Færsluflokkur: Bloggar

Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Hér eru nokkrar Jólamyndir sem ég tók, en eru ekki nýjar. Hafa þó alltaf sama tilgang, sem er Jólaandinn Smile

 

jol1_1126636.jpg

jol3_1126634.jpg

 jol2_1126635.jpg

 

 

jol4_1126633.jpg

jol5_1126632.jpg


Tröllasokkar?

Tröllasokkar hafa hangið á snúru á Gemlufallsheiði í næstum eitt og hálft ár.

Ef þetta er rétta myndin af sokkunum þá er alveg augljóst að sokkarnir eru af einhverjum Risa. Því eitthvað sýnist þetta ullarhrak vera í yfir, yfirstærðinni og benda til þess að eigandanum hafi mistekist að þvo. Ómuglegt er að sjá að allt saman séu einhverjir sokkar.

Mjög sérkennilegt og leyndardómsfullt mál allt saman. BlushShocking

Spurningin er sú hvort að íbúinn hefði ekki bara átt að taka sig til og henda hrakinu öllu saman.

Þetta þarna í miðjunni virðist frekar vera einhverskonar ullar bikini.

 

 


mbl.is Sokkar á snúru í hálft annað ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín skoðun

Ég horfði á þennan leik. Lið Angóla leikur allt annan leik en Svartfjallaland. Þær reyndu að spila boltanum hratt á milli sín. Og voru með snöggar stórskyttur. Allt annað en Svartfellingar, sem mér fannst reyna að drepa leik sinn niður og hægja á.

Við íslendingar vorum að spila eins ef ekki mjög svipaða vörn og á móti Svartfellingum. Lágu þær aftur við línuna í 6-0 vörn. 

Mín skoðun er sú að liðið var látið spila kolranga varnartaktík. Sem hefði átt að vera með þeirri hliðsjón á því hvernig lið Angól spilar.

Að mínu mati hefði vörnin átt að vera spiluð miklu framar og þær hefðu átt að koma miklu betur út á móti Angóla stelpunum. Kannski hefði verið hægt að láta þær spila 4-2 vörn með tvær sem hefðu komið vel út á móti til að trufla leik Angóla.


mbl.is Stelpunum okkar kippt niður á jörðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknum þetta út!

1. Er Jón Bjarnason þessi blóraböggull og það sé vegna ESB en ekki þessara Sjávarútvegsmála hans (eins og Björn Bjarnason segir)?

2.  (ég) Ef Jón Bjarnason er líka blóraböggull vegna þess að Sf þurfti að finna eitthvað til vegna ákvörðunar Ögmundar vegna Nubo málsins (vegna hótana Sf um að samstarfi flokkana væri búið og stjórninni slitið).

3. Hvað er það sem Ögmundur hefur þá sem ríkistjórnin þarf virkilega á að halda? Því staða hans hlýtur virkilega að vera traust!

4. Ef Ögmundur styður við Jón Bjarnason eins og hann segir. Geta þá Sf menn ekkert gert til að koma höggi á VG?

5. Það eru ca. 2 mánuðir síðan að tveir þingmenn yfirgáfu VG og gerðust óháðir. Eru þá tveir mánuðir núna þangað til stjórnin fellur? 

Er ekki óhætt að segja að mjög stutt sé í að stjórnin falli. Það er jú mjög mikið rifist á stjórnarheimilinu. 

Íslensk stjórnmál eru í algjöru rugli og eru að ná toppi í farsakenndum yfirlýsingum. Núna rétt fyrir Jólin.

 


mbl.is Ögmundur styður Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tilefni aðventunnar: Nokkrar myndir í Jólabúningi

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið hér og þar um Ísland á undanförnum árum. Settar í jólabúning.

Ég reikna með að selja þessar í Mjóddinni fyrir Jólin, með Kartoni utanum.

jol1.jpg Þessi er af Seljalandsfossi með tvo Regnboga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

jol2.jpgGróttu Viti

 

 

 

 

 

 

jol3.jpgFrostkjarni við Silungapoll

 

 

 

 

 

 

jol4.jpgJökulsárlón

 

 

 

 

 

 

jol5.jpg Tjörnin í Reykjavík

 

 

 

 

 

 

jol6.jpgTekið yfir að Jöklinum rétt áður en komið er að 

Dyrhólaey

 

 

 

 

jol7.jpg Við Mývatn

 

 

 

 

 

 

jol8.jpg Í Þórsmörk

 

 

 

 

 

 

jol9.jpgHólar í Hjaltadal

 

 

 

 

 

 

jol10.jpgHestar í Þoku við Gönguskörð í Skagafirði


Jæja, er það?

„Auðlindir okkar samanstanda af þeim hlutum sem mestur skortur verður á í heiminum til framtíðar, orku, vatni, matvælum, landrými, sterkum samfélagslegum innviðum og öryggi,“ sagði Sigmundur.

Það er nú einmitt það sem ég sjálfur hef verið að skrifa um hér á bloggi mínu! Undanfarna daga og mánuði. Og á því þurfum við að byggja nýjan kjarna.

Til þess að við getum byggt upp framtíð þá þarf að haldast í hendur:

1. Fólksfjölgun út á landsfjórðunguna.

2. Að fólk geti eignast fasteign á viðráðanlegum lánum.

3. Fjárhagsleg afkoma fólks.

4. Lýðræðisviðræður við samkomu fólks þar sem hún verður til þegar að unnið er að öðrum verkum sameiginlega.

5. Sköpun atvinnuverkefna sem nýtist svæðunum.

6. Samfélagsleg aðkoma þar sem allt þetta helst í hendur og fólk vinnur saman í nærfélagi að verkefnum. Bæði í leik og starfi.

Það verður ekki gert nema að byggja upp skipulega frá sérstökum "Sjálfbærnimiðstöðum" Því þannig eingöngu næst heildstæð uppbygging á samfélaginu. Að byrja á vistvænum verkefnum sem síðan hver landsfjórðungur getur notið góðs að. ALGJÖR UPPBYGGING með þessi 6 atriði hér að ofan að leiðarljósi.

Ég vil nota tækifærið og benda fólki á hugmyndina á bak við "Sjálfbærniþorpið":

http://samfelagvesturs.weebly.com

 

 


mbl.is Vill íslenskt ríkisolíufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Mikið er ég ánægður með ráðherrann núna!

Ég skil ekki alveg tilganginn með því í fyrsta lagi að bera þetta upp við ráðherra. Það mætti tildæmis alveg ætla að útlendingar ættu að kunngera sér íslensk lög um þetta.

Sem svarar því spurningunni um þennan kaupsýslumann fullkomlega.

Ég nenni síðan ekki að fara að nefna eitthvað hér um "Global-lista" flokkinn á Íslandi og þingmenn hans. Búinn að fá yfir mig nóg upp í kok af því liði!

 

Við íslendingar þurfum að taka okkur til við að endurreisa Ísland með heildstæðum sjálfbærniverkefnum í nærumhverfi.

Skoðið einfalda vefsíðu um "Sjálfbærniþorpið"

http://samfelagvesturs.weebly.com/


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er skuggaleg

Segja má að framtíð ESB sé svona svipuð og myndin af Angelu. Dökk og skuggaleg. Myndin er svolítið táknræn því að skuggi fellur beint á mitt andlit hennar. Pínu ljósara á kinnarnar, en augun drungaleg. Það er eins og að vinstri kinnin falli í skuggann af þeirri hægri.

Merkel hefur haldið því fram að besta leiðin til þess að bæta ástand hins lamaða evrusvæðis sé að gera „örlitlar“ breytingar á stofnsáttmálum ESB sem muni veita Brussel meira vald til þess að fylgjast fjárlögum aðildarríkja ESB og refsa þeim ef þau brjóta reglur sambandsins.

Aðrir, þar á meðal ríkisstjórn Frakklands og Framkvæmdastjórn ESB, vilja sameina skuldir evruríkjanna og veita Evrópska seðlabankanum aukin völd til þess að hafa afskipti af skuldabréfamörkuðum.

Hvaða pólar ætli taki völdin í ESB?

Hvort er betra ofurvald frá Brussel eða aukin seðlabankavöld?

Það væri alveg ljóst að svokallaðar "örlitlar" breytingar mun kalla á enn fleiri "örlitlar" breytingar í framtíðinni. Þangað til að ofurvald vofir yfir aðildarríkin og þau munu sífellt hafa minna að segja. 

Aukin völd seðlabanka kallar á stóraukna peningastjórnun og þeir sem eru inn í Evrunni munu þannig geta haft lítið að segja um fjárhagslega framtíð sína.

Ég held það væri best að hætta þessu ruglsambandi strax því það er augljóst að það er svo margt sem tekur á og mikil vandamál sem þau ráða ekki við. Betra er að gera það sem fyrst því ef ekki þá verður aukin hætta á stríði.

Íslendingar vaknið nú og veljum okkur framtíð án þessa ofurvalds! Berjumst fyrir að búa okkur til eigin framtíð sjálf!

 


mbl.is Segir framtíð ESB í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólabókin í ár?

Össur er held ég bara sögupersóna í Fantasíu.

Sagan heitir: Pain in the Ossa pubis

En verkur þarna getur leitt upp í heila og orðið til þess að þeir sem hafa hann verða þrálátir á eitthvað sama hvað það kostar. Þetta er taugasjúkdómur með ofvirkni á taugaboð til heilans og út í líkamann. Þessi sjúkdómur getur orðið líka þess valdandi að þeir sem hafa hann séu alltaf á iði og á ferðinni. Geta þannig ekki verið kyrrir lengi á sama stað. Og eiga stundum erfitt með svefn.

Í alvöru talað. Það er dálítið mikið um það á Íslandi að sumt fólk getur ekki viðurkennt að hafa vitlaust fyrir sér. Og á ég ekki þá bara við Össur..................

Össur hlýtur bara að vera með einhverja þráláta hugfötlun. Og dreymir bara ESB


mbl.is Umræðan „súrrealísk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband