Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Gervivöxtur
Hversvegna er (oft pínulítill) Hagvöxtur þjóða oft í öfugu hlutfalli við skuldir þeirra, þegar að þjóð eða ríki á í erfiðri skuldastöðu?
Það er vegna þess að það er verið að reyna að fjármagna neyslu með lántökum. Að reyna að setja í gang aukna neyslu. Sjáið tildæmis í Bandaríkjunum sem undanfarin ár hafa tekið lán eftir lán til að fjármagna peningakerfið. Sem og setja í það endalausa "blank slate" tékka sem engin verðmæti eru á bakvið né inneign eru fyrir. Má þar tildæmis nefna útgefin ríkisskuldabréf sem seðlabanki þjóða eða ríkja kaupa af ríkissjóði og veita útí hagkerfið. Svipað og Evrópuþjóðinar eru að fara að reyna með skuldabréfaútgáfu sem nefnd hefur verið í fréttum.
Svo gerist það að þessar þjóðir geta ekki lengur aukið skuldirnar vegna þess að þeir hafa ekki efni á að borga meira úr ríkissjóði (vegna allra skuldana). Né efni á að gefa út fleiri skuldabréf. Hvað gerist þá? Þá hrynja markaðir og peningakerfið riðlast.
Hvaða ráða er þá gripið til? Sumir vilja auka skattana, segjast ætla að gera það með því að hækka skatta á hærri launaflokka. En aðrir vilja auka niðurskurð.
En báðar aðferðirnar munu þó hafa slæm áhrif á hagkerfið og hafa mjög slæm áhrif á kjör þeirra lægri og lægstlaunuðu. Fyrri aðferðin leiðir til hækkunar vöruverðs og ýmissa gjalda. Þannig mun skattur á hærri launaða einstaklinga (sem eru tildæmis í rekstri) í reynd leiða til hækkandi verðlags. Seinni aðferðin mun leiða til þess að venjuleg þjónusta dregst saman og leiðir oft til aukinnar verðálagningar á þjónustuna. Þar að segja að um leið og þjónusta dregst saman eykst gjaldtaka fyrir þjónustuna sem stendur eftir. Ekki öfugt.
Síðan gerist það að þjóð getur ekki lengur fjármagnað það að setja í gang aukna neyslu með því að taka fleiri lán. Þjóðin eða ríkið er í reynd gjaldþrota. Þannig hefur gerst með Ísland og þannig er að gerast með Bandaríkin.
Allar aðgerðir til að reyna að bjarga hruni markaða og fjármálakerfa mun þannig mistakast, nema að eitthvað kraftaverk gerist.
Hverjir hagnast? Þeir sem eru efnaðastir munu ávallt hagnast. Jafnvel á hruni markaða og vegna þess að þeir taka í reynd við peningum frá þeim þjóðum sem skulda mest. Þetta eru afætur heimsins sem nota sér allar þær aðstæður sem myndast til að hagnast á þeim. Topparnir sem hinir sem stjórna og hafa valdið langar til að vera með og skríða fyrir.
Hvað eiga þjóðir að gera? Auka neyslu? Draga saman?
NEI! Þær eiga að kyppa snarlega Hagkerfinu úr sambandi og byrja upp á nýtt á nýjum forsendum. Þeim sem lægri og miðstéttir geta hagnast á. En sú stefna byggist á deilingu þjóðkerfa niður á smærri einingar og byggja afkomukerfið á framleiðslu þegnana og verðmætasköpun. Ekki aukinni neyslu, eða auknum sköttum, eða draga saman innan sama hagkerfis.
Minni hagvöxtur á evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Hvað eigum við að gera gagnvart falli markaða?
Nú þegar að peningamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hrynja sem óðir væru hvað mun gerast?
Að gefa út ný skuldabréf mun aðeins auka vandann því það er ekkert annað en aukin peningaprentun. Sem ég þó tel vegna ástands markaðarins hafa lítil áhrif til að verja markaðina áframhaldandi falli. Bara að líta á MACD á kertastjaka línuritum segir allt sem segja þarf sem og ýmisar aðrar kennitölur og áberandi áhrif sem eru á markaðnum.
Við þurfum að verja okkur sjálf gagnvart slíkri ásókn.
Hvað er það besta sem litlar þjóðir eins og við getum gert?
Eitt það besta sem við gætum gert er að halda fast í gjaldmil okkar. Verja landið okkar gagnvart slæmum erlendum fjármálaáhrifum. Sem væri það viturlegasta.
Skipta landinu niður þannig að setja í gang stórauknar framkvæmdir fólks sem eingöngu auka verðmæti og byggjast á verðmætasköpun. Og draga úr innflutningi á samskonar vörum eins og við getum.
Finna leiðir til að búa til vörur til að selja erlendis sem flestir vilja og hafa áhuga á að kaupa af okkur. Vera sjálf nægjusöm að þeim vörum sem við getum búið til.
Efla mannfólkið til góðra verka og setja í gang umfangsmikla þróun á að auka mannfjölda á ýmsum stöðum landsins. Með nýjum störfum.
Ég sjálfur hefði áhuga á að athugað hvort ekki væri hægt að setja í gang fleiri íslenska gjaldmiðla, tildæmis að versla á milli landshluta. Einskonar sérstakar landshlutakrónur. Ég þekki það vel inn á fjármál að ég er viss um að það væri hægt.
Útiloka ekki lengur skuldabandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Skemmtilegar breytingar á bloggi
Góðir bloggvinir og gestir. Á þessum sólríka sumardegi.
Ég hef ákveðið að breyta bloggi mínu með því að breyta Hausnum og setja inn nýjan haus vikulega. Allt eru þetta breyttar (smækkaðar í standard blogghaus stærð) myndir sem ég hef sjálfur tekið úti um allt land.
Ég mun að sjálfögðu blogga inn greinar um mínar skoðanir á landsmálum og öllu því sem ég hef áhuga á í dagsins amstri.
Vonandi hafið þið skemmtun af og njótið nú vel
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Flott.
Flott framtak. Mættu fleiri taka sér svona til fyrirmyndar.
Gaman að segja frá því að á þennan stað kom ég oft þegar að ég var lítill drengur. Þekktum við fólk sem átti heima á svæðinu. En sjálfur átti ég heima rétt fyrir neðan þennan garð, hinum megin á Hverfisgötunni. Þessvegna er þetta svæði mér svo hugleikið.
Glerbrot, stubbar og viðbjóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. júlí 2011
Influttum en ekki íslenskum matvælum
tekið úr frétt>Stofnunin segir, að verðhækkun á dagvöru í júní hafi verið mun meiri en fyrstu fimm mánuði ársins. Ætla megi, að skýringa sé fyrst og fremst að leita í hækkandi heimsmarkaðsverði á innfluttum matvælum.
Er þá ekki að taka sig til og breyta íslenska kerfinu núna þannig að matvæli geti lækkað á Íslandi? Þannig að geta staðið í því að bjóða upp á íslensk matvæli ódýrari en þau influttu sem oft standast ekki samanburð við okkar vörur. Örugglega hægt að hugsa sér leiðir til þess.
Ég er með eina sérstaka hugmynd sem mun geta gjörsamlega umbylt markaðsuppbyggingunni og leiða til þess að fólk geti keypt sér ýmis íslensk matvæli eins og grænmeti, ávexti og sumar kjötvörur á lægra verði en þekkist hingað til. (leiðin til að hugmyndin geti gagnast neytendum mun birtast fljótlega).
Innflutta draslið sem verið er að bjóða okkur í sumum verslunum eins og tildæmis Bónus mun þá hækka í verði án þess að gæði þess batni. Á móti stendur að framleiðendur íslenskra matvara hafa tækifæri til að notfæra sér aðstæður markaðarins til að stórefla framleiðsluna og afurðasöluna með nýjum leiðum.
Verð á dagvöru hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 21. júní 2011
Ísland mun............
Ísland mun aldrei ganga í þetta Esb samband. Það er til fólk eins og ég sem munum berjast (harkalega ef þarf) gegn því!
Það eru til aðrar leiðir fyrir Ísland sem eru í burðarliðnum!
Sjáið líka bloggpistil minn þann 17. Júní.
Ísland fari á eigin forsendum í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 25. apríl 2011
Argandi garg! -
Þetta er bara svona einfalt dæmi hér!
Svo við sjáum nú hvernig þetta þjóðfélag er alveg algert rugl. Hér nefni ég einfalt dæmi verkamanns sem er einstaklingur (ath. mjög margir hafa miklu verri tekjur en ég nefni hér og mjög margir þurfa að sjá fyrir 3 til 5 manna fjölskyldu með aðeins einum útivinnandi einstaklingi!).
Af tilefni svona saminga langar mig til að koma með smá innlegt um framfærslu einstaklings (svo dæmi sé tekið af einstakling í vinnu).
Laun í peningum hjá einstaklingi sem er verkamaður:
Kr. 210.000 á mánuði
Húsaleiga eða afborgun af 2ja herb. húsnæði
Kr. 85.000 (lágmark)
Afborgun af Bifreið:
Kr. 30.000
Bensínkosnaður:
Kr. 30.000
Matur
Kr. 35.000 (alls ekki óraunhæf tala vegna þess hvað allt er orðið dýrt!)
Bíðið við! HÉR ERU KOMNAR SAMANLAGT 180.000 KR. Og ég er að taka lágmarkstölur!
En ég hef ekki nefnt annan kostnað eins og rafmagn og hita sem er amk. kr. 15.000 á mán.
og annan tilfallandi kostnað eins og sjónvarp, sími, er amk. kr. 15.000.
Þetta gerir samtals kr. 210.000
Og enn á ég eftir að nefna aukakosnað sem getur örugglega komið upp! Eins og tildæmis lækniskostnaður, viðhald á bifreið, tannlæknakostnaður, fatnaður osfrv.
Ég spyr bara spyr hvernig á einstaklingur á lágum launum að geta haldið sér án skulda? Eða er til þess of mikils mælst? AÐ FÓLK FÁI AÐ HALDA SÉR ÁN SKULDA Í ÞESSU þJÓÐFÉLAGI?
Hvað gerir einhver 3 til 5 % sem fer beint út í verðlagið?
Samningar verði afturvirkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Framtíðin?
Það er allt eins líklegt að olíverðið eigi eftir að hækka töluvert meira á árinu vegna þessa óróa í Líbíu og fleirum olíuríkum löndum í Afríku.
Nú þurfum við að taka okkur til að hugsa um og finna sparnaðarleiðir á móti bensínverðinu því annars verður ekki hægt fyrir hinn venjulega láglaunamann að reka Bifreið. Það er alls ekki hægt að láta þetta hækka endalaust.
Nú þurfum við að taka okkur til og sporna á móti þessu. Leggja höfuðin í bleyti.
Olíuverð í 119 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Þreyta komin í liðið
Áfram Ísland! Vinnum Króata því sá leikur skiptir miklu máli!
Ég hef mikinn áhuga á handbolta. Enda var ég að horfa á landsleikinn við Frakka þegar fréttin um úrskurð Hæstaréttar kom og Jóhanna æf af reiði í Sjónvarpið. Vissi ég ekki einu sinni af því.
Það hefði óneitanlega verið gott ef ríkistjórnin hefði ákveðið að styrkja landliðið um nokkra tugi milljóna. Með slíka vissu á bakinu fyrir liðið áður en þeir fóru út til keppni, hefði örugglega enn frekari stuðningur við landsliðið að standa sig! Það er skammarlegt hversu þeir fá lítið, eins og kom fram i þætti Þorsteins á stöð 2 sport.
Varðandi tap síðustu þriggja leikja þá finnst mér að landsliðsmenn hafi verið orðnir alltof þreyttir. Það er spurning með þetta rosalega álag á liðið vegna þessarar varnartaktíkar sem þeir voru að spila í fyrstu leikjum þeirra í mótinu (áður en þeir fóru að tapa). Pústið virtist vera búið.
Landsliðið fékk alltof létta leiki í byrjun mótsins. Betra hefði verið að ef liðið hefði fengið erfiðari andstæðinga í byrjun móts og hefði þá jafnvel mátt tapa einhverjum leiknum þar, frekar en í seinni hlutanum og milliriðlum! Við fengum hreinlega of auðveldan riðil!
Áfram Ísland!
Engar milljónir fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 2. desember 2010
Vinsæla jólahúsið í Mjódd með fréttum í ítölsku sjónvarpi - Nokkrar Jólamyndir 1
Ég mun nú breyta bloggi mínu í létta Jólagleði með því að taka myndir af fólki og jólagleðskap fyrir Jólin og setja hér inn á bloggið mitt.
Til að byrja með eru hér myndir sem voru teknar í Mjóddinni.
*Svo skal segja* að ég tek alltaf að mér að skreyta Jólahúsið í Mjóddinni. Set ég upp 4 Jólasveina sem eru að vinna í gjafasmiðjunni. Það eru 1 jólagjafasmiður, 1 málara gjafasmiður, 1 sagar gjafasmiður og einn sem pakkar (sefur). Sjást þeir hreyfast og einnig eru fullt af dýradúkkur og fleira.
Fyrir fjölskyldunar: Endilega komið í Mjóddina og skoðið jólahúsið. Það er vinsælt að taka myndir af því!
Í gær (miðvikudag) komu tveir fréttamenn af sjónvarpsstöð frá Róm á Ítalíu og voru þeir mjög hrifnir af innbúi hússins. Sögðust þeir vera hér á Íslandi í fréttaöflun vegna kreppunnar. Tóku þeir upptöku af innbúinu og einnig talaði fréttamaðurinn í hljóðnema fyrir frétt sem þeir voru að setja saman.
Jólahúsið í Mjóddinni kemur því í fréttum í Róm á Ítalíu fljótlega
Hér eru svo fyrstu jólamyndirnar sem ég tók í Mjóddinni í dag:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)