Það er misskilningur?

Var það misskilningur?

Ég horfði á þessa frétt og sá að Össur lyfti greinilega brúnum þegar að hann sagði þessi orð: "það er misskilningur" Ég horfði á með það sérstaklega í huga að sjá hvort að hann gefði með andlitshreyfingum að hann væri að ljúga.

Maðurinn er blákallt að ljúga að þjóðinni og á að segja afsér. 

En hvort sem er á þessi ríkisstjórn að segja af sér vegna þessa máls alls. Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á þessu Icesave. Það er á hreinu. Þetta mál er allt saman glæpur gegn íslensku þjóðinni.

Ég hef nú sent 3 síðna skjal til indefence hópsins og Helga Áss Grétarssonar. Í skjalinu koma fram hugmyndir um mögulegar grunnlausnir sem allir ættu að geta sætt sig við. 

En fyrst þarf að segja nei við þessum Icesave samningi og setja þrýsting á Breta og Hollendinga. Að við íslendingar fáum pálmann í hendurnar. Eins og tildæmis að segjast hafa skoðað möguleika á dómstólaleiðinni. Ath. dómstólaleið tekur tíma því munu þessar þjóðir fyrir alla muni vilja semja upp á nýtt ef við neitum þessum samningi.

 Athugið líka! Við þurfum ekki einu sinni að búa til lánasamning við þessar þjóðir í nýjum samningi!

Skiljið þið röksemdina?:

Ef íslendingar neita þessum Icesave samningi þar sem það kæmi sterklega fram að íslenska þjóðin láti ekki þetta yfir sig ganga þá er íslenska þjóðin að segja að þið fáið ekki neitt nema að semja við okkur á okkar forsendum upp á nýtt.

Ef íslenska ríkisstjórnin vill ekki samþykkja slíkt. Þá er greinilega eitthvað mikið loðið í pokahorninu þeirra!

Ef Ísland ber ekki ábyrgð á þessu þá hafa Bretar og Hollendingar ekkert í höndunum til samninga!


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband