Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Tabula Rasa Islandus?

Blank slate, clean slate, re-start, hvaða nöfnum sem skal nefna það. Er ekki kominn tími til að Ísland endursetji sig og byrji upp á nýtt? Á nýjum grunni?

Er ekki kominn tími til að treysta á almenningi þessa lands til að byggja upp sanngjarnt þjóðfélag þar sem allur almenningur fái sama rétt til samfélagsins?

En hvar skal byrja? Eigum við að treysta alþingi fyrir þeirri sömu vinnu sem alþingi hefur verið ætlað í gegnum árin síðan að  lýðveldið var stofnað? Er það sem við sjáum fyrir okkur að lítið þurfi að breyta fyrirkomulagi alþingis til þess að vinnu og verklag þeirra alþingismanna verði öðruvísi? Er það raunhæft? Losa og gera litlar breytingar um flokksvaldið og þingræðið? Eða er aðeins nóg að  losa framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu til að allt verði gott? Hvernig verður þá með lýðræðið? Fáum við aukið lýðræði við það?

Eigum við að láta nægja að setja inn nýjar reglur inn í stjórnarskrána, eins og að setja lög til varnar að það sama geti komið fyrir aftur varðandi fjármálageirann? Eigum við að láta nægja að gera eins smávægilegar breytingar á stjórnarskránni eins og hægt er? 

Hvað með stjórnmálamenn og flokka? Eigum við að láta það óáreitt þegar að stjórnarskráin verður tekin fyrir? Er einhver sem vill taka það að sér að aðgreina vandann? Eða er búið að vera að því undanfarna mánuði en hvergi sé heildstæð mynd af myglunni í stjórnkerfinu og hvað þarf að laga?

Hvað með framkvæmdavaldið? Hvað eigum við að gera við það? Hvernig eigum við að breyta því?

Hvað með forsetann? Hverju eigum við að breyta þar?

Allt eru þetta spurningar sem tilheyra spurninga um aukið lýðræði. Hvaða leiðir við getum beitt til þess að ná auknu lýðræði. 

Það er alveg ljóst að Ísland á að gera sína eigin stjórnarskrá en ekki á að þurfa að halda í gamla og úrelta danska skrá sem gerir okkur lítið gagn og lítið farið eftir. 

Er ekki kominn tími til fyrir Ísland að búa til eitthvað algjörlega nýtt fyrir framtíðarkynslóðirnar? Eitthvað sem eykur lýðræði stórlega og opnar fyrir þátttöku landsmanna í ákvarðanatöku að réttindum þeirra? Því það er ekkert raunverulegt lýðræði á Íslandi, heldur fjölskyldu og flokksræði.

Nú á að fara að endurgera stjórnarskrá Íslands. Kjósa á þingfulltrúa á stjórnlagaþing sem á að standa í tvo mánuði (en getur farið fram á að hafa fjóra með frumvarpi til laga). 

Getur öll sú vandasama vinna sem á að framkvæma á stjórnlagaþinginu nást að klárast á tveimur til fjórum mánuðum? Það er augljóst að hugsandi fólk geti séð að slíkt verði einfaldlega ekki hægt! Það þurfi miklu lengri tíma.

Þessvegna legg ég það til ef hægt verður að kosnir stjórnlagaþingmenn fari einungis fram á þann tíma sem þeir þurfa til að klára verkið! Ekki tvo, ekki fjóra heldur að þegar ljóst er hversu langt öll vinnan er komin eftir fyrstu tvo mánuðina þá fari stjórnlagaþingmenn fram á aukinn tíma samkvæmt því. 

Við verðum að átta okkur á því að þó það standi í lögunum að stjórnlagaþingið geti farið fram á tvo viðbótarmánuði (úr tveim í fjóra) og það eigi að klára með sérstöku frumvarpi, þá væri einfaldlega hægt að setja fram breytingartillögur á því frumvarpi með tilliti til þeirra verka sem eftir yrðu. Stjórnlagaþingi kæmi þannig inn með sérstaka greinargerð um hvaða tiltekin mál þurfi að fara betur yfir (og tímann til þess) til að ná að klára þau. Og óskaði síðan eftir þeim tíma sem þeir þyrftu til þess.

Ég ætla að biðja ykkur að skoða vandlega og lesa í þessi orð!:

Stjórnlagaþingið fer fram á þann tíma sem þarf til þess að klára verkið.

 

 

 

 

 

******************************************************

 _____-----_____-----_____-----_____

http://gudnikarl.wordpress.com

_____-----_____-----_____-----_____

 

******************************************************


Ný heimasíða mín (blogg)

Ágæta fólk sem skoðar hér inn á blogg mitt. Ég vil nota hér tækifærið að auglýsa hér nýja heimasíðu (wordpress blogg) um framboð mitt til stjórnlagaþings.

Inn á þessa síðu kemur ýmislegt efni um framboð mitt og grunn hugmyndir mínar að nýju stjórnkerfi sem gengur út á að veita almenningi mikla aukna þátttöku í ákvarðanavaldi réttinda sinna.

Þetta eru grunn tillögur að róttækum breytingum.

Inn á þessa heimasíðu verður sett ýmislegt efni eins og tildæmis tímasetning á hvað ég var og verð að gera í framboðinu og svo framvegis.

Nýja síðan:

http://gudnikarl.wordpress.com

 

 


Ef gefa á því gaum hvernig á að ráða.............

Þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt hafa sé nokkrar breytingar á færslum mínum undanfarna tvo mánuði. Meðal annars hef ég verið að breyta blogghaus myndinni með hliðsjón af því sem ég hef nokkuð mikið verið að skrifa um. Þó ég hafi við og við komið með smá færslur varðandi það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu.

Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég sé farinn að snúa mér að stjórnarskrármálum. Ég er á fullu í að fara yfir gömlu stjórnarskrána og gera mína eigin þar sem ég set inn mínar skoðanir.

Það er alveg ljóst eftir á það sem undan er gengið að það þarf að gera gangskör í því að endurgskipuleggja stjórnmálakerfið á Íslandi. Það þarf að tryggja að almenningur geti haft miklu meiri áhrif á hvernig réttindum til þeirra er stjórnað. Það þarf líka að fá almenning til að taka miklu meiri þátt í ákvörðunartöku stjórnmálanna.

Ég er að fara að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins og mun bjóða fram starfskrafta mína þar inni af einurð og vanda til verka, nái ég kosningu.

Hugur minn snýst mikið um hvernig það mætti tryggja almenningi stóraukinnar aðkomu að ákvarðanatöku. En það eru til leiðir að því marki!

Til að mynda hef ég mikinn áhuga á að sett verði sérstök lögbók á bakvið sjálfa stjórnarskrána. Að öll lög, með fáum undantekningum fari þar inn og séu sérstaklega tekin fyrir aftur og aftur árlega á sérstakri tímasetningu. Þó ný lög geti líka orðið til í þeim kafla. Með slíku fyrirkomulagi væri hægt að raða aðkomu að lögunum skipulega, því þá væri úr sögunni að framkvæmdavaldið kæmu með lagafrumvörp á alþingi eftir þeirra hentugleikum. Lögin yrðu til eftir skipulögðu kerfi.

Þannig gætu líka hinir ýmsu hópar eins og aldraðir, öryrkjar og fleiri undirbúið fyrir það á að fara að taka fyrir lögin þeirra. Tildæmis mætt inn á svokallaðan "almannaróm" þar sem þessir hópar geta borið þeirra málefni undir kosna almannaþingmenn (5). Málin verði rædd, kláruð og undirbúin fyrir endurgerð lagana. Tekið þannig tillit til hópana í lagagerðinni.

Ég hef mikið hugsað um hvernig þetta væri hægt. Tildæmis verið svo róttækur að vilja taka löggjafarvaldið af alþingi og færa á lögbókina sjálfa, en þá með svokallaða temprun dómsvaldsins sem sæi um ágreiningsmál og hefði með lagavaldið (ég vil ekki kalla það vald) að gera. Þegar að fólk hugsar um þessi mál þá er það alltaf að tala um vald. Í mínum huga þarf þess ekki því hægt væri í reynd að segja að lögbókin sjálf hafi áhrif á hvaða lög séu tekin fyrir, tildæmis með tímasetningunni. Hinsvegar gæti dómsvaldið komið þarna að eftir þörfum.

Ég er á þeirri skoðun að stjórnlagaþingið eigi alltaf að vera starfandi sem umsjón á skiptingu valdsins og ritunar þess niður í þar til gerðar bækur. Taka mál fyrir, undirbúa þau og stýra leið þeirra. 

Ég hef mikið hugsað um hvernig þetta allt saman væri framkvæmanlegt. Við það áttaði ég mig á að það er miklu auðveldara að koma slíku breyttu kerfi fyrir ef Íslandi yrði skipt niður í 5 svæði. Þar að segja, þá gætu svæðisþingmenn rætt lög sem tilheyra þeirra heimasvæði og dómsvaldið tekið við þeim tilbúnum. Hvert þessara 5 landsvæða hefði sína eigin lögbók (þar sem lögum þeirra svæðis væri raðað eftir tímasetningu eins og nefnt var hér að ofan). En síðan væri ein aðal ríkistjórn þar sem tekin væru fyrir málefni sem tilheyrðu öllu landinu jafnt. Þá væri stjórnarskráin með sína eigin föstu (óbreytanlegu kafla) yfir og fyrir allt landið en lög framkvæmdavaldsins sett á lögbók yfir allt landið með dómsvaldinu en stjórnlagaþingmenn hefðu umsjón með.

Eitt er í viðbót sem er algjört prinsipp mál að þarf að vera en það er að hópar geti komið beint að gerð fjárlaga! Tildæmis verkalýðshreyfingin, öryrkjar og aldraðir. Þessir hópar gætu undirbúið sig samkvæmt því.

Eins og ég skrifaði þá er ég að fara í framboð til stjórnlagaþings og náði meðmælendunum á innan við sólarhring.

 

 


Af framhaldsmálþingi um stjórnarskrármál í Skálholti (myndir neðst)

Ég var þátttakandi á málþingi nr. 2  um stjórnarskrármál í Skálholti í dag. Þetta var mjög svo áhugavert þing, þó eitthvað hafi því miður mætt færri en á næsta málþingi á undan þessu.

 

Rætt var um valdskiptinguna

Vinnuhópar voru:

  1. Vald þjóðarinnar. Hópstjóri: Geir Guðmundsson, verkfræðingur
  2. Þingræði eða ekki? Hópstjóri: Reynir Axelsson, dósent
  3. Hlutverk forseta Íslands. Hópstjóri: Þorkell Helgason,  fyrrv. prófessor
  4. Sjálfstæði dómsvaldsins. Hópstjóri: Hjördís Hákonardóttir, fyrrv. hæstaréttardómari
  5. Eftirlit með valdinu. Hópstjóri: Sigþrúður Þorfinnsdóttir, lögfræðingur.

Mjög áhugaverðar umræður fóru fram og komu margar mismunandi skoðanir fram á málefnunum í vinnuhópunum.

Sjálfur valdi ég mér hóp númer 1 í fyrrihluta og hóp númer 2 í seinnihluta. Eins og vant er þá var ég víst svolítið frekur á orðinu. En það helgast til af brennandi áhuga mínum um þessi mál. Ég gat komið mínum skoðunum að dálítið. Samt var fólk að spyrja mig um hvað ég vildi gera við löggjafarvaldið ef það væri tekið af alþingi. Ég svaraði því ekki beint því ekki gafst tími til. En í umfjöllun um hópana spratt upp hugmynd hjá mér hvort dómsvaldið gæti ekki temprað löggjafarvaldið á lögbókinni, með því að hafa einskonar umsjón með lögbókinni með sérstöku dómsmannaráði sem starfaði með endurskoðendum. En að sjálfsögðu með því að taka tillit til almennings. Síðan væru stjórnlagaþingmenn sem umsjón með löggjöfinni eftir að þingið er búið að skila af sér nýjum lögum til dómsvaldsins þá tæku þeir við og skráðu lögin og fastsettu þau á lögbókina sem væri á bak við stjórnarskrána sjálfa.

Athugið! Fyrir þá sem eru að koma hér inn og lesa hjá mér um þessi mál í fyrsta sinn geta séð ýmsar bloggfærslur hjá mér um málið sem skrifaðar voru undanfarna daga:

Rökin fyrir hugmyndun mínum

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1101055/

Frekari útskýringar á löggjafarvaldinu á stjórnarskrána

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1100564/

Og fleiri leikþættir.

Ég tók með mér myndavélina (NIKON-D200) og hér set ég inn nokkrar myndir sem ég tók:

nr1.jpg nr2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr3.jpg nr4_1031713.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr5.jpgnr6_1031716.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr7.jpgnr_8.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_9.jpgnr10.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 nr_11.jpg


Hrunaþunginn mikli

Ætli að það sé ekki frekar þúsundir fólks sem er að missa vinnu sína í hinu ýmsu atvinnuvegum út um allt land!

Ég veit um fólk sem er búið að missa vinnu og ég veit líka um fólk sem missir vinnu sína um áramótin.

Hvað ætli það séu síðan margir aðrir sem vita um fólk sem er að missa vinnuna?

Ný störf eru miklu færri en þau störf sem tapast.

Þessi ríkistjórn hefur akkúrat engin tök á atvinnusköpun í landinu!

 


mbl.is Hin sönnu hrunfjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram mótmæli!

Ég styð svo sannarlega undir þessi mótmæli. Það er kominn tími til að losna við þetta lið þarna á þingi! Við erum gjörsamlega búin að fá yfir okkur nóg.

Verst að komast ekki vegna mikilla anna í minni vinnu! Ef ég væri laus þá væri ég svo sannarlega þarna. Er með ykkur í anda!

Á vinnustað mínum er fólk að tala um þetta alþingismannalið og það á ekki til orð yfir ruglið sem fer fram á þingi!

Berjumst fyrir bættum kjörum.  

ÞAÐ ER KOMIÐ

 

NÓG!!!!!

 

AF RUGLINU !!!!!


mbl.is Hávær mótmæli við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róttækasta grunneining að nýrri stjórnarskrá

 Sjálf einingin er neðst í færslunni

 

Inngangur: Sérstæða landsins okkar

 

Ég hef mikið verið að spá í hvernig við getum sett saman sem besta stjórnarskrá fyrir framtíðina. Ég ákvað í leitan minni að fara aðra leið en allir aðrir sem ég veit um. Vegna þess að í mínum huga snýst þetta um að búa til eitthvað einstaklega sérstakt kerfi sem á sér engan líka í öllum heiminum. Eitthvað EINSTAKT.

 

Ég hef heyrt og tekið eftir því að margir sem eru að spá í þessi mál eru að skoða hvað megi nota úr stjórnarskrám annara landa. En stöldrum við og skoðum málið!

 

Vil ég þá nefna það að við sem íslendingar eigum okkur sérstöðu í heiminum. Með þessari sérstöðu á ég við að hér á landi eigum við okkur sérstaka menningu, sérstaka náttúru, sérstaka arflegð og margt annað sérstætt sem engar aðrar þjóðir hafa.

 

Ég vil benda á þetta sérstaklega vegna þess að þetta er aðal atriðið þegar að verið er að setja saman nýja stjórnarskrá. Það þarf fyrst og fremst að taka tillit til okkar sérstöðu.

 

Þessi sérstaða okkar deilist svo út í heild samfélags okkar. Er þannig sem innanlands heild. Síðan kemur alþjóðasamfélagið sem heild eftirá!

 

*****

Ef við eigum að taka atriði út úr stjórnarskrám annara landa (sem eru í alþjóðasamfélaginu) þurfum við að velja atriðin og taka tillit til heildar í samfélagi okkar fyrst, fara þaðan yfir í heildina og síðan þegar tilbúin eru að umfæra aftur yfir í heild samfélags okkar.

 

Leiðin er því:

 

Íslensk leitan>>>Atriði úr stjórnarskrám annara landa=>>>íslenska heild (samfélag)>>>sérstæða okkar>>>íslensks heild (samfélag). 

 

Leiðin er löng og það er að mínu mati mjög erfitt að ætla að vinna slík atriði inn í okkar stjórnarskrá á þeim stutta tíma sem við höfum, sem er 2 til 4 mánuðir.

 

Ef við notum okkar sérstæðu fyrst og fremst og til að byrja með: þurfum við aðeins að leita í sérstæðu samfélags okkar. Þannig getum við sameinað sérstæðuna í heildina og skilað þeim atriðum sem við veljum beint út í heildina (samfélag - ný stjórnarskrá).

 

Leiðin er því:

Íslensk leitan=sérstæða landsins okkar >>>skilað í heild samfélags okkar.

Hér er augljóslega léttara að klára málin á styttri tíma.

*****

 

Ef við eigum að skoða hvað aðrar stjórnarskrá hafa og nota það í okkar stjórnarskrá þá getum við alveg gert það á seinni tímum. Það verður einfaldlega ekki gert allt á þessum stutta tíma.

 

1. Löggjafarvaldið og hlutleysi

 

Þessi svokallaða skipting  valds hefur mér fundist mjög ákallandi atriði sem þarf að fara yfir. Í frumskjali mínu hér fyrir neðan nefni ég hvernig þessari skiptingu gæti verið háttað. Amk. til að byrja með.

 

Til að geta farið með vald þá þarf að tryggja að valdið skiptist réttlátlega og sé ekki misnotað. En því miður verður að segja að stjórvöld á Íslandi hafa misboðið valdinu og notað það í eigin þágu eins og þeim líkar. Tökum tildæmis alþingi sem dæmi en þar er hagræðing valds á milli einstaklinga og flokka eins og þeim sýnist að túlka fyrir sig.

 

En ég ætla hér að byrja að fjalla um löggjafarvaldið. 

 

Þeir sem sjá um að búa til lög eiga ekki að hafa löggjafarvaldið vegna þess að það eru svo mismunandi sjónarmið um lögin þar sem þau eru búin til. Helgast það til af hinum mismunandi flokkum og mismunandi stefnu þeirra sem koma að valdinu.

 

2. Hlutfæring löggjafarvalds

 

En hvað á þá að gera við Löggjafarvaldið? Það þarf að hlutfæra það og setja á sérstaka einingu og taka það af persónunum. Þar að segja, að persónurnar hafi aðeins umsjón með valdinu.  Þetta er vegna þess að með valdi þarf að gæta hlutleysis. Þannig væri stjórnarskrá Íslands (eða sérstök lögbók) með löggjafarvaldið sem hlutgerandi eining sem gætti hlutleysis einstaklinganna sem búa á Íslandi. Passað yrði upp á að það halli ekki neinn og allir komi að lögunum með jöfnum rétti.

 

Með því að hafa sérstaka umsjónarmenn þessarar lögbókar (stjórnarskrá Íslands ef það verður að kallast svo) sem sjá um að halda utanum lögin. En auðvitað sæi alþingi áfram um að vinna lögin og sníða þau að aðstæðum fyrir landið. En skila þeim síðan til baka á umsjónarmenn stjórnarskrárinnar.

 

Það mætti síðan alveg hugsa sér að á síðari tímum væri þrískipting valdsins færð inn í hlutleysismörkin. Þar að segja: lögjafarvaldið hefði sérstaka einingu sem er lögbók, framkvæmdavaldið hefði sérstaka einingu sem væri kölluð framkvæmdavaldsbók og dómsvaldið hefði dómsvaldsbók. Allt saman með hlutfæringu valdsins en samt með umsjónarmenn sem kæmu þar að með sérstakt aðhald.

 

En nú munu ýmsir koma og segja að svona útfærsla sé ekki hægt að framkvæma. Þau munu nefna það að stjórnarskrá eigi að vera heilög og eigi að vera mjög erfitt að breyta. Á móti því er hægt að segja að það sé rétt með núverandi valdkerfum þar sem persónur fara með völdin. 

 

En tökum líka á móti: ef stjórnarskrá okkar á að vera erfitt að breyta á þá ekki að fara eftir henni? Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann vegna þess að stjórnarskráin er í reynd þverbrotin nær daglega. Það er alls ekki erfitt að brjóta stjórnarskrána. Eins og stjórnarskráin er nú, er mjög erfitt að breyta henni.

 

Þessi atriði haldast því í hendur!

 

>erfitt að breyta stjórnarskrá

 

>brot á stjórnarskránni

 

>mismunandi aðilar og aðilar með margar skoðanir og stefnur hafa lögjafarvaldið 

 

>ekkert er hugsað um lög stjórnarskránar sjálfrar vegna þess að þingmenn eru uppteknir við að búa til allskonar lög.............

 

>mismunandi aðilar (með margar stefnur og mörg sjónarmið) hafa framkvæmdavaldið

 

>mismunandi persónur (aðilar) hafa dómsvaldið (en þar horfir málið öðruvísi og við vitum hversvegna)

 

Það er ekki hægt með góðu móti að laga vankantana af þessu vegna þess að mismunandi persónur koma þar að. Erfitt er að gæta hlutleysis. 

 

Hvernig væri að búa til stjórnarskrá sem auðvelt væri að breyta til að passa upp á að réttlætis og hlutleysis sé gætt?

 

Út á þetta atriði snýst mín grunneining að stjórnarskrá (ath. er ekki stjórnarskrá).

 

Athugið að auðvelt væri að einfalda hlutina með þessu kerfi sem ég nefni. En það þarf ekki endilega mjög marga aðila sem umsjónarmenn valdstigana. Síðan væri auðveldlega hægt að skerpa atriðin. En grunnforsendan er sú að stjórnarskráin sé eining og hafi löggjafarvaldið.

 

 

Hér kemur þessi eining:


Grunnforsenda mín að stjórnarskrá

Stjórnarskrá:


  1. Stjórnarskrá er eining.

  2. Stjórnarskráin hefur Löggjafarvald.

  3. Í stjórnarskrá er haldið utanum alla stjórnsýsluna.

  4. Stjórnarskrá fer fram á að lög séu unnin að forsendum stjórnarskrár.

    a. forsendulög í stjórnarskrá eru aðal lögin sem skulu öll árlega unnin.

    b. hliðarlög sem eru lög sem tilheyra athöfnum og réttindum þjóðfélags.

  5. Stjórnarskráin hefur málskotsréttinn sem stjórnlagaþingmenn sjá um.

  6. Stjórnarskrá hefur stjórnlagaþing sem starfar ársins hring.


Stjórnlagaþing:


  1. Á stjórnlagaþing er kosnir stjórnlagaþingmenn sem hafa þeim störfum að gegna að halda utanum verk Stjórnarskrár á ýmsan hátt.

  2. Lög um stjórnlagaþing eru fest í stjórnarskrá.

  3. Stjórnlagaþingi er skipt niður í einingar sem stjórnlagaþingmenn halda utan um og stjórna.


Stjórnlagaþingmenn


  1. Stjórnlagaþingmenn eru kosnir af almenningi á 4ra ára fresti. Með kosningu til stjórnlagaþings er verið að kjósa: a. stjórnlagaþingmenn

    b. alþingismenn c. ríkistjórn.

  2. Stjórnlagaþingmenn halda utan um stjórnsýsluna og sjá um að lög stjórnarskránar séu virt. Senda þau út til að yfirfæra, taka við þeim til baka og skrá í stjórnarskrána.

  3. Kosnir stjórnlagaþingmenn sjá um að skipta sér yfir á ríkistjórn og stjórnlagaþingið.

  4. Stjórnlagaþingmenn skipta sér í vinnuhópa sem sjá um stjórnsýsluna

    a. vinnuhópur varðandi að senda út lög á alþingi að fara yfir og taka við til baka.

    b. vinnuhópur sem sér um Landsdóm

    c. vinnuhópur sem sér um mál varðandi Ríkistjórn

    d. vinnuhópur sem sér um tengingu við almannaróm

    e. vinnuhópur um málskotsréttinn


  1. Stjórnlagaþingmenn skipta framkvæmdavaldinu á mill sín og Ríkistjórnar. Vinnur þannig með ríkistjórn að framkvæmdavaldinu.

  2. Stjórnlagaþingmenn skipta dómsvaldinu á milli sín og hæstaréttardómstóls. Vinnur þannig með dómurum að dómsvaldinu.


Alþingi:


  1. Á alþingi eru kosnir þingmenn sem hafa því hlutverki að gegna að fara yfir lögin sem þeir fá í hendur, vinna þau og klára sem lög til baka til stjórnarskrár.

  2. Stjórnlagaþingmenn taka við lögum frá alþingi til að skrásetja í stjórnarskrá.


Ríkistjórn:


  1. Sér um framkvæmdavaldið með stjórnlagaþingmönnum.

  2. Skiptir sér í ráðuneyti.

  3. Er ekki með stjórnarandstöðu.

  4. Skilar málum til stjórnlagaþings sem fer yfir þau og setur sem lög í stjórnarskrá.


Almannarómur:


  1. Inni á stjórnlagaþinginu er vettvangur sem kallaður er almannarómur.

  2. Inni á almannarómi getur almenningur komið með mál fyrir stjórnlagaþingmenn til umfjöllunar.

  3. Á almannarómi er starfandi svokallað almannaþing þar sem almenningur getur kosið sér almannaþingmenn sem sjá um að halda utanum málum sem rædd eru.

  4. Almannaþingmenn skulu leitast eftir að fá mál frá almenningi og hvetja almenning til þátttöku á almannaþingið.

  5. Þau mál sem tekin eru fyrir er kosið um og almannaþingmenn skulu sjá um að málin séu send áfram á stjórnlagaþingið sjálft.

  6. Þrýstihópar geta ekki sett mál inn á almannaþingið nema að vera með meirihluta hóps á bakvið sig til að þingið geti tekið við málum þeirra.

  7. Sérstakur fulltrúi (almannaþingmaður?) hefur það verkefni að sjá um mál þrýstihópa og leitast eftir samvinnu þeirra við úrlausnir mála.


Kosning til stjórnunar:


  1. Almenningur fær að kjósa til stjórnunar á Íslandi á þann hátt að verið er að kjósa í:

    a. stjórnlagaþingmenn

b. ríkstjórnarmen

c. alþingismenn

 

2. Röðunin á stjórnunina ræðst eftir atkvæðavægi kosningar

    1. Kosning er möguleg á persónum úr flokkum.

    2. Kosning er möguleg á persónum án flokka.

    3. Kosning er hvort sem er möguleg fyrir landið sem eitt kjördæmi.

    4. Kosning er líka möguleg fyrir svæðisþing sem er önnur aðferð sérstjórnunar ef þjóðin kýs að velja sér að landinu sé skipt niður í sjálfsstjórnarsvæði með eigin stjórnun. Er þá lögunum skipt niður fyrir stjórnarskrá a. Inni á svæðinu og b. Fyrir allt landið (útfæranlagt)


Öll þessi atriði eru sérstaklega útfæranleg en byggja á þeirri frumforsendu að stjórnarskráin sé aðaleiningin sem sér og heldur utan um lögin sem sett eru og halda utanum réttindi íbúa landsins. Löggjafarvaldið er því helsta valdið sem sér um réttindi almennings............


Fleiri kærleiksgöngur

Gott mál þessi ganga. Við þurfum þó að sína samstöðu okkar í verki sem og í þessum anda!

Verst að ég sjálfur komst ekki með því ég þarf að vera hér við í vinnu minni þó ég geti tekið mig aðeins til og bloggað.

Gott mál að besti flokkurinn og Jón Gnarr hafi skipulagt þessa göngu, þó ekki hefði ég áhuga á að gera Jón Gnarr að forsætisráðherra. Efast reyndar að hann hafi áhuga á því.

 


mbl.is Fjöldi sýnir mannkærleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurvekjum rétta stöðu Alþingis!

Í gamla daga kom almenningur saman á Þingvöllum til að ræða saman á almannaþingi sem var kallað: "Althing"

Þegar að núverandi alþingisfyrirkomulag var sett á Íslandi í fyrsta sinn breyttist það hugtak að almenningur notaði orðið "Alþingi" til stjórnunarsamkundu. Það voru kosnir þingmenn úr flokkum sem tóku upp þetta orð og notuðu fyrir þingsvið sitt þegar að stjórnarhættum var breytt á Íslandi.. En þetta þinghús hefur ekkert að gera með almannaþing því almenningur hefur lítið sem ekkert að segja hvað þar fer fram.

Það eru alþingismenn flokka sem nota valdsvið sitt inni á þessu svokallaða "alþingi" til þeirra athafna. Þeir hafa tekið sér orðið til notkunar um valdsvið sitt, sem er algjört rangnefni því orðið Al hefur ekkert með þingmenn að gera heldur almenning. Þannig var orðið "Alþingi" hugsað í byrjun sem almannaþing.

Inni á þessu svokallaða alþingi ráðskast alþingismenn með þjóðina að eigin vild og taka valdsvið sitt eftir eigin geðþótta og flokkageðþótta. Síðan hefur jú tíðkast það ógurvald að ríkistjórnir hafa komið þar inn með mál sín. En kjósendur hafa aldrei fengið að kjósa nema menn innan flokka til þingstarfa. Þess er hvergi getið að almenningur fái að kjósa sér ríkistjórn. Heldur er val í ríkistjórn alfarið á hendi þeirra flokka sem ná saman um þá stjórn hverju sinni. Almenningur hefur því ekkert um það að segja hverjir eru kosnir í aðalstjórn landsins.

Eftir að kjósendur kjósa í þingkosningum hafa þeir því lítið að segja um framhaldið um stjórnun landsins.  

Við upphaf "althing" á Þingvöllum mætti sannlega ætla að þeir sem þangað mættu hafi hugsað sér að þjóðin fengi sjálf að ráða um stjórnskipunina. Þar að segja, almenningur. Þó stórhöfðingjar að gömlum sið hafi mætt þangað til skrafs og ráðagerða þá var hugsun þeirra ekki sú að taka valdið af þjóðinni. En þegar að við fengum þingstjórn var þetta almannavald tekið af þjóðinni.

En þing almennings á að snúast um samskipti almennings til að mynda SÉRSTÆÐ-a stjórnarhætti fyrir Ísland. 

Því þarf að losa valdið af og breyta stjórnsýslunni. Ein af aðal ástæðunum væri gerð til að losna við  geðþóttaákvarðanir þingmanna og flokksklíkna.

 Það þarf því að breyta stjórnsýslunni og losa um vald ásamt því að framkvæma valddreyfingu. Það þarf líka að gefa almenningi kost á að hafa eitthvað að segja um hvernig landinu er stjórnað, heldur en aðeins eitt að fá að kjósa sér vald til verka sem stendur svo óhaggað í 4 ár ef ekkert kemur upp á til að spilla samstarfinu.

Endurvekjum rétta stöðu Alþingis fyrir almenning á Íslandi. Setjum Almannaþing.

Takmark nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera að finna nýjar leiðir fyrir almenning á Íslandi og undirbúa íslendinga undir nýja framtið. 

Lýðræðið þarf þannig að endurhugsa! 

 


Almannalýðræði!

Hverjir vilja vinna að nýrri Stjórnarskrá fyrir Ísland með hugtakinu ALMANNALÝÐRÆÐI að leiðarljósi. Og það í SÉRSTÆÐU íslensku samfélagi?

Að aðal hugsuninn og grunnurinn sé að skapa almannalýðræði og raunveruleg mannréttindi fyrir almenning á Íslandi.

Hugtökin fulltrúalýðræði hafa verið notuð, sem og beint lýðræði osfrv.

En ég vil fókusa sérstaklega á uppbyggingu á ALMANNALÝÐRÆÐI!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband