Eins og staðan er núna er útlitið ekki gott.

Ég held að það þurfi að fylgja svona bréfi betur eftir með því að hafa samband við þá sem ekki hafa svarað bréfinu frá Albertínu í lok tiltekins tíma. Annars verði þátttakan ekkert sérlega góð og gefi ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu mála. Hér í fréttinni er hvergi minnst á hvenær þátttakendur eiga að vera búnir að skila inn og svara könnuninni.

Eins og við vitum hafa margir leitað til Reykjavíkur á síðustu árum. Má þar ýmsar ástæður til telja. Meðal annars flytur fólk burt þegar að það hefur ekkert að gera í þeirra vanalegu störfum eins og fiskvinnu svo dæmi séu tekin. Einnig hefur fólk stundum lítið um að vera í frístundum a sumum stöðum. Síðan má nefna hversu dýrt hefur verið að búa úti á landi.

Það er alveg ljóst að stórefla þarf eftirvæntingu og áhuga fólks til að vinna úti á landi! Mætti gera eitthvað til þess að hvetja fólk til að flytja út á land. Eins og tildæmis að veita því ívilnun við að fá ódýrt húsnæði. En á sumum stöðum úti á landi er dálítið um laust húsnæði, meðal annars þar sem fólk hefur flutt búferlum til Reykjavíkur við atvinnumissi. 

Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir hvernig mætti bjóða fólki ívilnanir til að flytja út á land og sýnt fram á hvernig mætti efla fólk í leik og starfi í nálægð við hvort annað. 

Í "Okkar Ísland" eru settar upp hugmyndir sem sýna hvernig má stórefla samskipti fólks úti á landi og samræma störf og leik í (oft) meiri nálægð. Má þar nefna svokölluð "miðlæg þorp" þar sem fólk kæmi saman til starfa, kynninga, íþrótta og leikja. En það væri hægt að stórefla samskipti og eftirvæntingu fólks til að vinna saman í nálægð.

Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir að skipta landinu niður í 5 svæði til að ná fram betri nálgun í samskiptum íbúanna. Þar með talið eru stjórnmál og stjórnun inni á svæðum með atvinnusköpun.

Til að Ísland nái sér út úr þeim erfiða og mikla fjármálavanda sem það er í þarf að byggja upp störf úti á landi. Besta leiðin til þess er sú að setja niður og setja í gang fyrirtæki sem efla útflutning landsins til muna. Þannig væru til þess best fallin ýmis fyrirtæki í matvælageiranum sem mætti setja í gang og skipta niður á þau svæði sem hafa orðið verst úti á síðustu árum eins og tildæmis: Flateyri, Bolungarvík og Raufarhöfn svo dæmi sé tekið.

Það er alveg ljóst að ef Ísland á að hafa getu til að losna út úr fjármálavandanum þarf mikla hópeflingu í stórauknum störfum úti á landi. Ekki í einhverjum Álverksmiðjum og Orkufyrirtækjum, heldur frekar fyrirtækjum sem byggjast á því að efla framleiðslu á vörum sem hægt væri að flytja út og selja til margra landa og margra aðila frekar en til eins stórfyrirtækis sem græðir svo mest á sölunni.

Aukin landsframleiðsla er stórþáttur (ásamt ýmsum öðrum þáttum) í því að við yfirhöfuð getum tekist á við fjármálavandann.

"Okkar Ísland" verður sett hér inn í fullri lengd á næstunni...


mbl.is Rannsakar viðhorf til búsetu á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband