Færsluflokkur: Lífstíll

Manngildaskjalið "Nýi Sáttmáli"

Fyrir stuttu síðan bjó ég til ákveðið skjal sem ég vann að í 1 og 1/2 mánuð ca. sem ég kalla "Nýi Sáttmáli"

Í skjalinu eru dregin fram á sem einfaldastan máta, nokkur atriði um heiðarleika, virðingu og réttlæti í stjórnmálum. Hvernig þau ættu að vera EN ERU ÞVÍ MIÐUR EKKI!

Með því að lesa og skoða greinar á fréttamiðlum og bloggum síðustu daga þá virðist svo vera að höfundar greina séu í miklum auknum mæli farnir að skrifa um þessi atriði í greinum sínum. Þannig sést fjallað um heiðarleika, virðingu og réttlæti í auknum mæli. Það er bara jákvætt.

Hverju sem veldur veit ég ekki. En ég ætla samt rétt að vona að fólk sem hefur náð sér í 1 eintak af skjalinu hugsi vandlega um efni þess.

Það er gott ef fólk veltir fyrir sér atriðum út frá jákvæðum máta með það fyrir augum að sjá hvað mætti laga. Beri þannig saman hvernig hlutirnir ættu að vera, við það hvernig þeir eru ekki. Því á þennan máta má auðvelda fólki að lagfæra sem miður fer.

Við skulum vona að þjóðin geri gangskör í að efla sig í
MANNLEGUM-GILDUM og opni augu sín fyrir því hvernig við getum breytt landinu þar sem allur þorri íbúa gangi jafnt að allsnæktaborði heiðarleikans, virðingar, kærleika og réttlætis. Því aðeins með að byggja upp frá þeim mannlegum gildum náum við að gera eitthvað af viti til að vinna saman að framgöngu okkar.

Tökum öll þátt í að efla GILDISMÁTT-inn með okkur!
Góðar stundir.

Hér er:

"Nýi Sáttmáli"

http://www.mediafire.com/view/?a79twh65n3g902o

 

BLAÐSÍÐA 2 ÚR SKJALINU:

 

nyisattmali_1149302.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smellið tvisvar á mynd til að stækka í læsilega.

 

Nýi Sáttmáli

Formáli

 

Það er svo undarlegt að eiga með sér von um betra Ísland en sjá svo að við viljum ekkert fyrir alvöru gera í því að vinna sameiginlega að þeim verkum að gera landið fyrir alvöru byggilegt öllu okkar fólki.


Þó við vitum í hjörtum okkar og með upplifun okkar hvað sé rétt, þá virðist svo vera að við gerum stundum alltof lítið með þau mannlegu gildi sem felast í því. Förum þannig oft lítið eftir þeim, eða hugsum lítið um þau þegar við höldum áfram gegnum lífið.


Svo sjáum við og heyrum öll ljótu orðin, óheiðarleikann og óvirðinguna breiðast út um allt þjóðfélagið. Þar sem neikvæðnin öll blasir við. Þar sem menn nota allskonar misvísandi orð og setningar, oft ljót og mannskemmandi. Jafnvel stjórnmálamenn beita fyrir sig óvirðingu í sínum ræðum og gerðum. Þó loforðin séu fögur er þannig ekkert farið eftir þeim. Eins og að segja: ég ætlaði ekki að segja eða gera þetta en ég gerði það samt. Það er þannig stundum eins og það sé einhver hundur í fólki. Sem eru þá oft afleiðingarnir af því sem hinir gera líka.


Það er svo auðvelt að sjá þetta þegar að litið er yfir farinn veg í ræðum og ritum. Sérstaklega þegar að farið er yfir þessi mál með manngildin í huga. Það jákvæða vill oft svo verða að detti út eða lítið hugsað um.


Eftir að hafa séð allt það sem hefur gengið á, þá ákvað ég að taka mig til og gera tilraun til að gera eitthvað jákvætt og heillandi ef ég gæti. Því datt mér í hug að búa til þetta jákvæða skjal þar sem fjallað er um manngildin og gerð tilraun til að draga fram þau atriði sem snúa að jákvæðni þeirri sem við öll ættum að geta haft í huga í ferð okkar í gegnum lífið.


Í þessu skjali er gerð tilraun á hlutlausan hátt til að draga fram nokkur atriði sem snúa að Heiðarleika, Virðingu, Kærleika og félagslegu Réttlæti. Aðeins er kastað hér fram nokkrum spurningum sem komu upp í hugann og reynt að ná þannig fram hugsunum fólks um hvernig sé hægt að vinna að þessum jákvæðu manngildum saman. Eins og gerist og gengur getur fólk verið á dálítið mismunandi skoðunum um þessi mál. Og jafnvel örugglega hægt fyrir fólk að sjá fleiri atriði og fleiri spurningar en hér eru nefnd í þessu stutta skjali.


Hér eru lagðar fram spurningar og dregin fram atriði sem allir stjórnmálamenn eiga að geta haft að leiðarljósi. Hér eru einnig spurningar fyrir heimilin og fyrirtæki til að hafa í huga.


Það er jafnvel alveg hægt að sjá að við íslendingar ættum i alveg að geta gert gangskör í því að vinna saman að því að gera landið okkar byggilegt með þessi mannlegu gildi að leiðarljósi. Að minnsta kosti á ég mér þann draum um að við getum gert:


MANNGILDA BYLTINGU saman

Afhverju ekki?


Er ekki hægt að vera með á netinu?

tada, tada, tadatadatada, tadaaa, tada búmm, tada Smile
mbl.is Einstök hljómhviða í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfúð eða Mannúð?

Eru þeir sem hafa sem hæst í þjóðfélaginu haldnir sjálfhverfu? Eða er það þeim sjálfsagt mál að vera alltaf með klærnar í einhverjum? Eða er það þeim sjálfsagt mál öll þessi kvikinska?

Vonandi að grein mín á blogginu í gær hafi orðið fólki til umhugsunar. Ástæðan fyrir henni var sú hreinlega að mér blöskrar allur atgangurinn sem hefur gengið á út í þjóðfélaginu.

Maður líttu þér í eigin barm og veltu því fyrir þér hvort þú nærð einhverjum árangri með framgengni þinni.

Ég vellti því fyrir mér óneitanlega hvenær fólk muni læra. Eins og sást í bloggrein minni í gær þá dróg ég fram þau ágætu gildi sem þjóðfundurinn 2009 valdi sér. Ástæðan er sú að í öllu því orðaflaumi og orðaskaki sem hefur gengið á, virðist dálítið að það hafi gleymst að fara eftir þessum gildum.

Hvernig er tildæmis með heiðarleika? Hafa þeir sem hafa geyst út á völlinn alltaf viðhaft heiðarleika? Eða kærleika? Þorir fólk ekki að tala um kærleika afþví að það er uppfullt af soranum? Hvað með virðingu? Hefur fólk sýnt öðrum virðingu? Eða er fólki ekki bara heiftin í blóð borin?

Er sannleikurinn heiðarlegur?

Veltið fyrir ykkur þessari spurningu.

Nú er það svo að fullt af fólki hefur úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins hefur lofað ýmsu hér og þar. Framtíðin í þeirra augum á að vera svo fögur og fyrirheitin svo mörg. En erfitt er að sjá að þau geti haldið reiður í öllu flóðinu. Satt best að segja er framtíðin mjög óljós varðandi hvað næst fram í öllu því flóði sem borið er fram. Og ég ætla bara leyfa mér hér að vera alveg heiðarlegur að segja að ég sé ekki fyrir mér að neinar miklar breytingar náist fram ef svona er haldið áfram. Ég ætla því að leyfa mér að vera þessi bölsýnismaður sem sér fyrir sér að Ísland hafi ekkert lært.

Stundum finnst mér að þeir sem eru að bjóða sig fram til stjórnunarverka séu dálítið úr takti við fólkið út í þjóðfélaginu. Það er þessi fulltrúagræðgi sem verður til þess að það slitnar frá almenningi. Jú, jú, það lofar að gera hitt og þetta og fyrirheitin eru fögur. En hvað sést svo þegar að út úr hólminum er komið og það á að fara að vinna að þeim?

Hafandi talað við fullt af fólki sem ég mæti daglega á vinnustað mínum, þá kemur fram mikið vonleysi í fólki. Og það hefur satt best að segja litla trú á að einhverjum alvöru breytingum verði. Þetta sé bara þessi sama gamla tugga.

Í tengslum við það má kannski spyrja sig hversvegna fólk mætir ekki ákveðnar að mótmæla? Sjálfsagt á það sér að hluta til þær orsakir að fólk sér ekki tilganginn.

Satt best að segja er það mannlega best til fallið að breyta einhverju. Því þaðan frá á Ísland bestu tækifærin til að efla þjóðina.

Ég sé það fyrir mér að almenningur geti gert mannúðarbyltingu og tekið sér saman að hreinsa burt allan ósómann. Nái að sameinast um gildin og vinna síðan útfrá þeim. 

 

Hvað eru fögur fyrirheit,

ef fara á ekki eftir þeim,

fer þjóðin bara fyrir leit,

í þennan framtíðar heim.





Reiður:> 1. hafa svar á á reiðum höndum, 2. vera tilbúinn


Er þetta það sem koma skal? Endurbirt grein mín úr mbl.

Hér endurbirti ég grein mína sem kom í mbl. um miðjan febrúar:
 

Þér væri boðin þátttaka í uppbyggingu þinni eigin sem og annarra.

Greinin:

Sjálfbær framtíð okkar

Að byggja á nýjum grunni

Fáir staðir í heiminum eins og Ísland hafa eins mikil tækifæri til að eflast með nýjum verkefnum. Á Íslandi væri hægt að setja í gang skapandi atvinnustefnu í mannvænu, vistvænu og lýðræðislegu andrúmslofti. Nær hvert sem líta má um landið lyggja þessi tækifæri tilbúin að virkja þau.

Hér og þar um Ísland eru því næg tækifæri til að efla sjálfbær vistvæn verkefni. Þekking Íslendinga á þessum málum er orðin það mikil að setja má í gang verkefni í hverskonar landbúnaði sem byggir á nýtingu landsins okkar með sjálfbærni að leiðarljósi. Eins og verkefni sem tengjast ýmis konar fæðuöflun. Einnig höfum við nóg tækifæri að byrja á nýjum verkefnum sem tengjast fiskiðnaði, tækniiðnaði og menningarstarfsemi. En öll þessi verkefni ættu að vera byggð á vistvænum grunni og taka sérstakt tillit til náttúrunnar, sem og tryggja að verkefnin muni ekki eyðileggja lífríkið.

Undanfarin ár hafa ýmis smáverkefni verið sett á lagginar sem teljast mega til sjálfbærra verkefna. Mörg þessi verkefni eru einyrkja og eiga oft í erfiðleikum fjárhagslega. Verkefni hafa þannig farið í gang sem í fyrstunni líta vel út, ganga vel og eru sett í gang með krafti einstaklingana. Síðar hefur þó komið í ljós að sum þessi verkefni eru dálítið einsleit og skortir umfang og tenginu í fleiri verkefni sem snúa að svipuðum viðfangsefnum. Sem og frekari stuðning við viðfangsefnið til að það haldi sér gangandi.

Sjálfbærniþorp

Sem slík væru Sjálfbærniþorp hentug til að setja upp á hverjum landsfjórðungi. Eitt á miðsvæði hvers landsfjórðungs.

Kjarni þess að búa til sjálfbærni verkefni er þróun út frá heildstæðri stefnu í nálægð við íbúana og verkefnin sjálf. Sjálfbærniþorp er þannig hugmynd sem byggir á að styðja undir nýjan grunn verkefna í nálægð við ýmsa íbúakjarna svæðisins þar sem léttara væri að stýra þeim og fylgjast með þeim. Í stað þess að stjórna öllu frá fjarsamfélagi þar sem erfitt er að hafa yfirsýn yfir verkefnin og aðrar framkvæmdir íbúana.

Sjálfbærniþorp er þannig samfélagslegur kjarni þar sem almenningur kemur saman til starfs og leikja. Í Sjálfbærniþorpi getur fólk komið á sérstakar hátíðir sem haldnar væru með vissu millibili. Hátíðir slíkar gætu sprottið sem sameining allra hátíða svæðisins sem eru haldnar hér og þar um landið á sumartíma. Ætlaðar til að samtengja íbúa alls svæðisins á einn stað þar sem íbúanir geta hittst til samverustunda. Á hátíðum sem þessum væri hægt að setja á lagginar ýmsa menningarviðburði, eins og hverskonar sýningar í listiðnaði. Sem og að hafa margt til yndis, fróðleiks og skemmtunar. Nánast engin undantekning væri á möguleikunum.

Í Sjálfbærniþorpi væru sett í gang sérstök sjálbær verkefni úti á svæðunum sem tengjast slíku þorpi. Ætluð til að byggja upp atvinnu á öllu svæðinu með samstýringu og sameflingu út frá þorpinu. Sjálfbærniþorp gæti þannig orðið til að styðja við fólksfjölgun alls svæðisins. Tækifæri væri í margvísleg verkefni. Einnig má tengja inn ýmisskonar ferðamálefni til að efla hverskonar ferðaþjónustu á öllu svæðinu.

Í Sjálbærniþorpi væri í gangi sérstök verkefnaþróun sem er skrifstofa sem tekur á móti hugmyndum fólks til að setja í gang sjálbærniverkefni. Setur þær á umræðuvettfang þar sem almenningur getur rætt hugmyndinar saman og komist að sameiginlegum niðurstöðum hvort hægt væri að setja verkefni í gang.

Í Sjálfbærniþorpi væri í gangi sérstök atvinnuskrifstofa sem tekur á móti umsóknum fólks í verkefnin sem setja ætti í gang. Tenging væri á milli þessara skrifstofa og mikil tækifæri fyrir fólk að hafa áhrif á framgang verkefnanna.

Inn í Sjálfbærniþorp væri hægt að setja í gang hvers konar kynningu á íslensku handverki og bjóða til sölu hverskonar íslenskar vörur, eins og matvörur, prjónavörur og fleira. Væri það í beinum tengslum við hátíðir sem og utan þeirra. Slík starfsemi væri hentu til að kynna vörur einyrkja sem og stærri framleiðslufyrirtækja.

Lýðræði íbúanna

Í Sjálfbærniþorpi væri sett í gang sérstök lýðræðis fundastofa þar sem íbúar alls svæðisins gætum komið saman til skrafs og ráðagerða.

Oft er talað um hver sé merkingu orðsins “lýðræði” Leggja margir mismunandi skilning í það. Sumir vilja meina að lýðræði sé að fólk kjósi sér fulltrúa sem vinna að framgangi þess fólks sem kýs það til starfa. Sem kallast þá fulltrúalýðræði. Aðrir tala um að raunverulegt lýðræði sé að íbúarnir eigi að geta haft meiri áhrif á ákvörðunartöku þeirra atriða sem snúa að framgangi þeirra. Sem teljast má til beins lýðræðis.

Oft er það svo þegar talað er um lýðræði þá gleymast íbúanir sjálfir og þarfir þeirra í daglegu lífi. Þó segja megi að fólk sé orðið dálítið meira meðvitað um hvað það getur haft áhrif á, þá er það oft svo að erfitt er að fá fólk til beinnar þátttöku í lýðræðissköpun. Helgast það mikið til að þó fólk hafi ýmsar skoðanir og áhuga þá er svo mikið annað í lífinu sem fólk þarf að sinna að það hefur ekki tíma til beinnar þátttöku til að tjá sig um áhugamál sín. Þannig ef auglýstur væri fundur hjá einhverju lýðræðisfélagi er allt eins víst að innan við 20 manns mæti á slíkan fund.

Þar sem fólk kemur frekar saman til ýmissa athafna væri auðveldara að fá fólk til að taka þátt í sköpun lýðræðislegra ákvarðana. Þannig kveikir þátttaka í öðru starfi þörfina fyrir að hafa áhrif á ákvörðunatöku í því og öðru sem því tengist, sem og öðrum störfum. Lýðræðis fundastofa innan svæðissamfélags getur þannig örvað fólk til dáða og vakið innblástur meðal fólks. Verið þannig mikill hvati til sköpunar ýmissa verkefna. Slík framvinda er sterk undiralda að almennri hagsæld íbúanna og góð leið til lífshamingju.

Í slíkri lýðræðis fundastofu þar sem rætt væri um gagn og nauðsynjar alls svæðisins þurfa alls ekki allir að vera sammála um allar niðurstöðu umræðna. Umræðuvettfangurinn er því frekar grundvöllur á að íbúanir geti komið sér saman og kosið sameiginlega niðurstöðu. Að vera ósammála í einu atriði þarf alls ekki vera svo að fólk geti ekki verið sammála í einhverju öðru atriði. Slíkt samvinnuform lýðræðisins væri þannig upplagt sem hvati að framgangi íbúanna. Lýðræðið í slíku samfélagi er þannig stefna að sameiginlegu valdi þátttakendanna.

Með krafti og dugnaði íbúana væri hægt að setja í gang Svæðisþorp sem hugmynd þessi byggir á.


Guðni Karl Harðarson

Guð gefur manni hneturnar en hann brýtur þær ekki fyrir mann

Allt sem er vert þess að vera gert er og þess vert að vera vel gert.

úr frétt>„Mikil eftirspurn hefur verið eftir jarðnæði til búskapar á undanförnum árum en vegna ónógs framboðs af ódýru lánsfjármagni samfara háu jarðaverði hefur fólk sem hyggst fara í búskap ekki séð sér fært að fjárfesta í landi til búrekstrar. Með betri nýtingu ríkisjarða til búrekstrar er mögulegt að mæta sjónarmiðum þessa hóps, efla búskap í hinum dreifðari byggðum og einnig myndi ríkisvaldið sýna ábyrgð gagnvart nýliðun í landbúnaði og sjónarmiðum fæðuöryggis,“ segir í tillögunni.

Sjálfsagt gott mál. Hinsvegar er það á hreinu að: ríkisvaldið ætti að gera stórátak í því að styðja undir Lanbúnað. Sem og önnur verkefni við nýtingu auðlinda úti á landi. Fjármagn ætti þannig að koma frá ríkinu í sérstakar verkefnastofur úti á landi til þess. Líka væri hægt að setja upp sérstakar atvinnustofur samfara því.

Aðeins öflug stýring fjármagns yfir í verkefnastofur landstfjórðunga á möguleika að setja í gang heildstæða eflingu á landbúnaði.  

Til þess að gera hutina fyrir alvöru vel er best til fallið að setja eftirfarandi, fyrst á einum landsfjórðingi og svo á hinum líka:

Sjálfbærniþorpið

http://samfelagvesturs.weebly.com

 


mbl.is Ríkisjörðum verði komið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi - Sjálfbær framtíð okkar

Gott fólk. Ég er viss um að hér hef ég í höndunum alvöru tækifæri fyrir fólk. Sjálfur hef ég trú á að þessi hugmynd mín sé bara eiginlega ein sú besta sem hefur komið fram að undanförnu.

 

 

Sjálfbær framtíð okkar



Að byggja á nýjum grunni

Fáir staðir í heiminum eins og Ísland hafa eins mikil tækifæri til að eflast með nýjum verkefnum. Á Íslandi væri hægt að setja í gang skapandi atvinnustefnu í mannvænu, vistvænu og lýðræðislegu andrúmslofti. Nær hvert sem líta má um landið lyggja þessi tækifæri tilbúin að virkja þau.

Hér og þar um Ísland eru því næg tækifæri til að efla sjálfbær vistvæn verkefni. Þekking Íslendinga á þessum málum er orðin það mikil að setja má í gang verkefni í hverskonar landbúnaði sem byggir á nýtingu landsins okkar með sjálfbærni að leiðarljósi. Eins og verkefni sem tengjast ýmis konar fæðuöflun. Einnig höfum við nóg tækifæri að byrja á nýjum verkefnum sem tengjast fiskiðnaði, tækniiðnaði og menningarstarfsemi. En öll þessi verkefni ættu að vera byggð á vistvænum grunni og taka sérstakt tillit til náttúrunnar, sem og tryggja að verkefnin muni ekki eyðileggja lífríkið.

Undanfarin ár hafa ýmis smáverkefni verið sett á lagginar sem teljast mega til sjálfbærra verkefna. Mörg þessi verkefni eru einyrkja og eiga oft í erfiðleikum fjárhagslega. Verkefni hafa þannig farið í gang sem í fyrstunni líta vel út, ganga vel og eru sett í gang með krafti einstaklingana. Síðar hefur þó komið í ljós að sum þessi verkefni eru dálítið einsleit og skortir umfang og tenginu í fleiri verkefni sem snúa að svipuðum viðfangsefnum. Sem og frekari stuðning við viðfangsefnið til að það haldi sér gangandi.


Sjálfbærniþorp

Sem slík væru Sjálbærniþorp hentug til að setja upp á hverjum landsfjórðungi. Eitt á miðsvæði hvers landsfjórðungs.

Kjarni þess að búa til sjálfbærni verkefni er þróun út frá heildstæðri stefnu í nálægð við íbúana og verkefnin sjálf. Sjálfbærniþorp er þannig hugmynd sem byggir á  að styðja undir nýjan grunn verkefna í nálægð við ýmsa íbúakjarna svæðisins þar sem léttara væri að stýra þeim og fylgjast með þeim. Í stað þess að stjórna öllu frá fjarsamfélagi þar sem erfitt er að hafa yfirsýn yfir verkefnin og aðrar framkvæmdir íbúana.

Sjálfbærniþorp er þannig samfélagslegur kjarni þar sem almenningur kemur saman til starfs og leikja. Í Sjáflbærniþorpi getur fólk komið á sérstakar hátíðir sem haldnar væru með vissu millibili. Hátíðir slíkar gætu sprottið sem sameining allra hátíða svæðisins sem eru haldnar hér og þar um landið á sumartíma.

Ætlaðar til að samtengja íbúa alls svæðisins á einn stað þar sem íbúanir geta hittst til samverustunda. Á hátíðum sem þessum væri hægt að setja á lagginar ýmsa menningarviðburði, eins og hverskonar sýningar í listiðnaði. Sem og að hafa margt til yndis, fróðleiks og skemmtunar. Nánast engin undantekning væri á möguleikunum.

Í Sjálfbærniþorpi væru sett í gang sérstök sjálbær verkefni úti á svæðunum sem tengjast slíku þorpi. Ætluð til að byggja upp atvinnu á öllu svæðinu með samstýringu og  sameflingu út frá þorpinu. Sjálfbærniþorp gæti þannig orðið til að styðja við fólksfjölgun alls svæðisins. Tækifæri væri í margvísleg verkefni. Einnig má tengja inn ýmisskonar ferðamálefni til að efla hverskonar ferðaþjónustu á öllu svæðinu.

Í Sjálbærniþorpi væri í gangi sérstök verkefnaþróun sem er skrifstofa sem tekur á móti hugmyndum fólks til að setja í gang sjálbærniverkefni. Setur þær á umræðuvettfang þar sem almenningur getur rætt hugmyndinar saman og komist að sameiginlegum niðurstöðum hvort hægt væri að setja verkefni í gang.

Í Sjálfbærniþorpi væri í gangi sérstök atvinnuskrifstofa sem tekur á móti umsóknum fólks í verkefnin sem setja ætti í gang.

Tenging væri á milli þessara skrifstofa og mikil tækifæri fyrir fólk að hafa áhrif á framgang verkefnanna.

Inn í Sjálfbærniþorp væri hægt að setja í gang hvers konar kynningu á íslensku handverki og bjóða til  sölu hverskonar íslenskar vörur, eins og matvörur, prjónavörur og fleira. Væri það í beinum tengslum við hátíðir sem og utan þeirra. Slík starfsemi væri hentu til að kynna vörur einyrkja sem og stærri framleiðslufyrirtækja.


Lýðræði íbúanna

Í Sjálfbærniþorpi væri sett í gang sérstök lýðræðis fundastofa þar sem íbúar alls svæðisins gætum komið saman til skrafs og ráðagerða.

Oft er talað um hver sé merkingu orðsins “lýðræði” Leggja margir mismunandi skilning í það. Sumir vilja meina að lýðræði sé að fólk kjósi sér fulltrúa sem vinna að framgangi þess fólks sem kýs það til starfa. Sem kallast þá fulltrúalýðræði. Aðrir tala um að raunverulegt lýðræði sé að íbúarnir eigi að geta haft meiri áhrif á ákvörðunartöku þeirra atriða sem snúa að framgangi þeirra. Sem teljast má til beins lýðræðis.

Oft er það svo þegar talað er um lýðræði þá gleymast íbúanir sjálfir og þarfir þeirra í daglegu lífi. Þó segja megi að fólk sé orðið dálítið meira meðvitað um hvað það getur haft áhrif á, þá er það oft svo að erfitt er að fá fólk til beinnar þátttöku í lýðræðissköpun. Helgast það mikið til að þó fólk hafi ýmsar skoðanir og áhuga þá er svo mikið annað í lífinu sem fólk þarf að sinna að það hefur ekki tíma til beinnar þátttöku til að tjá sig um áhugamál sín. Þannig ef auglýstur væri fundur hjá einhverju lýðræðisfélagi er allt eins víst að innan við 20 manns mæti á slíkan fund.

Þar sem fólk kemur frekar saman til ýmissa athafna væri auðveldara að fá fólk til að taka þátt í sköpun lýðræðislegra ákvarðana. Þannig kveikir þátttaka í öðru starfi þörfina fyrir að hafa áhrif á ákvörðunatöku í því og öðru sem því tengist, sem og öðrum störfum. Lýðræðis fundastofa innan svæðissamfélags getur þannig örvað fólk til dáða og vakið innblástur meðal fólks. Verið þannig mikill hvati til sköpunar ýmissa verkefna. Slík framvinda er sterk undiralda að almennri hagsæld íbúanna og góð leið til lífshamingju.

Í slíkri lýðræðis fundastofu þar sem rætt væri um gagn og nauðsynjar alls svæðisins þurfa alls ekki allir að vera sammála um allar niðurstöðu umræðna. Umræðuvettfangurinn er því frekar grundvöllur á að íbúanir geti komið sér saman og kosið sameiginlega niðurstöðu. Að vera ósammála í einu atriði þarf alls ekki vera svo að fólk geti ekki verið sammála í einhverju öðru atriði. Slíkt samvinnuform lýðræðisins væri þannig upplagt sem hvati að framgangi íbúanna. Lýðræðið í slíku samfélagi er þannig stefna að sameiginlegu valdi þátttakendanna.

Með krafti og dugnaði íbúana væri hægt að setja í gang Svæðisþorp sem hugmynd þessi byggir á.

 

Guðni Karl Harðarson
Öryggis og Húsvörður

meðlimur í

Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði

Hugmyndin um Sjálfbærniþorp hefur komið inn í umræðuhóp hjá Öldu.


Í dag er beðið fyrir Heilun Jarðar

Stundum hef ég sett inn færslur með ljóðum og tilvitnunum sem ég hef áhuga á og lesið um.

Hér er eitt ljóð í tilefni dagsins sem ég var að lesa:

Nútíð vor, hún brumar

á baðmi hins liðna

því einn er askur

eilífrar tíðar.

Laufgast hann og bliknar

og laufgast að nýju,

Um rætur hans stígur

römm jörðin upp

hið ramma líf upp:

eldskírð sagan.

Fortíðin eldskírð

er arfshlutur vor

og andstæður lands felldar

í einn sægirtan baug

sem hvatning og hömlun

hnita saman.

 

Ég hvet fólk til að geta upp á:

1. hvaða ljóð er þetta?

2. eftir hvern?

3. um hvað?

Ég mun koma með svarið í Athugasemd hér fljótlega.

 


Áramótaræða mín

Eftirfarandi er texti úr ræðu sem ég samdi og tók upp heima hjá mér í tilefni nýs árs:

sett hér inn sem texti vegna þess að vinnsla ræðunnar er ekki tilbúin.

Gott fólk.

Ég veit að á komandi tímum munum við íslendingar gera miklar breytingar. Það er ófrávíkjanleg staðreynd. Spurningin er bara sú, hvernig þátttakendur við viljum vera í þeim breytingum.

Ég er sjálfur í hópi fólks sem vill vinna saman með heildindum að þeim breytingum. Við viljum stækka þann hóp ört og fá almenning til liðs við okkur.

Það er augljóst að þau stjórnmála- og peningakerfi sem við búum við eru stórgölluð. End hefur það svo greinilega komið í ljós að undanförnu. Þar sem ráðvilltir stjórmála- og peningamenn vita engin ráð gegn því að fjármálaveldi heimsins hrynja.

Það hefur svo berlega komið í ljós að þegar mikið gengur á tapa stjórnmálamenn samúð með almenningi heldur standa frekar með fjármálaveldinu. Þeir missa þannig tengsl við það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu. Endurspeglast það í því að almenningur missir trúna á að stjórnmálamenn hafi getu til að breyta einhverju. Enda hefur komið í ljós að alltaf færra fólk treystir alþingismönnum.

Nú er komið að almenningi að standa saman að miklum breytingum. Við þurfum alls ekki að beina sjónum okkar að því með frekari mótmælum á því kerfi sem við búum við, því það er augljóslega vitað mál og þau að mestu komin fram. Heldur miklu frekar að sameina krafta okkar. Þátttakan þarf ekki að vera svo sérstaklega mikil til að byrja með. Heldur getum við unnið að því með sérstökum aðgerðum.

Fyrsta þátttaka væri að mynda tengsl við almenning með því að tengja okkur við skoðanir þess og fá til að skrifa þær niður. Nokkuð sem virkar alltaf í báðar áttir.

Ég veit að ef við stöndum saman getum við knúið fram vilja okkar. Nú er kominn tími til að við sameinumst í því að búa til nýja framtíð fyrir okkur sem er byggð á mannlegri getu og manngildum frekar en ónýtu peningavaldi. Við þurfum að vera óhrædd við að framkvæma þær breytingar, því þær geta ekki verið verri en það kerfi sem við búum við. Eða, er það ekki satt að ef þú verður fyrir áfalli þá viltu ekki halda í þær aðstæður sem voru þess áfalls valdandi?

Við þurfum að treysta á kraftinn í okkur sjálfum á getuna til að búa í haginn fyrir framtíðina. Við þurfum að byggja upp frá sköpun verðmæta. En það er best gert með því að hvetja fólk til dáða og fá það til þátttöku í þeim samleiðum sem búa framtíðina til. Samleiðir sem settar væru í gang í hverju landshorni fyrir sig. Við þurfum að endurvekja Ísland með nýjum leiðum sem hafa hverskonar sjálfbærni að leiðarljósi. En hugtakið sjálfbærni er mjög víðtækt eins og tildæmis það að hægt væri að setja í gang félagslega sjálfbærni með þátttöku almennings í þeim verkefnum sem sett væru í gang.

Að sjálfsögðu eigum við að byggja á heiðarleika og virðingu fyrir náunganum og lífskrafti til að framkvæma þau atriði sem búa til afkomu okkar í því landi sem við búum í.

En til þess þurfum við að gera það að mestu án aðkomu utanaðkomandi afla. Heldur frekar treysta á eigin getu til að byggja upp þá framtíð sem við viljum eiga. Við eigum að vera í friði með það sem við viljum gera.

Besta uppskeran kemur jú úr þeim jarðvegi sem við sjálf ræktum.

Tökum okkur saman til að byrja á því stórkostlega ævintýri sem við getum orðið þáttakendur í.

 


Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Hér eru nokkrar Jólamyndir sem ég tók, en eru ekki nýjar. Hafa þó alltaf sama tilgang, sem er Jólaandinn Smile

 

jol1_1126636.jpg

jol3_1126634.jpg

 jol2_1126635.jpg

 

 

jol4_1126633.jpg

jol5_1126632.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband