Vinsæla jólahúsið í Mjódd með fréttum í ítölsku sjónvarpi - Nokkrar Jólamyndir 1

Ég mun nú breyta bloggi mínu í létta Jólagleði með því að taka myndir af fólki  og jólagleðskap fyrir Jólin og setja hér inn á bloggið mitt.

Til að byrja með eru hér myndir sem voru teknar í Mjóddinni.

 

*Svo skal segja* að ég tek alltaf að mér að skreyta Jólahúsið í Mjóddinni. Set ég upp 4 Jólasveina sem eru að vinna í gjafasmiðjunni. Það eru 1 jólagjafasmiður, 1 málara gjafasmiður, 1 sagar gjafasmiður og einn sem pakkar (sefur). Sjást þeir hreyfast og einnig eru fullt af dýradúkkur og fleira. 

Fyrir fjölskyldunar: Endilega komið í Mjóddina og skoðið jólahúsið. Það er vinsælt að taka myndir af því!

Í gær (miðvikudag) komu tveir fréttamenn af sjónvarpsstöð frá Róm á Ítalíu og voru þeir mjög hrifnir af innbúi hússins. Sögðust þeir vera hér á Íslandi í fréttaöflun vegna kreppunnar. Tóku þeir upptöku af innbúinu og einnig talaði fréttamaðurinn í hljóðnema fyrir frétt sem þeir voru að setja saman.

Jólahúsið í Mjóddinni kemur því í fréttum í Róm á Ítalíu fljótlega WizardWhistlingBlushToungeSmile

Hér eru svo fyrstu jólamyndirnar sem ég tók í Mjóddinni í dag:

jol2_2010.jpgjol3_2010.jpg

 

 

 

 

 

 

 

jol4_2010.jpgjol5_2010.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gaman að þessu. Nú hefði verið aldeilis gaman að sjá fréttina ítalska blaðinu.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 2.12.2010 kl. 19:44

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl Erna,

Ekki í ítalska blaðinu heldur kemur þetta með umfjöllun á íslenskri kreppu í sjónvarpi í Rómarborg.

Guðni Karl Harðarson, 2.12.2010 kl. 20:35

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

ég ætlaði nú að segja sjónvarpinu sem er auðvitað bara enn flottara.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 2.12.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Skemmtilegt já. En aðal atriðið er að litlu börnin hafi gaman af að skoða inn í húsið. Þá er ég ánægður því ég sé að ég er að gera eitthvað rétt með því að geta glatt ung og lítil hjörtu

Svo taka foreldrar stundum myndir af börnunum með jólasveinunum gegnum gluggana.

Guðni Karl Harðarson, 2.12.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu Guðni minn takk fyrir að hugsa til okkar og gleðja.  Ég er mjög ánægð með þetta framtak hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2010 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir Ásthildur. Ég ákvað að gera eitthvað skemmtilegt á bloggi mínu í desember

Nú eru fleiri myndir komnar inn.

Guðni Karl Harðarson, 5.12.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband