Smá punktar um þetta

Staðreyndin er sú að það vill enginn íslendingur vinna við þetta vegna þess að launin eru ekki það góð til að mæta líkamlegu erfiði í greininni.

Síðan er það virðingartapið sem helgast af þessari menntadýrkun sem hefur tíðkast hér á landi. Fólk vill ekki vinna í svona allra mestu láglaunastörfum vegna þess að það er búið að gefa í skyn að starfið sé ekki virðingu þess vert. 

Síðan hjálpar það ekki að svona margir útlendingar sækist eftir því að vinna í starfinu vegna þess að það er búið að búa til í huga fólks að útlendingar sækist inn í láglaunastörfin.

Maður man það hérna áður fyrr þegar fólk sóttist í svona störf. Á sumrin voru þannig störfin í fiskvinnslunni eftirsóttust vegna þess að fólk gat unnið sér inn peninga með eftirvinnunni og bónusinum ef nóg var að gera.

Á haustin sóttist svo fólk inn í sláturhúsastörfin af sömu ástæðu. Þar að segja að hafa nóg að gera og ná inn pening með aukavinnunni.

Fyrir þá sem hér lesa og ekki þekkja til né hafa unnið við þessi störf þá langar mig til að láta vita að í fáum störfum eins og þessum þá hefur verið eins skemmtilegt að vinna. Þannig fylgdi oft mikilli vinnu fjörið hjá fólkinu. Og oft var rosalega skemmtilegt að vinna með hörkuduglegu fólki sem blandaði mikilli vinnu við fjörið.

Síðan hafa þessi störf alls ekki haldist í hendur við launaþróun í landinu. Og þarf að endurvekja þau með stuðningi og virðingu!

 

 

 


mbl.is Um 500 erlendir starfsmenn í sláturhúsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég segi hlutina bara eins og þeir eru.

Síðan fer fólk að mennta sig til að sækjast svo (í flestum tilfellum) í þau störf sem það getur setið á rassinum allan liðlangan daginn og þá oft í leiðindastarfi. Fer svo í Líkamsræktarstöðvarnar eftir vinnu til að ná af sér aukakílóunum og hellir í sig öllu orkudrykkjadraslinu til að halda líkamanum í lagi.

Á meðan þeir sem voru í Sláturhúsunum og Fiskvinnunni gátu náð þessu öllu saman nema leiðindunum og án þess að borga krónu fyrir.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hverskonar rugl er þetta - mörg þúsund manns á bótum og svo KOMA 500 MANNS TIL LANDSINS TIL ÞESS AÐ VINNA Í SLÁTURHÚSUNUM -

Er ekki allt í standi - hvar er "atvinnulausa" fólkið?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.9.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér innlitið Ólafur.

Já, ég er svo hjartanlega sammála. Hvar er atvinnulausa fólkið? Væri ekki hægt að setja í gang einhverskonar atvinnubótavinnu í svona greinum í stað þess að fólk þurfi að vera atvinnulaust?

Gallinn er sá líka að atvinnuleysis bótakerfið er dálítið gallað á þann hátt að fólk getur stundum sagt að það vilji ekki vinna við svona vinnu. Það sé að sækjast eftir vinnu sem það hefur unnið við áður.

Síðan er hitt. Það er svo stutt á milli atvinneysisbóta og launa í þessum stöfum amk. þegar að lítið er að gera. Þar að segja ekki mikið um aukavinnu né hraðbónusa hvatning.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 09:47

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Eg er svo gjörsamlega sammála þér Guðni - sama á við í fiskvinnslu - "við" þurfum að upphefja þessi störf svo "við" sjálf sættum okkur við að vinna við þessa iðngrein..... því fyr því betra

Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 10:15

5 identicon

Svindl og svínarí virðist inngreipt í nútímanum, að vinna er ánauð og letin vinsæl enda viðkomandi á fullum bótum.  Það þarf einhverja dúsu á prikið, eftirsóknarverða dúsu.  Þeir sem reka þessa starfssemi í fiski og kjöti eru tilbúnir að greiða útlendingum fyrir far fram og til baka, frítt uppihald á meðan á dvöl þeirra stendur.  'islendingi er boðið upp á strípaðan taxta, lægsta mögulega taxta ASÍ.  Það er eðlilegt í ljósi þessa að samkeppnisstaða íslendingsins er ekki upp á marga fiska og erfitt að fara um fjöll til að vinna á sláturhúsi t.d.  nema kanski að flytja fyrst erlendis og fá þannig tilboð um frítt uppihald á staðnum.

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:24

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón og Þórhallur þakka ykkur innlitið líka

Sammála þér Jón og það væri auðvitað í tengslum við nýrri verðmætasköpun í landinu. Þar sem fólki yrði boðið upp á ný tækifæri bæði með því að eiga þess kost að flytja út á land og að það geti farið í svona störf vitandi þess að hafa sanngjörn laun og virðingu í starfinu. 

Þórhallur já það er oft svo að þessu erlenda fólki er boðið upp á ýmsa dúsu eins og þú nefnir. Samt eins og þú veist hafa komið upp mál (þó helst í byggingargeiranum) þar sem svindlað hefur verið á erlendu vinnuafli varðandi húsnæði.

Það mætti hugsa sér að draga niður og minnka slíka dúsu í samvinnu við atvinnurekanda til að fækka aðkomu erlendis vinnuafls, meðfram því sem yrði gert til að gera þessi störf hvetjandi og áhugaverð fyrir íslendinga að vilja fara í.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Það finnst mér líka Guðni - ný verðmætasköpun - sanngjörn laun - huggulegra vinnu-umhverfi - hefjum þessi störf til hærri vega en nú er - sorglegt að sjá að fólk "þori" ekki að vinna við þessi störf þar sem umsræðan hefur um árabil verið mjög svo neikvæð

Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 13:29

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já Jón,  ég hef verið að nefna þetta með verðmætasköpunina og líka í skjali mínu "Okkar Ísland"' og lýst því að það væri auðveldara verk inni á svæðum í nálægð við íbúana og allt í tengsl við svæðisþing og embættis- efnahags - stjórnun á svæðinu.

Varðandi þessa svokölluðu dúsu þá hefur tíðkast að bjóða fólki sem er á atvinnuleysibótum allskonar svona eins og tildæmis frýtt í strætó og fleira. Þó það þarfnist úrlausnar við finnst mér að það mætti frekar reyna allt hvað hægt væri að fólk taki þá vinnu sem býðst og hætta þessum bóta dúsum því þær ýta ekki undir neitt nema letina ef svo má að orði komast.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband