengið og tekist að útvega okkur töluverða eða frábæra launahækkun.
ASÍ lagði þunga áherslu á að auk almennra hækkana sem tryggðu hag meðaltekjufólks yrðu lægstu laun hækkuð sérstaklega með lágmarkstekjutryggingu. Markmiðið er að lægstu laun fyrir dagvinnu verði nálægt 200 þúsund krónum undir lok samningstímans.
Guð minn góður eru þessir menn gjörsamlega úr takti við raunveruleikann spyr ég? Lægstu laun verði 200 þúsund eftir þrjú ár?
Endalaust kjaftæði í stað þess að gera eitthvað sem byggir á því að samræma hækkanir launa við árangur fyrirtækis og starfsfólks. Á allt öðrum forsendum.
Í það minnsta mættu hækkanir á lægstu launin vera í krónutölum frekar en í prósentum!
Það er öruggt að allar launahækkanir verða farnar inn í verðlagið ca. 2 vikur eftir að þær verða. Hvað verður fyrst? 2 eða 3%? Ég hef ekki einu sinni athugað það. Mér finnst þetta orðið svo endalaust rugl. Og svo fá þessir kallar lang mestu launin sjálfir...............ÞAÐ ER LÖNGU KOMINN TÍMI Á AÐ BREYTA ÞESSU!
Beðið svara ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30. mars 2011
Til stjórnlagaráðs
Það er á hreinu að þetta svokallaða "Stjórnlagaráð" hefur ekki umboð þjóðarinnar til að vinna nýja stjórnarskrá. Það var ríkistjórn og alþingi sem skipaði þetta stjórnlagaráð.
Til að öðlast umboð þjóðarinnar verða "stjórnlagaráðsfulltrúar" að leita beint til þjóðarinnar eftir álit hennar. Og þá skipulega.
Síðan að þegar ný skel að stjórnarskrá er tilbúin þarf hún að fara beint til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og þjóðin fái að kjósa um hvern einasta kafla hennar. Að þeim grunni ættu stjórnlagaráðsfulltrúar að vinna frá.
Eitt í viðbót!
Til að það verði hægt að fara eftir stjórnarskrá í framtíðinni þarf að lögbinda hvern einasta kafla hennar þannig að það verði skilyrðislaust farið eftir henni! Þannig verði stjórnarskrá óbrjótanleg.
Í því skyni legg ég til að búin yrði til svokölluð sérstök "Lögbók" stjórnarskrárinnar þar sem allir kaflar hennar verði settir inn í lög.
Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |