Um verðandi lög til stjórnlagaþings!

Ég hef dalítið komið inn á hugmyndir mínar um Stjórnlagaþing í skjali mínu "Okkar Ísland" Meðal annars verið algjörlega á móti því að stjórnlagaþingið verði ráðgefandi. Þar að segja að alþingi hafi endanlegt valdið yfir útkomu stjórnlagaþingsins.

Það er síðan algjörlega fásinna sem Sjálfstæðismenn halda fram að alþingi muni tapa völd við að stjórnlagaþing sé sett í gang. Af þeirri einföldu ástæðu að það er almenningur sem er valdið á Íslandi en ekki alþingismenn. Það er tildæmis þjóðin sjálf sem á að mynda stjórnarskrána.

Í þessari umræðu allri, hvort sem hefur komið frá Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki, eða jafnvel öðrum flokkum, gleymist það að það er almenningur sem kýs alþingismenn til að stjórna Íslandi. Það er grundvallaratriði að alþingismenn eru/eiga að vera þjónar almennings en ekki einhverjir yfirherrar/frúr á það. Þessvegna er það algjört atriði að útkoma stjórnlagaþings verði ekki ráðgefandi. Sem sagt, alþingismenn eiga ekki að vera neinir skólastjórar eða yfirkennarar yfir almenning sem býr á Íslandi og hafa eitthvað sérstakt vit fyrir því!

Ég hef verið dálítið að lesa yfir þessi lög á vefsíðu Alþingis. Tildæmis er það einkennileg ráðstöfun að ætla sér að fá einstaklinga til að bjóða sig fram og fá í  lið með sér til þess 30 stuðningsmenn. Slíkt bíður upp á að sérhagsmunaaðilar geti valið sér og stutt þá sem vilji bjóða sig fram, sem og einhvert fólk sem nýtur sérstakra vinsælda í þjóðfélaginu. Þetta fyrirkomulag er því mismunun og jafnvel hugsanlega mannréttindabrot. Það er vel hægt að rökstyðja það að hinn venjulegi verkamaður eða iðnaðarmaður eigi minni möguleika með þessu fyrirkomulagi að verða þessir fulltrúar þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. 

Miklu betra væri eitthvað svona:

1. Alþingi velur sérstaka blandaða nefnd almennings (helst að kjósa í) sem hefði það eitt verk að klára útkomu Stjórnlagaþings í samvinnu við stjórnlagaþingmanna (sem sérstaklega væru til þess kosnir) eftir að þingmenn þess eru búnir að klára stjórnlagaþingið.

Þessi blandaða nefnd skilaði síðan áliti til Forseta Íslands (helst) og alþingis sem kláraði það sem lög óbreytt og án afskipta alþingismanna!

2. Ekki yrði sérstakt framboð til stjórnlagaþings, heldur bjóði fólk sig fram sjálft.

(þó betra að allur kosningabær almenningur væri settur sjálfkrafa sem frambjóðendur  á lista og þeir sem ekki vildu eða ekki gætu verið þingfulltrúar þyrftu að segja sig af lista. Vegna þess að þá gæti svo farið að einhver sem ekki vildi bjóða sig fram snerist hugur, samt væri það best á eftir þriðja stigi hér fyrir neðan.

3.  Nú væri byrjað að þysja niður listann tildæmis með því að draga hann saman (með úrdrætti) þangað til eftir væru tiltekinn mátulegur fjöldi sem eftir stæði í framboði til stjórnlagaþingsins.

4. Nú kæmi almenningur og kjósi þessi nöfn sem eftir eru í sérstakri kosningu til fulltrúa á Stjórnalgaþing. Það er næsta öruggt að stjórnlagaþingið verði vel mannað með þessu fyrirkomulagi.

5. Síðan tæki stjórnlagaþing til starfa með þessum tilteknu 25 til 31 fulltrúum.


mbl.is Stjórnlagaþing að verða að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Stjórnmálamenn og þar fer íhaldið í forgöngu vill als ekki að lýðurinn hafi einhver völd, hvorki með þjóðaratkvæðagreiðslu, né beinu vali á þingmönnum.

Flokksvélin (fyrirtækin og hagsmunasamtökin sem fjármagnar vélina) á að hafa öll völd.

Hugsið ykkur uppistandið ef Flokksvélin vildi fara í ESB en ekki þjóðin.

Kristinn Sigurjónsson, 12.6.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband