Mín skoðun

Ég horfði á þennan leik. Lið Angóla leikur allt annan leik en Svartfjallaland. Þær reyndu að spila boltanum hratt á milli sín. Og voru með snöggar stórskyttur. Allt annað en Svartfellingar, sem mér fannst reyna að drepa leik sinn niður og hægja á.

Við íslendingar vorum að spila eins ef ekki mjög svipaða vörn og á móti Svartfellingum. Lágu þær aftur við línuna í 6-0 vörn. 

Mín skoðun er sú að liðið var látið spila kolranga varnartaktík. Sem hefði átt að vera með þeirri hliðsjón á því hvernig lið Angól spilar.

Að mínu mati hefði vörnin átt að vera spiluð miklu framar og þær hefðu átt að koma miklu betur út á móti Angóla stelpunum. Kannski hefði verið hægt að láta þær spila 4-2 vörn með tvær sem hefðu komið vel út á móti til að trufla leik Angóla.


mbl.is Stelpunum okkar kippt niður á jörðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nú í kvöld 07. des. vann Ísland jú frábæran sigur á Þjóðverjum í handbolta.

Til hamingju með sigurinn stelpur!

Í ljósi þess hvað ég skrifaði hér að ofan varðandi vörnina. 

Þó ég sé nú alls ekki neinn sérfræðingur í Handbolta. Það er nú einu sinni svo að það er mismunandi hvaða vörn sé beitt eftir því hvaða þjóðir við erum að keppa við. Greinilega hentaði 6-0 vörn betur á móti Þjóðverjum og Svartfellingum. 

Hinsvegar er alveg möguleiki að 5-1 vörn henti betur á móti þeim þjóðum sem spila mjög hraðan bolta eins og mér tld. Angóla gera. Þar sem mikið byggist á utan skotum stórskyttna sem stökkva hátt upp. Það þarf jú að koma vel út á móti þeim. En það var einmitt það sem vantaði að gera á móti Angóla.

Nú er bara spurningin hvaða vörn henti á móti Kínverjum. Fer það eftir hvernig leik þær leika. En ég sjálfur hef ekki séð nema rétt smá brot úr leik þeirra.

Guðni Karl Harðarson, 8.12.2011 kl. 00:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessi endasðrettur var afbragðsgóður,þvilík barátta,ættum að vera svona í öllu ,póitík!!! líka.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Endasprettur,átti það að vera.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 16:12

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já, svo sannarlega!

Góðar líkur á að við komumst í 16 liða úrslitin

Allavega miðað við að Kína hefur tapað öllum leikjum sínum.

Guðni Karl Harðarson, 8.12.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband