Færsluflokkur: Fjármál
Miðvikudagur, 23. september 2009
Af lærdómi fólks mætti taka
Gylfi, lærðir þú ekkert af fundinum í Iðnó? Tókstu hann ekki upp?
Hversvegna er ríkisstjórnin og ASÍ að halda áfram að tala um þetta svokallaða stöðugleikaplagg þar sem fólk hefur engva trú á því plaggi?
Verða þær aðgerðir sem rætt er um og að lokum ákveðnar nógu sterkar til að bregðast fyrir alvöru við vandanum. Eða er þetta svipað rugl og hann Árni Páll félags og tryggingamálaráðherra talaði um í sjónvarpinu í daginn?
Bara að velta þessu fyrir mér.
Ræða um greiðsluvanda heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Hvað gerist þegar að fólk lendir í greiðsluerfiðleikum?
Þegar að fólk nær ekki endum saman þá lendir það í erfiðleikum frá fyrsta degi. Það er mjög auðvelt að setja saman útreikning sem sýnir hvernig málin geta þróast. En verður aðeins gert á einfaldari máta hér.
Fólk getur auðveldlega lent í aðstæðum sem það ræður ekkert við allt sitt líf. Svo getur það orðið fyrir því að vera álitið fjármálaglæframenn og átt í síendurteknum erfiðleika viðræðum við banka sinn og starfsmenn þar sem stundum hefur lítinn sem nær engan skilning út á hvað málin ganga og virðing fyrir lántakanda lítil.
Allt á meðan að aðrir gátu gengið inn í banka og fengið lán með bréfum í bankanum sjálfum til að kaupa hlutabréf í bankanum án trygginar nema veð í sjálfum bréfunum. Til þess svo að geta selt bréfin síðar á miklu hærra verði á tölu sem átti sér langt í frá einhverja stoð í raunveruleikanum.
Fólk lendir síðan að þurfa að vera í síendurteknum samningum við sinn banka og aðrar lánastofnanir eins og Húsnæðislána. En dæmi eru til þess að fólk lendi í mjög erfiðum tilfinningalegum aðstæðum og félagslegum erfiðleikum þar sem jafnvel fólk getur veikst af geði og lent inni á geðsjúkrahúsi.
Ég er ekki hér að setja fram nein ákveðin dæmi né sérstakan útreikning en aðeins að reyna að sýna fram á hversu auðveldlega málin geta þróast áfram til hins miklu verra.
Hugsið ykkur svo hvernig aðstæður geta orðið þegar að mál hrannast upp í áralöngum erfiðleikum. En ástæðurnar geta verið ýmsar til að fólk missi tökin á fjármálum sínum! Tildæmis áralöng veikindi og aðgerðir á spítölum vegna veikinda.
Síðan eru það hinir sem gerðu lítið annað enn að bruðla í þessum svokölluðum óðæris árum sem voru ekkert annað en blekkingar til að fá fólk inn í bankana. Fólkið með flottræfilsbílana eða í einbýlishúsunum sem yfirpóluðu sig í óðærinu á ekkert skilið neina leiðréttingu eða að minnsta kosti ættu að fara aftast í röðina yrði nú eitthvað gert.
Það nánast ekkert gert fyrir fólk sem er fatlað fólk sem lendir í svona aðstæðum. Svo talað nú sé um réttindi fatlaðra þá stendur í stjórnarskrá Íslands þar sem segir að fötluðum séu tryggt réttindi og kjör sambærileg annara úti á vinnumarkaði. Eftir því er ekki farið.
Það eru oftast aðeins þeir sem hafa lent slíku sem áralöngum fjármálaerfiðleikum sem geta sagt frá út á hvað málin ganga.Og svo hinir ættu að lesa frá þeim til að fá einhvern skilning út á hvað málin ganga!
Að lokum þetta:
Ég held að stjórnvöld ættu að stórskammast sín vegna þess að standa sig ekki í að laga kjör þeirra sem hafa lent í erfiðum málum í stað þess að standa að því að bæta þeim kjörin sem þau best hafa. Bara eitt lítið dæmi um slíka verknaði er Icesave og trygginar í sjóð til einkafjárfesta......
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Hvað gerist þegar fólk nær ekki endum saman?
Þegar að fólk nær ekki endum saman þá lendir það í erfiðleikum frá fyrsta degi. Það er mjög auðvelt að setja saman útreikning sem sýnir hvernig málin geta þróast. En verður aðeins gert á einfaldari máta hér.
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að í svona aðstæðum sem þessum sé slíkar kannanir sem þessar ekki marktækar vegna þess hversu úrtakið sé lítið eða aðeins 1678 manns af öllu landinu, 16 ára og eldri, eftir handahófsval úr þjóðskrá. Þar sem svarendur voru þó aðeins 864 talsins og svarhlutfall svo lítið sem 52,4%. Ég held að málin séu miklu verri en þessi könnun gefur til kynna.
1. Ef könnunin hefði verið gerð með miklu stærra úrtaki sem þarf við svona könnun þá hefði útkoman verið áreiðanlegri.
2. Þeir sem eiga í erfiðleikum með sín mál vilja oftast ekki segja neinum neitt frá vegna þeirra stolts.
Þegar að fólk lendir í því að geta ekki borgað af lánum þá verður það til þess að þurfa að taka nýtt lán til að borga upp það gamla sem þegar hefur safnast upp vegna verðtryggingar og hærra vaxtaálags. Þannig lendir fólk í áralöngum eða lífslöngum hringiðum atburða sem það ekkert ræður við. Ef skuldir eru 20.000 kr. hærri en tekjur einn mánuðinn þá getur sú tala rokin upp í 30.000 krónur þann næsta. Þannig getur sá sem hefur verið í kr. 10.000 mínus í upphafi árs verið kominn í 60.000 kr. mínus í enda ársins svo smá dæmi sé tekið. Og þegar að talan hækkar það mikið þá kemur að því að taka þarf nýtt lán. Svo talað sé aðeins í smáum tölum. Hugsið ykkur svo hvernig þetta er í stórum tölum.
Fólk getur auðveldlega lent í aðstæðum sem það ræður ekkert við allt sitt líf. Svo getur það orðið fyrir því að vera álitið fjármálaglæframenn og átt í síendurteknum erfiðleika viðræðum við banka sinn og starfsmenn þar sem stundum hefur lítinn sem nær engan skilning út á hvað málin ganga og virðing fyrir lántakanda lítil.
Allt á meðan að aðrir gátu gengið inn í banka og fengið lán með bréfum í bankanum sjálfum til að kaupa hlutabréf í bankanum án trygginar nema veð í sjálfum bréfunum. Til þess svo að geta selt bréfin síðar á miklu hærra verði á tölu sem átti sér langt í frá enga stoð í raunveruleikanum.
Ég er ekki hér að setja fram nein ákveðin dæmi né sérstakan útreikning en aðeins að reyna að sýna fram á hversu auðveldlega málin geta þróast áfram til hins miklu verra.
Hugsið ykkur svo hvernig aðstæður geta orðið þegar að mál hrannast upp í áralöngum erfiðleikum. En ástæðurnar geta verið ýmsar til að fólk missi tökin á fjármálum sínum! Tildæmis áralöng veikindi og aðgerðir á spítölum vegna veikinda.
Síðan eru það hinir sem gerðu lítið annað enn að bruðla í þessum svokölluðum óðæris árum sem voru ekkert annað en blekkingar til að fá fólk inn í bankana. Fólkið með flottræfilsbílana eða í einbýlishúsunum sem yfirpóluðu sig í óðærinu á ekkert skilið neina leiðréttingu eða að minnsta kosti ættu að fara aftast í röðina yrði nú eitthvað gert.
Það nánast ekkert gert fyrir fólk sem er fatlað fólk sem lendir í svona aðstæðum. Svo talað nú sé um réttindi fatlaðra þá stendur í stjórnarskrá Íslands þar sem segir að fötluðum séu tryggt réttindi og kjör sambærileg annara úti á vinnumarkaði. Eftir því er ekki farið.
Það eru oftast aðeins þeir sem hafa lent slíku sem áralöngum fjármálaerfiðleikum sem geta sagt frá út á hvað málin ganga.
Að lokum þetta:
Ég held að stjórnvöld ættu að stórskammast sín vegna þess að standa sig ekki í að laga kjör þeirra sem hafa lent í erfiðum málum í stað þess að standa að því að bæta þeim kjörin sem þau best hafa. Bara eitt lítið dæmi um slíka verknaði er Icesave og trygginar í sjóð til einkafjárfesta......
Ná ekki endum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. september 2009
Styrkið gott málefni: tilkynning styrktarverkefnis mænuskaðaðra
Institute of Spinal Cord Injury
ISCI hefur verið valið sem styrktarmálefni á local charity twestivalinu
Lókal twestival verður haldið í Reykjavík laugardaginn 12. september næstkomandi. Þá helgi verða haldin twestivöl um allan heim en í stað þess að verið sé að safna fyrir einu og sama málefninu alls staðar, velur hver staður sér eitthvað lókal málefni til þess að styrkja. Enn er möguleiki á að tilnefna gott málefni. Nú þegar er búið að tilnefna Mænuskaðastofnun sem er lókal en starfar þó á alþjóðlegum grundvelli.
http://reykjavik.twestival.com/
skoðið einnig:
Stofnun mænuskaðaðra á Íslandi:
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. september 2009
Það stendur hvergi að........
Það stendur hvergi í fréttinni hve staðan sé núna. Aðeins að eigninar jukust á síðasta ári. Ég er ekki alveg viss en minnir að fyrir nokkru síðan hafi staðið í fréttum að frysta ætti þessar eigur og einhverjar af þessum eyjum (minnir Cayman-eyjur) hafi lofað að vinna með íslenskum stjórnvöldum að finna út hverjir þetta væru og frysta reikninga. Svo var líka sagt að alltaf væri hægt að komast að því hverjir væru eigendur reikningana!
Málið er, hver er þessi staða núna? Hvað gerðist við hrunið og eftir hrunið? Hafa þessir menn ekki fært þessa peninga til og falið þá annarsstaðar í sjóðum þegar að fór að halla á búið? Það eru ýmsar leiðir til eins og að festa peninga í ýmsum sjóðum í öðrum löndum.
Munið að það að eiga peninga á svona stöðum er svona smá svipað og að hafa ríkisborgararétt númer 2 því að þeir hafa getað fært til af reikningum og sett út um allt. Nákvæmlega eins og þegar opið var fyrir að geta sent peninga á fjárfestingareikninga erlendis eins og á Bandaríkjamarkað. Nema þá eftir venjulegum skattalegum reglum.
Það að eiga reikning á einhverjum þessum fríverslunareyjum þýddi auðvitað að menn gátu fjárfest af reikningnum svipað og að eiga reikning hjá miðlara á USA markaði.
viðbót: ég tek það fram að ég skoðaði þessi mál fyrir nokkrum árum og var dálítið að skoða hvernig þessu væri háttað. Fékk meira að segja viðbrögð frá bankamanni úr banka í Guernesey.
Því spyr ég einfaldlega! Hver er staðan á þessu núna? Er verið að vinna með þessum eyríkjum að stöðva þetta? Síðan: Hvað er búið að taka út af reikningunum?
>Virði eigna Íslendinga í skattaskjólunum Tortola, Kýpur, Mön, Jersey, Guernsey og Cayman-eyjum jókst um 40 prósent á síðasta ári á meðan heildareignir Íslendinga erlendis brunnu upp.
>Beinar fjármunaeignir Íslendinga í þekktum skattaskjólum jukust um 27,2 milljarða króna í fyrra og námu í árslok 72,5 milljörðum króna.
Það besta sem fréttamenn gætu gert væri að fara nákvæmlega yfir þessi mál eins og þeim er unnt og senda þá nákvæma grein um málið út í þjóðfélagið.
Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. september 2009
Við verðum að kunna að lesa í fréttir - hugleiðingar
Frétt sem þessi vekur mig til umhugsunar.
Hvað er á bak við svona árásir? Er það sem okkur er sagt? Trúum við öllum fréttum eins og eru bornar á borð fyrir okkur?
Eða geta stórfyrirtæki, tildæmis í olíugeiranum notað sér NATO til að verja sína hagsmuni? Og þá án tillits til almennra borgara? Sem hefur oft og mörgum sinnum gerst og borið upp með sönnunum.
Hugleiðingar:
En út á það meðal annars ganga styrjaldir:
1. Að ná eignarhald yfir land og þjóðir í krafti ofurfyrirtækja og beita fyrir sig saklausum hermönnum sem trúa því sem þeim er sagt. Að ofurfyrirtækin geti þannig notað sér heri vegna áhrifa og tengsla sem ná allt inn í stjórnir viðkomandi lands sem fyrirtækin eru frá og síðan stærri hernaðarbandalaga sem ná út í heiminn. Allt til gert þess að hagnast sem mest á kosnað almúgans.
afleiðingar: styrjöld í landinu með miklu mannfalli því fólk vill einfaldlega verja rétt sinn við öllum þeim afleiðingum sem svona atburðir geta orðið valdandi að.
áróður: í fréttum getum við séð algjörlega andstæðu því sem raunverulega gerist því þeir sem hafa valdið og peningana geta notað sér fjölmiðlana til að stórskreyta fréttir af atburðum.
2. Trúarstyrjaldir til að verja land og landamæri trúarflokka.
afleiðingar: Smástyrjaldir sem ganga út á erjur á milli trúarflokka, oft með minna mannfalli. Sem síðan á hættu á að stóraukast upp í styrjöld milli viðkomandi trúarflokka eða ríkja og landa með miklu mannfalli.
áróður: Það að í fréttum sjáum við oft mikinn áróður frá öðrum hópnum en ekki hinum þar sem allt á að vera öðrum að kenna en ekki þeim sjálfum sem voru sökudólgarnir= Áróðursmeistarar sem nota sér fjölmiðla til að fá heiminn til að hafa samúð með málstaðnum sem geta þó oft verið blekkingar og fals málstaður. Í þeim árróðuskrafti er annar aðilinn gerður sá seki þó oft geti því öfugt verið farið.
Í svona dæmum þarf oft ekki nema smáatvik eins og einn maður sé settur (af stjórn á fundi) í að sprengja upp eitt hús eða einn lítinn bíl. Síðan er búinn til áróður í kringum dæmi og sagt að hinir hafi verið að gera eitthvað sem varð þessa valdandi. Og einn svona atburður getur oltið upp á sig eins og snjóbolti (en það er oft tilgangurinn líka). Hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið........
Ég er alls ekki að segja að þetta sé alltaf svona. En við verðum að geta lesið í fréttir og ekki alltaf trúa því hráu sem okkur er sagt.
Bara eitt hugsanlegt dæmi:
Fyrir um ca. einum og hálfurm mánuði síðan var nokkrum bandarískum hermönnum rænt af Norður Kóreu. Inn fór Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem til samningaviðræðna um að fá hermennina lausa. En hvað þurfti til að fá þá lausa? Hvernig var hægt að leysa málið þannig að báðir aðilar kæmu sæmilega út fyrir umheiminum? Lítið var heiminum tjáð um það hvernig þetta mál endaði. Afhverju fóru ekki Bandaríkin í stríð?
Síðan gerist það 1/2 mánuði seinna að sagt var frá tveimur jarðskjálftum með stuttu millibili. Setja má stórt spurningarmerki við þessa jarðskjálfta! Var annar þeirra framkallaður með þegar að sprengd var tilrauna Kjarnorkusprengja neðanjarðar? Var hinn, sá seinni (sá sem var nálægt Japan) framkallaður (með einhverri tækni) til að gera þann fyrri trúanlegri?
Það er alls ekki víst að þetta hafi verið svona eins og ég hér er að lýsa heldur er ég aðeins að sýna fram á möguleikana. Lesum í fréttirnar því að við almenningur í dag eigum að vera upplýstari en svo að trúa öllu því sem okkur er borið á borð með fjölmiðlum heimsins.
Borgarar meðal látinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Góðir íslendingar - framtíðin er val okkar
Leiðin er vörðuð! Almenningur á Íslandi lætur ekki kúga sig! Það er alveg ljóst að Icesave málið kristallast af atburðum síðustu mánaða um fjármálakerfið á Íslandi. Það er alveg ljóst að ríkisstjórn ætlar sér ekkert að gera til að breyta út úr því fjármála og stjórnunarkerfi sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Það á að halda áfram með sama ruglið.
Ríksstjórn og alþingi ætla sér að kúga almenning í landinu með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave. Að almenningur eigi að borga upp skuldir fjárfesta, fjármálaóreiðumanna er ekkert annað en glæpur gagnvart almenningi í landinu. En réttlætið í fólkinu á Íslandi er það mikið að við erum eins dugleg eins og við getum að sýna fram á óréttlæti þessarar kröfu! Við látum ekki kúga okkur til að borga það sem við eigum ekki að borga!
Í fyrri Búsáhaldabyltingu var gengið í því að koma fyrrverandi meirihluta óstjórn frá.
>Við gætum tildæmis mætt niður á Austurvöll með allskonar tól og tæki eins og potta og pönnur og allskonar önnur tæki sem fólki dettur í hug til að gera eins mikinn hávaða og við getum. Fólk gæti þannig dreyft sér í kringum alþingishúsið og látið vel í sér heyra. Tilgangurinn er sá að trufla ræður þingmanna með háfaða sem heyrist inn á þingið.
Einhvernveginn svona voru þau orð.
En verður til seinni Búsáhaldabylting? Hvernig lætur almenningur á endanum í ljósi óánægju sína þegar hún hefur safnast saman í mikilli reiði? Já! Leiðin er vörðuð því stjórnvöld hafa sýnt það og sannað að það er ekki umhyggja fyrir fólkið í landinu sem er í huga þeirra.
Þó ríkisábyrgð verði samþykkt á Alþingi fyrir Icesave þá er málinu alls ekki lokið fyrir almenning! Því skal ganga til þjóðfélags stríðs almennings á þann hátt að segja það ákveðið nú í framtíðinni að við ætlum ekki að borga þetta! Sama hvað það kostar. Í þeim tilgangi væri hægt að setja í gang nokkurskonar "ÖRYGGISRÁÐ ALMENNINGS" sem hefði þann tilgang að finna allar leiðir til að almenningur þurfi ekki að borga þetta! En til eru ýmsar hugmyndir þar að lútandi. Fólk gæti þannig haldið áfram að koma ákveðið fram í umræðunni úti í þjóðfélaginu og komið inn í "Öryggisráð" með hugmyndir sem væru (eftir sanngjarnar umræðu) komið á framfæri út í þjóðfélagið og út í alþjóðaþjóðfélagið!
Á endanum munu óstjórnir hrökklast frá völdum! Það er búið svo ákveðið að sýna það og sanna að það er sama hverjir eru við stjórnvölinn! Það er ekkert gert af viti. En við fólkið í landinu þurfum að hafa vit á að velja okkur nýja leið sem mundi stjórnast af því að tryggja almenningi í landinu viðunandi afkomu. Að enginn þurfi að líða skort! En til þess þarf að setja í gang nýtt stjórnkerfi!
STJÓRNKERFI FÓLKSINS!
Því við erum búin að fá nóg og viljum leita nýrra leiða! Okkar leiða!
Samstaða mesti sigurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Einfalt stutt og lagott
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða hér á bloggi mínu að almenningur í landinu getur alltaf komið í veg fyrir að þurfa að borga samþykkta ríkisábyrgð!
Það eru til ráð!
Veitti ekki heimild í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Þau þora ekki
Alltaf er að koma betur og betur í ljós dugleysi alþingismanna. Þau ætla sér að fara í kringum hlutina með því að samþykkja breytingatillögur fjárlaganefndar um Icesave. Það á sem sagt að segja Bretum og Hollendingum að Icesave verði samþykkt með þessum fyrirvörum sem þau setja.
Þau þora semsagt ekki að segja hreint nei við ríkisábyrgð á Icesave vegna hræðslu við viðbrögðum Breta og Hollendinga! En það er það sem þjóðin vill, hreint nei við ríkisábyrgð!
Alþingismenn eiga að þora að standa með íslensku þjóðinni því þannig sýnir það vilja þeirra að fara eftir stórum meirihluta skoðana þjóðarinnar og mundi auka traust almennings á alþingismönnum.
Ef þetta fer í gegn svona þá er traust almennings á alþingismönnum aljgörlega rúið og að engvu orðið.
Þjóðin hefur látið sterklega í ljós að hún vilji að gengið verði beint í nýjar samningaviðræður. Svo hefði verið hægt að byggja þær viðræður á allt öðrum grunni. Nýjar samningaviðræður þýðir að við höfum sagt NEI.
ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ FÓLK SJÁI ÞETTA!
Með því að samþykkja svona frumvarp þá eru alþingismenn að viðurkenna að Ísland eigi að borga Icesave. Í þessu felst hrein uppgjöf og hrein viðurkenning! Hvort sem Bretar og Hollendingar samþykki þessar breytingar eður ei.
ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ FÓLK SJÁI ÞETTA!
Glatað því íslendingar eiga ekki að borga þetta! Því að hægt er að semja upp á nýtt með öðrum forsendum þar sem Ísland þarf ekki að borga af lánum.
Í framtíðinni munu íslendingar muna eftir gunguskap og getuleysi alþingismanna og ríkisstjórnar í þessu máli!
Viðbót:
Nú er það íslenska þjóðin gegn alþingismönnum!
Full samstaða um Icesave í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Það er alveg á hreinu að hægt er að gera þetta öðruvísi!
Þessvegna á að neita ríkisábyrgð og ganga aftur til samninga!
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hægt væri að leysa þetta Icesave mál án þess að Bretar eða Hollendingar láni íslendingum! Þar að segja á viðskiptalegum grunni.
Takið eftir:
Það voru bankar í einkaeigu eins og við vitum sem lögðu þjóðina í þessa stöðu. Hverslags fleiri bankategundir eru leyfðar í heiminum?
Á hverslags mörkuðum eru bönkum leyfð viðskipti með í heiminum?
Hvað er það sem gengur á milli manna þegar að höfð eru viðskipti? Tildæmis ef keyptar eru vörur (br. og staðgreitt) af heildsölulager til endursölu í verslun?
Hvernig er hægt að láta því gerð viðskipti ganga til baka?
FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)