Til hvers?

Við gerð hvers einasta kjarasamning gengur þetta óendanlega út á það sama. SA fjarvirðast yfir því hvað launahækkanir gangi illa í fyrirtækin. Alltaf sama tuggan.

Þetta hefur staðið verulega í samninganefnd SA vegna þess að slíkar hækkanir eru taldar afar erfiðar fyrir mörg fyrirtæki og ákveðnar atvinnugreinar, svo sem verslun, veitingar, samgöngur og matvælaiðnað, og hafa mikil áhrif á rekstur á landsbyggðinni.

„Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að samræma þetta markmiðum um verðbólgu. Eftir því sem gengið er nær fyrirtækjum sem starfa á heimamarkaði, þeim mun meiri áhrif hlýtur það að hafa á verðlag,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Síðan koma hinir innan ASí og tala fagurlega hversu vel hafi gengið og tekist að útvega okkur töluverða eða frábæra launahækkun.

ASÍ lagði þunga áherslu á að auk almennra hækkana sem tryggðu hag meðaltekjufólks yrðu lægstu laun hækkuð sérstaklega með lágmarkstekjutryggingu. Markmiðið er að lægstu laun fyrir dagvinnu verði nálægt 200 þúsund krónum undir lok samningstímans. 

Guð minn góður eru þessir menn gjörsamlega úr takti við raunveruleikann spyr ég? Lægstu laun verði 200 þúsund eftir þrjú ár? 

Endalaust kjaftæði í stað þess að gera eitthvað sem byggir á því að samræma hækkanir launa við árangur fyrirtækis og starfsfólks. Á allt öðrum forsendum. 

Í það minnsta mættu hækkanir á lægstu launin vera í krónutölum frekar en í prósentum!

Það er öruggt að allar launahækkanir verða farnar inn í verðlagið ca. 2 vikur eftir að þær verða. Hvað verður fyrst? 2 eða 3%? Ég hef ekki einu sinni athugað það. Mér finnst þetta orðið svo endalaust rugl. Og svo fá þessir kallar lang mestu launin sjálfir...............ÞAÐ ER LÖNGU KOMINN TÍMI Á AÐ BREYTA ÞESSU!

 


mbl.is Beðið svara ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Sigurður Helgason

þeir eru samann á fylleríi, og geta ekki migið hjálparlaust,

Tími breytinga er löngu kominn en það gerist ekkert

Sigurður Helgason, 5.4.2011 kl. 11:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Já Guðni minn þú ert ungur enn,með margar hugmyndir. Láttu til þín taka,misstu ekki sjónar á góðu  gildunum,þótt þú með tíð og tíma komist til áhrifa,það gera það svo margir. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2011 kl. 12:20

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Helga mín það er nú farið að styttast í annan endan hjá mér Já fullt af hugmyndum hef ég en það er nú bara svo að við þurfum öll að taka okkur saman og vinna fyrir alvöru að breytingum.Og þá út um allt land.

Ef ég kemst til áhrifa þá verður það eingöngu til að gera góða hluti fyrir fólk en ekki til þess að hugsa um eigin hag! Þú hefur jú séð mig og spjallað við mig. Þú veist að eftir það erfiðasta þá kemur örugglega eitthvað gott Við verðum að vona það!

Guðni Karl Harðarson, 5.4.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband