Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 12. október 2009
Ég er á móti!
Ég hef mestan áhuga á að við íslendingar sköpum aðstæður fyrir stóraukningu á verðmætasköpun út um allt land. Án þess að útlendingar kæmu þar við sögu með fjárfestingu og/eða þeirra peningum. En til þess þarf að framkvæma hlutina öðrvísi en að gert hefur verið.
Að koma slíku í gang gæti tekið nokkur ár, en það gæti svo orðið mjög jákvætt fyrir Ísland til framtíðar litið. Það þarf nýja uppbyggingu á Íslandi. Við þær aðstæður væri langbest að við framkvæmdum hlutina sjálf, án utanaðakomandi aðila. Ég hefði engvar áhyggjur að erlendar þjóðir muni ekki vilja kaupa af okkur afurðir okkar fullunnar. Og við eigum nóg af auðlindum og mannafli til að setja slíkt í gang úti á svæðum Íslands.
Hinsvegar væri þetta spurning síðar þegar að við værum fyrir alvöru komnir í gang hvort útlenskir einstaklingar gætu komið inn en þá með einkafé en ekki af láni sem þeir hafi tekið til þess verkefnis.
Ísland þarf að byrja upp á nýtt og þá er svo mikilvægt að við gerum hlutina sjálfir. Verðlaunin eru mest fyrir það.
![]() |
70% vilja erlenda fjárfestingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2009
Gerum nýjan sáttmála á Íslandi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. október 2009
Gerum nýjan sáttmála fyrir Ísland
Fyrirhugað er að setja hér inn skjalið "Okkar Ísland" í smá skömmtum.
Þar á meðal kem ég inn á almannaþing og stjórnlagaþing
Nú þurfum við Íslendingar að koma saman til að búa til nýjan sáttmála handa nýju Íslandi. Það er komið nóg af ruglinu! Við verðum að sættast á nýjar áherslur fyrir Ísland! Við verðum að sætta okkur á að á Íslandi býr fólk sem hefur jafn mikinn rétt.
Á undanförnum áratugum hafa peningavöldin ráðið yfir Íslandi. En peningavöldin teygja sig með mismunandi hætti inn í alla fjórflokkana. Sem helgast af þeim stjórnunarhættum sem þau og þeirra öfl nota.
Við verðum að sætta okkur við að það þarf að fara nýjar leiðir. Að segja sér eitthvað annað er blekking. Eftir það sem hefur gengið á í þessu þjóðfélagi er alveg ljóst að reysa þarf Ísland við úr öskustónni. Og við þurfum að byrja strax! Því fyrr, því betra.
Nú er það almenna leiðin! Okkar leið.............
Við skulum átta okkur á því í svona miklu ölduróti sem er á Íslandi vilja allir stjórnmálaflokkar og fólk innan þeirra ráða. Við skulum átta okkur á því að ef svo færi að það yrði skipt um stjórn og það kæmi ný stjórn sem ætlar sér að telja þér/okkur trú um að þau ætli sér að gera hlutina öðruvísi, þá munu hinir sem voru í stjórn og fylgjendur þeirra verða á móti. Við skulum átta okkur á því að sama gerist með öllum flokkum við stjórn.
En með nýrri leið "Utanþings" fólksins væri hægt að semja frið í landinu og gefa því fólki sem til þess býðst tækifæri til að taka við. Einmitt vegna þess hinum hefur mistekist.
Hér til fróðleiks og gamans er settur inn Gamli Sáttmáli
Gamli sáttmáli var samkomulag Íslendinga við Hákon gamla, Noregskonung. Sáttmálinn var gerður 1262 og fól hann það í sér, að konungur Noregs væri jafnframt konungur Íslands og að Íslendingar væru skattþegnar Noregskonungs. Á móti skuldbatt Noregskonungur sig til þess að halda uppi til Íslands og skyldu ekki færri en sex skip koma til Íslands frá Noregi árlega með nauðsynjavarning. Þótti þetta vera misjafnlega efnt af hálfu Noregskonungs. Ekki var lokið við að undirrita samninginn fyrr en árið 1264 þegar Magnús Lagabætir var orðinn konungur í Noregi, og er því venjan að tala um að Íslendingar hafi gengið Noregskonungi á hönd árið 1°262/64.
Konungur taldi Gamla sáttmála fallinn úr gildi eftir Kópavogsfundinn 1662 og þegar frelsisbarátta Íslendinga stóð sem hæst á 19. öld undir forystu Jóns Sigurðssonar forseta, vísaði hann oftar en ekki til ákvæða Gamla sáttmála og hélt því alltaf fram að hann væri í fullu gildi, þó að það væri mjög umdeilt. Þetta var samt hans sterkasta vopn og ásamt öðrum reyndist það bíta.
Texti Gamla sáttmála er svohljóðandi:
- Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.
- Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
- At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
- Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
- Anno M. ijc lxiij.
- Hér eptir er eiðr Íslendinga.
- Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
- Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.
-
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. október 2009
Breytum þessu alveg snúum dæminu við og vinnum fyrir almenning
Það er alveg algjör staðreynd að með fjárlögum er ekki að verið að vinna með almenningi í landinu heldur á móti honum!
Hvernig væri að taka sig til og breyta þessu Hagkerfi alveg? Það langbesta fyrir Ísland væri að reka landið sem Höfuðsjóð (Landssjóð) þar sem fjármunir eru byggðir upp á Krónunni og allt gert til að styrkja hana. Að Ísland verði rekið sem heildar fyrirtæki með smærri fyrirtækjum út um allt land.
Með þeirri aðferð væri verið að snúa dæminu við alveg! Ekki þyrfti við fjárlögin að skera niður eða leggja skattaálögur á einstaklinga. Vegna þess að rekstur fyrirtækisins er rekstur fyrir einstaklinginn.
Allt miðaðist við að fyrirtækið er að skapa fyrir landið og sem slíkt að afla tekna fyrir landið meðfram því sem fyrirækin út um allt land væru að gera. Allt miðast við að smám saman draga niður í sköttum.
Allt miðast af því að í fjárlögum (burt með þetta orð það er ljótt), að í Höfuðsjóð miðaðist allt að því að ná beinni hagnaðarstöðu risa- venjulegs fyrirtækis sem íslendingar eiga. Og sem slíkt þá þarf ekki að draga saman eða leggja á skatta, heldur þver öfugt.
Staðreyndin er sú að með slíku kerfi þurfum við ekkert að ganga inn í ESB einmitt vegna þess að við værum búin að búa til kerfi þar sem verið væri að hámarka verðmætasköpun og styrkingu krónunnar í leiðinni.
Ég vonast eftir því að ef ekki alveg á næstunni þá á næsta reikningsdæmi verði búið til út frá slíku Hagkerfi.
Sjáið og lesið neðarlega *Landssjóður* í síðustu bloggfærslu minni á undan.
ÁFRAM ÍSLAND fyrir Almenning í landinu við munum sigra! Ég er viss um það!
Menn skulu átta sig á að ég ber hér fram þessar hugmyndir mínar hugsaðar fyrir almenning á Íslandi. Ætlaðar öllum til góðs.
Ég hef sjálfur engan hag umfram aðra ef settar væru í gang hugmyndir sem ég hef verið með eða eitthvað mjög svipað.
HAGUR ÞINN ER HAGUR MINN
HAGUR MINN ER HAGUR ÞINN
"Okkar Ísland"
![]() |
Fjárlagafrumvarpið í hnotskurn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. september 2009
Aðferðafræði hugmynda
Ég hef stundum verið að koma með allskonar hugmyndir inn á bloggið mitt sem svo virðast ekki ganga (þó sumar þeirra virðast gera það alveg). Þó komið hafi í ljós að af inngangi þeirra verði til eitthvað annað og þá oft stærra. En þessar hugmyndir eru þó til þess gerðar til að vekja fólk til umhugsunar, þó ekki væri annað.
Ef kafað er inn á bloggið mitt alveg aftur fyrir kosningar og fram til dagsins í dag má sjá hversu víðtækt þetta er.
Síðan kemur það stundum fyrir hjá mér að hugmyndirnar eigi líka að vera dálítð díalektik-ar.
kenning með því aðaðlinntaki að framvindan verði fyrir baráttu andstæðna.
Sem var tilraun sem ég notaði á tímabili í bloggi mínu sem suggestion á þá aðila (andstæðinga mína) til að leiða þá inn í andstæðurnar.......
There is no simple guarantee that my thoughts, words, or even sensual intuitions (such as the colours I see and the textures I feel) actually grasp the object as it is, independently of my perception of it and thought about it. The subject comprehends the object not as it is, but only insofar as it has been shaped by the subjects thought and perception. - í þessu tilfelli andstæðingurinn sem les það sem ég skrifa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. september 2009
Byrjun á smá ljóði - fyrsta erindi af Áfram Ísland fróma fold
Áfram Ísland þú fróma fold
sem fágætt er meðal þjóða
hver ótrauð byggjum oss jarðar hold
hvar öllum þegnum vor bjóða
skýringar:
fróma fold= heiðraða land
jarðar hold= jarðvegur, auðlindir
hvar= hvarvetna
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Hvað viljum við?
Samfylkingin og VG vilja halda áfram að hafa völdin. Hvað annað? Taka svo lán eftir lán til að framlengja öllum vanda til framtíðar, á börnin okkar. Þau vilja halda sama kerfi í landinu. Leggja allar álögur á almenning sem aldrei tók þátt í neinu misjöfnu. Troða síðan Íslandi inn í alþjóðlegt kerfi evrópuþjóða. Selja auðlindir landsins til útlendinga.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ná aftur völdum á Íslandi til að viðhalda sama kerfi sem var í gangi sem setti þessa þjóð á hausinn í krafti fólks sem notaði sér alla sína aðstöðu til að hagnast ólöglega á kosnað hins vinnandi almennings. Þeir vilja halda áfram sínu frjálshyggju striki og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Þeir vilja sér tækifærin sjálf á kosnað hins vinnandi manns.
Framsókn vill vera með eins og litla barnið........
Borgara hvað? eða litla-hreyfingin vill bara ráða yfir sjálfum sér. Þau eru búin að gleyma því að það var fólkið sem vildi eitthvað nýtt sem kaus það til starfa fyrir sig á alþingi.
Ég vill aftur á móti vera þátttakandi í að móta nýtt samfélag á Íslandi með nýjum tækifærum vinnandi fólksins í landinu þar sem engum er hallað. Ég hef áhuga á að Ísland noti nú tækifærið og búi til ný tækifæri fyrir fólkið í landinu. Að við notum mannauðinn okkar til að virkja hinar mörgu auðlindir landsins okkar til að búa til mannsæmandi þjóðfélag. Að almenningur taki þátt í mótun landsins sjálft í stað stjórnmálaflokka! Að hinn vinnandi almenningur í landinu sem aldrei hefur gert neitt misjafnt af sér njóti nú fyrir alvöru ávaxta erfiðis síns, í stað arðræningja.
ALMENNINGUR STÖNDUM VÖRÐ UM GAMLA GÓÐA LANDIÐ OKKAR!
Ég vill alla flokka burt til að þetta verði kostur. Meðal annars því ég er búinn að fá nóg af ruglinu þeirra!
Gerum hlutina sjálf! ÁFRAM ÍSLAND fróma fold
ekkert ESB kjaftæði!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Flokka þetta betur niður
Stundum er þessi tala sem ASÍ langt utan við raunveruleikann. Einmitt vegna þess að það vantar heildarskoðun og betri skiptingu á milli vöruflokka. Það eru ýmsar vörur sem lenda aldrei inni í svona könnunum.
Hugsa mætti sér að breyta svona skoðunum svo þær væru raunhæfari. Að flokka þær betur niður.
Tildæmis svona og þá eftir búðir:
Matvörur
skiptist í flokka
1. mjólkurvörur
2. brauðvörur
3. kjötvörur
4. hreinlætisvörur
5. grænmeti
osfrv.
Fatnaður
skiptist í flokka
1. Vinnufatnaður
2. Buxur
3. Yfirhafnir
4. undirfatnaður
5. vetrarfatnaður
og svo framvegis með aðra flokka og kannski mætti hugsa sér að taka hverrar tegundir búða eitt og sér eins og tildæmis Bakarí svo dæmi sé tekið.
Þá á ég við að hver flokkur yrði skoðaður sérstaklega og síðan sett saman nausynjar úr öllum flokkum saman í einn stóran heildarflokk. Þannig gætu þessar kannanir verið raunhæfari.
![]() |
Um fimmtungs hækkun á matvöruverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. september 2009
Smá punktar um þetta
Staðreyndin er sú að það vill enginn íslendingur vinna við þetta vegna þess að launin eru ekki það góð til að mæta líkamlegu erfiði í greininni.
Síðan er það virðingartapið sem helgast af þessari menntadýrkun sem hefur tíðkast hér á landi. Fólk vill ekki vinna í svona allra mestu láglaunastörfum vegna þess að það er búið að gefa í skyn að starfið sé ekki virðingu þess vert.
Síðan hjálpar það ekki að svona margir útlendingar sækist eftir því að vinna í starfinu vegna þess að það er búið að búa til í huga fólks að útlendingar sækist inn í láglaunastörfin.
Maður man það hérna áður fyrr þegar fólk sóttist í svona störf. Á sumrin voru þannig störfin í fiskvinnslunni eftirsóttust vegna þess að fólk gat unnið sér inn peninga með eftirvinnunni og bónusinum ef nóg var að gera.
Á haustin sóttist svo fólk inn í sláturhúsastörfin af sömu ástæðu. Þar að segja að hafa nóg að gera og ná inn pening með aukavinnunni.
Fyrir þá sem hér lesa og ekki þekkja til né hafa unnið við þessi störf þá langar mig til að láta vita að í fáum störfum eins og þessum þá hefur verið eins skemmtilegt að vinna. Þannig fylgdi oft mikilli vinnu fjörið hjá fólkinu. Og oft var rosalega skemmtilegt að vinna með hörkuduglegu fólki sem blandaði mikilli vinnu við fjörið.
Síðan hafa þessi störf alls ekki haldist í hendur við launaþróun í landinu. Og þarf að endurvekja þau með stuðningi og virðingu!
![]() |
Um 500 erlendir starfsmenn í sláturhúsunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20. september 2009
Einn lítill draumur um Jóhönnu og Össur
Aðfaranótt fimmtudagsins síðasta dreymdi mig þennan líka sérkennilega draum.
Ég átti (í draumnum) heima í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi með steyptum kjallara. Í draumnum leit út fyrir að kjallaraplássið væri notað fyrir dagheimili barna á aldrinum 3-7 ára. Allt í einu sé ég hann Össur vera kominn niður í kjallarann að klæða litlu börnin í skóna sína. Ég fylgist með en án þess að virða hann viðlits og tölumst ekki við né höfum augnsamband.
Svo stuttu seinna (í draumnum) hringir hún Jóhanna bjöllunni við aðal inngang á fyrstu hæðinni og ég fer til dyra.
-"Viltu nú ekki koma til baka í Samfylkinguna Guðni minn?" spyr Jóhanna.
-"Nei, nei, nei, nei, nei, aldrei vegna ESB" svaraði ég og hvað sterklega til orða.
Snýr þá Jóhanna sér fussandi við "puhh" og labbar niður tröppurnar.
Vaknaði ég svo rétt á eftir.
Er einhver sem getur ráðið í meiningu þessa draums?
Það er nú slæmt ef þau eru farin að vitja manns í svefninn líka Nóg kemur þetta lið upp í hugann svona dags daglega.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)