Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 21. nóvember 2010
SPÉKI stjórnsýslusérfræðingsins
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Er orðið stjórnsýslusérfræðingsins eitt lengsta orð á Íslandi? Kannski með þeim lengstu?
"Það eru fáar bækur skugga sínum eins vaxin og stjórnarskráin"
SPÉKI= Nýyrði sem skellir saman speki og spé, i.e.
SPÉKI
Guðni Karl Harðarson kennari í stjórnsýsluspéki.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Munurinn á "introvert" og "extrovert" frambjóðendum
Ég er dálítið gefinn fyrir að pæla í ýmsum hlutum. Tildæmis eins og hver sé eiginlega munurinn á þessu tvennu varðandi frambjóðendur á stjórnlagaþingið?
Sjálfur tel ég mig til "Introvert" persónu, frekar heldur en að vera mjög áberandi í umræðunni á stórum fundum og elska að vera mikið í kringum annað fólk. Þannig á ég það ekki til að standa upp á fundum og vera með mikla framsögu eða spurningar sem "Extrovert" persónur gera. En svoleiðis persónur leitast eftir að vera áberandi og tala þegar að færi gefst. Hugmyndir "Extrovert" persóna koma því upp rétt áður en þær eru bornar fram. Sem þó stundum getur leitt til þess að sumar hugmyndir þeirra séu á einhvern hátt vitlausar. En sem þeim er sama um því þau halda bara áfram með það í huga að þeirra hugmyndir gætu verið að meirihluta réttar og frambærilegar. Það sé allt í lagi að ein og ein hugmynd sé röng eða viltaus.
"Introvert" persóna hugsar best og fær flestar hugmyndirnar í góðu tómi einsamalt, fyrir framan tölvuna, í sófanum heima, eða þegar það er lagst upp í rúm fyrir svefninn. Þannig mætir "introvert" persóna á stóra fundi til að hlusta og punkta niður. Nota svo punktana við hugmyndakveikju þegar að heim er komið. En hegðunarmynstur "Introvert" persónu á stórum fundum getur oft lýst sér í því að þær láti í ljós miklar tilfynningar sem sjást. Þannig er oft áberandi ef svoleiðis persóna er ósammála þeim sem mælir. Þær hlægja, hrista hausinn eða tjá sig áberandi með líkamanum.
Þannig persóna er ég. Ég á þetta til á svona stórum hópfundum. Að láta svona í ljósi skoðanir mínar með líkamstjáningu frekar en að standa upp og tala og spyrja. Hinsvegar eru smærri fundirnir þar sem spjallað er saman yfir litlu hringborði minn staður því þar á ég auðveldra með að tjá mig og koma með hugmyndir. Sem helgast til að ég er fljótur að hugsa þó ég noti þær hugsanir ekki á stóru fundunum þar sem ræður eru haldnar og spurningar á eftir.
Flest allar mínar hugmyndir koma fram í rúminu og yfir tölvunni. Þarf ég þannig að hafa glósubókina á náttborðinu til að vera undirbúinn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Hversu margir vilja það?
Ég hef nú þónokkuð endurunnið þessar áherzlur og sett nákvæmari lista inn á framboðssíðuna:
http://gudnikarl.wordpress.com
Ég hef nú séð og skoðað þau nokkur framboðin. Séð að mjög oft er talað um að skilgreina þurfi eignarhald á auðlindum í stjórnarskrá okkar. Þetta er því ekkert nýtt hjá VG.
Meira að segja ég nefni þetta.
Hér eru áherzluatriði mín varðandi stjórnarskrána:
Gott fólk. Ég kem til þessa framboðs míns algjörlega laus við hagsmunasamtakatengsl eða flokkatengsl. Ég mun nota starfskrafta mína af einlægni, vinnugleði, hreinskilni og góðu viðmóti. Sem og krafti, vönduðum vinnubrögðum og miklum áhuga á málefninu. Verði ég kjörinn.
Ég hef myndað mér sterkar skoðanir hvað á að vera inn í nýrri stjórnarskrá og hef af mikilli staðfestu kynnt mér stjórnarskrármálefni síðustu mánuði.
Ég hef myndað mér mínar skoðanir og mín sérstöku áherzluatriði um hvað ætti að vera inn í stjórnarskrá Íslands:
* Lýðræðið komi frá fólkinu og til baka til fólksins
með sérstakri valddreyfingu sem virki í báðar áttir
* Persónukjör sé framkvæmt á fullkomlega lýðræðislegan hátt
með þverpólitísku persónukjöri á persónur sem og flokka
* Þrí-skipting valdsins sé tryggilega skipt niður í fasta þætti og sé greinilegt og ófrávíkjanlegt í stjórnsýslulögum stjórnarskrár
* Að á stjórnsýslulög stjórnarskrár sé sett sérstök trygging fyrir því að lög hennar verði virt og farið eftir
hvernig sem farið verður að því á réttlátan hátt
* Að valdinu verði réttlátlega skipt niður þannig að almenningur fái notið áhrifa frá skoðunum sínum, þær farið yfir og virðing sé borið fyrir þeim
* Að öll lög um mannréttindi sem yrðu mögulega sett í stjórnarskrá fái sérstakar útskýringar þannig að tryggt verði að mannréttindi verði virt
* Að fólk fái að kjósa á allt batteríið sem sé ríkistjórn, stjórnlagaþingmenn og alþingismenn sem og nefndir um málskotsrétt, landsdóm og stjórnlagadómsdól
að almenningur fái að hafa sérstök áhrif á þær kosningar með atkvæðum sínum og hugmyndum
* Að draga úr völdum einnar persónu og færa völdin til fjölda persóna
tildæmis að draga úr völdum Forseta Íslands og gera hann að andliti landsins
* Að setja sérstök lög um upplýsingaskildu
og skilgreina það vald mjög vandlega sem tryggja að eftir þeim lögum verði farið
* Að tryggja valdþættina þannig að ekki geti komið upp aðstæður sem mismunandi túlkanir geti komið upp
bæði á efnisatriði stjórnarskrár sem og önnur atriði á valdstig stjórnsýslunnar (valdaeftirlit)
* Að gera sérstaka útskýringu í stjórnarskrána sem segir frá hvernig land Ísland er og hvernig íbúar séu sem búi í landinu
fjallað verði sérstaklega um grunnþætti íslendingsins krafta hans og getu sem og hvernig hann kemur að samþættingu alls íbúasamfélags landsins
* Að fjalla um í stjórnarskrá Íslands hvaðan við séum komin
og komið inn á sérstaka sögu landsins okkar. Að sérstakur kafli í byrjun stjórnarskrár fjalli um þetta atriði
* Að setja sérstök ákvæði í stjórnarskrá um náttúruvernd sem og varða þjóðgarða
þau svæði sem undir engum kringumstæðum megi hrófla við
* Að setja atriði í stjórnarskrá um hvernig auðlindamálum verði háttað
eins og að auðlindir séu í eign þjóðarinnar sem og skilgreiningu á ákvæðum þess
* Að tryggja mannvernd í umhverfi landsins
* Að ákvæðum um ferðaþjónustu verði sett inn í stjórnarskrá??
* Að sett verði í gang og sett inn í stjórnarskrá sérstakt ákvæði um afkomuvald almennings!
útskýrt hvernig og hvað það er, sérstakt afkomuvald almennings sem tryggir meðal annars afkomu og búsetufesti fjölskyldunnar!
Ýmislegt fleira er sem ég vil koma að. En vil benda á þau atriði sérstaklega sem koma að því hvernig aðferðir ég hef áhuga á að verði notuð til að ná þessum atriðum fram.
Lögin til fólksins!
Vil ég nota tækifærið og benda á grunnskel mína sem er á slóðinni:
http://gudnikarl.wordpress.com
Vilja að eignarhald á náttúruauðlindum verði skilgreint í stjórnarskrám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 8.11.2010 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. nóvember 2010
Afkomuvald hvað er það?
Hugsunin væri sú að sett yrði sérstök stjórnsýslufærsla á stjórnarskrá sem snýst um að almenningur fengi að kjósa sér sérstakt vald inn í ríkistjórn sem væri ætlað til að tryggja afkomu fólks.
Snýst um að passa sérstaklega upp á að tekjur séu nægar og enginn fari í örbigð eða í erfiðar stöður með skuldir sínar. Að laun séu næg og dugi fyrir afkomu.
EN! AfkomuValdið verður að koma fá fólkinu!
Þetta mundi vera sérstakur kafli þar sem er skráð hvernig þetta vald virki.
Valdhafinn (kosinn af almenningi) sér um að koma með athugasemdir og hugmyndir frá fólki og bera þær undir ríkistjórn sem og að passa upp á að aðgerðir ríkistjórnar séu innan marka "afkomuvaldsins"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 31. október 2010
Áherzluatriði mín fyrir stjórnarskrá ath. nýjar hugmyndir
Gott fólk. Ég kem til þessa framboðs míns algjörlega laus við hagsmunasamtakatengsl eða flokkatengsl. Ég mun nota starfskrafta mína af einlægni, vinnugleði, hreinskilni og góðu viðmóti. Sem og krafti, vönduðum vinnubrögðum og miklum áhuga á málefninu. Verði ég kjörinn.
Ég hef myndað mér sterkar skoðanir hvað á að vera inn í nýrri stjórnarskrá og hef af mikilli staðfestu kynnt mér stjórnarskrármálefni síðustu mánuði.
Ég hef myndað mér mínar skoðanir og mín sérstöku áherzluatriði um hvað ætti að vera inn í stjórnarskrá Íslands:
* Lýðræðið komi frá fólkinu og til baka til fólksins
með sérstakri valddreyfingu sem virki í báðar áttir
* Persónukjör sé framkvæmt á fullkomlega lýðræðislegan hátt
með þverpólitísku persónukjöri á persónur sem og flokka
* Þrí-skipting valdsins sé tryggilega skipt niður í fasta þætti og sé greinilegt og ófrávíkjanlegt í stjórnsýslulögum stjórnarskrár
* Að á stjórnsýslulög stjórnarskrár sé sett sérstök trygging fyrir því að lög hennar verði virt og farið eftir
hvernig sem farið verður að því á réttlátan hátt
* Að valdinu verði réttlátlega skipt niður þannig að almenningur fái notið áhrifa frá skoðunum sínum, þær farið yfir og virðing sé borið fyrir þeim
* Að öll lög um mannréttindi sem yrðu mögulega sett í stjórnarskrá fái sérstakar útskýringar þannig að tryggt verði að mannréttindi verði virt
* Að fólk fái að kjósa á allt batteríið sem sé ríkistjórn, stjórnlagaþingmenn og alþingismenn sem og nefndir um málskotsrétt, landsdóm og stjórnlagadómsdól
að almenningur fái að hafa sérstök áhrif á þær kosningar með atkvæðum sínum og hugmyndum
* Að draga úr völdum einnar persónu og færa völdin til fjölda persóna
tildæmis að draga úr völdum Forseta Íslands og gera hann að andliti landsins
* Að setja sérstök lög um upplýsingaskildu
og skilgreina það vald mjög vandlega sem tryggja að eftir þeim lögum verði farið
* Að tryggja valdþættina þannig að ekki geti komið upp aðstæður sem mismunandi túlkanir geti komið upp
bæði á efnisatriði stjórnarskrár sem og önnur atriði á valdstig stjórnsýslunnar (valdaeftirlit)
* Að gera sérstaka útskýringu í stjórnarskrána sem segir frá hvernig land Ísland er og hvernig íbúar séu sem búi í landinu
fjallað verði sérstaklega um grunnþætti íslendingsins krafta hans og getu sem og hvernig hann kemur að samþættingu alls íbúasamfélags landsins
* Að fjalla um í stjórnarskrá Íslands hvaðan við séum komin
og komið inn á sérstaka sögu landsins okkar. Að sérstakur kafli í byrjun stjórnarskrár fjalli um þetta atriði
* Að setja sérstök ákvæði í stjórnarskrá um náttúruvernd sem og varða þjóðgarða
þau svæði sem undir engum kringumstæðum megi hrófla við
* Að setja atriði í stjórnarskrá um hvernig auðlindamálum verði háttað
eins og að auðlindir séu í eign þjóðarinnar sem og skilgreiningu á ákvæðum þess
* Að tryggja mannvernd í umhverfi landsins
* Að ákvæðum um ferðaþjónustu verði sett inn í stjórnarskrá??
* Að sett verði í gang og sett inn í stjórnarskrá sérstakt ákvæði um afkomuvald almennings!
útskýrt hvernig og hvað það er, sérstakt afkomuvald almennings sem tryggir meðal annars afkomu og búsetufesti fjölskyldunnar!
Ýmislegt fleira er sem ég vil koma að. En vil benda á þau atriði sérstaklega sem koma að því hvernig aðferðir ég hef áhuga á að verði notuð til að ná þessum atriðum fram.
Lögin til fólksins!
Vil ég nota tækifærið og benda á grunnskel mína sem er á slóðinni:
http://gudnikarl.wordpress.com
Lífstíll | Breytt 1.11.2010 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. október 2010
Hvað með peningasýkina?
Hvað með peningasýkina? Er hún ekki ein þessara sjúkdóma? Væri ekki hægt að senda fjárglæpamennina í erfðamerkis rannsókn?
Það er alvög öruggt að þeir hafa gallað erfðamark í erfðamenginu. Jafnvel marg-gölluð.
Gott væri að finna þetta svo við gætum varast vítin fyrir framtíðina.
Erfðakortið endurbætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. október 2010
Kynningarmyndband á framboði mínu
Í gær skellti ég mér niður í Lýðveldisgarð Íslands að Hverfisgötu 23 (1994) með frændum mínum til að taka upp einfalt kynningarmyndband fyrir framboð mitt til stjórnlagaþingsins.
Notuð var einföld og nett upptökuvél (JVC Everio GZ-MS110) sem tekur upp í MOD skrár. Síðan var myndbandið kóðað í fullkomnari videoskrá og sett inn á YouTube.
Hér er fyrst mynd af mér tekin í garðinum upp við Þingvallasteininn:
Hér er svo myndbandið sem var tekið upp, tilbúið og sett inn á vefinn. Ath. að hljóðið er dálítið járnað vegna þess að það eru engin sérstök gæði á hljóðinu og ekki hefur gefist tími til að breyta því.
Lífstíll | Breytt 18.10.2010 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. september 2010
Að gera stjórnarskrá er líka að brjóta niður veggi................
Ég mun vera að setja í gang sérstaka leikþætti um stjórnarskrármál. Þessi fyrsti leikþáttur snýst um að brjóta niður vegginn á milli þess leikna og lærða. Brjóta niður þennan vegg sem er mikilvægt til þess að þjóðin geti gert, ekki bara góða, heldur frábæra stjórnarskrá.
Leikþáttur nr. 2 mun síðan fjalla dálítið um stjórnarskrána og losa um valdið.
Í þessum leikþáttum mun sérstök ímynduð persóna sem spyr mig spurninga. Ég hef ákveðið að kalla hana Gaumi því það merkir að gefa einhverjum gaum. Hann mænir í hlutina.
Hér hefst svo fyrsti leikþáttur. Hversvegna ég er að þessu?
Gaumi> Jæja Guðni, hvað ertu að vatast þetta?
Ég má til!
Gaumi>Nú? Hvað ertu að fara að gera?
Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins.
Gaumi>Ha? Hversvegna?
Það er einfaldlega komið að þessu í mínu lífi. Ég hef gengið í gegnum svo margt að ég væri að svíkja sjálfan mig og aðra að reyna ekki. Ég verð að bjóða mig fram vegna alls þess sem hefur komið fyrir mig. Svo ég nefni nú ekki staðinn þar sem ég var alinn upp.
Ég er rétt að vona að fólk fari að átta sig! Kveikja á perunni. Því ég er orðinn dálítið leiður á að bíða eftir því.
Gaumi>Jæja? Aðra? Getur þú þetta? Kveikja á perunni?
Já, ég hef reynt mjög mikið í lífinu. Öðlast mjög mikla lífsreynslu með vinnu minni og öllu öðru því sem hefur komið fyrir mig. Og kynnst fullt af góðu fólki sem ég hef verið að vinna með út um allt land. Á öllum landshornum. Þeir sem þekkja mig vel síðan í gamla daga í skóla og á vinnustöðum skilja nú kannski vel hversvegna ég er að þessu! Hversvegna það sé komið að þessu.
Ef ég kæmist að síðan á stjórnlagaþingið þá væri ég fyrst og fremst að vinna fyrir almenning þó ég auðvitað fái sömu umbun og þeir. Sem er sú að hafa fengið að hafa tekið þátt í að búa til frábæra hluti. Því er líka svo mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni. Að vera með í ferlinu.
Gaumi>En afhverju þú? Mér hefur heyrst ýmislegt af þér um það hvað er erfitt að vera innan um menntasamfélagið.
Ég hef fulla getu til þess að taka þátt. Halda ræður, lesa upp og svo framvegis. Meira segja með rödd í lestri sem er mjög góð! Eins og lesa ákveðið og skýrt og kveða vel að orðunum á réttum stöðum. Ef ég fengi tækifæri til þess þá mun fólk heyra það.
Vegna þess að það þarf að bera jafnmikla virðingu fyrir mér eins og öllum öðrum sem vilja koma með sínar skoðanir og taka þátt.
Síðan verð ég dálítið fyrir þessum vegg sem aðskilur. Velti því stundum fyrir mér hvort hann sé óbrjótanlegur. Allir þessir menntuðu vilja sjálfir trana sér fram og þó ég sjálfur hafi ákveðnar skoðanir þá er lítið tekið mark á þeim. Ég held einhvern veginn að það sama muni gerast við hinn almenna verkamann ef hann hefur miklar og frumlegar skoðanir á málunum.
Gaumi>Hvernig?
Ég verð dálítið var við þetta. Tökum tildæmis dæmi: ef ég kem með sérstakar skoðanir þá, annaðhvort eru þær ekki skoðaðar eða ekki tekið mark á þeim. Síðan er svo erfitt að fá að tjá sig í þessum menntahópi.
Ég hef tildæmis komið með skoðanir um hvernig skipta mætti Íslandi niður í 5 svæði. Það tekur enginn mark á þeim. En ef einhver menntaður kæmi með svipaða hugmynd þá væri hún gripin strax á lofti og sumir gætu tekið undir og hampað þeim skoðunum. Bara af því þessi menntaði kom með hana.
Ég tel að það sama mundi gerast ef einhver annar verkamaður kæmi fram með frumlegar hugmyndir.
Gaumi>En ætlar stjórnarskárfélagið ekki að leita til almennings um hugmyndir þeirra varðandi stjórnarskrána?
Jú, svo er sagt en ég er svolítið hræddur um að það verði gert á rangan hátt, en vona ekki! Það muni verða gert þannig að fólk sé eingöngu hvatt til þess að taka þátt, eins og að mæta á fundi. En þátttöku hvatning og fundirnir eru ekki nóg! Þú færð alltaf minna af lægstu stéttunum inn á fundina. Það er síðan ekki nóg að boða til funda heldur verður að labba um á meðal fólks með spurningar til að leiða fram áhuga fólks að málefninu.
Gaumi>Hversvegna?
Vegna þess að það ýtir ekkert undir fólk úr lægri stéttum að hugsa um stjórnarskrármál. Ég er svolítið hræddur um að fólk í þeim stéttum sé hrætt um að það verði ekki tekið mark á þeim. Margt fólk hefur jú skoðanir á ýmsum málum, alveg eins og hinir menntuðu. En það þarf að draga þær fram með því að tala saman við fólkið. Ég þekki þetta sjálfur af eigin reynslu af því að vera í kringum fólk sem er ekki sérstaklega menntað. Þar að segja, kemur ekki úr Menntaskóla og/eða Háskóla.
Það þarf að fella þennan vegg á milli stétta til að lægri stéttirnar geti þorað að eiga hrein tjáskipti við hina menntuðu. Það tala margir um að fá hugmyndir frá fólki en þær eru ekki dregnar fram með því einu að halda fundi, heldur þarf að bera fram spurningar og eiga venjuleg tjáskipti milli lægri og hærri stéttana. Labba um meðal fólksins til að kveikja áhuga á málefninu.
Síðan er það þetta vonleysi sem hefur gripið fólk eftir allar fréttirnar sem eru í gangi. Það vill ekki afskipti vegna þess að það trúir ekki að neinu verði breytt.
Það verður aldreið hægt að gera almennilega stjórnarskrá ef hún endurspeglar ekki skoðanir allra stétta, jafnt þeirra hærri sem lægri.
Gaumi>En er ekki einmitt þjóðfundurinn til þess?
Það er svolítið erfitt að segja. Ég er dálítið hræddur um að fráfallið inn á þjóðfundinn sé mest úr lægri stéttunum. Þar að segja, það leggur ekki í að mæta þó því sé boðið. Svo ná þeir ekki að koma með sínar heildstæðu hugmyndir inn á fundinn. Vegna þess að lægri stéttirnar eru innan um þessar hærri og menntuðu. Kannski svolítil hræðsla við að koma sérstökum hugmyndum inn og vonleysi til þess að það verði tekið mark á þeim.
Síðan er svo erfitt að halda utanum heildstæðar hugmyndir því þeir sem hafa miklar sérstakar skoðanir á málunum ná ekki að koma með þær allar inn á þjóðfundinn vegna þess að svo mörg atriði eru rædd af mörgum aðilum.
Það þarf að draga fram heilar hugmyndir frá fólki og bjóða því að koma með þær. Tildæmis með því að fá að setja þær inn á vef stjórnarskrárfélagsins.
Gaumi>Nú? En stóri þjóðfundurinn í fyrra? Kom ekki fullt af fólki úr lægri stéttum þangað inn?
Ég var sjálfur á þeim fundi og ég var að velta því fyrir mér. Mér sýndist að menntafólk hafi verið þar í meirihluta. Einhvern veginn finnst mér síðan mjög lítið hafa lagast þó að fólk hafi valið sér þessi gildi sem voru valin. Stjórnmálamenn eru lítið að fara eftir þeim.
Gaumi>En ertu þá að gagnrýna þetta fólk sem er að vinna að þessum málum?
Alls ekki! Ég er að reyna að benda á þessi atriði til að allir lægri stéttaþegnar á Íslandi eiga að fá að taka þátt. Meira að segja lesa upp hugmyndir sínar, koma með ræður og fá að tjá sig. Bera þær undir alla sem hægt sé að ná til. Opin sameiginleg tjáskipti er málið.
Gaumi>En hvað væri hægt að gera?
Tildæmis til að byrja með að koma á stóra staði og bera sérstakar spurningar fyrir fólkið. Eins og tildæmis að gera smá könnun og spyrja fólk spurningar til að vekja áhuga um málið. Byrja á því að spyrja það hvort það vildi svara smá könnun. Ég sjálfur vinn á alveg tilvöldum vinnustað.
Fundirnir eru því alls ekki nóg því ekki næst nógu góður þverskurður inn á þá.
Meðlimir stjórnarskrárfélagsins þurfa að vera áberandi úti í samfélaginu. Á eins marga vegu og hugnast. Ekki til að hafa áhrif á fólk, heldur til að leitast eftir skoðunum fólks.
Gaumi>Þakka þér fyrir svörin Guðni. Hvað viltu svo ræða um í næsta þætti?
Tildæmis um losun á valdi og koma aðeins inn á sérstakar hugmyndir mínar hvernig stjórnarskrá eigi að vera.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8. september 2010
Elsku Múmínpabbi
Gerðu nú eitthvað af viti fyrir borgarbúa. Láttu nú okkur fara að sjá eitthvað áþreifanlegt í öðrum málum heldur en bara málum götunnar.
Gegnsæ spilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 7. september 2010
Hlutverkaskipti
Á síðasta Þjófundi voru Heiðarleiki, Virðing, Jafnrétti og Réttlæti valin sem gildi þjóðarinnar. Allt eru þetta orð sem tengjast stjórnarskrá því stjórnun á að snúast um siðferðisgildi í samfélagi almennings innan þjóðarinnar.
En hver er siðferðisvitund okkar? Höfum við ekki dálítið farist á mis við notkun þessara gilda í þjóðfélaginu, einmitt vegna þess að stjórnun á Íslandi fellst meðal annars í valdi yfir okkur sem manneskjum? Oft á tíðum með ofurvaldi sem almenningur sjálfur hefur ekkert að segja hvað það vald ákveður. Þau gera sem þeim sýnist.
Hvernig aukum við því siðferðisvitund þjóðarinnar? Er það ekki einmitt með stórauknum áhrifum almennings í stjórnun landsins? Að almenningur geti þannig haft áhrif á hlutverk síns sjálfs sem og annara í samfélagi sem við öll tökum þátt í og eigum að hafa sama rétt í. Með beinni þáttöku í stjórnunarkerfi samfélagsins aukum við þannig skilning og meðvitund okkar á þessum þjóðfélagsgildum sem við segjum að við viljum hafa.
Í síðasta pistli mínum nefndi ég mikið orðið: Almannaþing. En með því átti ég ekki við að almenningur fengi alráðið yfir stjórnun landsins. Heldur frekar að hugsunin um þing snúist um almenning en ekki þingmenn eða valdhafa sem hafi yfirvald yfir þjóðinni.
Það er skilningur minn að við þurfum að gera gagngerar lýðræðislegar breytingar á stjórnkerfi landsins. Breytingar sem felast í stórauknum áhrifum almennings sjálfs með þátttöku í ákvarðanatökum sem hafa áhrif á framtíð þess. Það mætti vel hugsa sér að skipta þessari stjórnunarköku niður með tilliti til hverra verka verið er að fjalla um. Í þeirri köku gætu verið þingmenn valdir úr flokkunum af fólkinu eins og áður sem og persónur sem kosnar væru. En almannaþing snerist þá um þarfir almennings sjálfs í samfélaginu, frekar en sérsniðin mál (lög) sem ganga vanalega gegnum alþingi.
Hugsunin mætti því vera að sjá til þess að enginn hafi of mikið vald yfir öðrum. Að almenningur hafi beinni áhrif á ákvarðanatöku. Að aðhald sé sett á stjórnunina og séð til þess að fólkið í stjórnuninni lendi ekki í þannig aðstæðum að tapa öllum skilningi og notkun á þessum gildum sem hér eru nefnd efst í greininni og þjóðin vill hafa sem gildi sín. Að fólkið sem stjórnunina sé alltaf meðvitað um þessi gildi og fari eftir þeim. Síðan á fólkið sjálft að geta haft bein áhrif á hverjir séu valdir til yfirstjórnunar og hversu lengi slík stjórn sé að störfum.
Sjálfur hef ég vellt þessum málum mikið fyrir mér. Ég get sagt að ég er búinn að finna sérstaka öðruvísi leið þar sem lýðræði á Íslandi væri stóraukið með algjörlega nýjum forsendum stjórnunar. En inn í þessari leið eru sérstök hlutverkaskipti lýðræðisins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)