Hvað gerist svo?

Hvað gerist ef ekki tekst að semja?

Hverjir falla, hverjir halla, hvað verður um þessa kalla...................?

Vonandi er að koma að því að þessi stjórn falli. Hverjir úr ríkisstjórn eru að vinna með aðilum þessara samtaka í málunum frá grunni? Ég bara spyr vegna þess að eins og málin eru alvarleg þá ætti aðili frá ríksstjórn alltaf að vera með heldur en það að samtökin leysi af sér til ríksstjórnar þegar að þeir eru tilbúnir með drög. Mér finnst að það þurfi að haga hlutum dálítið öðruvísi þegar að svona mikilvæg mál eru rædd sem skipta framtíð launafólks svo mikið.

Það er ömurlegt að hugsa til þess hvað lítið kemur út úr svona viðræðum og að launafólk þurfi alltaf að vera háð þessum herrum um kjör sín. Í stað þess mætti búa til öðruvísi aðstæður þar sem allar svona viðræður væru að mestu óþarfar! Einmitt vegna þess að Ísland yrði rekið sem fyrirtæki fyrir alla landsmenn og vinna slíks fyrirtækis yrði fyrir hag fólksins í landinu. 

Burt með ruglið og gerum eitthvað fyrir alvöru!

Skoðið "Okkar Ísland" 1.04 og hugmyndir þar. Einnig síðustu bloggfærslu mína á undan þessari.

 


mbl.is Ekkert bólar á yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

FELLUM FJÓRFLOKKINN, KLANIÐ BURT.

HVERNIG VÆRI ÍSLAND ÁN STJÓRNMÁLA

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur alveg ljómandi samantekt

Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

BYLTINGU STRAX

Lúðvík Lúðvíksson, 26.10.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér Lúðvík að setja þessa færslu hennar Sigurlaugar hér.

Þú spyrð: Hvernig væri Ísland án stjórnmála? Ég svara því til að stjórnmál á að snúast um fólk, almenning í landinu. Því er stjórnmál fyrir mér tilfærsla á valdi og hringrás valds. Legg því til (altl í góðu) við þig að þú takir þig til og lesir "Okkar Ísland" sem gengur út á að losna við þetta rugl. 

Þetta fólk hefur svo mikil ítök og því spurning hvort eina ráðið verði á endanum að við gerum Byltingu! 

Athugið að við sem erum að berjast fyrir réttlæti erum komin með nóg af hugmyndum til að taka við stjórnun þessa lands! Pakkinn er orðinn það stór að það er hægt að gera margt til að láta hann virka!

Hvað gerist þegar þessi svokallaði "stöðugleikasáttmáli" hrynur og ónýtist? Verður þá stjórnin að segja af sér? Hvað tekur þá við?

Guðni Karl Harðarson, 26.10.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband