Færsluflokkur: Lífstíll

Ég er að setja í gang verðlaunasamkeppni um nýjan Þjóðsöng íslendinga

Verðlaunasamkeppni um nýjan þjóðsöng íslendinga

Þetta er ætlað sem samkeppni um ljóð sem mætti hugsanlega nota í þjóðsöng íslendinga í framtíðinni?

Við íslendingar eigum ekki neinn almennilegan þjóðsöng. Þessvegna langar mig til að nota þennan blogg vettfang minn til að setja í gang smá keppni í að semja nokkuð sem hægt yrði að nota sem nýjan þjóðsöng.

Hugsunin er að fá fólk til að taka þátt í að semja nýjan þjóðsöng með því að senda inn á bloggið mitt samið ljóð með rími, ásamt stuðlum og höfuðstöfum.

Veitt verða svokölluð stigaukandi verðlaun eftir þátttöku og styrkveitingu í málefnið. Þannig er í fyrstunni  kr. 5.000 sem er borgað úr mínum vasa fyrir afnotarétt af besta ljóðinu. En verlaunaféð hækkar eftir því sem fé bætist í verkefnið. Hugsunin er að verkefnið standi í um mánuð......

Hér eru stigin:

Stig 1. 

Besta ljóðið er keypt aðeins fyrir afnotarétt á bloggið mitt og er borgað kr. 5.000 fyrir afnot af besta ljóðinu á bloggsíðu minni. Eigandi ljóðs hefur þannig að öðru leiti allan einkarétt á ljóðinu sjálfur.

Stig 2

Safnað yrði styrkveitingu fyrir önnur kaup á  ljóðinu. Þannig að uppi á bloggi mínu koma upplýsingar um hversu upphæðin er orðin há.

Sá/sú sem tekur þátt getur þannig byrjað í Stigi 1 en færist sjálfkrafa upp um stig þegar að meiri peningar eru komnir í pottinn.

Hér koma síðan inn á bloggið mitt allar upplýsingar um hækkun á Stigum, þ.e. verðlaunafé. 

Um ljóðið og þjóðsönginn:

Ljóðinu er ætlað að vera amk. 3 til 5 erindi og hvert erindi amk. 4 línur með rími, stuðlum og höfuðstöfum. Þó eru allar góðar tillögur velkomnar um smá breytingu þar á.

Setjið ljóðið ykkar í athugasemdir á samkeppnina og þau verða færð upp á bloggsíðuna hverju sinni.

Þau verða birt einu sinni en á Stigi 1 er keyptur afnotaréttur fyrir framtíðarbirtingu á bloggi mínu.

 

Ath. ef einhver vill gefa í verkefnið til að auka Stigið þá er það velkomið því hærra fé því meiri þátttaka! 

Sendið mér línu á: gudni@simnet.is

 


Áfram Ísland - vinnum Frakkana aftur

Ég mun svo sannarlega fylgjast með stelpunum á hverjum einasta leikdegi! Hætti sem betur fer í vinnunni klukkan 14.00 og missi því amk. ekki af leikjum þessa vikuna!

Við höfum unnið þær áður. Og ef vel gengur í dag er það gott vegarnesti lengra inn í keppnina!

Ég óska þeim góðs gengis!


mbl.is EM: Styttist í Frakklandsleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá upprifjun af bloggi mínu

Fyrir ykkur sem eruð að rata inn á bloggið mitt kannski í fyrsta sinn:

"Okkar Ísland" skjalið og Ljóð:

 

1. Nýðljóð sem var skrifað þegar að Valhöll brann og alþingi var að byrja að taka ESB fyrir.

Í dag átti þjóð mína að svivirða og svíkja,

því svarrar í gömlum Goðum, 

í ESB samband of margra ríkja,

og gerræði manna að voðum.

 

Hér grætur Ísland heitum tárum,

á helgasta íslenskum stað,

og landið stendur eftir í sárum,

en Goðin þau segja nei við það,

 

Hér logar mikið við Valhöll, 

vargold þau segja verkin vera,

þau mættu því við á þingvöll,

því gamla ástkæra landið skildi verja,

 

2. Slóð inn á skjalið mitt "Okkar Ísland" þar sem ég legg til nýja stjórnsýslu fólksins. Skjalið er 38 síður um nýja stjórnskipun þar sem lýðræði er snúið við og fært til fólksins. >innanfrá yfir í> utantil  í stað >utantil yfir í> innantil.

 "Okkar Ísland"

 Efnisyfirlit  

 

1.     Inngangur „Okkar Ísland“...........................................bls. 3

2.     Hversvegna......ég var að skrifa skjalið.......................bls. 4

3.    Valdskipting...................................................bls. 5 - bls. 9

4.    Skipting landshluta....................................bls. 10 – bls. 11

5.    Sveitarstjórnir myndaðar..........................bls. 11 – bls. 12

6.    Svæðisþing...............................................bls. 12 – bls. 15

7.    Aðalþing...................................................bls. 15 – bls. 16

8.    Efnahagsstjórn........................................bls. 16 – bls. 17

9.    Myndun atvinnutækifæra.......................bls. 17 – bls. 18

10.   Hugmyndir til stjórnunar....................................bls. 18

11.  Hugmyndir til efnahagsaðgerða............bls. 19 – bls. 31

12.  Almannatengsl og viðburðir..................bls. 31 – bls. 36

13.  Lokaorð og hugsanir..............................bls. 36 – bls. 38

 

Í efni skjalsins er meðal annars fjallað um Stjórnlagaþing og Almannaþing.

 

Eru hugmyndir í "Okkar Ísland" óraunhæfar? Eða væri hægt að gera eitthvað við þær og þróa áfram? Verið er að setja "Okkar Ísland" í 38 síðna bækling sem hægt væri að fá sent. Möguleiki væri að panta með því að setja nafn og heimili á netfangið: gudni@simnet.is

______________________  "Okkar Ísland"   ________________

Hér er 38 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn

Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)

http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz

_________________________________________________

 

 

 

 


Ísland og framtíðin

,,er orkustöð vinnandi handa og mannauðs. En af þeim eigum við nóg.

ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG!

Nú þurfum við íslendingar að taka höndum saman til að rétta landið okkar út úr þeim gýfurlega vanda sem það er komið í. Það er alveg ljóst að framtíð okkar verður hrikalega erfið ef við gerum ekki eitthvað gott til að rétta landið við og ná þeirri stöðu sem við viljum að það verði í. Þeim kjörum sem við og afkomendur okkar viljum búa við.

En hvernig er það hægt þegar svo margir eru ósammála? Hverjir geta brotið odd af oflæti sínu?

Hvora leiðina á að fara? 

1. að selja landið okkar erlendis til að fá sponsur á móti? Að láta aðra gera verkin fyrir okkur? Að taka lán eftir lán og velta vandanum á framtíðina og vona að aðrir hjálpi að gera hlutina? Að gefa eftir völd til annara þjóða? Að kerfisbundið leggja allan vanda á fólkið í landinu sem á engan hátt tók þátt í að setja Ísland í þá stöðu sem það er í?.. a) með stórauknum skattaálögum? b) með stórhækkunum á öllum vörutegundum? osfrv. Og allt bitnar mest á því fólki sem lenti verst úti og á fólki með lægstu tekjurnar.

eða:

2. að byggja upp Ísland að nýju með eins lítilli utanaðkomandi hjálp eins og hægt er? Að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag með litlum og kerfislega smá minnkandi skuldum? Að nota mannauð okkar til nýskapandi verkefna út um allt land? Að nota tækifærin til að búa til og gera eitthvað nýtt? Að gefa fólkinu úti á landssvæðunum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland? Að setja í gang uppbyggjandi atvinnusköpun út um allt land? Allt með eins litlum skuldum eins og hægt er!

Það er alveg augljóst hvora leiðina ég veldi ætti ég þess kost að vera þátttakandi í verkefnum að því lútandi að rétta Ísland við út úr þeim vanda sem það er í! Leið 2!

En hvernig má það vera að við getum treyst stjórnmálamönnum til að gera hlutina þegar að öll vinna þeirra er bundin ákvæðum og eftirgjöfum frá eigin flokki og samstarfsflokks þess í Ríkisstjórn? Geta þessir stjórnmálamenn losað sig við hömlur og játað sig sigraða? Eru þeir tilbúnir til að játa að framtíð Íslands er framar öllum völdum og valdastöðum sem draga úr öllum framkvæmdum og seinka þeim?

Það er alveg ljóst að það besta sem gæti komið fyrir Ísland er eitthvað algjörlega nýtt! Við erum að falla á tíma! En til þess þurfa stjórnvöld að viðurkenna þessa nýju leið! Og sem er enn erfiðara er að stjórnmálamenn þurfa að gera sér ljóst að ný leið; þýðir einmitt algjörlega nýtt!

Í mínum huga er það alveg ljóst að allir flokkar hafa reynt með sér til að stjórna landinu og mistekist! Í mínum huga þarf að losa sig við allar þær hömlur sem flokkar hafa á fólk. En vissulega er gott fólk innan allra flokka. Og auðvitað getur sumt af þessu fólki verið kosið upp á nýtt í nýju stjórnkerfi fólksins, án flokka. En það þarf bara að gera sér ljóst að framtíð Íslands er fyrir allt vinnandi fólk í landinu sem er tilbúið að taka þátt í uppbygginu landsins án sérhagsmuna eins og eigin peningasöfnun og eða valdaþorsta.

Áttum okkur á að með því að skipta landinu niður í vinnusvæði getum við miklu auðveldar framkvæmt og sett í gang ný fyrirtæki með verðmætaskapandi vöruflokkum. Sér íslenskum. Þannig gæti hvert landsvæði tekið að sér að auka landsframleiðslu töluvert árlega! Tildæmis um 3% til 5% árlega á hvert svæði.

Með nýju stjórnkerfi getum við byggt upp landið okkar á mun styttri tíma en með leið 1! Vissulega verður verkið erfitt og erfiðast fyrstu árin. En eftir nokkur ár förum við að sjá árangur erfiðisins. 

En að búa til nýtt Ísland krefst ýmissa fórna af fólki. Allskonar fórna! Þar á meðal siðferðisbreytingar og hugareflingu um hvernig land við viljum búa í!

Að líta yfir landið okkar og sjá hvernig fólk hegðar sér vekur upp spurningar hvort við eigum yfirleitt skilið að vera þátttakandi í endur uppbyggingu landins? Slík er hegðun fólksins að daglega má sjá ýmislega atburði sem sína vanvirðingu fólks í umhverfi þess. Til þess má nefna hluti eins og umgengni fólks á ferðum þess. Bara lítil dæmi er sóðaskapur og vanvirðing á lögum og reglum sem eru nauðsynlega sett á í samfélaginu. Sóðaskapur eins og sígerettustubbar og sælgætisbréf út um allt. Vanvirðing eins og sífellt tal bílstjóra í farsíma í bílum á ferð. Athöfn sem er stórhættuleg og getur haft áhrif á bæði viðkomandi aðila og utanaðkomandi aðila. Ég hef sjálfur séð árekstur vegna tals í farsíma. Þetta eru bara lítil dæmi sem hér er minnst á.

Eins og sjá má er ýmislegt sem mætti laga í fari okkar sjálfra til að eiga jafnan rétt á að vera þátttakandi í nýrri uppbyggingu. Það er alls ekki sanngjarnt að sumir sem hafa gert, gera og lifa eftir sinni sannfæringu þurfi að búa við það að aðrir geri það ekki. Og raunar mjög svekkjandi fyrir fólk sem gerir sér grein fyrir því hvernig lífi það vill lifa og því lífi sem það fer eftir en aðrir gera ekki.

Ég skora á fólk að koma saman til að setja upp og sína fram á að við getum gert hlutina öðruvísi! Til að geta sýnt að okkur er alvara þurfum við að setja sýna fram á að hægt væri að gera hlutina öðruvísi en stjórnvöld vilja gera. Að koma með skýrar og skorinorðar áætlanir. Aðgerðir fólksins!

 

 


Varðandi Heit mitt á Laugardaginn næsta

Ég hef ákveðið að fresta uppákomu sem átti að vera framhalds Heit mitt og vera á laugardaginn í Lýðveldisgarðinum á Hverfisgötu.

Er það einfaldlega vegna þess að ég ætla ekki að standa einn í svona framkvæmdum. Þessi mál snúast ekki um mig sem persónu heldur mikilvæg málefni Íslands. Þar sem amk. svo virðist vera að enginn ætli sér að standa með að svona góðum hlutum hef ég ákveðið að fresta uppákomunni! 

Það er dapurlegt hvernig komið er fyrir Íslandi og sárgrætilegt að enginn bjóði sig fram þegar ætlað er að gera góða hluti með því að vekja athygli á málum með aðgerðum sem þessum.

Ég mun endurskoða afstöðu mína þegar að einhver bíður sig fram til að standa í þessum hlutum með mér! Ég mun vera tilbúinn að skipuleggja uppákomu með öllu góðu fólki. Þannig sér uppákomu Lýðveldissinna.

Hinsvegar hefur komið í ljós að ég þó ég segi sjálfur frá er góður ræðumaður sem slíkur. Ég er hinsvegar farinn í sumarfrí út á land og ætla að hvíla mig á þessum málum öllum í nokkra daga. Í góðri afslöppun.

Hér er Heit mitt sem ég var búinn að setja saman fyrir Laugardaginn

 Sæl og blessuð og velkomin öll sömul,

Ástæðan fyrir veru minnar hér eru miklar áhyggjur yfir álög þau sem á að setja yfir landið okkar ef við ákveðum að ganga í ESB. Mér finnst ég verða að tjá mig um þessi mál og geri því það óhræddur.

Ég mæti því þessvegna hingað til að lesa upp heit mín sem íslendingur. Sem skerpa á hlutverki míns sem íslendings í huga mér. Er það  vegna mikilla áhyggna minna á því að við töpum mikið af okkar séreinkennum sem þjóð og sem íslendingar ef við göngum inn í ESB.

Þessvegna finnst mér ég þurfi að skerpa á þessum atriðum með því að minnast lítillega á þau.  Og hvet fólk til að gera eitthvað svipað. Ef ekki hér þá í huga sínum.

  1. Lýðveldissinnar eru sem slíkir framverðir Íslands og verður minnst í framtíðinni sem heiðursmanna sem unnu að verja heiður Íslands. Það er mitt Heit að verja heiður Íslands!

      2. Á Íslandi hefur alltaf verið mikið baráttufólk. Við höfum alltaf tekist á sjálfvið  alla þá atburði sem hafa komið upp í þjóðfélagi okkar.  Hvernig svo sem þeir eru.  Við höfum alltaf ræktað okkar eigin garð. Jafnvel þó að það komi upp arfi þá eigum við réttinn  sjálf að reita hann burt, hreinsa upp garðinn okkar og endurgera hann sjálf.  Að ætla og vilja  gera það tel ég vera íslenskt og Heit í sjálfu sér.

Flest öll lendum við í að gera mistök í lífinu. Ég er ekki þar sjálfur undanskilinn. En við eigum sjálf að takast á við öll þau vandamál sem koma upp og gera eitthvað nýtt í staðinn.  Að vera íslendingur er meðal annars að eiga tækifæri til að nýta okkur öll gæði landins okkar. Að hafa tækifæri til að gera eitthvað frábært sem enginn annar hefur gert. Slík tækifæri  bíður  auður landsins okkar upp á, hvort sem það er mannauður eða náttúruauður og við eigum að notfæra okkur sjálf öll þau tækifæri sem Ísland hefur upp á að bjóða.

 Að ætla sér að gera hlutina öðruvísi er að mínum dómi algjör aumingjaskapur og eftirlátssemi.  

2.      3. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa mjög vel um og taka vel og vandlega eftir því sem ég hef nú að segja:

Á Íslandi eru það mikil tækifæri í auðlindum okkar að hægt væri auðveldlega að koma saman og endurgera Lýðveldið á Íslandi án aðkomu utanaðkomandi afla eins og innganga í samband evrópulanda. Auðvitað yrðu  slíkir hlutir erfiðir. En að ætla sér að gera slíka hluti inni í þessu tiltekna sambandi er einfaldlega miklu erfiðara og mundi stórlega draga úr getu okkar til að rétta landið út úr þeim vanda sem það er í.

Allt sem er nýtt og er að þróast verður að fá að gera það óáreitt. Það er því prinsippatriði að við íslendingar fáum að vera í friði við að framkvæma hlutina algjörlega óáreittir. Í sjálfu sér er það Heit að skerpa á þessu atriði og vilja taka þátt í því að endurgera Ísland með vinnu sinni.  Það er mín staðföst trú að að á Íslandi búi öflugt og vinnusamt fólk sem vill koma að því að endurreysa  landið okkar sjálft. Án inngöngu í ESB.  Að þannig starfi vildi ég koma að endurreysa Ísland. En þú?

Þakka ég svo fyrir og vil minna á að ég mun alltaf bjóða mig fram til að standa vörð að heiðri Íslands! Góðar stundir.

 


Fyrri tilkynning um atburð

Þar sem að vegið var að mér sem íslendingi á síðasta fimmtudegi mun ég halda áfram með að lesa upp Heit mín eins og ég gerði á þriðjudegi fyrir viku á Þingvöllum.

Atburðinn á Þingvelli var framkvæmdur til að vekja athygli okkar á hvað það er að vera íslendingur og hvað við getum gert sem íslendingar.

Því mun ég halda áfram svo lengi sem einhver vill  og hefur áhuga að hlusta, koma með skerpingu í ræðu.

Þannig kemur hér inn auglýsing um næsta Heit mitt sem ætlunin er að halda í Lýðveldisgarðinum að Hverfisgötu á næsta Laugardag.

Nánar auglýst og nákvæmari auglýsing á fimmtudag.


Heit mitt sem íslendingur hversvegna?

Ég ætla aðeins hér að koma betur inn á fleiri atriði um það hversvegna að ég var að endurvekja þetta heit mitt á Þingvöllum.

Ísland er hrunið í algjör ósættispitt þar sem daglega klyngja á fólki allskonar fréttir um ódæði manna hér og þar. Peningamanna sem norfærðu sér tækfæri sem gáfust. Enn sér ekki fyrir endan á þessu rugli. En mér er spurn hverjir standi fyrir þessum fréttum öllum? Er það að hluta til SF til að búa til aðstæður þar sem þeir geti komið inn með þessi dæmi sín öll eins og AGS lánið, Icesave og inngangan í ESB? Eða er það að hluta til peningamenn í slag við aðra slíka?Og aðrir þættir sem ég er viss um?

Ísland þarf sjálft að framkvæma hlutina og setja í gang framkvæmdir til að endurreisa landið! Því fyrr því betra! Því fyrr sem þessi ó-stjórn fer frá því betra. Því þá getum við fyrr byrjað! 

Að vera íslendingur er meðal annars að vilja taka þátt í starfi og leik við að búa til framtíð Íslands sjálft! Í öllum þessum látum finnst mér það hafa tapast dálítið hvað það er að vera íslendingur. Þessvegna ákvað ég að taka mér til og skerpa á þessu með því að endurvinna Heit mitt. En að vinna Heit sem íslendingur er meðal annars að sverja þess eið að ætla að sjá og vita hvað það er að vera íslendingur. Að skerpa gildin á ný.

 Lesið hér á bloggi mínu um það sem ég gerði á Þingvöllum.


Flott framtak!

Ég lýsi yfir ánægju minni með þetta framtak að ætla sér að setja í gang ævintýraferðir fyrir fatlaða! Ég er sjálfur fatlaður þó öðruvísi sé, með sérsmíðaða skó en ekki í Hjólastól.

Vonast svo sannarlega eftir því að hægt verði að bjóða fötluðum (lömuðum) að sjá fallega landið okkar: Ísland! 

Og vonast eftir að þið getið fundið til þess sérútbúna Rútu til að lóðsa fatlaða um hálendið. En slíkt mál er eflaust mikill kosnaður að útbúa.

Vil því nota tækifærið að segja frá að ég fór einu sinni í ævintýraferð niður stórar og miklar flúðir (River rafting) norður í Skagarfirði. Alveg hreint æðisleg lífsreynsla og skemmtileg mjög. Sú ferð hefur alltaf verið mjög sterk í minningunni.Cool


mbl.is Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú grætur Ísland

Það er táknrænt að bruni skuli koma upp á Þingvöllum, helgasta stað íslendinga þegar að umræðan um inngöngu í ESB stendur sem hæst.

Mjög sárgrætilegt því þetta var hið fýnasta gamalt hús.

Nú grætur Ísland heitum tárum. 

Þegar að við erum búin að neita inngöngu (eða gera byltinguna miklu?) í þjóðaratkvæðagreiðslu skulum við byggja nýja Valhöll af rústum þeirrar gömlu. Og í leiðinni undirbúa svæðið undir stærstu hátíð sannra íslendinga í sögunni!

 

ÁFRAM ÍSLAND!

 

FÓRNUM EKKI LANDINU INN Í ESB!


mbl.is Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hversvegna?

Það er hryllilegt að vera að hugsa um að yfirgefa þetta land. Því í gegnum árin hef ég notið náttúru þess með ást á henni í huga. Gengið um grundir þess og notið fegurðarinnar. Tekið ljósmyndir til minnis og sýnis.

Goðafoss

Við Mývatn

 

 

 

 

 

 

Ef smellt er tvisvar (1+1) á mynd þá fer hún í fulla stærð.

Já! Það er skelfilegt að hugsa til þess að stjórnmálamenn ætli sér að eyðileggja lífsskilyrði í þessu yndisfagra landi. Að misvitrir stjórnmálamenn ætla að fremja glæpi gegn Íslandi með því að troða inn í landið okkar utanaðkomandi álögum landa sem vita akkúrat ekkert um sérstöðu þessa lands. Og að ætla sér síðan að bjóða þjóðum að setja landið í ánauð til framtíðarinnar. Og ætla sér síðan að setja vinnandi almenning í landinu í ævilanga ánauð vegna nokkurra fjárglæframanna. Það er hryllingur til þess að hugsa að til sé á Íslandi fólk sem hefur áhuga á að framkvæma slíka hluti.

Guð fyrirgefi þeim ætlunarverki sitt. En við hin skulum ekki gefast upp á að verja og frelsa Ísland úr höndum þessa fólks!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband