Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Verkefni í ferðamálum gætu haldist í hendur
Út frá sérstökum Sjálfbærnimiðstöðvum væri hægt að skipuleggja ferðamálefni betur yfir á landsvæðin.
Sjáið möguleika "Sjálfbærniþorpsins"
http://samfelagvesturs.weebly.com
og smá pistil um framtíðarmöguleika Íslands sem ferðamál geta algjörlega tengst inn í.
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1206366/
Ísland nýtur aukinna vinsælda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. nóvember 2011
DRR? er það framtíðarlandið Ísland?
Eða eigum við íslendingar að búa okkur til eigin framtíð sjálf?
Hver mun lána IMF í framtíðinni til að geta fjármagnað síendurnýjaða skuldakreppu ýmissa þjóða?
Spurning þessi kann að virðast svolítið hjákátleg meðal annars með tilliti hvaða aðilar standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Hvert geta þessar þjóðir leitað næst þegar að kreppir að? Eru aðrir aðilar sem geta endurfjármagnað skuldir þjóða með svipuðum aðlögunarskulda-lánapakka og IMF veitir? En óneitanlega vekur þessi hugsun upp fleiri spurningar eins og tildæmis þessa: hvað gerist þegar að sífellt fleiri þjóðir verða gjaldþrota með því að geta ekki endurnýjað lán eins og skuldabréf vegna þess að þær eiga ekki fyrir skuldunum? Eru komnar í þrot.
En þetta er raunhæf spurning vegna þess að fjármálamarkaðir heimsins eru keðjuverkandi vegna viðskiptatengsla þeirra. Sem og að þurfa að standa með inni í þeirri keðjuverkun á meðan að verið er að bjarga annari þjóð. En stórskuldir þjóða geta þannig einmitt orðið meðvirkandi í aukningarstigi vegna þessarar keðjuverkunar og skyldleika hinna ýmsu markaða heimsins. Tildæmis geta skuldir þjóða innan sérstakra bandalaga eins og ESB þannig orðið til þess að aðrar þjóðir innan þess dragast með.
Kraftur mannvitsins innan sérstöðu þjóðarinnar
Á meðan að Evrópuþjóðir innan ESB og heimsins alls fara inn í
"Debt Rollover Rollercoaster"
gætum við íslendingar tekið nýjan pól í hæðina með því að byggja upp Ísland með algjörlega nýjum forsendum.
Við íslendingar þurfum skipulega að búa landið undir framtíðina til að losna við þessa sýendurteknu skuldakreppu sem þjóðin mun mjög sennilega lenda í eins og þjóðir Evrópu og heimsins virðast vera að gera. Því staðreindin er sú að allar bjarganir verða gagnslausar og aftur gagnslausar. Því ekki er hægt endalaust að hefja aftur þann leik sem hafinn er. Það er vonlaust að "Rollover" á allan heiminn. Og óneitanlega munum við dragast með inn í keðjuverkunina ef við gerum ekkert til að sporna við.
Að fullu vistvænt Ísland
En sérstaklega vegna stöðu Íslands, fjarri öðrum löndum, sem og eins og að hafa eigin gjaldeyrir þá höfum við tækifæri til að stórefla landið okkar. Þannig gætum við íslendingar skipulega búið þjóðina undir framtíðina.
Við gætum tildæmis endurvakið Landbúnaðinn með stóreflingu í framleiðslu ýmissa vistvænna afurða. Hvergi í heiminum er tildæmis til eins öflugur jarðhiti sem hægt væri að notast við í verkefnin meðfram öðru.
Einnig væri hægt að setja í gang ýmiss önnur vistvæn verkefni stór og smá sem snúast um algjöra sjálfbærni og meðfram því stórauka ný störf hvarvetna út um allt landið. Þannig gætum við séð mikla mannfjölda aukningu hér og þar um Ísland.
Við þurfum að búa okkur til fæðuöryggi fyrir okkur sjálf sem og þegar að henni er náð þá gætum við líka hafið útflutning á ýmsum nýjum vöruflokkum sem ýmsar þjóðir munu keppast um að kaupa af okkur. Einmitt vegna þeirra sérstöku eiginleika sem vörur okkar geta náð með vistvænni gæðastimplun sem verður til þegar að verkefnið eru unnin skipulega frá ákveðnum stöðum.
En möguleikar okkar eru ekki bara í matvælaframleiðslu. Því landið okkar hefur upp á að bjóða tækifæri til að búa til ýmsar vörur sem teljast til tækninnar.
Hvernig virkar Sjálfbærnin best?
Þegar að fólk kemur saman til að efla sjálft sig í nálægð við hvort annað þá verður það til þess að hugmyndirnar kveikna. Og samstaða fólks eykst þegar að það fær að taka beint þátt í því sem verið er að gera og á að framkvæma. Samfélagið helst þannig í hendur til að samefla svæði landsins, fyrst í fjarlægð frá svæðum og svo til baka yfir í þorpin þar sem verkefnin geta orðið til.
Kjarni málsins er þannig samefling sjálfbærninnar með því að fólk vinnur saman að sinni eigin framtíð sem og annara, frekar en eitt og eitt smá verkefni séu sett af stað. En nálægð fólks við þann stað sem störfin verða til, eins og með leikjum og öðrum athöfnum, verður til þess að eftirvænting myndast meðal þess.
Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp landið okkar!
Til þess er besta ráðið að setja upp sérstakar miðstöðvar fyrir hvert landshorn Íslands. Þar sem heildstæð sjálfbærni verður til.
Skoðið undirlyggjandi hugmynd að Sjálfbærniþorpinu þar sem sjálfbærni í ýmsri mynd er lýst:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Bloggar | Breytt 22.11.2011 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. nóvember 2011
Kannski?
Voru þetta bara ekki náungar sem ætluðu sér að taka völdin? Eigum við þá von á að sjá fleiri svona atvik á næstunni? Það eru held ég 7 byggingar sem þarf að yfirtaka til að ná völdum.
Jóhanna og co. má þá kannski fara að vara sig?
Þó, bíðum og sjáum hvort það verður ekki á öðrum vettvangi fljótlega á næsta ári!
Fóru upp á Stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Alþingi er ekki til fyrirmyndar!
Á Austurvelli fer fram alþingi götunnar þar sem fólk getur komið inn með sínar hugmyndir um hvað megi betur fara í þjóðfélaginu. En alþingi götunnar er tildæmis forvísir að samfélagslegri lýðræðismiðstöð svo dæmi sé tekið.
Í alþingi götunnar þurfa menn ekki að koma með ávirðingar sín á milli. Á alþingi götunnar rífast menn ekki og koma með gífuryrði! Á alþingi götunnar koma menn ekki með ávirðingar á þjóðhöfðingja landsins. Á alþingi götunnar ræður fólk saman á friðsömum nótum. Allt sem kemur fram á alþingi götunnar er til fyrirmyndar! Það er svo sannarlega annað en hægt er að segja um alþingi Íslands og þingmennina þar inni.
Er ekki í lagi með fólk? Hver er ástæðan fyrir því að Occupy-hreyfingin hefur tjaldað á Austurvelli?
Hvað koma mótmæli því við hvort eitthvað sé til prýði? Ég get hvergi séð að það sé nein sérstök óprýði að þessum tjöldum. Hvergi neitt rusl eða þess háttar. Ég held að alþingi verði bara að sætta sig við mótmælin.
Það er jú verið að mótmæla.
Alþingi götunnar er miklu meira til fyrirmyndar heldur en alþingi íslendinga.
Tjöldin ekki til prýði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Ég krefst að!
Ég krefst þess að Sf hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Það er kominn tími til að þessi mikli minnihluti í þessu máli hætti að halda þjóðinni í gíslingu!
Því þetta er ekkert annað en gísling. Við verðum að átta okkur á því. Hefði þessi voða-flokkur ekki verið kosinn til stjórnar þá myndi þetta mál ekki vera eins og vofa yfir þjóðinni. Við hefðum aldrei farið í þetta viðræðu-ferli.
Það er nú tildæmis ein af ástæðunum fyrir því ég hef talað um að við ættum að draga okkur út úr þessum viðræðum strax!
Ég hef annars ekkert skoðað Facebook-síðu þessa þingmanns sem skrifar um þetta mál.
Það er mikill kraftur í þjóðinni að velja sér nýja íslenska samræmda leið til framtíðarinnar. Leið sem er og verður alltaf miklu betri vegna þess hversu rík við íslendingar erum af landsins gæðum. Þeim sem við ættum að nota okkur algjörlega sjálf!
Íslendingar finnum okkar eigin leiðir fyrir framtíðina með nýjum leiðum með stóreflingu á Sjálfbærni þjóðarinnar. Því þar verða tækifærin til að setja í gang sjálfbær verkefni og búa þjóðina undir erfiða alþjóðlega framtíð. ÞAÐ ERU LEIÐIR TIL ÞESS!
Segir ummæli Össurar ekki trúverðug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.11.2011 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Hin rómuðu bandaríki
Bandaríkjamenn hafa löngum stært sig af því að vera besta þjóð í heimi og þar væri best og frábærast að búa. /fyrir hina ríku.
Það er auðséð að þessi 1% Elíta ræður öllu í Bandaríkjunum. Skiptir þá engu hvað verður um fólkið sem lifir undir fátæktarmörkum. Kannski henda svona einum og einum brauðmolum í fólkið á hinum ofur spennandi (ekki) fjársöfnunar samkomum Þeirra ofríku.
Því miður munu þeir ekkert læra af mistökum sínum því þar sem margra milljóna samfélag er þá eru nógu margir milljarðamæringar sem vilja halda í sitt og engu breyta. Öllum skuldum sem þeir búa til verður þannig hellt yfir á alla þjóðina. Hreyta bara illum orðum í fólkið sem er að mótmæla á götum úti. Segja bara að það sé óþjóðalýður, róttæklingar og eiturlyfjaneytendur. Sem og önnur ósæmandi orð.
Í Bandaríkjunum er líklega siðblindan í svipuðu hlutfalli við þá ríkustu.
**
Við íslendingar þurfum að taka okkur til og læra af þeim hvernig ekki á að framkvæma hlutina.
Einmitt vegna fámennis okkar þá höfum við tækifærið til að vera rfumkvöðlar að breytingum í heiminum.
16% Bandaríkjamanna undir fátækramörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Munaðarlaus sjálfbærni er misvísan í framkvæmd?
Er orðið "Sjálfbærni" misnotað?
Þetta er allt nokkuð óljóst og alltof snemmt að segja til um þetta.
Að lesa og hlusta svona á fréttir virðist svo vera að stjórnmálamenn séu að fara að setja sig í stellingar. Þeir virðast vera byrjaðir að tala upp til fólks með allskonar innskotum og loforðum.
Getur það verið að það sé farið að styttast í kosningar?
Mótælendur munið að við látum ekki stjórnmálamenn með munnræpu æla yfir okkur loforðunum.
Nú eigum við kröfunar! En ekki þeir loforðin! Það sem á undan er gengið er ekki gleymt!
Hér eru tvær fréttir bornar saman frá tveimur ráðherrum úr sama flokki
1.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir alveg ljóst að Vaðlaheiðagöng verði að standa undir kostnaði með vegtollum og gjöldum eigi ríkið að fjármagna framkvæmdina. Aðrar samgönguúrbætur séu framar í forgangsröð eigi ríkið að greiða fyrir þær.
2.
Fjármálaráðuneytið telur að nýir útreikningar stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. á forsendum Vaðlaheiðarganga standist og að framkvæmdin verði sjálfbær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra situr fyrir svörum á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um Vaðlaheiðargöng.
Við teljum að þessar forsendur séu eins traustar og getur verið, sagði Steingrímur. Tók hann fram að hann teldi spár um umferðaraukningu varfærnar. Þannig væri ekki tekið tillit til væntanlegra stórframkvæmda í Þingeyjarsýslu. Þá sagði hann að reynsla frá öðrum göngum sýndi aukningu.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins, sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi þannig að hægt sé að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa, sagði ráðherra.
Reynið þó að finna eitthvað annað en orðið "Sjálfbærni" þegar að þið eruð að tala um þessi mál. Því að orðið Sjálfbærni passar ekki þegar að verið er að tala um eitthvað sem ber sig sjálft fjárhagslega (sjálfberandi) á þennan hátt.
Orðið "Sjálfbærni" er notað til að sýna fram á að hverskonar vistvæn verkefni sem og verkefni innan félagslegs samfélags muni virka. Tengist þannig grænum verkefnum og grænu hagkerfi.
Sjálfbærni grundvallarforsenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Er sjálfbærni í umræðunni?
Ég velti því fyrir mér hversvegna að Lilja vekji athygli á sjálfbærni einmitt núna þegar að ég hef verið að vekja sérstaka athygli á hugmynd mína um svokallað:
Sjálfbærniþorp
Hugmynd sem er sennilega ein sterkasta aðferð við að gera Ísland að heildar-sjálbæru samfélagi. En hugmynd mín er mjög fjölþætt og tekur á félagslegri sjálfbærni líka.
Ég ætla leyfa mér hér að fullyrða að ég hef eina sterkustu aðferð við að byggja Ísland að fullu upp á grundvelli sjálfbærni í sem víðastri mynd.
Skoðið:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Einnig þennan pistil um atvinnumöguleika sjálfbærnisamfélaga:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1203123/
Vil endurvekja grunngildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Atvinnu uppbygging í krafti fjölfærnisamfélags
Sjálfbærniþorpið
er alvöru hugmynd fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt hafa eflaust tekið eftir því að ég hef verið að auglýsa "Sjálfbærniþorpið" sem er hugmynd mín sem snýst um sjálfbærni í sem víðastri mynd.
Með þessum pistli vil ég benda fólki á möguleika Sjálfbærnisamfélags að stórefla atvinnu á svæðum þeim sem það snýr að. Hér tek ég til starfsemi sem snýr að Vesturlandi og Vestfjörðum.
Við það að byggja upp svæðið þar sem sjálfbærnisamfélag yrði sett upp þá yrðu til 30-50 störf bara við framkvæmdir að byggja samfélagið upp.
Þegar að samfélagið færi í gang yrðu til 90+ störf við ýmsa starfsemi.
Þegar að sjálfbærniverkefni verða til þá geta þau stóreflt atvinnustarfsemi þess landsfjórðings sem þær heyra til. Þannig er hægt að sjá fyrir sér fólksfjölgun á svæðunum vegna nýrra verkefna og vegna eflingar á ýmsum verkefnum.
Fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur með vaxtalausum lánum gæti líka verið nálgun á að byggja upp fjölfærnisamfélag sem byggir á allan hátt að sjálfbærni í sem víðastri mynd.
Skoðið:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. nóvember 2011
Ísland og framtíðin
Ég nota þessa frétt ef það er í lagi til að setja tengingu á grein mína.
Með krafti, dug, þor og vilja getum við íslendingar valið okkar eigin framtíð. Því það er í þjóðarsálinni að eiga rétt á og geta tekið okkar eigin ákvarðanir til að búa okkur til þá framtíð. Þessi atriði eru þannig og hafa allltaf verið sterk með þjóðinni, ásamt sterku stolti af verkum okkar. Og verða alltaf þannig sterk. Ein aðal ástæðan á þessu er fjarlægð landsins okkar frá öðrum löndum.
Kraftur sá er ofar öllu öðru brölti sem snýst um að einstaklingurinn, fjölskyldan og þjóðin verði háð öðrum, frekar en okkar eigin ákvörðunum.
Kraftur okkar til að framleiða íslenskar vörur og eiga til þess tækifæri að bjóða þær fram á sanngjörnu verði er alltaf þannig ofar öllum loforðum um lækkað innflutt vöruverð, svo eitt dæmi sé tekið.
Kraftur okkar um að eiga val á að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt. Því fáar þjóðir í heiminum eiga eins góða möguleika á að búa til sjálfbæra framtíð byggða á því sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Íslendingar hafa þannig sérstöðu í heiminum vegna þess að við höfum tækifæri til að byggja okkur upp með fæðuöryggi sem byggist upp á að efla Landbúnað að nýju með allskonar vistvænum verkefnum í hverskonar ræktun eins og grænmeti, ávöxtum, sem og enduruppbyggingu á kjötframleiðsu.
Þannig gætum við byggt á því að allar framkvæmdir verði vistvænar og sjálfbærar að öllu leiti. Og fæðuöryggið helst í hendur við sjálfbærnina. Sem og að eiga þess kost á að bjóða öðrum þjóðum upp á algjörlega vistvænar vörur til kaups.
Þannig gætum við byggt upp landið okkar að fá almenning með til að vinna saman jöfnum höndum að framgangi þess. En það er gert með nálgun fólksins inn með hverskonar samvinnu í félagslegri sjálfbærni þar sem fólk kemur saman til að efla og skapa. Eru þátttakendur í að móta sjálfbært samfélag með sínum krafti þar sem leikur og störf verða til í sameiginlegu umhverfi.
En félagsleg sjálfbærni fellst meðal annars líka í því að byggja upp sjálfbært hagkerfi þar sem fjölskyldan kemur saman til að eiga þess kost á að velja og byggja sér upp áhyggjulitla framtíð. Þar sem inni væru tildæmis mjög litlar sem engvar fjárhagsáhyggjur. Það væri kerfi sem væri miklu öflugra og sterkara heldur en kerfi sem byggist á veitinum ölmusa eins og velferðarkerfi okkar byggir á. Þátttaka í störfum og leik helst þannig í hendur til að búa okkur til sanngjarna framtíð.
Að gera Ísland þannig að sjálfbæru samfélagi byggist líka á því að fá fólk til að vinna saman að allskonar verkefnum. Því þar sem heildstæð samstaða ríkir, þar ríkir krafturinn, dugurinn og þorið. Því þarf að tengja saman samfélög hér og þar á Íslandi til að öll sjálfbærni í hverju formi sem hún er, verði til og haldist í hendur. Þannig byggir sjálfbærnisamfélag sér upp heildstæða stefnu sem verður til þess að bæði lítil verkefni og stór verða tll. Verkefni sem hverskonar smærri samfélög eins og tildæmis sveitabæir og stærri samfélög sem þorp geta notið. Takmarkið hlýtur alltaf að vera að búa til heildstætt samfélag sem heldur undir og styður við verkefni sem sett væru í gang.
Eins og staðan er í dag er fullt af sjálfbærni verkefnum í gangi hér og þar um Ísland. Mörg þessara verkefna eru einyrkja verkefni sem sum eiga erfitt uppdráttar. Það skortir stuðning við verkefnin sem slík. En til þess væri best að byggja upp og efla sameiginlega starfsemi sem sjálfbærni samfélög væru. Þannig séð væri tilgangurinn á að setja í gang sjálfbærniþorp líka stuðningur við verkefni þegar komin í gang, sem og stuðningur í að setja ný í gang.
Stefna þessi sem slík er til að búa til algjörlega sjálfbært samfélag á Íslandi. En til þess væri besta framkvæmdin að búa til sjálfbærniþorp fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Eitt fyrir hvern landsfjórðunginn.
Ég skora á ykkur að heimsækja einfalda heimasíðu mína sem lýsir á einfaldan hátt því hvað hugmynd mín að Sjálfbærniþorpi er.
Sauðaþjófnaður upplýstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)