Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Baráttan um Ísland að hefjast fyrir alvöru!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Siðferði íslendinga + gagn og gaman + 1 leikur + góða slóð á smá leiki
Ég bara verð að skrifa um þetta! Blogg er jú líka til að skrifa um hvað kemur upp í hugann hverju sinni.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort við íslendingar eigum það virkilega skilið að Ísland nái sér á strik á ný. Ef við getum þá náð því! Mér finnst svo miklar eftirreitur úti í þjóðfélaginu af ýmsu sem miður er síðan að óðærið var. Allur þessi hraði í samskiptum fólks. Þar sem meðal annars sumt fólk gengur um með afskiptaleysi og vanvirðingu á umhverfi sínu á ferðum sínum hér og þar.
Í öllum þessum hraða í þjóðfélaginu eiga sumir það til að vanvirða lög og reglur sem eru settar á og ætlaðar til góðs í samskiptum manna. Ýmislegt má þar tína til.
Ég ætla mér að nefna hér tvö dæmi til að byrja með:
1. Fyrir um ca. 3 vikum síðan var keyrt utan í Bílinn minn. Ég var á vinstri akrein rétt áður en að ég kom inn í hringtorg til að komast þar á innri hringinn. Sá sem keyrir á mig sveygir Bílnum sínum yfir frá hægri akrein, yfir á þá vinstri og keyrir beint utan í hægra frambrettið á mínum Bíl. Áreksturinn hefði orðið meiri hefði ég ekki tekið eftir hvað var að fara að gerast. En ég náði að beygja mínum Bíl aðeins til vinstri. Farsíma - árekstur! Einn af þeim miður mörgu.
Mér finnst það alveg gjörsamlega ótækt að saklaust fólk eins og ég og annað fólk sem er sér meðvitað um alla þessa hættu á Farsíma notkun í umferðinni, verðum einhver fórnarlömb fólks sem er algjörlega ómeðvitað hvað það er að gera í umferðinni og getur orðið valdandi kannski óbættum skaða á öðru fólki eða sér og sínum.
Mér finnst að ég verði að skrifa um þetta ljóta vandamál sem viðgengst í umferðinni og vekja athygli á hversu mikið vandamálið er því fólk sem talar í Farsíma meðan að það keyrir þarf að dreyfa sinni athygli á fleira en eitt í einu. En fáir eru það meðvitaðir um allt umhverfi sitt að geta notað öll sín skynfæri í einu. Það sést oft að fólk leggur af stað út af Bílastæðum talandi í Farsíma.
Ég hef orðið vitni af nokkrum svona Farsíma árekstrum á ferðum mínum í umferðinni. Fólk verður að átta sig hvað það getur orðið valdandi með þessum gjörðum sínum. Allir sem keyra Bíl bera mikla ábyrgð! Ekki bara á sér og sínum heldur og öllum öðrum sem eru á ferð í kringum það!
Það væri mjög slæmt mál að það fólk sem er talandi í Farsíma í umferðinni verði sjálft fyrir því að það verði keyrt á það af manneskju sem er talandi í Farsíma. Að slíkt atvik þurfi til að fólk vakni og verði sér meðvitað. Ég ætla rétt að vona að fólk átti sig á því atriði að það er alltaf möguleiki að svona árekstrar geti alveg eins komið fyrir það sjálft.
Ekkert símtal er mikilvægara en manneskjan sjálf! Í öllum Farsímum sjást símanúmer þess sem hringdi!
***********
Hugarleikfimi:
***********
Til gagns og gamans langar mig til að setja hér inn tvær færslur.
Á stað einum á Internetinu er hægt að ná í ýmsa smærri leiki. Þetta er góð vefsíða þar sem hægt er bæði að leika sér á staðnum eða sækja leiki í tölvuna sína, setja upp og leika sér.
Slóð: http://www.myplaycity.com
Þarna á meðal er einn leikur sem kallaður er "Pestering Birds" sem gengur út á skjóta niður Fugla sem færast niður tölvuskjáinn. Svona svipaður (ath. í arcate hlutanum) og leikurinn: Bubbles en miklu fjölbreyttari og skemmtilegri!
Svona til gamans og af hugdettu langar mig til að skjóta því að þeim sem þekkja þessa leiki að loka augunum og telja hvert skot í einu um leið og litinn. Athugið hvernig virknin verður Ég á við að þú sér rauða kúlu og telur um leið, bláa telur um leið, rauða telur um leið osfrv. allt á miklum hraða með augun lokuð. Þar að segja þú segir litinn á nákvæmlega sama tíma og hann birtist þér í huganum.....
Þetta er svona viðbragðs æfing fyrir heilann.
2. Siðferði á lágu plani?
Ég verð stundum var við það að fólk gengur um umhverfi sitt eins og því sýnist án tilllits til annars fólks. Ég get nefnt hér dæmi um þá sem starfsfólk á vinnustöðum sem leggur Bílum sínum í Bílastæði viðskiptavini í stað þess að leggja í Bílastæði starfsfólks. Smá siðblinda? Já, að vissu leiti má segja svo því að stæði fyrir viðskiptavini er jú eingöngu stæði fyrir viðskiptavini.
En þetta fólk sem gerir svona hluti svarar því til að þeir séu líka viðskiptavinir. Jú, þeir eru viðskiptavinir þegar að þeir eru ekki starfsfólk á staðnum. Þannig að ef ég sem starfsmaður er allan liðlangann daginn á Bílastæði svæðisins þá er ég að nota Bílastæði sem starfsmaður en ekki viðskiptavinur.
Allt fólk mætti gera sér grein fyrir að það er ekki eitt í heiminum og heimurinn snýst ekki eingöngu um það og þeirra gjörðir. Allar gjörðir hafa áhrif á umhverfið og annað fólk í því. Þannig ber hver einasta manneskja ábyrgð á því umvherfi sem það er í. Nefna mætti dæmi um að fólk sem leggur Bílum sínum í stæði viðskiptavina eru oft að taka stæði af þeim sem eiga kannski erfitt með gang eins og tildæmis eldri manneskjur.
***************
Önnur hugarleikfimi
***************
Mér datt svona í hug í gamni mínu að setja inn smá stuttan hugaræfingu sem kemur fyrir að ég stunda einstaka sinnum.
Ímyndaðu þér að þú sérst inn á miðjum velli í stórum Handboltasal með sætin allan hringinn (eða sporöskjulaga). Með lokuð augun áttu að ímynda þér að þú sérst að horfa upp eftir og meðfram allri sætaröðinni, allan hringinn. Byrja fremst hægra megin og fara eftir sólargangi allan hringinn. Færa sem sagt augun til og sjá fyrir þér fara eftir öllum sætaröðum allan hringinn. Allt án þess að snúa hausnum.
Hvernig tekst þér þetta? Tekst þér að horfa bak við þig í huganum? Er það sem er fyrir aftan þig með á ferð þinni hringinn með augun lokuð? Þetta kostar dálitla æfingu að sjá þetta fyrir sér.
Hversvegna er ég að minnast á þetta? Tildæmis tilæ þess að vekja athygli á því að það er allt í lagi að leika sér í svona einhverju til að þjálfa og mæla hvað þú ert meðvitaður um þig og umhverfi þitt........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. desember 2009
Er að vinna að yfirliti mála og..+ ein skemmtileg mynd af Þingvöllum
Sæl og blessuð þið sem heimsækið Bloggið mitt. Ég vil byrja á að setja þessa skemmtilegu mynd af Þingvallakirkju sem ég tók, inn á bloggið mitt.
Hún á að vera sem einskonar "token" fyrir það sem koma skal. Ég er annars að vinna að yfirliti yfir mitt blogg undanfarið ár og mun koma með það hér inn rétt fyrir áramót.
Góðar stundir.
smellið á mynd til að skoða stærri! og smellið aftur fyrir enn stærri mynd!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. desember 2009
Bloggheilsanir frá mér og - áætlun nr. 3 að fara í gang
Frekar lítið verður skrifað hér á bloggið mitt hér næstu daga. Er það vegna þess að ég hef alveg brjálæðis mikið að gera í vinnunni og síðan er ég að innrétta annað húsnæði sem ég stefni á að flytja í fyrir Jól.
Ég vil þó nota hér tækifærið að senda ykkur baráttukveðjur til þeirra sem eru að berjast gegn þeim ófyrirleitnu málum sem skella yfir þjóðina af stjórnvöldum. Eins og tildæmis Icesave og skattamálunum svo dæmi séu nefnd.
Það skal áfram barist og er ég sannfærður um að sigurinn verður okkar að lokum!
Vil þó nota tækifærið að láta ykkur vita að næsta árið verður mjög viðburðaríkt! Ég fer á næstu dögum að setja í gang atriði númer 3 í áætlunum mínum. Það sést ekki um það strax hvað það er hér á bloggi mínu en það mun sjást annarsstaðar úti í þjóðfélaginu og þá smám saman.
Sunnudagur, 15. nóvember 2009
Þjóðfundur - mín úttekt
UNDIRBÚNINGUR og BYRJUN
Jæja þá er þessi síðasti sólarhringur frá. Hann var mjög erfiður og annasamur. Eftir að ég tók þátt í undirbúningi fyrir fundinn gat ég síðan ekki sofnað aðfaranóttina, bæði vegna eftirvæntingar og miklar bollaleggingar um fundinn og framtíðina.
Ég var því mættur snemma og vel tilbúinn. Borðið mitt út í hægra horni númer A12 og ég sjálfur fékk númerið 718. Það mættu síðan allir á okkar borð. Skrýtið var að við vorum nokkuð sammála um flest mál sem var um var rætt um leið og við skrifuðum á miðana.
GILDI
Fyrst var byrjað á ræða GILDI. Við vorum láta skrifa á bláa litla miða niður öll þau þemu sem okkur datt í hug. Eitt orð á hvern miða. Ég skrifaði niður nokkur orð. Þar á meðal voru orðin: HEIÐARLEIKI, VIRÐING og ÁBYRGÐ. Við vorum síðan látin setja litla kringlótta límmiða á þá miða sem okkur þótti vera áhrifamest og skipta mest máli. Það var síðan fljótlega ljóst hvaða þemu voru mest valin af öllum salnum.
Þau þrjú mest völdu voru: HEIÐARLEIKI, VIRÐING og RÉTTLÆTI
SALURINN og FÓLKIÐ
Mættir voru mikill þverskurður af skoðunum þjóðarinnar. Þar á meðal var mikið um almenning sem vill raunverulegar breytingar. Breytingar á stjórnun meðal annars. Síðan var nokkuð um fólkið sem tók þátt í að setja þjóðina í þessa stöðu sem hún er í. Eða að minnsta kosti voru ekki á varðbergi gagnvart því. Þarna mátti sjá Samfylkingarmenn sem og Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sem og öll flóran.
Mér er hugsað til þess hvað þetta fólk hafi skrifað á sína miða sem þeirra mikilvægustu GILDI. Sjálfsagt, HEIÐARLEIKI og VIRÐING og svo framvegis. Skrýtið þykir mér hversu fólk getur tekið sér þau orð í munn og hönd. Fara síðan lítið eftir þeim gildum í þeirra daglega lífi. Gera því eingöngu sem þeim hentar og hugsa ekkert um þeirra afleiðingar. Því hversvegna er svona mikill óheiðarleiki innan stjórnkerfisins ef HEIÐARLEIKANS er ekki gætt? Og síðan þessi meinta VIRÐING fyrir öllu fólki. Ekki hef ég svo orðið mikið var við þá VIRÐINGU!.
Mér datt í hug svona eftir á hvort það hefði ekki verið sniðugt að labba sér upp á sviðið og kalla í hljóðnemann: ALLIR ÞEIR SEM HAFA SVIKIÐ HEIÐARLEIKANN OG SÝNT LITLA VIRÐINGU FYRIR FÓLKI SKULI NÚ YFIRGEFA SALINN. Mér hefði þótt gaman að sjá hversu margir hefðu verið HEIÐARLEGIR, staðið upp og yfirgefið salinn Eða er HEIÐARLEIKI eitthvað sem er gleymt en ekki geymt í minningunni?
Mér sýndist síðan á sumum borðum Blöðrurnar vera að lyftast upp því að öfugsnúningur skrifa þessa fólks virtist spengja sig upp í Blöðrunar og gera tilraun til að lyfta blessuðu íslensku Hraunsteinunum sem héldu Blöðrunum föstum. EKKI HEFÐI ÉG VILJAÐ SITJA VIÐ SLÍKT BORÐ.
Það mátti sjá þarna fullt af stjórnarfólki sem vill halda sama kerfinu áfram og gera lítið sem ekkert til að leiðrétta neitt eða breyta neinu fyrir alvöru. Sama spyllingin, sömu völdin, bara með nýrri blöndu af því pólitíska fólki.
FRAMTÍÐARSÝN og MEGINSTOÐIR
Á mínu borði var mikið rætt meðfram því að skrifa á marga miða. Við skiluðum því miklu af okkur. Ég tók eftir því að á því borði sem ég var, vorum við mikið sammála um mál. Þverskurður hópsins okkar var almennur og að vilja stórfeldar breytingar á stjórnkerfi landsins. Án þess stjórnkerfis sem við búum nú við. Að það þyrfti að búa til nýtt. Ég kom mikið inn á það sem ég hef sterkan áhuga á og ég tók með mér úrtak úr mínu stóra skjali "Okkar Ísland" Ég reyndi síðan þar sem ég gat að tala um þau mál meðfram því sem kom að þeim atriðum.
Mikið var rætt og mikið skrifað. En heildarstaða alls þessa er nokkuð óljós. Helst vegna þess að fólk kom inn á fundinn með nokkuð mismunandi skoðanir þó margar þeirra voru svipaðar. En heildar niðurstaða skorti hjá fólkinu sjálfu. Því að ekki voru þeirra hugmyndir sameinaðar í einn pakka. Og mætt með slíkann pakka inn á fundinn, amk. í huganum.....
Ég tók eftir því á heimasíðu Þjóðfundar að minnst var á landið sem eitt kjördæmi sem ein af framtíðarsýnunum. Mér finnst það vera nokkuð vanhugsað vegna þess að það þarf að hugsa landið sem smærri einingar innan einnar stærri heildar. Út á það gengur "Okkar Ísland" að fólkið vinni betur saman í nálægð og stærstu málin berist frá nálægðinni yfir til aðalþingsins og aðalstjórnar. Þessvegna vantar meir umfjöllun um þær hugsanir. En þeir sem fyrir alvöru hafa kynnt sér þær hugmyndir í stað eins kjördæmis, þeir átta sig á hugsuninni þar á bak við.
HVAÐ SVO NÆST?
Hver verður svo framtíðin og hvað tekur við?
Nú eigum við eftir að sjá flest öll þessi atriði hverfa inn í flokkapólitíkuna þar sem allir flokkar mun nota þau sér mismunandi sér til framdráttar við undirbúning kosninga. Síðan stendur lítið eftir af þeim lofurðum þegar út í stjórnunina er komið.
Við munum því sjá sama ruglið innan sama kerfis sem lítið sem ekkert gefur eftir né mikið breytist til batnaðar. Hvernig á að breyta kerfi sem þeir er stjórna vilja halda fast í?
Við almenningur sem viljum alvöru breytingar munum lítið fá að ráða og um ókomna framtíð munum við þurfa að ganga til kosninga og velja um þetta sama staðnaða kerfi þar sem skoðanir okkar hverfa inn í flokkana og verða næstum því á engu eftir að búið er að mynda nýja stjórn. Sama ruglið áfram þar sem við höfum lítil áhrif.
ÚTKOMAN og það NÆSTA
Mér fannst mjög margir vilja miklar breytingar! Það var skerpt á GILDUNUM og sumt af FRAMTÍÐARSÝNINNI á fundinum. Þó ekki endilega það sem væri þjóðinni fyrir bestu.
Það sem við sem viljum alvöru breytingar ættum að gera næst er að nota þessa skerpingu til að sýna fólki fram á hvernig þau atriði sem nefnd voru á fundinum væri best að nota í framtíðinni. Við þurfum að halda áfram að sýna okkar skoðanir og bera fram út í þjófélagið. Ef við gerum það ekki mun sama gamla rotna stjórnkerfið halda áfram um ókomna tíð.
Ég vil nota tækifærið og halda því fram að ég (og ýmsir aðrir með svipað) hafi í höndum SÉRSTAKT KERFI NÝS LÝÐRÆÐIS FYRIR ALMENNING. Kerfi sem hægt væri að byggja upp til jafnrar notkunar og til heilla fyrir land og þjóð!
NÆSTA HJÁ MÉR:
Að kynna hvað "Okkar Ísland" er og hugmyndirnar þar inni. Búa til fullt af litlum miðum með vefslóð og stuttri úttekt. Setja á áberandi fjölmenna staði.3500 fygldust með þjóðfundi í beinni netútsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. október 2009
Hvað gerist svo?
Hvað gerist ef ekki tekst að semja?
Hverjir falla, hverjir halla, hvað verður um þessa kalla...................?
Vonandi er að koma að því að þessi stjórn falli. Hverjir úr ríkisstjórn eru að vinna með aðilum þessara samtaka í málunum frá grunni? Ég bara spyr vegna þess að eins og málin eru alvarleg þá ætti aðili frá ríksstjórn alltaf að vera með heldur en það að samtökin leysi af sér til ríksstjórnar þegar að þeir eru tilbúnir með drög. Mér finnst að það þurfi að haga hlutum dálítið öðruvísi þegar að svona mikilvæg mál eru rædd sem skipta framtíð launafólks svo mikið.
Það er ömurlegt að hugsa til þess hvað lítið kemur út úr svona viðræðum og að launafólk þurfi alltaf að vera háð þessum herrum um kjör sín. Í stað þess mætti búa til öðruvísi aðstæður þar sem allar svona viðræður væru að mestu óþarfar! Einmitt vegna þess að Ísland yrði rekið sem fyrirtæki fyrir alla landsmenn og vinna slíks fyrirtækis yrði fyrir hag fólksins í landinu.
Burt með ruglið og gerum eitthvað fyrir alvöru!
Skoðið "Okkar Ísland" 1.04 og hugmyndir þar. Einnig síðustu bloggfærslu mína á undan þessari.
Ekkert bólar á yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. október 2009
Ísland er Landið mitt-1
Ég hef undanfarin ár stundað að taka ljósmyndir út um allt Ísland.
Ég set hér inn til gamans nokkrar myndir sem voru sumar teknar í augnabliki. Þessar myndir eru frá sitt hvorum árunum og teknar hér og þar um Ísland. Verður hver og einn að sjá hvar hver mynd var tekin.
smellið á mynd til að skoða eina sér
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. október 2009
Consider Phlebas
Ríkisstjórnir skuli leggja niður ómannúðarstefnu sinni við gerð fjárlaga.
Nú þarf að huga að almenningi, lágtekjufólki, öryrkjum og öldruðum því að á tímum kreppu og sérstaklega þessari kreppu með hennar rosalegu miklu skuldastöðu á allur vandi ekki að þurfa að lenda á þessum hópum. Einmitt vegna þess að þessi staða er komin til vegna aðgerða fárra fjárglæframanna bankanna.
Undanfarin ár og áratugi hafa stjórnmálamenn ítrekað stórminnkað og skorið niður kjör öryrkja, aldaðra og almennings í neðstu tekjuþrepunum við gerð fjárlaga. Til þess má sérstaklega geta síðustu fjárlög og einnig þegar að stóridómur lent á öryrkjum árið 2000.
Það eru sjálfsögð mannréttindi fólks sem er að strita myrkanna á milli til að hafa í sig og á, að fá að lifa með tekjur sem er ekki alltaf verið að snusa af og skera undan af misvitrum stjórnmálamönnum sem mynda ríkisstjórnir þessa lands. Er þá átt við að fólk geti haft sitt viðurværi án þess að lenda alltaf í skuldastöðu vegna þess að tekjur eru orðnar minni en útgjöld og útgjöldin stækka því erfiðara er að losna út úr skuldabagga sem stækkar og stækkar en að halda utan um stöðu sem er í plús, í þeirri stöðu sem er ekki verið að ráðast á.
Í reynd er þetta mjög misráðið af ríkisstjórnum einmitt vegna þess að þær lenda inn í hringiðu atburða þar sem þarf að laga félagslega þáttinn aftur og aftur vegna þess að það er búið að skemma hann með fjárlagasnusinu á þessa hópa. Þetta er því ekkert annað en sjálfskaparvíti stjórnvalda.
En hvernig væri nú að fara að nota vitsmunina og losa sig út úr þessari hringiðu? Hvernig væri að fara að búa til stöðu sem ver kjör þessara áðurnefndu hópa? En slíkt væri alveg hægt með því að setja upp varnarsjóð sem ver kjör almennings! Og sá varnarsjóður væri skipt niður í flokka eftir launum og aðstæðum eins og vinnugetu og svo framvegis.
Í "Okkar Ísland" skjalinu er komið inn á þennan þátt og þar nefndir hinir ýmsu sjóðir sem hægt væri að setja í gang. Eins og tildæmis þessi varnarsjóður. En í framhald skjalsins útgáfa nr. 1.04 er verið að vinna að því að skrifa nákvæmar um hvernig hægt væri að setja í gang þær aðstæður þar sem svona sjóður væri hægt að setja í gang. En með því að skoða málin er ljóst að bestu aðstæðurnar væru þær að við breyttum fyrirkomulaginu og hættum alveg með fjárlög heldur snúm blaðinu við og rekum Ísland sem Risa-Fyrirtæki með tengslum við smærri fyrirtæki inni á svæðum landsins. Í nýjasta hluta skjalsins verður nánar komið inn á þetta atriði.
Ég er að vinna að nýjasta hlutanum en hef lítið komist áleiðis vegna lasleika að undanförnu. En það horfir allt til bóta.
*************************
Viðbót fært inn seinna:::::
Fyrirsögnin á þessum pistil er af nafni culture vísindaskáldsögu "IAIN M. Banks"
Sennilega er íslenska slanguryrðið: PLEBBI tekið af enska orðinu Phlebas og er merking orðsins að vera einn af almúganum.
Nafn vísindaskáldsögunnar hefur höfundur fengið úr næst síðasta erindi ljóðabálksins: "The Waste Land"
Að lokum þessa pistils set ég hér inn ljóðabálkinn "The Waste Land" (1922) eftir T.S. Eliot. Þessi ljóðabálkur er mjög áhugaverður að lesa og sérstaklega með mannlega þáttinn í huga.
Lesið sérstaklega partinn frá 110 til 140 og tvo síðustu kaflana.
Nam Sibyllam quidem Cumis ego ipse oculis meis vidi in ampulla pendere, et cum illi pueri dicerent
NOTES
- Not only the title, but the plan and a good deal of the incidental symbolism of the poem were suggested by Miss Jessie L. Weston's book on the Grail legend: From Ritual to Romance (Macmillan). Indeed, so deeply am I indebted, Miss Weston's book will elucidate the difficulties of the poem much better than my notes can do; and I recommend it (apart from the great interest of the book itself) to any who think such elucidation of the poem worth the trouble. To another work of anthropology I am indebted in general, one which has influenced our generation profoundly; I mean The Golden Bough; I have used especially the two volumes Adonis, Attis, Osiris. Anyone who is acquainted with these works will immediately recognize in the poem certain references to vegetation ceremonies.
I. THE BURIAL OF THE DEAD- Line 20 Cf. Ezekiel 2:7.
- 23. Cf. Ecclesiastes 12:5.
- 31. V. Tristan und Isolde, i, verses 58.
- 42. Id. iii, verse 24.
- 46. I am not familiar with the exact constitution of the Tarot pack of cards, from which I have obviously departed to suit my own convenience. The Hanged Man, a member of the traditional pack, fits my purpose in two ways: because he is associated in my mind with the Hanged God of Frazer, and because I associate him with the hooded figure in the passage of the disciples to Emmaus in Part V. The Phoenician Sailor and the Merchant appear later; also the 'crowds of people', and Death by Water is executed in Part IV. The Man with Three Staves (an authentic member of the Tarot pack) I associate, quite arbitrarily, with the Fisher King himself.
- 60. Cf. Baudelaire:
- Fourmillante cité, cité pleine de rêves,
- Où le spectre en plein jour raccroche le passant.
- 63. Cf. Inferno, iii. 557:
- si lunga tratta
- di gente, ch'io non avrei mai creduto
- che morte tanta n'avesse disfatta.
- 64. Cf. Inferno, iv. 2527:
- Quivi, secondo che per ascoltare,
- non avea pianto, ma' che di sospiri,
- che l'aura eterna facevan tremare.
- 68. A phenomenon which I have often noticed.
- 74. Cf. the Dirge in Webster's White Devil.
- 76. V. Baudelaire, Preface to Fleurs du Mal.
II. A GAME OF CHESS- 77. Cf. Antony and Cleopatra, II. ii. 190.
- 92. Laquearia. V. Aeneid, I. 726: dependent lychni laquearibus aureis incensi, et noctem flammis funalia vincunt.
- 98. Sylvan scene. V. Milton, Paradise Lost, iv. 140.
- 99. V. Ovid, Metamorphoses, vi, Philomela.
- 100. Cf. Part III, l. 204.
- 115. Cf. Part III, l. 195.
- 118. Cf. Webster: 'Is the wind in that door still?'
- 126. Cf. Part I, l. 37, 48.
- 138. Cf. the game of chess in Middleton's Women beware Women.
III. THE FIRE SERMON- 176. V. Spenser, Prothalamion.
- 192. Cf. The Tempest, I. ii.
- 196. Cf. Marvell, To His Coy Mistress.
- 197. Cf. Day, Parliament of Bees:
- When of the sudden, listening, you shall hear,
- A noise of horns and hunting, which shall bring
- Actaeon to Diana in the spring,
- Where all shall see her naked skin...
- 199. I do not know the origin of the ballad from which these lines are taken: it was reported to me from Sydney, Australia.
- 202. V. Verlaine, Parsifal.
- 210. The currants were quoted at a price 'carriage and insurance free to London'; and the Bill of Lading, etc., were to be handed to the buyer upon payment of the sight draft.
- 218. Tiresias, although a mere spectator and not indeed a 'character', is yet the most important personage in the poem, uniting all the rest. Just as the one-eyed merchant, seller of currants, melts into the Phoenician Sailor, and the latter is not wholly distinct from Ferdinand Prince of Naples, so all the women are one woman, and the two sexes meet in Tiresias. What Tiresias sees, in fact, is the substance of the poem. The whole passage from Ovid is of great anthropological interest:
- ...Cum Iunone iocos et 'maior vestra profecto est
- Quam, quae contingit maribus', dixisse, 'voluptas.'
- Illa negat; placuit quae sit sententia docti
- Quaerere Tiresiae: venus huic erat utraque nota.
- Nam duo magnorum viridi coeuntia silva
- Corpora serpentum baculi violaverat ictu
- Deque viro factus, mirabile, femina septem
- Egerat autumnos; octavo rursus eosdem
- Vidit et 'est vestrae si tanta potentia plagae',
- Dixit 'ut auctoris sortem in contraria mutet,
- Nunc quoque vos feriam!' percussis anguibus isdem
- Forma prior rediit genetivaque venit imago.
- Arbiter hic igitur sumptus de lite iocosa
- Dicta Iovis firmat; gravius Saturnia iusto
- Nec pro materia fertur doluisse suique
- Iudicis aeterna damnavit lumina nocte,
- At pater omnipotens (neque enim licet inrita cuiquam
- Facta dei fecisse deo) pro lumine adempto
- Scire futura dedit poenamque levavit honore.
- 221. This may not appear as exact as Sappho's lines, but I had in mind the 'longshore' or 'dory' fisherman, who returns at nightfall.
- 253. V. Goldsmith, the song in The Vicar of Wakefield.
- 257. V. The Tempest, as above.
- 264. The interior of St. Magnus Martyr is to my mind one of the finest among Wren's interiors. See The Proposed Demolition of Nineteen City Churches (P. S. King & Son, Ltd.).
- 266. The Song of the (three) Thames-daughters begins here. From line 292 to 306 inclusive they speak in turn. V. Götterdammerung, III. i: The Rhine-daughters.
- 279. V. Froude, Elizabeth, vol. I, ch. iv, letter of De Quadra to Philip of Spain:
- In the afternoon we were in a barge, watching the games on the river. (The queen) was alone with Lord Robert and myself on the poop, when they began to talk nonsense, and went so far that Lord Robert at last said, as I was on the spot there was no reason why they should not be married if the queen pleased.
- 293. Cf. Purgatorio, V. 133:
- 'Ricorditi di me, che son la Pia;
- Siena mi fe', disfecemi Maremma.'
- 307. V. St. Augustine's Confessions: 'to Carthage then I came, where a cauldron of unholy loves sang all about mine ears'.
- 308. The complete text of the Buddha's Fire Sermon (which corresponds in importance to the Sermon on the Mount) from which these words are taken, will be found translated in the late Henry Clarke Warren's Buddhism in Translation (Harvard Oriental Series). Mr. Warren was one of the great pioneers of Buddhist studies in the Occident.
- 309. From St. Augustine's Confessions again. The collocation of these two representatives of eastern and western asceticism, as the culmination of this part of the poem, is not an accident.
V. WHAT THE THUNDER SAID- In the first part of Part V three themes are employed: the journey to Emmaus, the approach to the Chapel Perilous (see Miss Weston's book), and the present decay of eastern Europe.
- 357. This is Turdus aonalaschkae pallasii, the hermit-thrush which I have heard in Quebec County. Chapman says (Handbook of Birds in Eastern North America) 'it is most at home in secluded woodland and thickety retreats.... Its notes are not remarkable for variety or volume, but in purity and sweetness of tone and exquisite modulation they are unequalled.' Its 'water-dripping song' is justly celebrated.
- 360. The following lines were stimulated by the account of one of the Antarctic expeditions (I forget which, but I think one of Shackleton's): it was related that the party of explorers, at the extremity of their strength, had the constant delusion that there was one more member than could actually be counted.
- 36777. Cf. Hermann Hesse, Blick ins Chaos:
- Schon ist halb Europa, schon ist zumindest der halbe Osten Europas auf dem Wege zum Chaos, fährt betrunken im heiligen Wahn am Abgrund entlang und singt dazu, singt betrunken und hymnisch wie Dmitri Karamasoff sang. Ueber diese Lieder lacht der Bürger beleidigt, der Heilige und Seher hört sie mit Tränen.
- 401. 'Datta, dayadhvam, damyata' (Give, sympathize, control). The fable of the meaning of the Thunder is found in the Brihadaranyaka--Upanishad, 5, 1. A translation is found in Deussen's Sechzig Upanishads des Veda, p. 489.
- 407. Cf. Webster, The White Devil, V, vi:
- ...they'll remarry
- Ere the worm pierce your winding-sheet, ere the spider
- Make a thin curtain for your epitaphs.
- 411. Cf. Inferno, xxxiii. 46:
- ed io sentii chiavar l'uscio di sotto
- all'orribile torre.
- Also F. H. Bradley, Appearance and Reality, p. 346:
- My external sensations are no less private to myself than are my thoughts or my feelings. In either case my experience falls within my own circle, a circle closed on the outside; and, with all its elements alike, every sphere is opaque to the others which surround it.... In brief, regarded as an existence which appears in a soul, the whole world for each is peculiar and private to that soul.
- 424. V. Weston, From Ritual to Romance; chapter on the Fisher King.
- 427. V. Purgatorio, xxvi. 148.
- 'Ara vos prec per aquella valor
- 'que vos guida al som de l'escalina,
- 'sovegna vos a temps de ma dolor.'
- Poi s'ascose nel foco che gli affina.
- 428. V. Pervigilium Veneris. Cf. Philomela in Parts II and III.
- 429. V. Gerard de Nerval, Sonnet El Desdichado.
- 431. V. Kyd's Spanish Tragedy.
- 433. Shantih. Repeated as here, a formal ending to an Upanishad. 'The Peace which passeth understanding' is a feeble translation of the conduct of this word.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. október 2009
Þið eruð auðvitað velkomnir að Hlíðarenda Haukar
Spurningar varðandi málið.
Hversvegna ætti nýrri leikvöllur Vals á Hlíðarenda að þola álagið frekar en leikvöllur FH?
úr frétt>FH-ingar töldu m.a. að völlurinn myndi ekki þola það álag nema að með því að farið yrði í kostnaðarsamar endurbætur á honum.
Ef álagið á völl FH væri svona mikið með því að hleypa Haukum að. Erum við Valsarar þá að eyðileggja völlinn okkar með því að veita Haukum aðgang að okkar velli.?Ég bara spyr því álagið á Vodafonevöllinn hlýtur jú að vera engu minna og jafnvel mætti segja að sá völlur væri viðkvæmari ef eitthvað er því á nýrri velli tekur oft meiri tíma að jafna sig inn í jarðveginn, undirlagið. Ég man nú eftir því þegar að við vorum að bíða eftir því að völlurinn okkar væri tilbúinn að leika á.
Mér finnst þetta vera dálítill fyrirsláttur hjá FHingum. Það er hægt að sjá í gegnum þetta, nema að yfirlýsing þeirra sé því vanhugsaðri í orðalagi.
Er Bæjarstórn í Hafnarfirði að gera upp á milli íþróttafélögin þar?
Þess má geta að ég hef verið Valsari frá 6 ára aldri. Ég er jú líka uppalinn í gamla miðbænum.
Ég hef á undanförnum árum tekið Ljósmyndir fyrir Val.
Fundur með bæjarstjóra breytti engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 28. september 2009
Reisum Ísland við og endurvekjum landið okkar!
Berjum okkur eldmóð í brjóst fyrir
Ísland
Tökum höndum saman, förum út á strætin og segjum okkar orð! Þorum að standa saman þegar á mest reynir!
Stormum út á strætin og verjum okkar Ísland gegn ágangi fjárglæframanna, sem og íslenskum misvitrum stjórnmálamönnum og öðru fólki sem og erlendra mergsugu eignarhaldspostula.
Við skulum aldrei selja Sálu okkar. Heldur berjast og verja hið fagra Ísland sem er eign okkar. Eingöngu okkar. Landsins sem við byggðum upp af natni og vinnusemi í aldanna rás. Vinnuhendur almennings sem lögðu nótt og nýtan dag til að hafa í sig og á og nutu til þess gæði landsins okkar sem og afurða þess.
Þeir sem byggðu þetta land fyrir nokkrum öldum síðan myndu segja það að selja landið okkar væri þjóðarsvik og ekkert annað! Guð gaf okkur þetta land, okkur íslendingum til að byggja það upp. Þeir sem byggðu þetta land svíður staða þess nú.
Gerum frumbyggjana stolta af okkur almenningi á ný með því standa upp og snúa blaðinu við. Tökum okkur til og segjum hingað og lengra. Við erum búin að fá nóg.
Ísland er almenningurinn sem lifir í þvi. "Okkar Ísland"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)