Er þetta það sem koma skal? Endurbirt grein mín úr mbl.

Hér endurbirti ég grein mína sem kom í mbl. um miðjan febrúar:
 

Þér væri boðin þátttaka í uppbyggingu þinni eigin sem og annarra.

Greinin:

Sjálfbær framtíð okkar

Að byggja á nýjum grunni

Fáir staðir í heiminum eins og Ísland hafa eins mikil tækifæri til að eflast með nýjum verkefnum. Á Íslandi væri hægt að setja í gang skapandi atvinnustefnu í mannvænu, vistvænu og lýðræðislegu andrúmslofti. Nær hvert sem líta má um landið lyggja þessi tækifæri tilbúin að virkja þau.

Hér og þar um Ísland eru því næg tækifæri til að efla sjálfbær vistvæn verkefni. Þekking Íslendinga á þessum málum er orðin það mikil að setja má í gang verkefni í hverskonar landbúnaði sem byggir á nýtingu landsins okkar með sjálfbærni að leiðarljósi. Eins og verkefni sem tengjast ýmis konar fæðuöflun. Einnig höfum við nóg tækifæri að byrja á nýjum verkefnum sem tengjast fiskiðnaði, tækniiðnaði og menningarstarfsemi. En öll þessi verkefni ættu að vera byggð á vistvænum grunni og taka sérstakt tillit til náttúrunnar, sem og tryggja að verkefnin muni ekki eyðileggja lífríkið.

Undanfarin ár hafa ýmis smáverkefni verið sett á lagginar sem teljast mega til sjálfbærra verkefna. Mörg þessi verkefni eru einyrkja og eiga oft í erfiðleikum fjárhagslega. Verkefni hafa þannig farið í gang sem í fyrstunni líta vel út, ganga vel og eru sett í gang með krafti einstaklingana. Síðar hefur þó komið í ljós að sum þessi verkefni eru dálítið einsleit og skortir umfang og tenginu í fleiri verkefni sem snúa að svipuðum viðfangsefnum. Sem og frekari stuðning við viðfangsefnið til að það haldi sér gangandi.

Sjálfbærniþorp

Sem slík væru Sjálfbærniþorp hentug til að setja upp á hverjum landsfjórðungi. Eitt á miðsvæði hvers landsfjórðungs.

Kjarni þess að búa til sjálfbærni verkefni er þróun út frá heildstæðri stefnu í nálægð við íbúana og verkefnin sjálf. Sjálfbærniþorp er þannig hugmynd sem byggir á að styðja undir nýjan grunn verkefna í nálægð við ýmsa íbúakjarna svæðisins þar sem léttara væri að stýra þeim og fylgjast með þeim. Í stað þess að stjórna öllu frá fjarsamfélagi þar sem erfitt er að hafa yfirsýn yfir verkefnin og aðrar framkvæmdir íbúana.

Sjálfbærniþorp er þannig samfélagslegur kjarni þar sem almenningur kemur saman til starfs og leikja. Í Sjálfbærniþorpi getur fólk komið á sérstakar hátíðir sem haldnar væru með vissu millibili. Hátíðir slíkar gætu sprottið sem sameining allra hátíða svæðisins sem eru haldnar hér og þar um landið á sumartíma. Ætlaðar til að samtengja íbúa alls svæðisins á einn stað þar sem íbúanir geta hittst til samverustunda. Á hátíðum sem þessum væri hægt að setja á lagginar ýmsa menningarviðburði, eins og hverskonar sýningar í listiðnaði. Sem og að hafa margt til yndis, fróðleiks og skemmtunar. Nánast engin undantekning væri á möguleikunum.

Í Sjálfbærniþorpi væru sett í gang sérstök sjálbær verkefni úti á svæðunum sem tengjast slíku þorpi. Ætluð til að byggja upp atvinnu á öllu svæðinu með samstýringu og sameflingu út frá þorpinu. Sjálfbærniþorp gæti þannig orðið til að styðja við fólksfjölgun alls svæðisins. Tækifæri væri í margvísleg verkefni. Einnig má tengja inn ýmisskonar ferðamálefni til að efla hverskonar ferðaþjónustu á öllu svæðinu.

Í Sjálbærniþorpi væri í gangi sérstök verkefnaþróun sem er skrifstofa sem tekur á móti hugmyndum fólks til að setja í gang sjálbærniverkefni. Setur þær á umræðuvettfang þar sem almenningur getur rætt hugmyndinar saman og komist að sameiginlegum niðurstöðum hvort hægt væri að setja verkefni í gang.

Í Sjálfbærniþorpi væri í gangi sérstök atvinnuskrifstofa sem tekur á móti umsóknum fólks í verkefnin sem setja ætti í gang. Tenging væri á milli þessara skrifstofa og mikil tækifæri fyrir fólk að hafa áhrif á framgang verkefnanna.

Inn í Sjálfbærniþorp væri hægt að setja í gang hvers konar kynningu á íslensku handverki og bjóða til sölu hverskonar íslenskar vörur, eins og matvörur, prjónavörur og fleira. Væri það í beinum tengslum við hátíðir sem og utan þeirra. Slík starfsemi væri hentu til að kynna vörur einyrkja sem og stærri framleiðslufyrirtækja.

Lýðræði íbúanna

Í Sjálfbærniþorpi væri sett í gang sérstök lýðræðis fundastofa þar sem íbúar alls svæðisins gætum komið saman til skrafs og ráðagerða.

Oft er talað um hver sé merkingu orðsins “lýðræði” Leggja margir mismunandi skilning í það. Sumir vilja meina að lýðræði sé að fólk kjósi sér fulltrúa sem vinna að framgangi þess fólks sem kýs það til starfa. Sem kallast þá fulltrúalýðræði. Aðrir tala um að raunverulegt lýðræði sé að íbúarnir eigi að geta haft meiri áhrif á ákvörðunartöku þeirra atriða sem snúa að framgangi þeirra. Sem teljast má til beins lýðræðis.

Oft er það svo þegar talað er um lýðræði þá gleymast íbúanir sjálfir og þarfir þeirra í daglegu lífi. Þó segja megi að fólk sé orðið dálítið meira meðvitað um hvað það getur haft áhrif á, þá er það oft svo að erfitt er að fá fólk til beinnar þátttöku í lýðræðissköpun. Helgast það mikið til að þó fólk hafi ýmsar skoðanir og áhuga þá er svo mikið annað í lífinu sem fólk þarf að sinna að það hefur ekki tíma til beinnar þátttöku til að tjá sig um áhugamál sín. Þannig ef auglýstur væri fundur hjá einhverju lýðræðisfélagi er allt eins víst að innan við 20 manns mæti á slíkan fund.

Þar sem fólk kemur frekar saman til ýmissa athafna væri auðveldara að fá fólk til að taka þátt í sköpun lýðræðislegra ákvarðana. Þannig kveikir þátttaka í öðru starfi þörfina fyrir að hafa áhrif á ákvörðunatöku í því og öðru sem því tengist, sem og öðrum störfum. Lýðræðis fundastofa innan svæðissamfélags getur þannig örvað fólk til dáða og vakið innblástur meðal fólks. Verið þannig mikill hvati til sköpunar ýmissa verkefna. Slík framvinda er sterk undiralda að almennri hagsæld íbúanna og góð leið til lífshamingju.

Í slíkri lýðræðis fundastofu þar sem rætt væri um gagn og nauðsynjar alls svæðisins þurfa alls ekki allir að vera sammála um allar niðurstöðu umræðna. Umræðuvettfangurinn er því frekar grundvöllur á að íbúanir geti komið sér saman og kosið sameiginlega niðurstöðu. Að vera ósammála í einu atriði þarf alls ekki vera svo að fólk geti ekki verið sammála í einhverju öðru atriði. Slíkt samvinnuform lýðræðisins væri þannig upplagt sem hvati að framgangi íbúanna. Lýðræðið í slíku samfélagi er þannig stefna að sameiginlegu valdi þátttakendanna.

Með krafti og dugnaði íbúana væri hægt að setja í gang Svæðisþorp sem hugmynd þessi byggir á.


Guðni Karl Harðarson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband