Íslendingar eiga að taka Icesave málin í sínar hendur!

Við íslendingar eigum að sýna þjóðum að það sé ekki hægt að ganga yfir okkur með fjárhagslegu ofbeldi frá öðrum þjóðum.

Ein rök:

Ef ríkisstjórnin og alþingi samþykkir þennan Icesave samning þá er alveg ljóst að ekki er verið að hugsa um hag Íslands og almennings í landinu. Einmitt vegna þess hversu lítil rök þessi samningur hefur. Þá verður sko hlegið að okkur úti í heiminum.

Ef við neitum þessum samningi þá sínum við öðrum þjóðum að það er ekki hægt að vera með yfirgang á okkar litlu þjóð.

Ef við neitum þessum samningi þá snúum við þrýstingnum við og setjum þrýstinginn í okkar hag. Snúum baráttunni við og óskum eftir nýjum samningi. Afhverju? Vegna þess að það á að vera hægt að semja upp á nýtt án þess að það komi við almenning í landinu.

Í reynd er að neita samningum sterkasta atriðið sem við gætum gert! Því þá getum við farið fram á nýjan samning og dálítið með okkar forsendum.  En það er til leið sem þessar þjóðir geta ekki neitað því annars fá þær ekki neitt.

Síðan væri mjög sterkt atriði að benda á það að okkar lögfræðingar hefðu skoðað þetta mál og bent á það að við gætum farið dómstólaleiðina, því við gætum ekki annað en unnið málið fyrir dómstólum. Þá vilja þjóðirnar fyrir allan mun semja upp á nýtt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband