Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 1. maí 2009
Til hamingju með daginn verkamenn
Ég óska öllum verkamönnum til hamingju með daginn í dag
1. Mai verkalýðsdaginn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Smá viðbót vegna Stjórnlagafrumvarpsins
Hversvegna sendi ég stjórninni og st.flokki email um að stöðva frumvarpið ef ég vildi fá frumvarp til að setja Stjórnlagaþing og því breytingar á stjórnarskránni í gegn? Mér datt endilega ekkert í hug að þau mundu fara eftir því! Bjóst ekkert við því. Síðan var ég aldrei sáttur við frumvarpið eins og það var. Vegna forræðisgildisins.
Ég reiknaði alltaf með því að frumvarpið gengi ekki í gegn vegna málþófsins. Málið var að þetta var prófmál í mínum huga. Þó vitað var að einstaklingar inni á hreyfingum eins og Lýðveldisbyltingunni hafi verið að vinna í þessum málum á fundum og á netinu þá varð að komast prófraun á svona frumvarp inni á alþingi.
Nú hefur komið í ljós að þessi, athugið, segi og skrifa minnihlutastjórn (?!) hefur ekki tekist að koma svo mikilvægum málum í gegn eins og Persónukjörinu og Stjórnlagafrumvarpi með Stjórnlagaþinginu.
Nú er einfaldlega komið að fólkinu að framkvæma þessi mál og það þarf að leita allra leiða (ath. ég skrifa allra leiða) til að koma þessum málum fólksins í gegn!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Heiður alþingis eða fólksins í landinu?
Verja heiður Alþingis?
Þegar í framtíðinni að fólkið í landinu verður búið að breyta stjórnarskránni og endurvekja Lýðveldið án viðkomu alþingis þá skulum við fólkið, almenningur minnast þessara orða!
Það er alveg forkastanlegt að svona mikilvægu máli skuli hafa verið klúðrað. Að stjórnarflokkarnir skuli hafa klúðrað þessu máli með því að flækja það í nefnd og gefa því forræðisgildi, með fyrirhugaðri aðkomu alþingi að frumvarpinu eins og það var sett upp.
Eins og ég bloggaði hér um daginn þá sendi ég email á stórnina til að skora á þau til að hætta við málið vegna þess að það gæfi alþingi alltof mikið forræðisgildi yfir fólkinu í landinu og/eða þá fyrirhuguðu Stjórnlagaþingi.
Ef Sjálfstæðisfokkurinn vill stríð við fólkið í landinu um sjálfsögð réttindi þess þá verður fólkið tilbúið til þess stríðs. Það er alveg á hreinu hverjir vinna slíkt stríð!
Það er líka á hreinu að enginn á að veita flokkum stuðning sinn sem geta ekki staðið við neitt eins og Persónukjör eða Stjórnlagafrumvarp.
Mikið halda þessir menn að þeir hafi vald yfir fólkinu. Það erum við fólkið sem kjósum þá til starfa.
Ég skora á Forseta Íslands að grýpa inn í þetta mál í framtíðinni!
Er einhver sem þorir að taka af skarið og veita almenningi réttindi sín?
Þetta mál segir allt sem segja þarf um stjórnmálamenn á Íslandi!
![]() |
Myndi fagna þúsund ræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Ókringdar og niður koðnaðar loforðaskrár
En vér höfum allir ein lög
ok einn sið
Því at þat mun satt vera
Ef vér slítum lögin
þá slítum við friðinn
Þorgeir ljósvetningagoði
Ei nú klingin orða korinn
keppast þar við körpuð loforð
ber við mætum skilorðs skorin
skemma mikið landsins boðorð
Guðni Karl Harðarson
Baráttan um Ísland hafin!
Nú líður að kosningum einu sinni enn. Enn sem áður bjóða flokkar fram stefnumálalista sína til alþingiskosninga. Nú í einum mesta ólgutíma í sögu Íslands sem Lýðveldi. Tíma sem nær ógerlegt er að sjá útkomuna úr. Já það búa svo margir ólíkir hópar á Íslandi að það væri gjörningur að lesa út úr framtíðinni.
Eitt er víst að ég sem íslendingur mun ég aldrei verða sáttur við framsals auðlinda og landsvalds til erlendra yfirráða. Sama hvað á gengur! Ég lít svo hreinlega á að það væri svik við landið og framgöngu þess! Guð forði okkur frá ESB!
Ástæðan er sú að ég trúi því staðfastlega að við íslendingar, þar eð fólkið í landinu eigum landið sem við búum í og hafið í kringum það. Það er ekki þar með sagt að Ríkið þurfi að stjórna auðlindum eða jafnvel fjármálafrekjuhundar. Ég hef alltaf trúað því að auðlindum mætti notkunarskipta á milli fólksins í landinu og jafna nýtingu þeirra. Til þess var "Okkar Ísland" búið til meðal annars. Vegna þess að það verður aldrei friður nema að skipta niður valdi og skipta stöðugt um það.Að setja af stað fyrirtæki sem almenningur á svæðum ættu jafnan aðgang að.
Auðlindir Íslands eiga ekki að vera í boði fyrir einhverja fjárfesta sem í krafti valds og auðs geta keypt sig inn og búið til einka fyrirtæki þar sem hinn almenni landsmaður getur engan vegin tengst í. Það er á hreinu að við íslendingar eigum landið en ekki einhverjir sérútvaldir.
Það besta sem við íslendingar getum gert til að bjarga okkur út úr stöðu landsins er að gera hlutina sjálfir! Til þess þyrfti að búa til nákvæma áætlun sem gæti tekið 5 ár að framkvæma. En sú áætlun á ekki að þurfa að koma við buddu hins almenna launamanns. Hvergi. Heldur eiga þeir að borga til baka sem hafa komist í þá aðstöðu að geta aflað sér fé út úr sameiginlegri eign landsmanna. 1. Fjármálamanna á háum launum, bónusum og aukagreiðslum 2. Síðan þeir sem settu landið í þá stöðu sem það er í (þegar að tilbúið). En þetta fólk á skilyrðislaust að borga íslendingum til baka á þann veg að það hagnist öllum landsmönnum.
Áætlun sem þessi yrði að vera á þann veg að byggja upp atvinnu um allt land. Að nýta okkur krafta fólksins til vinnu með nýjum fyrirtækjum. Þar mætti nefna fyrirtæki í margsskonar sér íslenskum matvælaiðnaði, ferðamálum og tæknigreinum svo fátt eitt sé nefnt. Til þessa þyrfti að grípa strax og hægt er. Þannig hvetja fólk til að flytja út á land til starfa. Enda eru á mörgum stöðum ónotuð húsnæði sem mætti nota til þessara áætlana. Á meðan þyrfti kerfisbundið að draga saman innflutning á ónauðsynjavörum og þeim vörum sem yrðu í beinni samkeppni við hinar nýju vörur frá nýju fyrirtækjunum, hvar sem hægt væri. Síðan þyrfti að halda uppi fastgengistefnu sem væri kostuð með peningum þeirra sem settu landið í þá stöðu sem það er í. Peningum úr til þess sérstökum sjóði! VIÐALGASJÓÐI framkvæmda og gengis eflingar!
Með tillitis til alls þessa og þess sem má lesa út úr stefnuskrám flokkana má sjá að lítið yrði framkvæmt af þeim í framtíðinni. Þetta eru bara að mestu loforð sem enda mörg hver inni í nefndum til kæfunar þar. Síðan verða engvar stórtækar framkvæmdir flokka gerðar vegna þess að mikið af málum verða þöguð niður af karpi á alþingi. Og enn aftur ef einhver mál ná í gegn þá taka þau alltof langan tíma.
En er eitthvað til ráða? Er eitthvað til sem við getum sammælst um?
Eins og ég sé stöðuna þá væri það langbest að við fólkið sjálft í landinu kæmum fram með kröfur til flokkana sjálf. En hvernig? Er það hægt?
Nú hefur það gengið svo mikið á hér á landi að telja mætti að allar forsendur séu mikið breyttar. Það lang besta sem að mínu mati væri gert er að fólkið sjálft setti fram sínar kröfur!
Kröfur sem flokkarnir verða að semja um við fólkið en ekki öfugt. Hvaða flokkur væri tilbúinn að mæta kjósendum nákvæmlega og semja um kröfur fólksins? Í stað þess að vera með einhvern stefnumálalista sem lítið verður úr?
Síðast þegar að skoðanakönnun var gerð mátti sjá að það ætlaði um 12% fólks ekki að kjósa eða skila auðu í næstu kosningum. Í mínum huga mætti stækka þennan hóp stórlega með því að búa til þrýstihóp þess sem ætla ekki að kjósa í næstu kosningum!
Hvaða flokkur, eða flokkar væri tilbúinn í viðræður við fólkið sjálft? Viðræður um aðgerðir sem yrðu ræddar við fólkið á undan þess að Alþingi tæki aftur til starfa?
Er ekki komið að því að við fólkið sjálft búum til kröfurnar algjörlega í stað þess að flokkarnir komi með þessa úreltu loforðalista?
Allavega væri mjög ánægjulegt að sjá ef einhver þrýstihópur fólks yrði til sem krefðist viðræðna við flokka! Best að slíkur hópur kæmi frá þeim sem ætli sér ekki að kjósa! Þeim sem eru búnir að fá nóg af ruglinu!
Mín skoðun. Enda mun ég aldrei framar kjósa á Íslandi við óbreyttar aðstæður. Við þurfum að snúa þessu við og láta kröfunar koma frá fólkinu sjálfu!
Þetta er þáttur á PLAN-B en PLAN-A er þegar að hluta framkvæmt.
Krefjumst aðgerða sjálf en ekki samþykkja neina loforðalista frá flokkunum!
Lífstíll | Breytt 16.4.2009 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Smá óður til skrifborðsins míns

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. mars 2009
Smá viðbót við gærdaginn
Eðlilega er ég leiður yfir þessu máli. Ég kaus auðvitað að koma heiðarlega fram og segja frá þessu öllu hér inni á blogginu mínu.
Mér finnst það mjög skrýtið að fólk geti ekki metið að verðleikum lífsreynslu og getu til jafns við vinsældir og lærdóms. Það er því miður eitthvað mikið að þjóðarsálinni. Það er alveg á hreinu að ég hef vegið og metið mína getu og komist að þeirri niðurstöðu að ég sé á engan hátt minni maður heldur en það fólk sem bíður sig fram fyrir Borgarahreyfinguna í fyrstu sætin.
Ég tek það sérstaklega fram að ég hef ekki lesið hvað aðrir meðlimir Borgarahreyfingarinnar hafi skrifað um þetta mál. Ætla ekki að gera það, nema kannski svara einstöku netpósti. Ég ætla ekki að fara í nein rifrildi og umræður um þetta á opinberum vettfangi.
Ég hafði alltaf þá sannfæringu og stóð fast á henni að það væri fólkið sem ætti að sjá um Borgarahreyfinguna. Það væri fólkið sem ætti að koma fram til þess að bjóða sig sem frambjóðendur. Þannig talaði ég um að það væri mín skoðun að það ætti að setja 1 manneskju til að koma fram í sjónvarpi! Tildæmis Þór Saari hagfræðing.
Að þessi hreyfing ætti að beina sjónum sínum á að framlengja Búsáhaldabyltinguna þannig að taka sig til og vera með eigin útifundi. Tildæmis í Lýðveldisgarði íslendinga, eða annarsstaðar. Að beina sjónum sínum á að fá fólkið í landinu í lið með sér með einhversskonar aðra byltingu inn á alþingi. Að ná fram eftirvæntingu hjá fólkinu fyrir raunverulegum breytingum.
Að almenningur ætti á síðari tímum (rétt fyrir skil á framboðslistum) að bjóða sig fram.
Í stað þess setti hluti stjórnar sig í efstu sætin, sæti 1 og 2 í sínu kjördæmi. Fóru svo í sjónvarpið. Síðan gengu þau í að hafa samband við vinsælar persónur. Ég tek það sérstaklega fram að ég hef ekkert út á þær persónur að setja! Það er aðeins skoðun mín að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Tildæmis gátu þessar vinsælu persónur gengið í að vera innan um fólkið á útifundum og bjóða því að vera með. Þannig ættu allir sem vildu og töldu sig hafa getu til að vera með ræðuhöld.
Kannski var það í reyndinni þessi staðfasta skoðun mín raunverulega orsökin fyrir að mér var bolað útúr stjórninni. Ekki endilega það að ég hefði stuðað fólk.
Læt ég nú nægja að skrifa um þetta mál.
Góðar stundir!
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Niðurlægjandi fyrir Jóhönnu og hennar stjórn
Það mátti svosem búast við þessu. Ég reiknaði svo sem aldrei með að þetta færi í gegn. Það er fáránlegt að það þurfi 2/3 hluta þingmanna til að samþykkja þessi lög. Mér fannst alltaf þarna á fundinum í Iðnó að þegar minnst var á að athuga þetta og nefnt að það þyrfti að skoða hvort það þurfti 2/3 hluta þá væri ekki á von að vísa.
Ef ég hefði heyrt á fundinum nefnt sérstaklega að það ætti að athuga hve marga þingmenn þyrfti til að samþykkja þetta þá hefði ég frekar trúað.
Síðan er það alveg dæmigert fyrir Sjálfstæðismenn að vera á móti réttlætismáli eins og þessu. Bera því m.a. við að það væri ekki tími.
Nú er spurningin sú: ef í alvöru þarf 2/3 hluta þingmenn til að samþykkja þetta hvernig væri hægt að breyta þeirri tölu?
Svo virðist að bréf mitt til Forseta um þetta mál sem ég sendi áður en að háttvirt Jóhanna mætti á Bessastaði hafi ekki náð tilgangi. Þessa réttmætu kröfu er verið að svíkja kjósendur um.
Þó ég viti ekki um það þá reikna ég með að Forsetinn hafi sett það sem eitt af skilyrðum fyrir þessa stjórn að kanna sterklega möguleikana að koma á Persónukjöri. Hugmyndin kom frá mér til hans í bréfi og í því stakk ég einfaldlega upp á að fólk fengi að kjósa fólk í kjörklefanum. Að fólk fengi að velja manneskjuna þar í staðinn en í einhverju prófkjöri.
![]() |
Persónukjör ekki lögfest nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. mars 2009
Hversvegna?
Já hversvegna varð Búsáhaldabyltingin? Var hún bara til einskins? Er það svo að fólkið á Íslandi er hrætt við breytingar?
Þessar og margar fleiri spurningar leita á hugann eftir það sem á undan er gengið þessa síðustu mestu óróa mánuði í íslensku þjóðfélagi. Er það svo að fólkið vill ekki neinar breytingar? Eða treystir það enn á stjórnmálaflokkarnir muni geta gert breytingar? Er það svo virkilega að fólkið haldi að stjórnmálaflokkarnir muni gera eitthvað öðruvýsi en áður? Eða hefur fólkið kannski bara gefist upp?
Nú er það svo að þessir minnihlutaflokkar virðast ætla gera með sér sáttmála að vinna saman eftir kosningar, í meirihlutasamstarfi. Í það samstarf ætlar sér eins og við vitum Samfylkingin sem kaus að vinna með Sjálfsstæðisflokki í einni mestu óstjórn sem þekkst hefur á Íslandi. Í mínum huga er það klárt að ég mun aldrei bera traust til fólks sem segir sig úr samstarfi til að ganga í annað samstarf. Flokkur sem var í stjórn sem segir af sér á tvímælalaust að taka afleiðingum gerða sinna og vera í stjórnarandstöðu. Það er alveg á hreinu að við slíkar aðstæður sem þessar rýrnar traust fólks til flokka og flokkakerfisins á Íslandi. En hvernig eigum við þá að setja saman stjórn eftir kosningar? Þar sem stærstu flokkarnir voru báðir í stjórninni sem féll?
Já! Stjórnarkreppa hér er svo sannarlega.
Nú er kominn tími til fyrir fólkið að þora að gera breytingar. En til þess þurfum við að taka höndum saman og leggja til hliðar sum ágreiningsefni eins og hvort eigi að ganga í ESB svo dæmi sé tekið.
Núna í nánustu framtíð munum við fólkið; almenningur í landinu sjá fram á að þurfa að taka afleiðingum gerða einstaklinga þeirra sem setti landið í þá stöðu sem það er í. Jafnvel Steingrímur sagði að skattar muni hækka á næstunni og það sé aðeins bartur af því sem almenningur muni þurfa að taka á sig. En það er nú svo að við fólkið eigum ekki að vera sátt við að fá á okkur skattahækkanir! Við eigum ekki að blæða fyrir aðgerðir þessara aðila sem settu landið í þessa ofurskuldastöðu! Það er nefnilega málið! Það eru þeir sem settu landið í þessa stöðu sem eiga að borga til baka en ekki við!
Þar komum við því miður að þeim aðstæðum þar sem allar Ríkisstjórnir hvernig svo sem settar eru saman af fjórflokkunum munu vera nokkuð vanhæfar eða mikið vanhæfar til að framkvæma. Það er meðal annars vegna valdabaráttu. Sumir vilja, aðrir ekki.
Æsist þá leikurinn þegar að aðrir koma inn?
Nýjir flokkar hafa mismunandi markmið með tilveru sinni. Til eru framboð sem ætla sér eingöngu að koma inn ákveðnum mönnum. Hvort sem svo til tekst eður ei eru stefnumálin stundum búin til í einum hvelli. Þunnir stafir á þunnum pappír ef svo má segja.
Hinsvegar er svo nýtt framboð sem hefur það að markmiði að gera nauðsynlegar breytingar á Lýðræði Íslands og að koma inn með góðar og gaumgæfilegar aðgerðartillögur í ýmsum nauðsynlegum málum sem virkilega varða fólkið í landinu og afkomu þess til framtíðarinnar.
Borgarahreyfingin er stjórnmálaafl sem varð til eftir hin ýmsu mótmæli sem enduðu með Búsáhaldabyltingunni. Hinsvegar var fólk það sem kom að mótmælunum úr ýmsum hópum og einstaklingar með hinar ýmsu skoðanir. Partur af því fólki kom inn í hópvinnu sem varð á endanum að Borgarahreyfingunni.
Það er alveg gífurlega mikil vinna sem er að baki þessa síðustu mánuði. Inn í þetta starf kom fólk sem vann saman á fundum eftir fundum og einnig var rosalega mikil vinna unnin á Internetinu, þar sem fólk skiptist á skoðunum um málefni Íslands og endaði síðan á að kjósa um málefnin. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá varð Borgarahreyfingin til úr samkomu þeirra hópa sem vilja gera heiðarlega tilraun til að koma inn góðum málum á Íslandi.
Þannig má segja að Borgarahreyfingin sé afl sem mun vinna að breytingum fyrir Ísland. Við munum munum vinna að einurð og heiðarleika fyrir fólkið. Við köllum líka til gott fólk sem vill alvöru breytingar til liðs við okkur! Vilt þú vera með?
Hér er slóð að stefnumálum Borgarahreyfingarinnar:
http://www.borgarahreyfingin.is
![]() |
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Ísland brennur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2009
Tvö ár á fullu þingmannakaupi?
Hvaða rugl er þetta eiginlega? 41 manns á fullum launum í 2 ár?
Geir og Jóhanna geta karpað um þetta eins og þau vilja á þingi. Ég fæ ekki séð að þetta þurfi að kosta svona mikið! Mesta lagi 100 til 200 milljónir.
Svo þarf þetta stjórnlagaþing ekki að standa svona lengi! Mesta lagi 5 mánuði. Það mætti hugsa sér að fólkið í landinu kæmi saman á stjórnlagaþing tvisvar og starfaði í 2.5 mánuði í senn. Ég fæ síðan hvergi séð að fólk þurfi að fá borgað há laun fyrir þetta!
Alþingismenn átta sig ekki á að ef fólkið í landinu kemur sjálft til starfa án afskipta flokka þá getur það unnið miklu, miklu hraðar og komist miklu fyrr að niðurstöðu en þingmenn flokka!
smá reikningsdæmi:
41 manns á 400.000 króna launum í 5 mánuði + annar kosnaður=
41x400.000x5=82.000.000 + 118.000.000 í kosnað= 200.000.000
Ef ég væri kjörinn á stjórnlagaþing þá væri ég tilbúinn að vinna á mínum verkamannalaunum þá mánuði sem það stæði.
Síðan mætti alveg hugsa sér að fulltrúar yrðu kosnir á Þingvöllum og rætt yrði um málið og það undirbúið á almannaþingi þar. Eins og ég hef stungið áður upp á hér á bloggi mínu.
Ég fæ ekki séð að þingmenn né ríkisstjórn þurfi að koma neitt að þessu máli heldur fólkið sjálft frá a til ö!
Það mætti vel hugsa sér að tengja saman Almannaþing + Stjórnlagaþing og halda það á Þingvöllum.
Ég sé þetta svona fyrir mér:
Almenningur kæmi saman á Þingvöllum til að ræða saman á Almannaþingi og þar yrði meðal annars rætt um Stjórnlagaþing og hvað ætti að vinna á því. Notað yrði öll mikla vinna allra lýðræðishópa fólks sem hafa skipst á skoðunum um málið á undanförnum mánuðum! Þar er mikil og góð undirbúningsvinna að baki! Þessir hópar kæmu þá með sín skjöl og athugasemdir.
Almannaþing kláraði þessa undirbúningsvinnu og ljúki því svo með því að kjósa fulltrúa á Stjórnlagaþingið.
![]() |
Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)