Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Þitt er valið! - pistill
Þegar að bankahrunið varð og mótvælin voru byrjuð fór ég að mæta inn á ýmsa fundi mótmælahreyfinga í Borgartúninu. Strax kom ég þar inn með mjög ákveðnar skoðanir inn í Samstöðu og svo þann flokk sem varð til. Flokkur því að þegar að þingmennska er byrjuð þá verður hreyfing lítið annað en svipað og aðrir flokkar.
Hugmyndir mínar sem ég kom inn með voru einkum þær að skipta þyrfti landinu niður í svæði til að vinna Ísland upp úr þeim fjármálavanda sem búið er að setja þjóðina í! Vegna þess að í nálægð á fólk auðveldara að vinna saman að nýrri uppbyggingu. Einnig væri í hugmyndinni gert ráð fyrir að hver hluti landsins sæi um uppbyggingu og ákveðnum prósentum af árlega aukinni landsframleiðslu, tildæmis 3 til 5 % á hvern landshluta.
Ég vil nota tækifærið að láta vita að "Okkar Ísland" gæti verið val! VAL FÓLKSINS!
Ég hef ekkert annað en fengið góðar umsagnir um skjalið mitt: "Okkar Ísland"!
Mér varð mjög fljótlega sú staðreind ljós að eingöngu með því að vinna hlutina sjálfir gætum við íslendingar náð að klóra okkur upp úr þeim vanda sem þjóðin er komin í. En ekki með fleiri lánum og inngöngu í samband sem hefði áhrif á hvernig við íslendingar viljum sjá um hlutina og hvernig við vinnum okkar þjóð til framtíðarinnar.
Á fundum inni í Borgartúni kom margvíslegt fólk með fullt af allskonar hugmyndum. Margar hverjar nokkuð góðar.
Sumir voru síðan að tala um landið sem eitt kjördæmi og fleira í þeim dúr þó mér hugnist hún alls ekki. Síðan var (og er?) fólk sem vildi ganga inn í ESB. En eftir minni skoðun var ljóst að allt hélst þetta í hendur! ESB-IMF (AGS), Icesave! = stóránauð fyrir Ísland til framtíðarinnar.
Nú er stóra spurningin sú!
Hvað ætlum við íslendingar að gera fyrir framtíðina? Ætlum við að taka eigið frumkvæði og sjá um hlutina sjálfir? Eða ætlum við að láta aðra taka völdin yfir landinu og halda okkur í ánauð til komandi ára?
Við verðum að fara að bregðast við strax! Ef ekki annað þá hreinlega bylting. Því þessi mál eru svo mikilvæg fyrir framtíð Íslands!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. júní 2009
Niðurkoðnaðar hugsjónastefnur eða hvað?
Hugleiðingar leikmanns og verkamanns.
Í aldanna rás hafa menn komið með allskonar pólitíska strauma og stefnur eins og við vitum. Hugsjónir sem í fyrstunni hafa gefið loforð og góð fyrirheit. Hugsjónir sem í fyrstunni virðast ganga í þjóðfélögum.
Stefnur þessar sem eru margvíslegar hafa verið reyndar í samfélagi manna í gegnum aldirnar. Sumar þeirra eru við lýði enn og grassera sem slíkar súrsætar inn í sumum ríkjum og löndum. Aðrar hafa verið reyndar en gefist upp á að nota þær því komið hefur í ljós að þær ganga ekki.
Þegar að stefna hefur verið við lýði í nokkuð langan tíma og miklir ókostir hennar komið fram þá tekur oft mjög langan tíma að gera gagngerar breytingar í þjóðfélaginu ef komið væri með aðra og kannski nýja stefnu. Ástæðunar þessa eru nokkrar. En ein þeirra er sú að þeir sem fylgja einhverri fastri stefnu eiga svo erfitt að falla frá henni og viðurkenna að hún virkar ekki. Er það ýmist vegna þess að stefnan hentar þeim sjálfum mest og afþví að hún hentar þeim sjáflum þá segja þeir að hún geti hentað jafnt og verið fyrir aðra. Eflaust má týna fleira hér til en best væri að gera það með því að skoða pínulítið sjálfar stefnurnar og hversvegna þær hafa ekki virkað og virka ekki.
Ég sem skrifa þessa Blogggrein ætla auðvitað ekki að fara nákvæmlega í gegnum allar þessar stefnur þó lesið hafi nokkuð um. Þar á meðal fræðigreinar eftir þessa svokölluðu ofur-stjórnmálafræðinga. Til þess jafnvel gæfist ekki einu sinni tími hér. Enda er þessi greinarskjóða aðeins ætluð sem slík að beina sjónum manna aðeins á hversvegna ekki. Aðalröksemdafærslan mín eru augu mín inni í samfélaginu til að sjá hvað þar fer fram. En til þess þarf dálítið að líta á hlutina hlutlaust og ef svo má segja; hreinum augum. Skoða allt frá sjónarhóli leikmannsins. Losa sig út úr höftum stefnanna og líta á málin með hlutlausum augum.
Þannig get ég nú notað tækifærið og komið aðeins inn á hvað Bloggnafnið mitt merkir: hreinn23 merkir meðal annars það að komast út úr höftum og í aflausn ef svo má segja. Hafa litlar þarfir í þessa veru. Hafa leyfi til að vera púffaður og raunverulega frjáls. Því frelsi er í reynd að vera laus við að láta festa sig í einhverju. Skoða síðan aðstæður með þessum augum. Þannig hef ég í gegnum lífið kosið að líta þjóðfélgaðið þessum augum. Mitt val.
Stefnur þessar sem skrifað er hér um eru margvíslegar. Hér kem ég sem leikmaður aðeins stutt inn á einvherjar þeirra og álit mitt hversvegna þær hafa ekki gengið. Hér er ekki ætlunin nema að vera stuttorður. Þar að segja koma að aðalatriðunum.
Kommúnismi
Alræði öreiganna? Hversvegna gekk það ekki?
Fljótlega mátti sjá að það gengi ekki í þjóðfélagi manna að hafa ofur Ríkisvald yfir fólki. Hvað sem öðru líður var auðveldlega hægt að sjá að það var enginn jöfnuður á meðal fólks heldur ofurvald sem stjórnaði fólkinu, almúganum. Meðan að þetta ofurvald stjórnaði sér sjálft og höfðu það sjálfir eins og þeim líkaði, lifði almúginn við kröpp kjör og fátækt eins sjá mátti tildæmis með mikilum vöruskorti í búðum. Og þetta ofurvald gerði það sem þeim sýndist og stjórnuðu með harðri hendi þar sem fólkið hafði ekki einu sinni frelsi um eigið val.
Frjálshyggja
Alræði ofurfrelsisins? Hversvegna gengur það ekki?
Í frjálshyggjunni ganga menn um frelsið eins og skít því þeir fara með það og nota í talfærum sínum eins og þeim sýnist. Ef þeir vilja eitthvað fyrir sig sjálfa þá beita þeir frelsinu fyrir sig. Inn í þessa stefnu blandast einstaklingshyggjan og krafan um frelsi einstaklingsins til athafna og framkvæmda. Helst án hafta ríkisins.
En hvað hefur þetta svokallaða frelsi fært þjóðfélaginu? Er það réttlátt að sumir eigi að hafa meira frelsi en aðrir? Öll getum við séð hvað þetta svokallaða frelsi hefur fært okkur. Í þessu öllu ofurneysluþjóðfélagi þar sem vissir einstaklingar sem verða ekki nefndir hér á nafn vildu gera allt eins frjálst eins og þeir gátu. Allt virtist ganga vel í fyrstu. Og margt fólkið í landinu hreyfst svo með. Síðan kom það í ljós að þetta gekk ekki til lengdar. Þetta var eins og bóla sem sprakk. Ástæðan? Að mestu leiti af því að grunnurinn var byggður á sandi og hafði litla haldfestingu. Hversvegna? Vegna þess að ef einhver vill eitthvað þá vill hann meira og meira. Jafnvel þó það þurfti að taka lán eftir lán til þess að halda áfram. Lán sem voru sum hver til að borga upp önnur lán og önnur lán til að fjárfesta til að borga upp önnur lán. Allt byggðist þetta á þessari svokölluðu veltu. Ofur veltu, Neikvæðri veltu sem var búin til að sýna fram á að það mætti alltaf halda áfram á meðan að hægt væri að taka ný lán.
Bóla sem sprakk því að í reynd er ekki hægt að hafa neikvæðan höfuðstól! Og það hlaut að koma að því að ekki væri hægt að taka fleiri lán því hinir sem lánuðu þurftu sjálfir lán.
Hvaða réttlætið er í slíku? Vilt þú sem lifir í þessu þjóðfélagi ekki hafa jafnt réttlæti sem aðrir?
Auðvitað munu þessir menn neita þessu öllu og halda áfram. Hvað annað? Þeir vilja hafa það svo gott. Og oft skiptir þeim litlu máli almúginn sjálfur nema ef væri til að hafa gott af þeim og láta þá trúa sér. Það helsta sem skiptir máli eru vinirnir sem gáttu stutt við þá. Því með því að hjálpa (ef þeir voru þó ekki óvinir vegna valdabaráttu) hvor öðrum þá gætu þeir vaskast áfram. Og ætla sér enn.
Svo er það blessuð Jafnaðarstefnan
Göfug stefna? Ha? Jú, jú ef það væri farið eftir henni. En ef það er eitthvað göfugt við það að búa til batterí þar sem fólki er gefin trú á að þeir hafi jöfnuð en í reynd sé enginn jöfnuður, þá afneita ég slíku!
Í þessari svokölluðu jafnaðarstefnu er talað fjálglega um að það eigi að vera jöfnuður í þjóðfélaginu þegar að það er enginn. En hvenær kemur það í ljós? Einmitt þegar að svona aðstæður í þjóðfélaginu eru að grassera þá sést hvert jöfnuðurinn leitar! Það á að verja fyrirtækin en ekki hið raunverulega atvinnuskapandi fólk sem vinnur við að búa til þessi svokölluðu lífsskilyrði sem við ættum að búa við. Þegar að þjóðfélagið lendir í áföllum eins og nú, þá kemur í ljós að þeir ætla sér að láta aðstæðurnar lenda á þeim sem bjuggu þær ekki til. Vinnandi fólk í landinu. Þeir átta sig ekki á því að það er fólkið í landinu sem býr til gæðin en ekki einhver fyrirtæki. Það byrjar með fólkinu!
Síðan er það þessi hryllingur að ætla sér að gefa eftir vilja fólksins til starfs og leiks. Að afhenta það ofurvaldi erlendis frá. Í stað þess að viðurkenna að það er fólkið sjálft sem býr í þessu landi sem velur að framkvæma hluti og búa þá til.
Í þessari grein ætla ég ekki einu sinni að nefna hinar stefnunar sem hafa verið í gangi hér. Þennan svokallaða nýsósíalisma og félagshyggju framámanna.
Kanntu að gefa eftir? Kanntu að viðurkenna ef eitthvað virkar ekki?
Getur það verið að allar þessar stefnur hafi verið búnar til með því að búa til hópa? Ég spyr því í mínum huga er þessi hópun stærstu mistökin! Með því að njörfa eitthvað niður ertu búinn að festa þig í aðstæður. SPURNINGARMERKI!
Eins og ég sé heiminn fyrir mér er það fólkið sjálft sem skiptir máli! Frekar en að búa til stefnur og strauma! Ríkið er fólkið og fólkið er ríkið. Því að í ríkinu er fólkið sem lifir í því. Stjórnun er bara batterí til vals fólksins til starfa og leiks. Stjórnun er ekki flokkur eða ofurvald yfir fólkinu, heldur fólkið sjálft sem velur hvað það vill. Stjórnun á því alltaf að vera meðfærileg og geta auðveldlega tekið breytingum inn í þjóðfélagið. Fólkið sjálft á að stjórna ríkinu sem landinu en ekki ríkinu sem vald yfir fólkinu. Fólkið á að hafa vald yfir sjálfu sér og gefa sér færi á síbreytileika í stað þess að festast í valdi einhvers sem síðan getur orðið til ónægju fólks vegna aðstæðna sem gefur öðrum eitthvað meira eða eitthvað sem stendur á móti vilja hins.
Þannig væri auðvitað best að gefa fólkinu sjálfu færi á að stjórna því þá er ekki til þetta venjulega ríki í orðsins þeirri merkingu. Gefa fólki færi á að eiga val um valdskipti og tilfærslu valds frekar en að festast í valdi. Valdskipting.................
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Varðandi grein úr Kjallara DV sem ég setti inn í fyrradag
Greinin í DV er skrifuð nálægt því að vera orðrétt upp úr (eða líklegt að koma eftir lestur skjalsins) skjalinu mínu: "Okkar Ísland" Allavega er efni hennar mjög líkt því sem ég skrifaði í skjalið. Ég gerði fyrirspurn til fréttastjóra DV um hver hefði skrifað Kjallaragreinina en hef ekki fengið nein viðbrögð við þeirri viðleitni minni að fá að vita nafn mannsins.
Hinsvegar er ástæðan fyrir mínu: Skundum á Þingvöll" ekki einfaldur þáttur bara af því að endursetja Alþingi á Þingvöllum! Heldur þáttur á nýrri stjórnskipun sem hægt væri að útfæra enn betur. Það er alls ekki nog að leggja niður alþingi í Reykjavík, hreinsa út og byrja upp á nýtt á Þingvöllum. Það þarf að koma eitthvað meira nýtt.
Auðvitað er fólki velkomið að koma með réttlætissjónarmið inn í hugmyndina. Enda byggist hugmynd mín á réttlæti fyrir allan almenning í landinu sem hafa ekki brotið af sér! Ekki einhver sérréttindi eins og hefur svo verið mikið af á undanförnum árum.
Varðandi "Okkar Ísland" og Bloggið mitt:
Það gæti nú komið fyrir einhvern að þeir spyrji sig hversvegna að ég sé eiginlega að þessu? Hversvegna var ég að setja saman skjal um hugmyndir mínar? Hversvegna er ég að blogga þetta? Jafnvel þó að stundum ég sé kannski að skrifa um sem ég veit ekki nóg um?Ég skoraá fólk að tjá sig alltaf þó að það viti ekki nóg um hvað það skrifar þá er oft sem fullt af hugmyndum sem koma upp!
Ég skora líka á lært fólk að virða hina sem eru ekki eins lærðir og eru að skrifa. Við erum jú fólk eins og allir hinir og eigum jafn mikinn rétt á að tjá okkur á þessum vettvangi eins og þið. Ég skora á það fólk sem er lært að vera nú duglegt að vera með athugasemdir jafnt á ólærða sem lærða!
Því er til þessu að svara að ég hef fengið mjög ákveðnar þarfir á að tjá mig með þessar hugmyndir mínar. Vegna þess að þær eru eitthvað nýtt! Ég hef líka fundið mjög mikla þörf á að tjá mig með skoðanir mínar á þessum vettfangi sem bloggið er! Vegna þess að ríkisstjórn á Íslandi er ekki að gera neitt af viti til að leiðrétta málefni fólks í landinu vegna kreppunnar sem kom til vegna þessarar fjármálóróðssíu.
Það er alveg á hreinu að það er alveg sama hverjir eru við stjórnvölinn hafi engva getu til að stjórna landinu. Sama hvaða flokkur það er! Það er svo búið að koma í ljós enn betur á undanförnum mánuðum.
Þessvegna einmitt hef ég verið að koma með hugmyndirnar um "Okkar Ísland". Vegna þess að það þarf að gera eitthvað nýtt sem fólkið sjálft tekur þátt í með eftirvæntingu!
Verum menn. Veljum okkur fyrir alvöru fólk.
Ég tek það sérstaklega fram að ég er ekki tækifærissinni ef einhver skildi halda það! Kem ég betur inn á það fljótlega þegar að ég er tilbúinn!
Viðbrögðin sem ég er að fá fyrir útprentuð eintök af skjali mínu: "Okkar Ísland" eru bara góð! Sagt er líka að skjalið sé vandað hjá mér. Í baksýn á hverri blaðsíðu í skjalinu er mynd af Þingvöllum sem ég tók sjálfur nú í vor!
______________________ "Okkar Ísland" ________________
Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.
Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz
_________________________________________________
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. júní 2009
Hvað gerist í framtíðinni ef?
Hugsum okkur kringumstæður þar sem ríkisstjórnin hefur fallið og farið frá. Hvað tæki þá við?
Munum við kjósa aftur yfir okkur flokka sem munu lítið sem ekkert gera öðruvísi en hinir? Eða værum við búin að fá nóg?
Gætum við hugsað okkur að kjósa aftur yfir okkur þá sömu flokka sem hafa verið í stjórn á undanförnum mánuðum og árum? Hvernig verður staðan?
Ekki gæti Sjálfsstæðisflokkurinn fengið meirihluta því enginnn væri tilbúinn að vinna með honum.
Ekki gæti Samfylkingin fengið meirihluta vegna þess að þeir væru búnir að fá sín glötuðu tækifæri.
Ekki gæti VG fengið meirihluta því ekki færu þeir að vinna aftur með Samfylkingu og ekki vilja þeir vinna með Sjálfstæðisflokknum.
Ekki gæti Framsókn fengið meirihluta vegna þess að þeir væru alltof litlir til að ná honum með einhverjum öðrum. Og mjög fáir vilja kjósa þann flokk vegna fyrri skandala á síðustu árum......
Hvað þá?
Verður stjórnarkreppa á Íslandi?
Eða er flokkakerfið á Íslandi að líða undir lok?
Hvernig væri hægt að sjá fyrir sér hlutina?
Kannski val í kosningum á milli tveggja stjórnveggja: Þjóðstjórnar eða nýs kerfis þar sem Utanþingsstjórn fólksins tæki við stjórn? Væri hægt að bjóða uppá slíkt val í kosningum vegna sérstakra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi og eftir það sem væri á undan gengið?
Hvort skiptir meira máli?: fólkið í landinu sjálft eða hagsmunir innan flokka?
Erum við ekki búin að fá nóg af ruglinu? Eru þessir flokkar ekki búnir að sanna vangetu sína til að stjórna landinu?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. júní 2009
Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa skjal
Ég er langt kominn með nákvæma gerð á skjalinu sem ég kalla "Okkar Ísland"
Í skjalinu eru fullt af hugmyndum um efnahag og stjórnun í landinu. Hugmyndir leikmanns sem ég er.
Skjalið sem verður amk. 30 til 35 blaðsíður verður sett hér inn sem tilvísun á, annað hvort í kvöld eða annaðkvöld.
Þannig geta þeir sem hafa áhuga á að ná í skjalið náð í það á vefsvæði og vistað í tölvunni hjá sér. Linkur verður settur hér inn.
Það verður greinilegt á Bloggi mínu þegar að ég set inn umfjöllun um skjalið og linkinn. vegna breytingar og inngangs sem ég set inn á síðuna.
viðbót:
Hér er dæmi af efnisyfirliti:
Inngangur
Hversvegna (um mig og fleira)
Valskipting
Skipting landshluta
Sveitarstjórnir myndaðar
Svæðisþing
Aðalþing
Efnahagsstjórn
Myndun atvinnutækifæra
Hugmyndir til stjórnunar
Hugmyndir til efnahagsaðgerða
Almannatengsl og menningarviðburðir
Niðurlag.......
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Glæsilegt!
Til hamingju með þetta Gunnar. Ég þekki þig af engu nema góðu og óska þér velfarnaðar í starfi!
Þegar að ég var smá aktivur í skákinni naut ég vinnunnar fyrir Taflfélagið Hellir. Þó ég gæti nú ekki mikið í skáklistinni sjálfur enda ekki mikið bardagasinnaður nema í slow motion bréfskákarinnar. Ég hef átt þeirrar gæfu njótandi að hafa starfað í stjórn Hellis með Gunnari og ég reikna með að Skáksambandið muni njóta góðra krafta hans jafnt og Hellir hefur gert undanfarin ár.
![]() |
Nýr forseti Skáksambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Eins og staðan er núna er útlitið ekki gott.
Ég held að það þurfi að fylgja svona bréfi betur eftir með því að hafa samband við þá sem ekki hafa svarað bréfinu frá Albertínu í lok tiltekins tíma. Annars verði þátttakan ekkert sérlega góð og gefi ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu mála. Hér í fréttinni er hvergi minnst á hvenær þátttakendur eiga að vera búnir að skila inn og svara könnuninni.
Eins og við vitum hafa margir leitað til Reykjavíkur á síðustu árum. Má þar ýmsar ástæður til telja. Meðal annars flytur fólk burt þegar að það hefur ekkert að gera í þeirra vanalegu störfum eins og fiskvinnu svo dæmi séu tekin. Einnig hefur fólk stundum lítið um að vera í frístundum a sumum stöðum. Síðan má nefna hversu dýrt hefur verið að búa úti á landi.
Það er alveg ljóst að stórefla þarf eftirvæntingu og áhuga fólks til að vinna úti á landi! Mætti gera eitthvað til þess að hvetja fólk til að flytja út á land. Eins og tildæmis að veita því ívilnun við að fá ódýrt húsnæði. En á sumum stöðum úti á landi er dálítið um laust húsnæði, meðal annars þar sem fólk hefur flutt búferlum til Reykjavíkur við atvinnumissi.
Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir hvernig mætti bjóða fólki ívilnanir til að flytja út á land og sýnt fram á hvernig mætti efla fólk í leik og starfi í nálægð við hvort annað.
Í "Okkar Ísland" eru settar upp hugmyndir sem sýna hvernig má stórefla samskipti fólks úti á landi og samræma störf og leik í (oft) meiri nálægð. Má þar nefna svokölluð "miðlæg þorp" þar sem fólk kæmi saman til starfa, kynninga, íþrótta og leikja. En það væri hægt að stórefla samskipti og eftirvæntingu fólks til að vinna saman í nálægð.
Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir að skipta landinu niður í 5 svæði til að ná fram betri nálgun í samskiptum íbúanna. Þar með talið eru stjórnmál og stjórnun inni á svæðum með atvinnusköpun.
Til að Ísland nái sér út úr þeim erfiða og mikla fjármálavanda sem það er í þarf að byggja upp störf úti á landi. Besta leiðin til þess er sú að setja niður og setja í gang fyrirtæki sem efla útflutning landsins til muna. Þannig væru til þess best fallin ýmis fyrirtæki í matvælageiranum sem mætti setja í gang og skipta niður á þau svæði sem hafa orðið verst úti á síðustu árum eins og tildæmis: Flateyri, Bolungarvík og Raufarhöfn svo dæmi sé tekið.
Það er alveg ljóst að ef Ísland á að hafa getu til að losna út úr fjármálavandanum þarf mikla hópeflingu í stórauknum störfum úti á landi. Ekki í einhverjum Álverksmiðjum og Orkufyrirtækjum, heldur frekar fyrirtækjum sem byggjast á því að efla framleiðslu á vörum sem hægt væri að flytja út og selja til margra landa og margra aðila frekar en til eins stórfyrirtækis sem græðir svo mest á sölunni.
Aukin landsframleiðsla er stórþáttur (ásamt ýmsum öðrum þáttum) í því að við yfirhöfuð getum tekist á við fjármálavandann.
"Okkar Ísland" verður sett hér inn í fullri lengd á næstunni...
![]() |
Rannsakar viðhorf til búsetu á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. maí 2009
Loksins!
Þegar að fundur var haldinn á Hlíðarenda um nýja Valssvæðið við kynningu og sýningu á teikningum af svæðinu, þá minntist ég á þeim fundi á að það þyrfti að gera eitthvað þarna. Eins og að breikka gatnamótin. Það yrði alltaf mjög mikil umferð á svæðinu þegar að svæðið yrði tilbúið og farið að leika í handboltahúsinu og á vellinum.
Það var mín skoðun að Valur þyrfti þá strax að ganga í að skoða með borgaryfirvöldum hvað mætti gera þarna.
Þeir voru ekki aðlveg að skilja hvað ég var að fara því á teikningum átti að vera vegur fyrir neðan svæðið sem átti að tengjast yfir í Hringbrautina. Málið var að ég sá fyrir að ekki nema hluti af svæðinu yrði tekið í notkun og öllu hinu myndi seinka. Eins og nýju Íþróttahúsi og öllum Fjölbýlishúsum á svæðinu.
Þannig hefur núverandi svæði stækkað til mikilla muna og fjöldi bíla um svæðið að sama skapi. Eins og má segja um aðra starfsemi inni á flugvallarsvæðinu.
Loksins á að fara í framkvæmdir þarna. Sannarlega kominn tími til.
Áfrm Valur!
![]() |
Flugvallarvegur breikkaður fyrir 45 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Fjörkálfafrumvarpið endurtekið hvenær?
Hvenær ætla þau að taka þetta aftur upp?
Verður þetta ekki sama vitleysan og áður? Sjálfstæðismenn á móti að sama hátt að öllu óbreyttu.
<úr greininni í mbl.>Frumvarp um persónukjör til Alþingis náði ekki fram að ganga, m.a. vegna þess að 2/3 hluta atkvæða þurfti til að samþykkja það. Ásmundur Helgason, yfirlögfræðingur Alþingis, segir að ekkert sérákvæði sé í stjórnarskránni um að það þurfi aukinn meirihluta á Alþingi til að gera þess háttar breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Einfaldur meirihluti ráði því örlögum slíks frumvarps<endir á tilvísun>
Hvort er það 2/3 eða einfaldur meirihluti? Er einhver munur þar á hvort það sé kosið til Sveitarstjórnar eða Alþingis? Málið er að sama var sagt um hitt frumvarpið: að ekkert sérákvæði í stjórnarskránni væri að það þyrfti 2/3 hluta en samt................
Í mínum huga er persónukjör val um að kjósa óraðað á lista eins og ég hef áður bloggað hér um og sendi bréf til Forseta Íslands um við myndun minnihlutastjórnarinnar. Einnig að einstaklingur/ar eigi sjálfir kost á að bjóða sig fram og þá utan flokka!
Svo er eitt mikilvægt atriði í þessu og það er að sett verði í frumvarpið krafa um að flokkar geti eingöngu verið með persónukjör og verði að taka allar aðrar aðferðir af við val, eins og tildæmis prófkjör. En það er víst bara í draumalandinu?
Atriði sem á við afþví að persónukjör hefur ekki náð fram að ganga!:
Maður skildi aldrei ætla flokki eða hreyfingu val á lista án þess að kjósa um það á almennum fundi allavega! Tildæmis það að fólk sem bíður sig fram í stjórn félags og er kosið í stjórnina, bjóði sig síðan fram sjálft til alþingis og raði sér á lista án þess að verða kosið um það sérstaklega af almenningi þá á sérstökum lokafundi um val frambjóðenda á snemmstigum þess í einhverjum til þess gerðum flokki eða hreyfingu til þess. Sama þó ef sérstaklega væri talað um val en ekki farið eftir vegna öfugrar aðferðafræði.
Það sem ég á við er þetta: Að gefa fólki kost á að bjóða sig fram þyrfti að fara fram á almennum fundum til þess og síðan að kjósa um röðina á fundinum sjálfum.
Ekki að ganga í það að velja sjálfa sig og aðra í stjórn á lista og hringja síðan í aðra til að fá fólk til að bjóða sig fram. Þá væri prófkjör betra!
Frekar að bjóða til þess á fundi val fyrir fólk að bjóða sig fram.
Lýðræðið á Íslandi er stórskrýtið fyrirbæri.
![]() |
Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. maí 2009
Stöku sinnum
Til gamans hef ég stundum verið að leika mér að búa til stökur. Frekar en að nota eingöngu nútímamál hef ég leitast eftir að nota með orð sem hafa horfið úr íslenskunni. Til þess hef ég tildæmis verið að nota íslenska orðabók sem kom út 1963. En þar eru fullt af orðum úr gömlu íslensku máli. Ég er reyndar dálítið á þeirri skoðun að gott sé að nota gömul og gleymd orð við að setja saman stöku. Finnst það auka gildi staknanna og gera þær áhugaverðari.
Hér eru tvæ þær nýjustu frá mér. En sú fyrri hefur áður sést hér á blogginu mínu. Rétt fyrir kosningar.
Þessi varð til rétt fyrir kosningar:
Ei nú klingin orða korinn
keppast þar við körpuð loforð
ber við mætum skilorðs skorin
skemma mikið landsins boðorð
klingin merkir að vera kænn og ei klingin er því ekki kænn
korinn merkir að kjósa. Fyrsta línan merkir því að kjósandinn eigi lítið val.
Hér er síðan ein ný staka sem er gerð af tilefni myndunar nýrrar Ríkisstjórnar:
Þau vilja gera vinstristjórn
og veltast til þess á fundum
en hugsa ei um fólksins fórn
því fláráð hvutast stundum
"leiðrétting" hreitast átti að vera hvutast
að hvutast merkir að gefast upp á einhverju og stundum hefur hér merkinguna öllum stundum (tímasetning). Ég er að nota merkinguna ótrúr með orðinu fláráð
En fleiri stökur eru væntanlegar frá mér á næstunni.
Lífstíll | Breytt 9.5.2009 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)