Færsluflokkur: Mannréttindi
Föstudagur, 20. maí 2011
Látið Sólina vera í friði!
Lögregla í Madríd mun ekki rýma Sólartorg í miðborginni þrátt fyrir að kjörstjórn Spánar hafi dæmt mótmæli sem þar hafa farið fram ólögleg.
Hvernig er hægt að dæma mótmæli ólögleg? Sér í lagi ef þau eru friðsöm?
Ætla ekki að rýma Sólina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. maí 2011
En sagan er ekki búin
Búsáhaldabyltingin á Íslandi er ekki búin fyrr en búið er að koma á réttlátu þjóðfélagi með raunverulegu fólks lýðræði í stað flokksræði. Það er tildæmis löngu kominn tími á fjórflokkana burt, eða algjörlega breytta.
Að fólki sem varð undan verði bættur skaðinn og þeir sem urðu kreppunni valdandi gjaldi fyrir!
Hinsvegar gæti farið svo að fljótlega takist almenningi á Íslandi fyrir alvöru að setja í gang nýtt stjórnkerfi á allt öðrum forsendum en nú eru.
Áfram Ísland! Búum okkur undir stórbreytta framtíð þar sem allir geti notið afrakstur góðra verka!
Sýnum heiminum áfram að það er hægt að breyta án blóðsúthellinga. Sýnum heiminum að það eru til önnur tækifæri til breyttra lífsskilyrða! Búum okkur til vænlega framtíð!
Andi búsáhaldabyltingar á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 11. maí 2011
Það er alveg ljóst
Þorri almennings á íslandi hefur misst alla trú á stjórnmálaflokka og þar á meðal Alþingi á Íslandi. Því eiga alþingismenn og flokkar að gefa eftir og veita almenningi á Íslandi aukin völd. Breyta Íslandi því það er það réttlátasta eftir hrunið. Það eru til leiðir til þess. Því á þjóðin að hafa vit á að leita nýja leiða! Því raunverulegt lýðræði er í vitum fólksins og þegar eitthvað gott verður til þá koma hinir með á eftir sem eru ekki vissir.
Áfram Ísland, eflum vor dug og dáð. Látum ekki pilsfata-kapitalista hafa áhrif á okkur!
Í UNDIRBÚNINGI
ERU STÓRFELLDAR
BREYTINGAR Á ÍSLANDI!
Alþingi hefur glatað virðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 9. maí 2011
Bara þetta stutt
Gögn sem þessi eru að dómi embættisins fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi.
Þetta eru lög sem þarf að fara yfir og endurvinna! Að minnsta kosti þegar að búið er að breyta og opna Lýðræðisskipan á Íslandi og gera nýja. Nokkuð sem verið er að vinna að og leggja tillögur til.
Ég er annars í blogg hægagangi vegna vinnu og undirbúnings á mjög sérstöku málefni........................
Afhendir aðeins eitt bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. maí 2011
Áfram Íslands verkamenn!
Til hamingju með daginn verkamenn þessa lands.
Ég vona að framtíðin veiti okkur visku til að takast á við mál okkar. Við berjumst fyrir bættum kjörum.
Í mínum huga munum við litlu ná fram nema að breyta kerfinu algjörlega. Að gera kerfi sem tryggir okkur atvinnu og sanngjarnri afkomu. Því miður er þetta gamla samningakerfi algjörlega úrelt og gerir lítið nema að veita samningamönnum margfalt auknar fjárhagslegar tekjur á við okkur sjálf-a.
Ég treysti á að við almenningur á Íslandi getum unnið saman af að rétta okkur sjálf út úr fjármálavandanum og allir fái brauði bætt sem eiga það skilið!
Ég vona að þeir sem lifa í fátækt og hafa ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum, nái að losna úr þeim vanda og þeir fái öll lausn á sínum málum. BURT MEÐ FÁTÆKTINA!
ÁFRAM ÍSLANDS VERKAMENN. Það verða við sem erfum landið með verkum okkar því án okkar er ekkert hægt fyrir alvöru að gera.
1. maí fagnað um land allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Áskorun!
Vinnið á neylsuviðmiðunum með NEYSLUVÖRN!
Ég skora á þessa samningamenn að þeir leggi nú sérstakan pening í pott af háu samninga laununum sínum til að aðstoða við að byggja upp í stað þess hanga í þessu rugli......... Þeir mættu síðan alveg eins vinna að því hvernig mætti lækka verð á bensínverði og matvörum á móti þessu litlu aurum sem verið er að bjóða út úr þessum samningum þar sem hver kennir öðrum sér um..........
Kjarasamningar snúast ekki bara um einhver hækkuð (smá) laun.
Gerið nú eitthvað uppbyggilegt!
Vísi deilu til sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. apríl 2011
Argandi garg! -
Þetta er bara svona einfalt dæmi hér!
Svo við sjáum nú hvernig þetta þjóðfélag er alveg algert rugl. Hér nefni ég einfalt dæmi verkamanns sem er einstaklingur (ath. mjög margir hafa miklu verri tekjur en ég nefni hér og mjög margir þurfa að sjá fyrir 3 til 5 manna fjölskyldu með aðeins einum útivinnandi einstaklingi!).
Af tilefni svona saminga langar mig til að koma með smá innlegt um framfærslu einstaklings (svo dæmi sé tekið af einstakling í vinnu).
Laun í peningum hjá einstaklingi sem er verkamaður:
Kr. 210.000 á mánuði
Húsaleiga eða afborgun af 2ja herb. húsnæði
Kr. 85.000 (lágmark)
Afborgun af Bifreið:
Kr. 30.000
Bensínkosnaður:
Kr. 30.000
Matur
Kr. 35.000 (alls ekki óraunhæf tala vegna þess hvað allt er orðið dýrt!)
Bíðið við! HÉR ERU KOMNAR SAMANLAGT 180.000 KR. Og ég er að taka lágmarkstölur!
En ég hef ekki nefnt annan kostnað eins og rafmagn og hita sem er amk. kr. 15.000 á mán.
og annan tilfallandi kostnað eins og sjónvarp, sími, er amk. kr. 15.000.
Þetta gerir samtals kr. 210.000
Og enn á ég eftir að nefna aukakosnað sem getur örugglega komið upp! Eins og tildæmis lækniskostnaður, viðhald á bifreið, tannlæknakostnaður, fatnaður osfrv.
Ég spyr bara spyr hvernig á einstaklingur á lágum launum að geta haldið sér án skulda? Eða er til þess of mikils mælst? AÐ FÓLK FÁI AÐ HALDA SÉR ÁN SKULDA Í ÞESSU þJÓÐFÉLAGI?
Hvað gerir einhver 3 til 5 % sem fer beint út í verðlagið?
Samningar verði afturvirkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Ekki benda á mig
Jafnvel þó ég lýti svona út fyrir að vera pínu skrýtinn, svona að sjá, þá er ég jú einn af þeim sem sagði þvert NEI við Icesave-samningum. Náið þið meiningunni?
Hann forseti okkar á heiður skilinn fyrir að gefa þjóðinni tækifæri til að segja sitt álit á þessum samningum. Það mun lifa sterkt í minningunni! Ég fæ aldrei nóg af að þakka honum.
Skrýtinn fjármálaráðherra Hollands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. apríl 2011
Furðulegar yfirlýsingar
Svolítið sérstaktar og misvísandi yfirlýsingar sem berast út í þjóðfélagið um kjarasamninga.
Í gærmorgun sögðu þessir menn að það væri öruggt að samið yrði í gær. Til annaðhvors langs eða skamms tíma.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir meginástæðuna fyrir því að samkomulag hafi ekki tekist um skammtímasamning vera ákvæði um að niðurstaða fengist í sjávarútvegsmálum. SA kröfðust þess að inn í samning yrði sett ákvæði um að við krefðumst af ríkisstjórn að hún féllist á kröfurétt LÍÚ.
Það var þetta ákvæði LÍÚ sem var sagt að ætti aðeins við á langtímasamningana, en ekki um skammtímasamning og það var sagt að öruggt væri samið yrði. Engin fyrirstaða.
Óneitanlega kemur upp í hugann hvort eitthvað annað sé hér um að ræða?!
Mér finnst að þessir menn mættu alveg sleppa að vera svona yfirlýsingaglaðir og hugsa meira um að koma með orð sem þeir geta svo staðið við.
Með furðulegri vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. apríl 2011
Það fer hrollur um mig
Eins og ég hef áður skrifað á bloggi mínu. Alþingi er að kaffæra sjálft sig og en eykst gjáin milli þings og þjóðar.
Hvað verður næst á dagskránni? Það er með ólíkindum að horfa og hlusta upp á þetta rugl allt saman.
Valdabaráttan og fíknin er með ólíkindum. Þeir sem eru vinir í dag geta orðið óvinir á morgun.
Hugsið ykkur hve staðan væri ef Ísland hefði tekið annan pól í hæðina með því tildæmis stjórnmálamenn að ákveða fyrir alvöru að vinna saman að rétta Ísland upp úr vandanum. Í stað þess er hver höndin upp á móti annarri.
Hvernig lytist ykkur á að aldrei þurfi að bera upp vantrausttillögu?
Ég hef skrifað um að stjórnmál eigi að byrja að neðan. Kjósa eingöngu í sveitarstjórn. Það á aldrei að þurfa að kjósa á alþingi því að alþingismenn ættu að koma neðanfrá í hringrásinni, sem væri: sveitarstjórn>svæðisstjórn>alþingi>ríkistjórn.
Þingmenn ættu að vinna saman án stjórnarandstöðu. Og á sama hátt ríkistjórn án stjórnarandsöðu.
Eftir ákveðinn tíma fellur burt þátttaka kosins manns sem fer inn í hringrásina (í enda þingtíma hans) og nýr kosinn í staðinn. Þannig að ef einhver flokkur er kosinn meira en annar getur það að sjálfsögðu breyst með nýrri kosningu. Sama með persónukjör.
Hvað er að gerast hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |