Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 22. nóvember 2009
Ég á mér draum - pælingar
Þjóðfundur var um margt góður til að skerpa mínar hugsanir varðandi ýmislegt. Einnig var áhugavert að heyra og sjá hvað annað fólk var að hugsa. Ég hefði þó viljað flakkað enn meir á milli borða og fá sjálfur gott heildaryfirlit yfir hugmyndir manna og m.a. að bera saman við mínar.
Hvaða tilgangi þjónaði fundurinn? Ætluðu þau sér að vera siðgæðisvekjandi eða ræktendur siðgæðis meðal þjóðarinnar? Er verið að kenna okkur íslendingum og efla í okkur siðferðið?
Hver var síðan tilgangur stjórnmálamanna að mæta á fundinn?
Ég tók eftir að það vantaði nokkur Gildi í valið á fundinum. Meðal annars má nefna orðin: Traust og Samstaða.
Traust
Í skjali mínu "Okkar Ísland" kem ég dálítið inn á traust manna á millum. Þar á meðal ástæðuna fyrir því að ég sjálfur hef tapað mínu trausti til stjórnmálamanna og mun eiga erfitt að endurvekja það inn í einhvern flokkinn.
Hér eru dæmi úr skjalinu og er mínar spurningar varðandi hvert atriði hér í: gráum lit
Hvað er traust?
Traust milli einstaklinga
Berð þú óskorðað traus til þeirra einstaklinga sem hafa stjórnað þjóðfélaginu?
Að halda loforð
Hafa stjórnmálamenn haldið loforð sín?
Treysta öðrum fyrir hlutum
Treystir þú stjórnmálamönnum fyrir því að byggja upp þjóðfélag þar sem allir geta lifað sáttir við sinn hag og þurfi ekki að lenda í miklum erfiðleikum? Eða finnst þér að stjórnmálamenn hafi staðið sig sérstaklega vel að standa vörð um þjóðfélagið og sjá til þess að allir þegnar þess geti unað við sitt?
Traust grundvallast á samskiptum
Getum við öll sagt að við höfum góð samskipti við þá sem stjórna landinu?
Samkvæmni
Eru þeir sem stjórna samkvæmir sjálfum sér og standa við það sem þeir segja?
Traust á fagmennsku
Hvað með fagleg vinnubrögð? Finnst þér að vinna stjórnmálamanna hafi verið mjög fagleg undanfarin ár? Eða þá frekar núna?
Sjálfstraust
Hefur þú öðlast nóg sjálfstraust til að takast á við vanda þann sem aðrir sköpuðu þér? Eða finnst þér ekki að aðrir eigi að taka þátt í að byggja upp sjálfstraust þitt? Þar að segja þeir sem skemmdu undirstöðu tilveru þinnar?
Öryggi
Finnst þér þú búa við öryggi í samfélaginu? Hvað með fjárhagslegt öryggi? Hvað með heimilislegt öryggi? Riðlast ekki stoðir fjölskyldunnar þegar að meðlimur þess hefur misst vinnuna?
Hver ber ábyrgðina á þessu?
Í mínum huga er svar mitt nei við því sem ég skrifa hér að ofan. Undirstaða samfélags okkar er brostin. Og allt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn innan flokka hefur mistekist að halda utan um þessa undirstöðu.
Það þarf að endurreysa þjóðfélagið (og þá aðeins með almennri stjórnun) því ekki getum við með réttu endurvakið okkar traust til þeirra sem, í sumum tilfellum, brugðust okkur alvarlega.
Samstaða
Ert þú tilbúinn að gefa eitthvað eftir af skoðunum þínum varðandi stjórnmál og taka þátt í því að endurvekja þjóðfélagið? Væri ekki best að setja í gang samstöðu innan smærri samfélags úti á landsfjórðungum landsins, í nálægð við íbúana?
Ættum við ekki að geta staðið saman í því að endurvekja Ísland og búa til þær aðstæður þar sem alvöru Heiðarleiki og Virðing væri fyrir hendi? Að endurvekja traustið til okkar? Að skapa samstöðu meðal fólksins?
Ég á mér draum
Ég á mér draum um þjóðfélag þar sem við almenningur landsins búum í þjóðfélagi með alvöru heiðarleika og alvöru virðingu. Ég á mér draum um þjóðfélag þar við stöndum saman í að endurbyggja Ísland sjálfir. Við almenningur í landinu, án utanaðkomandi aðila. Að meðal annars á þeim tíma sem við erum sjálf að vinna okkur út úr vandanum.
Þessvegna tala ég um nýtt þjófélag, nýtt Ísland án flokka því samfélagið snýst fyrst og fremst um okkur fólkið í landinu sem vinnum okkar störf við að skapa landinu verðmæti.
Aðeins ef við almenningur tökum málin í okkar hendur getum við búið til Ísland þar sem allir þegnar geti lifað saman í sátt og samlyndi.
Aðeins ef við almenningur stjórnum þá mun stjórnun snúast fyrir alvöru um afkomu fólksins!
Búum til "Okkar Ísland"!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
"Okkar Ísland" - svæðisþorp
Í skjalinu mínu "Okkar Ísland nefni ég skiptingu landsins niður í 5 svæðisþing með miðlægum þorpum. Þorp þessi yrðu sett niður og mynduð á miðsvæði síns landsfjórðungs.
Hér fyrir neðan má sjá mjög einfaldaða teikningu af svæðisþorpi með þingi og annari starfsemi.
Í hverju þorpi yrði mikil starfsemi eins og:
1. Svæðisþing með skrifstofum
Þar sem svæðisþingmenn starfa með framkvæmdavald og þar sem embætti starfa með lægra Lögjafarvald og lægra Dómsvald. En svæðisþingmenn vinna í tengslum við hin tvö völdin en hafa sjálfir minna framkvæmdavald. Þar sem öll stærri völdin eru inná með Aðalþingi.
2. Atvinnustarfsemi
Þar koma inn fólk með kynningar á vöru
Þar koma inn verðmætaefling + ný atvinnutækifæri
Þar koma inn ferðastarfsemi með smærri útibúum af ferðaskrifstofum
Þar koma inn Bílaleigur
3. Handverksmarkaður og smærri kynningar
Þar koma inn allir handverksaðilar með sínar vörur. Hugsað er að slíkur markaður geti verið hvort sem er, úti eða inni á veturna.
Síðan á milli allra húsa er almenningsgarður.
Utanum aðal kjarnann er síðan húsnæði fyrir starfsfólk og önnur húsnæði. En boðið væri upp á skammtíma húsnæði fyrir fólk sem vill. Síðan einhverjir langtíma bústaðir með.
Allt væri byggt upp í gömlum stíl með flest húsin í kjarnanum byggð úr blöndu af Tré, Stein og jafnvel Torfum.
Skýringar:
Til vinstri
ýmiss starfsemi:
atvinnukynningar og atvinnusköpun, ferðakynningar, ferðaskrifstofur, bílaleigur
Að ofan og til hægri
Svæðisþingsalur og skrifstofur fyrir völdin eins og framkvæmdavaldið (þingmenn), dómsvaldið og löggjafarvaldið (4 embættismen + 1 þingmaður yfir hvort vald.)
Dómsvald og Lögjafarvald hefur ekki endanlegt vald heldur kemur með úrvinnslu sem síðan er farið yfir.
Að neðan
Smærri atvinnustarfsemi eins og handverksaðilar og litlar kynningar.
Í miðju
Sérstakur almennings og listagarður
Möguleiki að setja í gang sérstakar svæðishátíðir með þátttöku frá öllum þorpum úr fjórðungnum. Atvinna, íþróttir og leikir.
Hugsunin væri sú að setja í gang mikla eflingu inn á svæðunum í nánum tengslum og nálægð við íbúana. Smægðin og nálægðin við íbúana auðveldar að tryggja fólki, afkomu og þátttöku í eflingu starfa með verðmætasköpun og að setja í gang nýja starfsemi byggða á nýtingu auðlindar.
Í þorpinu haldast í hendur uppbygging fyrir svæðisfjórðunginn (hvern fyrir sig) með þátttöku svæðisþingmanna og fólks við atvinnustarfsemi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Nærværi?
Ég sting upp á að svona naum nærhöld kvenna fái nafnið: Nærværi eða Nærfæri?
Naumt er skammtað nærhaldið
nema ég væri nærri
eitthvað meira yfirvaldið
ef þau væru stærri
![]() |
Tekur c-strengur við af g-streng? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Hvað er eiginlega þetta "Okkar Ísland"?
"Okkar Ísland" er hugsað sem samtvinnað kerfi almennings! Að inni á svæðum geti fólkið, almenningur unnið betur saman við, STJÓRNUN, STÖRF, AFKOMU og LEIK. Kerfið er sett saman sem heildarkerfi í nálægð samfélaga með stjórnun fólksins sjálfs. Í stað fjarlægðar sem stjórnar áfram sem yfirherrar yfir allt landið.
"Okkar Ísland" er hugsað sem viðsnúningur á Lýðræði= ALVÖRU LÝÐRÆÐI ALMENNINGS! Í því tekur almenningur beinan þátt í stjórnun og hefur aðal áhrif á útkomuna.
= Kosning er eingöngu inn í sveitarstjórn og sá sem er kosinn fer í hringrás valdsins með því að fara úr sveitarstjórn eftir ákveðinn tíma yfir í svæðisstjórn sem er miðlægt þorp með fólk í, svæðisstjórn, öðrum stöfum og kynningum starfa. Og síðan inn á Aðalþing. Þannig fær sá sem er kosinn að hafa mikil áhrif á stjórnun, í sveitarstjórn, á svæðisþingi sem svæðisþingmaður og síðan en ekki síst á aðalþingi sem landsþingmaður.
Í "Okkar Ísland" festist enginn í valdi og auðvelt að segja fólki upp starfi ef eitthvað misjafnt eða brot kemur upp í starfi þess.
"Okkar Ísland" er hugsað sem bein nálgun íbúanna! Eða 5 svæði landsins sem vinna jafnt til heilla fyrir land og þjóð.
Með því að hugsa hvert svæði með nokkuð mikla eiginstjórn þá er auðvelt að halda raunverulegu vægi á kosningu fólks til stjórnunar. Allir þeir sem eru kosnir lenda líka á endanum inni á aðalþingi og geta þar haldi á lofti aðalmálefnum síns svæðis.
Landið sem eitt kjördæmi er engin lausn því að með slíku kerfi geta fleiri verið kosnir inn á alþingi af öðrum landssvæðum heldur en hinum. Síðan mun öll stjórnun halda áfram fra Reykjavík sem yfirstjórn yfir allt landið. Vægið jafnast því ekkert.
Landinu skipt í 5 svæði er hinsvegar sterk lausn því að á hverju landsvæði vinnur heild íbúanna að sínum framgangi (í nálægð) og vægið helst innan svæðisins vegna þess að íbúar vinna fyrir svæðið fyrst. En síðast sem þingmaður á aðalþingi. Á það svæði sem er stærst og með flesta íbúana væri passað upp á að það svæði eigi ekki meiri möguleika til eflingar heldur enn hin svæðin - af alþingi og aðalstjórn, með jöfnunarkerfi.
Í "Okkar Íslandi" koma fram fullt af hugmyndum um stjórnun. Sumar þeirra væri hægt að útfæra og vinna upp. Alltaf eru nýjar og nýjar hugmyndir að koma inn. Stækkar því skjalið stöðugt.
Dæmi um nýjar hugmyndir sem á eftir að setja inn í skjalið:
1. Varðandi þá hugmynd að losa fólk sem er í mestum erfiðleikum með greiðslur af íbúðum sínum og er í mestum vanda, með því að leysa íbúðirnar til Lánadrottins (samanb. hugmynd Lilju Mósesdóttir)
Það mætti bjóða fólki að þeir geti losnað úr skuldinni með því að Lánadrottinn leysi lánið (íbúðina) til sín en með því skilyrði að það flytji út á landi þar sem fólkið fengi aðra sambærilega íbúð frítt (eða með mjög lítilli leigu sem passaði inn í launkjör viðkomandi fjölskyldu) og nýja íbúð úti á landi!
= BURT ÚR GÖMLU ÍBÚÐINNI OG SKULDLAUS ÚT Á LAND Í AÐRA SAMBÆRILEGA ÍBÚÐ MEÐ NÝJA VINNU!
2. Öllum almenningi tryggð menntun óðháð efnahag einstaklingsins. Sérstakur fjárhagslegur stuðningur til að fólk með lægri tekjur geti menntað sig.
3. Þeir sem ætli að mennta sig verði fyrst gert skilt að ganga í erfiðisvinnu eins og fiskvinnu og verkamannavinnu. Gert til að auka virðingu fólks fyrir öllum störfum.
4. Sérstakt menntunarstig útreiknað þannig: Þeir sem hafi skilað af sér meiri vinnu skuli öðlast við það ákveðin stig til að fá að mennta sig og eiga kost á láni til menntunar. Mætti hugsa sér að stigin byrji hátt en minnki niður að núlli (öfugur=.
Þetta eru aðeins dæmi um nýjustu hugmyndirnar sem enn á eftir að setja inn í skjalið.
******************************
Hér er svo nýjasta skjalið (án þeirra 4 hugmynda hér, sem enn á eftir að setja inn:
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOC sem er eldri gerð af Wordskjali og flestir enn nota:
http://www.mediafire.com/file/yjn3zjmywty/1.04 Okkar Island.doc
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOCX fyrir núverandi Wordskjöl
http://www.mediafire.com/file/myyooj2kyzm/1.04 Okkar Island.docx
Lífstíll | Breytt 16.11.2009 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Þjóðfundur - mín úttekt
UNDIRBÚNINGUR og BYRJUN
Jæja þá er þessi síðasti sólarhringur frá. Hann var mjög erfiður og annasamur. Eftir að ég tók þátt í undirbúningi fyrir fundinn gat ég síðan ekki sofnað aðfaranóttina, bæði vegna eftirvæntingar og miklar bollaleggingar um fundinn og framtíðina.
Ég var því mættur snemma og vel tilbúinn. Borðið mitt út í hægra horni númer A12 og ég sjálfur fékk númerið 718. Það mættu síðan allir á okkar borð. Skrýtið var að við vorum nokkuð sammála um flest mál sem var um var rætt um leið og við skrifuðum á miðana.
GILDI
Fyrst var byrjað á ræða GILDI. Við vorum láta skrifa á bláa litla miða niður öll þau þemu sem okkur datt í hug. Eitt orð á hvern miða. Ég skrifaði niður nokkur orð. Þar á meðal voru orðin: HEIÐARLEIKI, VIRÐING og ÁBYRGÐ. Við vorum síðan látin setja litla kringlótta límmiða á þá miða sem okkur þótti vera áhrifamest og skipta mest máli. Það var síðan fljótlega ljóst hvaða þemu voru mest valin af öllum salnum.
Þau þrjú mest völdu voru: HEIÐARLEIKI, VIRÐING og RÉTTLÆTI
SALURINN og FÓLKIÐ
Mættir voru mikill þverskurður af skoðunum þjóðarinnar. Þar á meðal var mikið um almenning sem vill raunverulegar breytingar. Breytingar á stjórnun meðal annars. Síðan var nokkuð um fólkið sem tók þátt í að setja þjóðina í þessa stöðu sem hún er í. Eða að minnsta kosti voru ekki á varðbergi gagnvart því. Þarna mátti sjá Samfylkingarmenn sem og Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sem og öll flóran.
Mér er hugsað til þess hvað þetta fólk hafi skrifað á sína miða sem þeirra mikilvægustu GILDI. Sjálfsagt, HEIÐARLEIKI og VIRÐING og svo framvegis. Skrýtið þykir mér hversu fólk getur tekið sér þau orð í munn og hönd. Fara síðan lítið eftir þeim gildum í þeirra daglega lífi. Gera því eingöngu sem þeim hentar og hugsa ekkert um þeirra afleiðingar. Því hversvegna er svona mikill óheiðarleiki innan stjórnkerfisins ef HEIÐARLEIKANS er ekki gætt? Og síðan þessi meinta VIRÐING fyrir öllu fólki. Ekki hef ég svo orðið mikið var við þá VIRÐINGU!.
Mér datt í hug svona eftir á hvort það hefði ekki verið sniðugt að labba sér upp á sviðið og kalla í hljóðnemann: ALLIR ÞEIR SEM HAFA SVIKIÐ HEIÐARLEIKANN OG SÝNT LITLA VIRÐINGU FYRIR FÓLKI SKULI NÚ YFIRGEFA SALINN. Mér hefði þótt gaman að sjá hversu margir hefðu verið HEIÐARLEGIR, staðið upp og yfirgefið salinn Eða er HEIÐARLEIKI eitthvað sem er gleymt en ekki geymt í minningunni?
Mér sýndist síðan á sumum borðum Blöðrurnar vera að lyftast upp því að öfugsnúningur skrifa þessa fólks virtist spengja sig upp í Blöðrunar og gera tilraun til að lyfta blessuðu íslensku Hraunsteinunum sem héldu Blöðrunum föstum. EKKI HEFÐI ÉG VILJAÐ SITJA VIÐ SLÍKT BORÐ.
Það mátti sjá þarna fullt af stjórnarfólki sem vill halda sama kerfinu áfram og gera lítið sem ekkert til að leiðrétta neitt eða breyta neinu fyrir alvöru. Sama spyllingin, sömu völdin, bara með nýrri blöndu af því pólitíska fólki.
FRAMTÍÐARSÝN og MEGINSTOÐIR
Á mínu borði var mikið rætt meðfram því að skrifa á marga miða. Við skiluðum því miklu af okkur. Ég tók eftir því að á því borði sem ég var, vorum við mikið sammála um mál. Þverskurður hópsins okkar var almennur og að vilja stórfeldar breytingar á stjórnkerfi landsins. Án þess stjórnkerfis sem við búum nú við. Að það þyrfti að búa til nýtt. Ég kom mikið inn á það sem ég hef sterkan áhuga á og ég tók með mér úrtak úr mínu stóra skjali "Okkar Ísland" Ég reyndi síðan þar sem ég gat að tala um þau mál meðfram því sem kom að þeim atriðum.
Mikið var rætt og mikið skrifað. En heildarstaða alls þessa er nokkuð óljós. Helst vegna þess að fólk kom inn á fundinn með nokkuð mismunandi skoðanir þó margar þeirra voru svipaðar. En heildar niðurstaða skorti hjá fólkinu sjálfu. Því að ekki voru þeirra hugmyndir sameinaðar í einn pakka. Og mætt með slíkann pakka inn á fundinn, amk. í huganum.....
Ég tók eftir því á heimasíðu Þjóðfundar að minnst var á landið sem eitt kjördæmi sem ein af framtíðarsýnunum. Mér finnst það vera nokkuð vanhugsað vegna þess að það þarf að hugsa landið sem smærri einingar innan einnar stærri heildar. Út á það gengur "Okkar Ísland" að fólkið vinni betur saman í nálægð og stærstu málin berist frá nálægðinni yfir til aðalþingsins og aðalstjórnar. Þessvegna vantar meir umfjöllun um þær hugsanir. En þeir sem fyrir alvöru hafa kynnt sér þær hugmyndir í stað eins kjördæmis, þeir átta sig á hugsuninni þar á bak við.
HVAÐ SVO NÆST?
Hver verður svo framtíðin og hvað tekur við?
Nú eigum við eftir að sjá flest öll þessi atriði hverfa inn í flokkapólitíkuna þar sem allir flokkar mun nota þau sér mismunandi sér til framdráttar við undirbúning kosninga. Síðan stendur lítið eftir af þeim lofurðum þegar út í stjórnunina er komið.
Við munum því sjá sama ruglið innan sama kerfis sem lítið sem ekkert gefur eftir né mikið breytist til batnaðar. Hvernig á að breyta kerfi sem þeir er stjórna vilja halda fast í?
Við almenningur sem viljum alvöru breytingar munum lítið fá að ráða og um ókomna framtíð munum við þurfa að ganga til kosninga og velja um þetta sama staðnaða kerfi þar sem skoðanir okkar hverfa inn í flokkana og verða næstum því á engu eftir að búið er að mynda nýja stjórn. Sama ruglið áfram þar sem við höfum lítil áhrif.
ÚTKOMAN og það NÆSTA
Mér fannst mjög margir vilja miklar breytingar! Það var skerpt á GILDUNUM og sumt af FRAMTÍÐARSÝNINNI á fundinum. Þó ekki endilega það sem væri þjóðinni fyrir bestu.
Það sem við sem viljum alvöru breytingar ættum að gera næst er að nota þessa skerpingu til að sýna fólki fram á hvernig þau atriði sem nefnd voru á fundinum væri best að nota í framtíðinni. Við þurfum að halda áfram að sýna okkar skoðanir og bera fram út í þjófélagið. Ef við gerum það ekki mun sama gamla rotna stjórnkerfið halda áfram um ókomna tíð.
Ég vil nota tækifærið og halda því fram að ég (og ýmsir aðrir með svipað) hafi í höndum SÉRSTAKT KERFI NÝS LÝÐRÆÐIS FYRIR ALMENNING. Kerfi sem hægt væri að byggja upp til jafnrar notkunar og til heilla fyrir land og þjóð!
NÆSTA HJÁ MÉR:
Að kynna hvað "Okkar Ísland" er og hugmyndirnar þar inni. Búa til fullt af litlum miðum með vefslóð og stuttri úttekt. Setja á áberandi fjölmenna staði.
![]() |
3500 fygldust með þjóðfundi í beinni netútsendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Á Íslandi er svo mikill mannauður að?..........
Á Íslandi er svo mikill mannauður að það á að hleypa inn erlendu fjármagni í stað þess að vinna hlutina sjálfur? ÚPS. Hér eru hafa orðin snúist í andhverfu sína.
>Það getur verið erfitt að eiga við vinstri-græn stjórnvöld, sem vilja af hugmyndafræðilegum ástæðum ekki að erlendir aðilar fjárfesti í auðlindum landsins, sagði Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.
Að lýkja það við VG að vilja þjóð okkar sem allra hag bestan er hreint og beint hlægilegt og fáránlegt. Því allur hugsandi almenningur landsins vill vinna upp vandann sjálfur og byggja upp verðmætasköpun án aðkomu erlents fjármagns!
Ekki er ég Vinstri Grænn og öðruvísi grænn skal ég ekki vera að ætla erlendu fjármagni að koma inn í landið því slíkt fjármagn frá erlendum fyrirtækjum er eingöngu til að hagnast af landinu og við það minnkar og dregur úr framkvæmdavilja íslendinga sjálfa við að reysa landið við út úr þessari fjármálakreppu.
Auðvitað eigum við íslendingar okkar auðlindir sjálfir og eigum að fullvinna þær til sölu erlendis til og hvergi koma þar til erlent fjármagn. Við byggjum upp okkar eigið fjármagn sjálfir br. og fáum erlent fjármagn inn í landið með sölu fullunnra vara okkar. Ekki öðruvísi.
![]() |
Erum ekki að stela auðlindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. október 2009
Blogg hægagangur minn næstu daga.......
Ágætu bloggvinir sem og annað fólk sem ratar inn á Bloggið mitt.
Næstu daga mun verða minna um blogg frá mér og ef eitthvað þá amk. styttri greinar. Ástæðan er sú að ég er af sérstökum ástæðum mun vera að draga saman aðalatriðin úr skjali mínu: "Okkar Ísland" Og þá sérstaklega yfir næstu helgi. Vinna sem ég þarf að vanda vel til.
Hafið það nú endilega gott á meðan
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. október 2009
"Okkar Ísland" númer 1.04 word skár
"Okkar Ísland" er nú orðið 44 síður á stærð og hefur tekið nokkrum lagfæringum.
Í "Okkar Ísland" 1.04 hafa verið gerðar lagfæringar og sett inn nýtt efni um grunnhugmynd að nýju Hagkerfi þar sem íslendingar þurfa ekki að lenda í sama vandamálum með skattahækkunum og niðurskurði við hver einustu fjárlög. Tildæmis þessi endalausu álögur á lægri tekjuhópa eins og aldraðir, öryrkjar og fólk á lægstu töxtunum.
Hér set ég skjalið beint inn á bloggið til að byrja með. Hér má nálgast það og þegar að færsla þessi færist neðar í blogg röðina mun ég setja inn þessa sömu bloggfærslu til að fólk þurfi ekki að fletta neðar á bloggið mitt ef það vill ná í skjalið.
Breytingar og viðbætur munu svo koma inn fljótlega eftir því sem bætist við hugmyndina.
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOC sem er eldri gerð af Wordskjali og flestir enn nota:
http://www.mediafire.com/file/yjn3zjmywty/1.04 Okkar Island.doc
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOCX fyrir núverandi Wordskjöl
http://www.mediafire.com/file/myyooj2kyzm/1.04 Okkar Island.docx
örsmárar leiðréttingar voru á blaðsíðutali efnisyfirliti og allt nýtt inn var sett í orange lit.
þannig að þeir 3 sem voru búnir að sækja skjalið rétt eftir útgáfu þess þurfa ekki að sækja það aftur.
*14. Lokaorð og greinargerð.......................................bls.42 en ekki 36 eins og stóð
Lífstíll | Breytt 26.10.2009 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. október 2009
Ísland er Landið mitt-1
Ég hef undanfarin ár stundað að taka ljósmyndir út um allt Ísland.
Ég set hér inn til gamans nokkrar myndir sem voru sumar teknar í augnabliki. Þessar myndir eru frá sitt hvorum árunum og teknar hér og þar um Ísland. Verður hver og einn að sjá hvar hver mynd var tekin.
smellið á mynd til að skoða eina sér
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. október 2009
Plebbinn ég og allir hinir plebbarnir
An essay in stimulating the public mind and try to free it from the usual influences of political parties.
Ræða sem ég hef ætlað að lesa upp.
Hugsið ykkur að geta sagt sigh....... og andað djúbt og óbundið. Ég treysti því ekki á Borgara-eitthvað, Framsókn, Samfylkingu, Sjálfsstæðisflokkinn eða VG og er feginn að vera laus við flokkaruglið. Ég er frelsaður og líður vel þannig!
En nú er að finna leiðir til að gera stjórnun landsins okkar almennri og góðvænlegri. Til þess að það verði hægt þarf fólk að átta sig á að Íslandi verður ekki breytt í alvörunni innan flokkapólitíkunnar. Því verður ekki breytt innanfrá, því er það næsta verk að gera það utanfrá. Þessvegna verður fólk að spyrja sig hvort framtíð Íslands sé mikilvægari heldur en flokkastefnur og hagsmunir einstaklinga innan þeirra. Er framtíð Íslands fyrir okkur öll sem byggjum þetta land? Ef þú tilheyrir flokki eða fylgir flokki þá væri best að losa sig úr þeim viðjum því hagsmunir heildarinnar eru jú hagsmunir þínir og öfugt. Getur þó losað þig úr þumalskrúfunni og sagt sigh........., andað djúpt og rólega fegins hugar. Getur þú frelsað þig út úr þínum venjulegu pólitísku hugsunum? FRELSAÐU ÞIG FYRIR ÍSLAND, SJÁLFAN ÞIG OG HEILDINA!
En nú er svo að við að skapa nýja framtíð Íslands verður að vega og meta hvernig skal staðið að verkum. Undanfarin ár hefur auðlindum Íslands verið spillt í stórfyrirtæki útlendinga. Í stað þess að byggja upp þær aðstæður að við íslendingar getum sjálfir unnið að málum okkar með því að byggja upp nýtt land með sem víðtækastri þátttöku fólksins. En til þess þarf að finna leiðir að allir þegnar landsins geti unnið saman í sátt og samlindi með laun og afkomu. Besta leiðin væri að fólk gæti unnið að enduruppbyggingu úti á svæðum landsins, með nokkri sjálfsstjórn. En til þess þarf að setja í gang fullt af meðal stórum fyrirtækjum út um allt land til að byggja upp ónotaðar auðlindir landsins sem við eigum jú nóg af. Ásamt því að endurvekja gamlar starfsgreinar eins og Fiskiðnaðinn og Landbúnaðinn. Til þess þarf að hvetja fólk til verka og bjóða því upp á mannsæmandi kjör. Að búa til þær aðstæður að fólkið vilji vinna í störfum sem gæði landsins bjóða upp á. Í stað þess að vera hamra á menntun sem gerir oft lítið annað en setja í gang ofvæntingar í fólk.
En afhverju er þá ekki fólk að losa sig úr þessum fjötrum flokka til að geta átt möguleika á að fá eitthvað nýtt? Ég hef oft verið að tala við fólk á mínum stóra vinnustað um þessi mál og spyrja það afhverju það er ekki að taka þátt í mótmælum. Ég fæ þau svör að enginn sé að gera neitt fyrir alvöru til að búa til eitthvað nýtt. Langflestir spurðra svara því til að það sé búið að fá nóg af stjórnvöldum og ruglinu en samt fylgir því ráðleysi hvað eigi að taka við. Vonleysi um að fá einhverjar alvöru breytingar. Og algjör uppgjöf á stjórnmálamönnum og flokkum.
Málið er einfalt í byrjun þó það flóknara taki síðan við. Almenningur þarf ekkert endilega að taka þátt í þessum venjulegu mótmælum, einmitt vegna þess að það er búið að fá nóg. Nei! Fólk þarf ekki að gera neitt til að byrja með nema að vera heima og skrifa nafn sitt, kennitölu og heimilisfang á lítinn miða þar sem kemur fram að það vilji fyrir alvöru breytingar. Athugið að byrjunin er sú að safna nöfnum fólks sem vill breytingar fyrir almenning.
Hver væri þá tilgangurinn? Hann væri sá að sýna fram á að stór fjöldi almennings vilji alvöru breytingar og að Ísland geti tekið algjörlega nýja stefnu. Þannig gæti verið búið að safna a) 5.000 manns b) 10.000 manns, c) 20.000 manns osfrv. á lista sem segir að það vilji nýtt Ísland. Með því er fólk sem um munar að segja út í þjóðfélagið að það vilji endurvekja Ísland. Og ef nógu stór hópur þá er ekki annað en hægt að segja að svo margir vilji breytingar að það séu í reynd tvær þjóðir á Íslandi. Þeir sem vilji endurgera Ísland með nýjum formerkjum og áherslum og síðan þeir sem vilja það ekki..........
Svo einfalt er það. Því byrjunin gefur tilganginn til kynna með umfanginu og með því að gefa það í skin að við viljum endurvekja Ísland hvort sem hinir vilji það eða ekki. Það er ekki þar með sagt að við séum búin að því og það strax. Nei því að með fjöldanum fáum við vopnin upp í hendurnar! Og ekki væri hægt að neita okkur það frelsi að hafa þær skoðanir!
Við getum þetta alveg því það er svo einfalt! Framkvæmum hina þöglu byltingu fólksins. Endurvekjum Ísland og köllum nýja landið okkar:
Því landið er jú okkar, almennings sem búum í þessu landi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)