JÁ! ææææææi, afsakið, ég meinti NEI!

Fyrirsögnin tekur til smá greinarstúfs efst á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag.

Ég velti því fyrir mér hvað eiginlega þurfi til að stjórnarliðar segi af sér? Er ég þó ekki endilega að tala um þetta stjórnlagaþingsmál eingöngu, heldur uppsöfnuð atriði mistaka. Er ég þá að tala um sama hvaða flokkur er við völd. Svo virðist þó þetta fara stór versnandi upp á síðustu árin!

Það er algjörlega komið nóg af því hvað stjórnvöld halda í völdin, svo virðist sama hvað gengur á.

Ætti ekki að setja skýr og afmarkaða grein í stjórnarskrána hvað teldist til alvarlega mistaka? Við hvaða aðstæður segi þingmaður af sér? Ég hef líka nefnt þá skoðun mína að kjörnir þingmenn fyrir ákveðinn flokk eigi ekki að geta skipt um flokk á tímabilinu. Það var eitt af stefnumálum mínum í framboði mínu. 


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já Guðni minn,í besta falli er beðið afsökunar,sbr.Steingrímur eftir að mismunurinn á Icwsave 1 og 2 var sýndur borðleggjandi. Í öllum öðrum þjóðlöndum hefði ríkisstjórn,verið knúin til að segja af sér. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2011 kl. 16:06

2 Smámynd: Elle_

Ekkert fær haggað stjórnarliðum í þessu landi, Guðni og Helga, og skiptir engu hvað þau brjóta gróflega og ítrekað gegn þjóðinni.  Hvað ætli valdi að þau víkja aldrei eins og í öðrum löndum? 

Elle_, 27.1.2011 kl. 18:39

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Helga og Elle. Svo virðist sem við lifum í fjölvænis útgáfu á einræðisríki. Svona eins og Túnis nema með fjölmörgum ráðamönnum í stað fárra eða eins manns.

Því miður.................

Guðni Karl Harðarson, 27.1.2011 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband