Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 28. ágúst 2010
Hvernig getum við breytt á Íslandi fyrir alvöru?
Eftir að hafa gengið í gegnum allt hrunið, mótmælin og óróann sem þátttakandi í mótmælum fór ég að hugsa út í hvar og hvernig það sé hægt að breyta þjóðfélaginu. Enda er ég langt í því frá ánægður með þann mjög litla árangur sem hefur náðst. Ég komst að þeirri niðurstöðu að til þess að við eigum að eiga þess kost að breyta einhverju fyrir alvöru þá þurfum við að ganga í að breyta grunni þjóðfélagsins fyrst. Síðan kemur hitt fyrir alvöru á eftir. Til þess þarf fyrir alvöru að breyta stjórnsýslunni og ná fram alvöru nálgun á almenning í landinu.
Það þarf að losa um höftin, völdin og tökin. Stórauka hin mannlegu gildi í þjóðfélaginu og setja þau inn í stjórnarskrána.
Það er alveg ljóst að stjórnmálamenn munu lítið sem ekkert gera til að breyta þeim venjum sínum að vinna að eigin geðþótta án þess að taka tillit til þess fólks sem kaus þá til starfa. Það þarf að losa hin miklu tök sem stjórnmálamenn og flokkar hafa á íslensku þjóðlífi og breyta þjóðfélaginu á þann hátt að tekið verði tillit til vilja almennins miklu meira. Til þess eru jú stjórnmálamenn kjörnir að vinna fyrir þegnana, almenning í landinu. Stjórnmálamenn og flokkar hafa þannig alltof mikil ítök í stórgölluðu stjórnkerfi.
Ég hef nefnt þetta aðeins í skjali mínu: "Okkar Ísland"
En til þess að ég geti fyrir alvöru haft einhver áhrif er ég farinn að skipta mér af og taka þátt í stjórnarskrármálum eins og ég get. Í þeim tilgangi hef ég mætt á nokkra fundi hjá Stjórnarskrárfélaginu vestur í Hugmyndahúsi Háskólanna.
Í dag tók ég síðan þátt í Málþingi um hvað eigi að setja inn í nýja Stjórnarskrá sem haldið var í Skálholti. Ég lagði af stað um klukkan 08.00 í morgun í blíðskaparveðri og var mættur á staðinn vel áður en þingið hófst.
Mæting á þingið var nokkuð góð og var fullur salurinn í Skálholtsskóla. Þingið hófst síðan á eftirfarandi framsögum:
- Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla setti málþingið og var jafnframt málþingsstjóri.
- Ragna Árnadóttir dóms- og mannrétindamálaráðherra fjallaði um endurskoðun stjórnarskrárinnar og stjórnlagaþing.
- Jón Kristjánsson, fyrrv. ráðherra, fjallaði um reynsluna af starfi stjórnarskrárnefndar þeirrar er hann veitti formennsku á árunum 2005-2007. Hvað gekk vel og hvað fór úrskeiðis? Hvað er vænlegt til árangurs?
- Þorsteinn Magnússon, form. undirbúningsnefndar Stjórnlagaþings fjallaði um undirbúning stjórnlagaþings.
Klukkan 11.30 fóru svo fjórir vinnuhópar í gang, hér kem ég inná verkefni þeirra:
1. Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða? Hópstjóri Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.
Margar þjóðir hafa sett stjórnarskrár, sumar frá grunni, á undanförnum 20 árum. Hér má t.d. skoða viðauka 4 í skýrslu nefndar Jóns Kristjánssonar. Þjóðfundar- og stjórnlagaþingsfyrirkomulagið er h.u.b. einstakt en engu að síður verðum við að nýta reynslu annarra þjóða. Þá vakna ýmsar spurningar:
- Hvað reyndist vel í þeirra ferli?
- Hvaða pytti þarf að varast?
- Hvert eigum við að horfa? Á að horfa sem víðast eða þurfa einhverjar forsendur að vera sameiginlegar?
Hvernig ættu fjölmiðlar, stjórnvöld, stjórnlaganefndin og stjórnlagaþingið sjálft að miðla upplýsingum til þjóðarinnar bæði í aðdraganda þingsins og í starfi þess? Hvernig á að virkja þjóðina og kalla eftir hugmyndum? Hugbúnaður til að halda utan um hugmyndir sem kveikna kunna víða í þjóðfélaginu. Hvernig á að standa að þjóðfundi?
3. Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði? Hópstjóri Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Síðustu misserin hafa margir haft uppi væntingar um mikilvægi nýrrar stjórnarskrár, jafnvel nýs lýðveldis, til þess að skapa nýjan sið. Þá er mikilvægt að hafa í huga að stjórnarskrá mælir fyrir um stjórnskipan en er ekki eiginlegur siðasáttmáli samfélags nema að mjög afmörkuðu leyti. Góð stjórnarskrá varðar leiðina að góðri stjórn, stjórnarstofnunum, mannréttindum og lýðræði. Fjallað verður um hvað einkenni góða og siðlega stjórnskipun og hvaða hlutverk lög og reglur geta haft til að bæta siðferði í samfélagi.
4. Rammi um innihald stjórnarskrár. Hópstjóri Þorkell Helgason, fyrrv. próf.
Teiknaðar verða upp útlínur að stjórnarskrá og fjallað um möguleg tilbrigði. Tíunduð verða helstu álitamál. Keppt verður að myndrænni framsetningu efnisins.
Eftir að hafa hugsað mikið um það í hvaða hóp ég átti að skrá mig í við netskráninguna þá ákvað ég á endanum að velja hóp 3. Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði?
Helgast það til af miklum áhuga mínum af efninu. Enda hef ég skrifað dálítið um þessi atriði í skjali mínu "Okkar Ísland" sem fylgir hér neðst í þessari grein.
Hér eru punktar úr skjalinu um siðferðið eins og tildæmis um traust:
Hvað er traust?
Traust milli einstaklinga
Að halda loforð
Treysta öðrum fyrir hlutum
Traust grundvallast á samskiptum
Samkvæmni
Traust á fagmennsku
Sjálfstraust
Öryggi
En þessi atriði að ofanverðu eru þáttur í samskiptum fólksins við stjórnendur landsins sem það velur til starfa og þannig partur af siðferði stjórmálamanna gagnvart almenningi.
Síðan kem ég dálitið inn á þann þátt hvernig stjórnmálamenn og flokkarnir hafa brugðist almenningi í byrjun skjalsins.
Þó ég hafi tekið þátt í þessum umræðuhópi þá hefði ég samt viljað líka taka þátt í hópi
nr. 1: Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða?
Meðal annars vegna þess að ég er dálítið á móti þessum hugsunarhætti að skoða í stjórnarskrár annara landa til þess eins að geta koperað þær og pastað inn í okkar íslensku stjórnarskrá. Vissulega er margt gott í stjórnarskrám sumra landa en það er þó alls ekki víst að það nýtist okkur vel eða sem skyldi. Eiginlega er ég dáltítið hræddur um að við munum reka okkar á með þau atriði sem við hugsanlega veljum að nota úr þeim. Helgast það nokkuð af þeirri hugsun minni að Stjórnarskrá Íslands eigi að vera SÉRSTÆÐ og sér íslensk frekar en HEILDSTÆÐ .
Ef ég mun eiga þess kost að koma að vinnu á nýrri Stjórnarskrá Íslands þá mundi ég byrja á að taka inni í skrána aðeins til að byrja með hugsanir mínar og hugmyndir annara íslendinga hvað þeir vilji hafa inn í Stjórnarskránni sem er séríslenskt. Þannig mundi ég vilja koma að þeirri vinnu með eldmóð og krafti til að gera eitthvað algjörlega stórkostlegt og fyrir alvöru mannlegt fyrir Ísland. Þetta er svona svipað og einhverskonar ofurástand því málið er svo rosalega miklvægt fyrir framtíð okkar allra.
Síðan er kosturinn að líta inn í Stjórnarskrár annarra landa aðeins viðbót á vinnuna og hugsað sem hliðsjón á henni, en alltaf með þeim huga hvort að þau atriði séu hentug fyrir Ísland. Það er þó aðeins gert með þeim huga að passa sig á að ofgera ekki hlutunum heldur vinna með því hugarfari að sérgera okkar eigin Stjórnarskrá og nota aðeins smáatriðin þar sem við hugsanlega getum.
Að vinna nýrri stjórnarskrá fjallar um margt, eins og tildæmis að finna leiðir fyrir almenning að setja aðhald á stjórnmálamennina. Passa upp á það sama komi ekki fyrir aftur í íslensku þjóðlífi.
Svo virðist vera að það sé almenningur sem þurfi að taka þessi atriði að sér því ekki eru jú stjórnmálamennir að taka af skarið og breyta venjum sínum. En, áttum okkur á því að þetta er mikið og vandasamt verk. Stjórnlagaþingið þarf að vinna mikið starf við að breyta Stjórnkerfi Íslands og gera það skilvirkara, losa um völdin og skilgreina vel hver störf stjórnsýslunnar eigi að vera. Sérstaklega þó þann hluta sem heyrir undir alþingismenn sem og mannréttindamálin.
Ég hef dálítið verið að hugsa á þeim nótum hvort við getum ekki notað tækifærið og búið til alvöru sér íslenska Stjórnarskrá. Eitthvað nýtt sem allur heimurinn mun taka eftir! Ég er sjálfur að vinna að því að sjá hvort við getum ekki hreinlega endurskoðað lýðræðið og gera það miklu almennara. Þar að segja, búa til ALMANNALÝÐRÆÐI.
Ég vil taka það sérstaklega fram að ég er hvergi lærður í þessum efnum heldur hef óbilandi áhuga á málinu.
Nú þurfum við öll að taka okkur til og hugsa vel um þessi mál. Helst að taka þátt á einhvern hátt. Jafnvel þó við séum ekki valin inn á Þjóðfund um málið. Við erum jú að velja okkur grunninn að eigin framtíð!
Gerum STÓRKOSTLEGA og séríslenska Stjórnarskrá! Eitthvað frábært sem enginn í heiminum hefur gert!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Almenningur fái ráðið um Þingvelli!
Af Vísi.is:
Almenningur verður kallaður til ráðgjafar um hvaða starfsemi eigi að fara fram á Þingvöllum en í dag er eitt ár liðið frá því hótel Valhöll brann þar til kaldra kola. Þjóðgarðsvörður segir þingvallanefnd vera að skoða allt skipulag þjóðgarðsins.
http://visir.is/almenningur-faer-ordid-um-framtid-thingvalla/article/2010934385165
Frábært væri ef almenningur fengi ráðið um hvað verði um Þingvelli! En ég legg til að það verði rætt á þjóðfundi sem verður í September. En í dag er jú ár síðan Valhöll brann, sama dag og ríkistjórnin hóf viðræður um ESB á Alþingi.
Hvernig væri annars að halda þennan þjóðfund í September á Þingvöllum? Væri það kannski hægt í stórum tjöldum?
Annars vita flestir hvaða áhuga ég hef að verði á Þingvöllum, sem er jú eins og við vitum helgasti staður íslendinga.
Ég vil auðvitað virkja þennan helga stað þannig að þjóðin geti komið þangað saman í stórar hátíðir, eins og stóra þjóðhátíð svo dæmi sé tekið.
Ég hef líka áhuga á að þar verði nýtt Alþingi, með nýju stjórnfyrirkomulagi almennings í stað flokka!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. júní 2010
Um verðandi lög til stjórnlagaþings!
Ég hef dalítið komið inn á hugmyndir mínar um Stjórnlagaþing í skjali mínu "Okkar Ísland" Meðal annars verið algjörlega á móti því að stjórnlagaþingið verði ráðgefandi. Þar að segja að alþingi hafi endanlegt valdið yfir útkomu stjórnlagaþingsins.
Það er síðan algjörlega fásinna sem Sjálfstæðismenn halda fram að alþingi muni tapa völd við að stjórnlagaþing sé sett í gang. Af þeirri einföldu ástæðu að það er almenningur sem er valdið á Íslandi en ekki alþingismenn. Það er tildæmis þjóðin sjálf sem á að mynda stjórnarskrána.
Í þessari umræðu allri, hvort sem hefur komið frá Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki, eða jafnvel öðrum flokkum, gleymist það að það er almenningur sem kýs alþingismenn til að stjórna Íslandi. Það er grundvallaratriði að alþingismenn eru/eiga að vera þjónar almennings en ekki einhverjir yfirherrar/frúr á það. Þessvegna er það algjört atriði að útkoma stjórnlagaþings verði ekki ráðgefandi. Sem sagt, alþingismenn eiga ekki að vera neinir skólastjórar eða yfirkennarar yfir almenning sem býr á Íslandi og hafa eitthvað sérstakt vit fyrir því!
Ég hef verið dálítið að lesa yfir þessi lög á vefsíðu Alþingis. Tildæmis er það einkennileg ráðstöfun að ætla sér að fá einstaklinga til að bjóða sig fram og fá í lið með sér til þess 30 stuðningsmenn. Slíkt bíður upp á að sérhagsmunaaðilar geti valið sér og stutt þá sem vilji bjóða sig fram, sem og einhvert fólk sem nýtur sérstakra vinsælda í þjóðfélaginu. Þetta fyrirkomulag er því mismunun og jafnvel hugsanlega mannréttindabrot. Það er vel hægt að rökstyðja það að hinn venjulegi verkamaður eða iðnaðarmaður eigi minni möguleika með þessu fyrirkomulagi að verða þessir fulltrúar þjóðarinnar á stjórnlagaþingi.
Miklu betra væri eitthvað svona:
1. Alþingi velur sérstaka blandaða nefnd almennings (helst að kjósa í) sem hefði það eitt verk að klára útkomu Stjórnlagaþings í samvinnu við stjórnlagaþingmanna (sem sérstaklega væru til þess kosnir) eftir að þingmenn þess eru búnir að klára stjórnlagaþingið.
Þessi blandaða nefnd skilaði síðan áliti til Forseta Íslands (helst) og alþingis sem kláraði það sem lög óbreytt og án afskipta alþingismanna!
2. Ekki yrði sérstakt framboð til stjórnlagaþings, heldur bjóði fólk sig fram sjálft.
(þó betra að allur kosningabær almenningur væri settur sjálfkrafa sem frambjóðendur á lista og þeir sem ekki vildu eða ekki gætu verið þingfulltrúar þyrftu að segja sig af lista. Vegna þess að þá gæti svo farið að einhver sem ekki vildi bjóða sig fram snerist hugur, samt væri það best á eftir þriðja stigi hér fyrir neðan.
3. Nú væri byrjað að þysja niður listann tildæmis með því að draga hann saman (með úrdrætti) þangað til eftir væru tiltekinn mátulegur fjöldi sem eftir stæði í framboði til stjórnlagaþingsins.
4. Nú kæmi almenningur og kjósi þessi nöfn sem eftir eru í sérstakri kosningu til fulltrúa á Stjórnalgaþing. Það er næsta öruggt að stjórnlagaþingið verði vel mannað með þessu fyrirkomulagi.
5. Síðan tæki stjórnlagaþing til starfa með þessum tilteknu 25 til 31 fulltrúum.
Stjórnlagaþing að verða að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. júní 2010
Landnámsdagurinn í gær
Í gær skrapp ég fínasta veðri í skemmtiferð austur í Þjórsárdal að Þjóðveldisbænum þar sem dagskrá var í tilefni Landnámsdagsins sem haldin var í þriðja sinn.
Víkingahópurinn Hringhorni og handverkshópurinn Þingborg voru með skipulagða dagskrá.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók og einnig 1 mynd sem ég tók inni í Gjánni í Þjórsárdal.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. apríl 2010
Græðgin og Fylgifiskarnir
Græðgi hefur verið fylgifiskur einstaklingshyggjunnar. Sérstaklega innan eins flokks. Á tímum góð-óðærisins lofuðu sumir flokkar og/eða menn innan þeirra græðgina. Meira að segja hafið þeir staðið upp með lofræður á fundum ýmissa félaga jafnt sem skemmtunum hjá íþróttafélögum. Hvílíkar blekkingar. Ætla þessir sömu menn að standa upp og byðjast afsakanir á blekkingarræðum sínum? Græðgin mergsaug sig inn um allt þjóðfélagið, út í flest alla flokka, samtök ýmissa launþega og ýmissa félaga. Sjáið hvernig nú er komið fyrir þessu fólki.
Undanfarna áratugi hafa stjórnmál að miklu leiti snúist um peningahyggjuna. Að ef aðeins væru nóg af peningum þá væri hægt að gera allt. Nú skuldar þjóðin nóg af peningum vegna þessara græðgismanna.
Nú er svo komið fyrir þjóðinni að peningahyggjumennirnir skemmdu þjóðfélagið. Eftir stendur kramin og niðurbrotin þjóð, ofursett skuldum sem græðgin og peningahyggjan bjuggu til. Á þjóðin að endurreysa sitt traust á þessa flokka, þar sem menn munu áfram hengja sig á sömu atriði og engvar alvöru breytingar yrðu gerðar?
Allir gömlu fjórflokkana áttu sinn þátt í þessari óhemju græðgi.
Fólk úr Framsókn sótti í auðlindir landsmanna. Með græðgisglampa í augum sóttust þau inn í tryggingafélögin og orkufélögin. Sóttust eftir eignarhaldi í þeim meðfram að sækjast eftir miklum peningum í sína vasa sem og völdum í þeim.
Sjálfstæðismenn sóttust mikið inn í bankakerfið sem og tryggingar. Félagar í þeim flokki voru einna sterkastir þar í græðginni. Þessu fólki hefur tekist svo um munar að setja allt bankakerfið á Íslandi á hausinn.
Sossanir sóttust inn í Álverin og að ná völdum inn í hinum ýmsu samtökum landsmanna. Síðan vilja þeir selja þjóðina auðmönnum erlendis frá og koma fólki inn í samband ríkja evrópuþjóða þó við séum ekki einu sinni nema að nafninu til í Evrópu, því samkvæmt staðsetningu Íslands er landið hvert sem litið er langt fyrir utan öll sameiginleg landsvæði. Þar á bæ vilja menn ekki treysta á íslenska mannfólkið til að reysa þjóðina út úr þeim vanda sem hún er komin í.
VG gleymdu algjörlega stefnumálunum og eru bara orðnir innsogs þátttakendur og attaníossar í peninga og valdahyggju hinna flokkana. Þar á meðal er til fólk sem tók þátt í öllu saman.
Allir þessir flokkar hafa gleymt að mestu að stjórnmál eiga að snúast fyrst og fremst um fólk fremur en peninga og völd.
Ef við gerum ekki róttækar breytingar þá mun framtíðin snúast bara áfram um peninga og völd, fremur en mannfólkið sjálft.
Það munu áfram vera einstaklingar innan Sjálfstæðisflokks sem trúa og treysta á sína eiginhagsmuni. Þar á að lækka skatta og setja í gang ofurneyslu þar sem sérstakir einstaklingar og vinir þeirra mun hafa bestu aðstöðuna fyrir sjálfa sig. Mjög líku er farið með alla hina flokkana. Þar mun málin snúast um völd eða peninga. Allar stefnur þessara flokka haf runnið saman í peningayfirvald.
Þegar að nýr eða nýir flokkar munu taka við völdum eftir að vera búnir að blekkja almenning áfram til að trúa á þá, þá munu völd þeirra snúast um hagsmuni. Fyrirtækin munu ganga út á eignarhald fárra manna sem munu áfram sækjast eftir að safna auði. 'Afram munu verða til eignahöld á milli hinna ýmsu félaga og fyritækja. Litlar sem engvar breytingar verða framkvæmdar. Það er mjög ólíklegt að stjórnvöld á Íslandi muni læra af reynslunni. Þau munu ætla sér að halda í sama kerfið.
Nú er aftur á móti tækifærið fyrir Ísland að hætta að trúa á þetta rugli og láta stjórnmál fyrir alvöru snúast um fólk! Það þarf að setja í gang umfangsmikla enduruppbyggingu um allt land með eldmóðs þátttöku almennings. Það sem yrði byggt upp væri best í smærri samfélögum þar sem málin snúast um afkomu fólks. Þar yrði tryggt að fólk mundi ekki lenda í skuldaánauð einhverra banka eða annarra stofnana. Þar yrði tryggt að fólk yrði ekki skuldum vafið og séð til þess að enginn mun hafa það svo slæmt og að afkomutekjurnar næði fyrir öllum gjöldum sem og húsnæði og mat. Öllum nauðsynjum.
Gott fólk, veljum okkur nýjar leiðir. Leiðir til stjórnunar án græðgis eða ofurvaldasóknar.
Ég vil ekki vera neinn fylgifiskur, en þú?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Ja hérna;
Sérkennilegt orðalag á niðurlagi fréttar:
>Einnig er þess vænst að öskufallið leiti yfir flugsvæðið yfir Bretlandi, Belgíu og Hollandi.
Vegir drottins eru órannsakanlegir. Þarf hann endilega að láta refsivönd sinn ganga jafnt yfir alla í þessum löndum? Kemur öskufall frá Íslandi í veg fyrir að íslendingar komist út til að ræða um Icesave? Hver veit? Það má nú samt alveg sleppa Belgíu.
Ég hélt að orðið vænst merkti að vonast eftir? Eða er mig að mismynna?
Hefði í staðinn ekki mátt skrifa: búist er við að? Eða einhvern veginn þannig...........
Hvað er blaðamaður mbl. eiginlega að gefa í skyn?
Ég var nú meira bara að skrifa til gamans og benda í leiðinni á eftirfarandi:
****************************************
skoðið eina flottustu? heimavefsíðu á Íslandi í dag:
http://wix.com/okkarisland/okkarisland/
****************************************
Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 11. apríl 2010
Hreinsanir eða ekki?
Það verður eflaust fróðlegt að fylgjast með næstu mánuði og mánuðum. Margar spurningar sem koma munu upp. Eins og tildæmis: hverjir, hversvegna, hvað.
Það er alveg ljóst að það er mikið verk framundan!
En það er algjörlega ljóst að ekki verður hægt að reisa Ísland upp úr öskustónni nema miklar hreinsanir komi til.
Það er líka alveg á hreinu og ljóst að við munum ekki geta búið við sama kerfi og kom Íslandi í þessa stöðu!
Það er líka alveg ljóst að það besta fyrir Ísland væri að velja sér algjörlega nýjar leiðir til stjórnunar fyrir framtíðina! Leið fólksins sjálfs. Leið til fullrar persónukosningar. Leið til viðsnúnings valdsins.
Munu íslendingar hafa vit á að byggja sér sérstöðu í heiminum?
Munu íslendingar hafa vit á að reisa sér framtíð sem engin önnur þjóð hefur gert?
Skoðið eina sérstökustu og flottustu? íslensku vefsíðu sem gerð hefur verið!
http://wix.com/OkkarIsland/OkkarIsland/
Viðbætur á vefsíðunni snúast um viðbætur af efnistökum uppúr skjalinu: "Okkar Ísland"sem og aðrar fréttir af "Okkar Ísland".
Kynning skýrslunnar undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Heim út, heim, út, heim, út..........
Hversu lengi ætla þau sér að halda þessu óhæfurverki áfram? Að setja þjóðina í ánauð vegna fjárglæframanna?
Vonumst svo sannarlega eftir að akkúrat ekkert gerist meira fyrr en eftir Þjóðaratkvæðagreiðslu!
I fréttum Sjónvarps virtist svo vera að einhver örvænting sé komin í stjórnarliðið því nú segjast þau ætla að fara yfir prósenturnar og málin aftur og fjármálaráðherra muni næst skoða málið.
Drífa sig svo til að kjósa!
Stórt NEI við Icesave
Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Flott Gildi
Ég var dálítið að vinna í undirbúningi fyrir þennan fund. Fyrr í vikunni var ég tildæmis svokallað tilraunadýr (það eina) stjórnanda á borðum þegar að æfing fór fram.
Ég hef alltaf verið þakklátur ef ég fæ að koma að einhverju góðu ef svo má segja
Sem tilraunadýr kom ég sérstaklega inn á spjöldin sem skrifað var á um sköpun og gleði. Gaman að geta þess að hafa verið þátttakandi að velja þessi gildi þó margir hafi valið þau því þau eru jú ríkjandi.
Ég var annars líka skráður þátttakandi á fundinn en féll frá því vegna vöðvagigtar kasts. Hefði svo sannarlega viljað vera þarna í dag. Fundurinn fer annars fram svona dálítið svipað og þjóðfundurinn.
Virðing, sköpun og gleði verði ríkjandi í skólastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Da, da, da, di, do, do, do
Mér datt í hug að auglýsa þetta því að ég veita að það verður gaman að taka þátt í svona!
Íslensk alþýðulög sungin og kveðin í kaffihúsi Gerðubergs á sunnudag frá kl. 14-16
Í janúar hófst ný dagskrá í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem á rætur að rekja til Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Það eru þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem standa fyrir dagskránni sem ber heitið Sungið og kveðið en hún fer fram í kaffihúsinu annan sunnudag í hverjum mánuði.
Gestir fá sönghefti með íslenskum söng- og kvæðalögum fyrir fjöldasöng.
Mér skilst að það sé ókeypis inn!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)