Rökin fyrir hugmyndum mínum

Fjórði kafli um mínar hugmyndir varðandi nýja stjórnarskrá.

Gaumi er notaður sem ímyndaður spyrill minn. Er það tilraun til að hafa efnið á mannamáli.

Gaumi>Nú komstu dálítið í gær inn á útskýringar. Ertu til í það í dag að koma með helstu rök þín varðandi hugmyndir þínar að stjórnarskrá.

Já, en fyrst þarf ég að setja hér upp hugmyndina á sem einfaldastan máta.

1. Stjórnarskrá sem er með frekar fasta og óbreytanlega forkafla, en með fleiri forkalfa en áður.

2. Undirliðir sem er Lögbók þar sem flest öll lög koma inná (undanskilin væru fjárlögin sem fengju umræðu með þátttöku þeirra sem fjárlögin snúast um, sjá lið nr. 10).

3. Öll þau lög röðuð eftir gerð lagana inn á hvern kafla.

4. Öll lög unnin á hverju ári eftir sérstakri tímasetningu.

5. Hverjum lögum fyrir sig úthlutuð sérstakur tími til að vinna í. 

6. Umsjónarmenn stjórnarskrár og lagabókar yrðu stjórnlagaþingmenn.

7. Alþingi vinnur lög þessarar lögbókar og skilar þeim síðan fullunnum til baka.

8. Löggjafarvaldið kæmi frá lögbókinni með sérstakri útfærslu um hvernig væri hagað. En stjórnlagaþingmenn hefðu umsjón með valdinu (og lögbókinni).

9. Almenningur gæti komið inn á (almannaróm) til umræðna um mál, kysu sér sína almannaþingmenn (tala þeirra á bilinu 1 til 5) til að taka við hugmyndum þeirra, vega þær og meta. Almenningur fær að kjósa um þær, úrlausn kosningar taka síðan almannaþingmenn og færa stjórnlagaþinginu til umfjöllunar og þannig fá þau tækifæri að vera rædd þegar að lög eru tekin fyrir (hóp á tímasetningunni).

10. Eitt er í hugmyndum mínum sem mér finnst nauðsynlegt að fá meiri nálgun í. Það er að hópar þjóðfélagsins kæmu að gerð fjárlaga. Nefna mætti að ASI gæti komið þar að, öryrkjar og aldraðir, osfrv. 

*****

8. Framkvæmdavalið fer ekki inn á löggjafarvaldið til að búa til lög. Heldur sækist það inn á lögbókina.

9. Alþingi býr aðeins til lög fyrir lögbókina eftir tímasetningu lagana og skilar fullbúnum til baka.

Læt þetta nægja í bili um útá hvað þessar hugmyndir mínar.

Gaumi>Flott, ertu þá að fara að koma með helstu rökin.

Já. Svona þau helstu þó þau séu fleiri.

HELSTU RÖK FYRIR HUGMYNDUM MÍNUM

1. Öll lög væru skipulega unnin eftir ákveðnu tímakerfi.

2. Hópar fá fasta umfjöllun á lög. Eitt það helsta góða við hugmyndir mínar er að hver lög sem koma úr kafla lögbókar fá þannig fasta umfjöllun eftir tímaferlinu. Hugsið ykkur tildæmis:

Öryrkjar fengju sérstaka lagaumfjöllun á ákveðnum tíma.

Aldraðir fengju sérstaka lagaumfjöllun (lög tekin fyrir) á ákveðnum tíma.

Lög um auðlindir fengju sérstaka umfjöllun á ákveðnum tíma (tíminn settur með fasta yfirfærslu laga (lög tekin fyrir) á hverju ári fyrir sig (mætti kannski hugsa sér hverju þingi).

Og svo framvegis............. Þetta gefur miklu meiri nálgun á málefni hópana og miklu meiri og skipulegri að lög séu tekin fyrir á sérstökum tíma árlega. Ekkert framkvæmdavald sem hefði yfirráð um hvenær lög væru tekin (frumvörp) fyrir eftir þeirra hentugleikum.

3. Miklu meiri hlutverkatenging inn í þjóðfélagið vegna þess að verið er að fjalla um lög skipulega.

4. Miklu meiri áhrif almennings á þjóðmálin vegna stóraukinnar þátttöku í lagagerðinni. Hópar gætu þannig tekið bein tillit til þess að það eigi að ræða lögin og undirbúið sig samkvæmt því.

5. Fjárlögin rædd skipulega með beinni þátttöku þeirra sem lögin eiga að fjalla um. Ákvarðanataka fjárlaga væri því tekið tillit á hópana vegna þess að þeir væru þátttakendur.

6. Framkvæmdavaldið væri ekki að vasast í lögbókina og kæmi alls ekki með nein frumvarp fyrir alþingi (búa til dæmi þar sem það væri helst ekki hægt).

7. Á alþingi væri ekki lengur neitt yfirvald (þó framkvæmdavaldið væri þar ekki lengur) heldur væri valdið fært á stjórnarskrána.

8. Umsjónarmenn sem væru stjórnlagaþingmenn sæju um ýmis verkefni eins og að taka lögin þegar að tímasetning er komin á og færa alþingi til þess að fara yfir. Og fengju lögin svo til baka kláruð.

9. Mörg þessara 137 kláruðu frumvarpa á síðasta þingi snerust um ýmis mál hér og þar úti á landi. Ef landinu yrði skipt niður væri vel hægt að hver landshluti hefði sér sín lög að fara yfir (svæðisþing) og aðal stjórnlagaþing um lögin sem snúast frekar um landið allt beint.

 10. Valdinu væri algjörlega þrískipt og fengi hvert vald fyrir sig dálítið aðhald (eftir þörfum).

Fleiri atriði gætu komið upp í hugann eða ég munað eftir en ég læt þetta duga hér núna.

Gaumi>Þakka þér fyrir. 

Þakka fyrir að fá að útskýra og færa einhver smá rök fyrir hugmyndum mínum. Vona að allir hafi skilið rökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband