Það er til önnur leið á Icesave samningi

Eftir að hafa farið dálítið í málin kom það í ljós að íslenska þjóðin þarf ekki að borga Icesave beint því aðrar leiðir eru til nýs samnings án þess að það komi svo mikið við almenning á Íslandi. Ég tel það.

Er ríkisstjórn að blekkja almenning? Fóru samningamenn út til samninga með það í farteskinu að það væri krafa frá IMF að klára þennan samning? Var þrýstingurinn einfaldlega einum of mikill til að geta staðið gegn honum?

Getur íslenska þjóðin snúið þessum þrýstingi við með því að neita samningnum? Værum við þá ekki með sterka samningaaðstöðu?

Það er verið að blekkja þjóðina! Það er alveg ljóst. Nema að stjórnvöld sé virkilega svo grunnhyggin. En að samþykkja þennan samning er hrein kúgun á íslensku þjóðina!

FYRST ÞESSI SAMNINGUR ER TIL ÞÁ ER EINFALDLEGA TIL FORSENDA FYRIR ÖÐRUM SAMNINGI! - ÖÐRUVÍSI SAMNINGI!

*****

En hvað er ég að skrifa um þessi mál? Hef ég eitthvert vit á þessu? Tel ég mig hafa meira vit á þessu en samningamenn? Þeir sem hafa verið að vinna að málinu? Alls ekki!

Eins og ég skrifa hér fyrir ofan: FYRST ÞESSI SAMNINGUR ER TIL (sem við eigum að neita) ÞÁ ER HÆGT AÐ SEMJA UPP Á NÝTT MEÐ ÖÐRUM FORMERKJUM.

Málið er einfalt! Eða kannski fólk þurfi að fara í gáfnapróf til að athuga hvort að það sjái þetta ekki?

Ég fékk hugmynd um hvað gæti verið í samningum þegar að gengið væri upp á nýtt í samningaferli. Hún er einföld en með þeim formerkjum að vel væri hægt að skoða hana. Þessi hugmynd gengur líka út á mannréttindakröfu fólksins á Íslandi! Hún er líka viðskiptalegs eðlis.

Fyrst þessi samningur sem verið er að rífast um á alþingi er til þá væri alveg hægt að gera öðruvísi samning.

Grunnur þessarar hugmyndar er orðinn og nokkur atriði þannig inni í henni. Ég hef verið að festa hana og vinna í Wordskjali.

Þó ég sé ekki viðskiptalærður þá veit ég nóg um viðskipti til að sjá að hægt væri að skoða hugmynd mína betur!

En fyrst þarf íslenska þjóðin að neita þessum samningi! Búa til þrýsting á Breta og Hollendinga! Láta okkur íslendinga hafa venjulegt leverage en ekki Bretana eða Hollendingana, samanber: íslenska þjóðin afneitar þessum samningi.

 Vitið þið hvað financial leverage er (gearing)? Kunnið þið að setja upp gearing stöðu fyrir financial leverage?

Úr Wikipetia:

In finance, gearing is borrowing money to supplement existing funds for investment in such a way that the potential positive or negative outcome is magnified and/or enhanced.[1] It generally refers to using borrowed funds or debt so as to attempt to increase the returns to equity. Delevering is the action of reducing borrowings.

Það væri hægt að búa til "financial leverage - gearing pakka inn í nýja samninga! Meira segi ég ekki í bili út á hvað hugmyndin gengur. Hún gengur þó aðeins að hluta til út á svipað.
mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ekki misskilja mig. Auðvitað veit ég að allskonar svona viðskipti hafa verið stunduð af fjármálamönnum. En textinn neðst í greininni hér á ofan vekur upp spurningar í þessu sambandi?

Tildæmis:

Hvernig á að framkvæma þetta?

Hverjir framkvæma?

Á hvað löngum tíma?

Ýmsast spurningar.

Öllum þessum spurningum er svarað í hugmyndinni! Athugið samt að ég er alls ekki að tala um neitt fjármálabrask eins og hefur verið stundað í gegnum árin með þessum líka misjafna árangri eins og sést að þjóðin er komin í þessvegna.

Guðni Karl Harðarson, 3.7.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hollendingar voru með dylgjur um ólöglega bankastarsemi LB í Hollandi. Starfsmenn Fjármálaeftirlits Íslands gerðu hinsvegar ekkert annað en að bakka upp féflettingarnar skjólstæðinga sinna. Loforð um ávöxtun sem fæst ekki staðist. Vafamál, ekki lengur Hollendingar og Bretar eiga síðast orðið á sínum mörkuðum sem þeir hafa sannað. Óeðlilega aukning innistæðna að mati Hollendinga; hefur leikið Íslensk heimili illa. Spurning er hvort glæpurinn fyrnist á 7 árum.   Tjón Íslenskra heimila:þjóðarinnar  mun aldrei fyrnast.

Júlíus Björnsson, 3.7.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Tjón Íslenskra heimila:þjóðarinnar  mun aldrei fyrnast.

Það er bara ekki rétt. Því það á að vera til leið út úr þessu án þess að heimilin verði fyrir tjóni. Hugmynd mín gengur út á það!

Hugmyndin þegar að hún er kláruð og þegar að rétti tíminn er kominn verður send á independence hópinn og fer tildæmis til Helga Áss Grétarssonar lögfræðings.

Ég held ég hafi grunn sem væri hugsanlega hægt að vinna út frá.

En fyrst verður íslenska þjóðin að fá að neita þessari kúgun! Neita þessum samningi og gera nýjan samning.

Málið er að með neitun fær þjóðin þrýstinginn á Bresku og Hollensku stjórninar. Snýr dæminu við sér í hag. 

Gerir samningastöðu okkar sterkari!

Guðni Karl Harðarson, 4.7.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrnast: þá átti ég við í minni komandi kynslóða miðað við undirritun Iceslave.

Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 03:17

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já ég skil þig. Miðað við undirritun. Sem jú má bara alls ekki gerast!

Guðni Karl Harðarson, 5.7.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú þegar kaupmáttur/greiðslugeta allra skert um 20-30% , Skuldir vaxið um 20% - 30%. Meiri skerðingar í farveginum og ný skatthrina eftir um 12 mánuði [ef ég er góður í lesa milli lína hjá IMF]

Íslendingar eru með matvæla kistu [kjöt, fisk, grænmeti, ber og banana og kryddjurtir, mjöl] Nóg húsnæði ef okkur fjölgar ekki. Ull, skinn og hör  til fatagerðar. Brotmálm til endurvinslu, orku og vatn. EU 8% heimsins loka viðskiptum þá eru 92% galopin. Enn EU veikari í augum alþjóðasamfélagsins fyrir að missa viðskipti við Ísland. Hver er háðari hverjum? 

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 03:40

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Hver er háðari hverjum?

Það er nefnilega spurningin. Það er til fullt af löndum sem við gætum hugsanlega samið við um útfluting okkar! Tildæmis eins og Kanada. Síðan væri vel hægt að hugsa sér að færa sig austur á bóginn, til Asíu. Nýjar vörur frá Íslandi geta skapað nýja markaði fyrir okkur utan EU.

Guðni Karl Harðarson, 5.7.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband