Frekari útskýringar á löggjafarvaldinu í stjórnarskrána

Þriðji (sem er milli leikþáttur) leikþáttur um hugmyndir mínar varðandi löggjafarvaldið á stjórnarskrána.

Gaumi er ímyndaður spyrill minn.

Gaumi>Guðni? Ertu til í að reyna að útskýra hugmyndir þínar fyrir þeim sem ekki skilja þær?

Að sjálfsögðu! Bent hefur verið tildæmis á að það sé framkvæmdavaldið sem komi með langflest frumvörpin á þingið og það séu venjulega þau aðeins sem séu samþykkt. Þingmenn eru þannig að vinna frumvörp sem ríkistjórn ákveður (bendi á að ríkistjórn er mynduð af yfirvaldi frá flokkum). Auðvitað vissi ég þetta. En það eru alltaf þingmenn sem ræða þau áður en þau verða til. Ég vil með hugmyndum losa framkvæmdavaldið frá alþingi. Þar að segja, alþingi sjá aðeins um búa til þau lög sem þeir eru fengnir til að búa til. Ekki af framkvæmdavaldinu, heldur af stjórnarskránni sjálfri með umsjón stjórnlagaþingsins.

Gaumi>Er það nóg að taka framkvæmdavaldið burt? Hverjir fá þá að vinna lögin? Hvað á ríkistjórn að gera? 

Nei! Það er alls ekki nóg að taka framkvæmdavaldið út úr alþingi. Hluti þess vanda fellst meðal annars af því að lögin hafa þurft sérstaka útfærslu inn í framkvæmdavaldið. Þessi lagatenging verður ekki bara tekin burt. Ýmislegt væri hægt að nefna. En tildæmis er efst í huga mér þetta þingræði flokka sem mun alltaf standa eftir, sem og þetta framkvæmdaræði inn á ríkistjórnarvaldinu (framkvæmdavaldinu). Ekki er nóg að aðskilja valdstigin til að allt verði gott. En framkvæmdaræðið er algjört og á því getur ríkistjórn hagað sér eins og hún vill. 

Ég vil nefna það að blekkingar verða jafnt til þá að framkvæmdavaldið verið losað út úr löggjafarvaldinu. Almenningur fær sjaldan að vita hinn sanna raunveruleika. 

Þetta er einfalt í huga mér. Flokkar hafa vald inni á þinginu. Þetta vald verður til misnotkunar. Ekki bara vegna þess að ríkistjórn komi með frumvörp á þingið. Það er misskilningur. Heldur vegna þess að í gangi er endalaust karp og wealing og dealing inni á þinginu á milli flokka.  Hvort sem þau eru hluti af ríkistjórn eða ekki.  Ef löggjafarvald  heldur áfram með þeirri einni breytingu að taka út framkvæmdavaldið þá verður alltaf til sérstakt þingræði sem byggist á sama valdi sem er í ríkistjórn. Ekki væri nóg að kjósa á þinginu um yfirstjórnunina því að tilhneigingin verðu sú að þeir flokkar sem ráða á þinginu verða þeir sömu og eru í ríkistjórn. Ég ætla að vona að þið sjáið möguleikana fyrir ríkistjórn að vinna með þeim sem stjórna þinginu!

Straumar og stefnur koma frá flokkunum. Sumir vilja þetta og aðrir vilja hitt. Það er aldrei nein trygging fyrir því að mál (lagafrumvörp) séu kláruð af sanngirni sem allir þegnar landsins njóti góðs af. Það er vegna þess að flokkar get ná fram vilja sínum í krafti meirhluta þvert á vilja þjóðarinnar. Þó ég hafi þannig kosið mér flokk til að stjórna þá er engin trygging fyrir því að hann mun koma með mál sem mér nýtast og öðrum. Frekar er líklegt að það sé eftir hentistefnu. Þessi hentistefna losast ekki við það að framkvæmdavaldið fari bar úr löggjafarvaldinu (og eða öfugt). Síðan gera þeir allt til að halda í valdið sem hafa valdið. Þar að segja, þeir sem ráða vilja ráða. Alveg jafnt inni á löggjafarvaldinu sem og inni á framkvæmdavaldinu.

Sem segir að losa sundur framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu gerir lítið annað en að frumvörp séu ekki borin upp af ríkistjórn. En áttið ykkur á því að þegar að fræmkvæmdavaldið losnar frá löggjafarvaldinu (eða öfugt) þá nær ríkisstjórn að hafa meiri völd en áður. Vegna þess að það hefur ekki verið alslæmt að alþingismenn hafi aðhald á frumvörp með því að ræða frumvörp ríkistjórnar (tildæmis það eru fleiri sem ræða málin).

Ég vona að þetta nægi til að útskýra málin.

Gaumi>Hvernig er með það? Hefur almenningur getað haft einhver áhrif á frumvörp og komið með tillögur að breytingum?

Já, stundum hafa tillögur almennings verið rædd í nefndum eins og alsherjarnefnd og jafnvel verið tekið tillit til þeirra. En gerist það oft? Nei. Og þá frekar að litlu leiti og stundum bara smáatriði innan heildar einhvers lagafrumvarps. Með mínum hugmyndum getur almenningur haft miklu meiri áhrif á lögin vegna nálægð við þau til hliðar við stjórnlagaþingið (sem almannaþing inni á svokölluðum almannarómi (og stjórnarskrána).

Gaumi>Er það sem þú leggur til að löggjafarvaldið verði tekið af alþingi? 

Já! Og sett á stjórnarskrána, því þá verður þingmönnum gefnir raunverulegir möguleikar að búa til lög í friði eftir lagafrumvörpum sem koma úr hlutlausri átt eftir sérstakri forskrift með umsjón frekar en að ríkistjórn gerið það að sínum hentileika.

Gaumi>Eins og þú útskýrir stjórnarskrána þá séu öll lög sett á hana sem lögbók? Er það ekki rétt skilið hjá mér?

Jú. Sem sérstakir forkaflar sem eru nefndir eftir eðli lagana og hafa til þess gildi. Síðan eru lögin röðuð niður á kaflana.

Sjá má hvernig hún skiptist niður í þessari færslu:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1099932/

Gaumi>Ef stjórnlagaþingið hefur umsjón með stjórnarskránni (lögbókinni) geta þá ekki stjórnlagaþingmenn breytt henni eftir eigin vild og hentugleika? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?

Jú. Ef einhver nennir að skoða þetta þá sést að lögin eru sett sem tímasetning (þau eru tekin fyrir á ákveðnum tíma). Það væri eitt af fleiri atriðum til að passa upp á að einhverjir umsjónarmenn geti ekki breytt lögunum eftir eigin hentugleika. 

Síðan má búa til sérstakan einn aðila af umsjónarmönnunum sem hefur umsjón með lögunum sem á að fara yfir til endurskoðunar. Yfirumsjónarmaður hvers kafla stjórnarskránar fyrir sig.

Einnig spilar inn í þetta hið svokallaða opna lýðræði. Margir aðilar passa upp á lögin og passa þannig upp á hvora aðra. 

Umfjöllun (undirbúningur) um lögin rétt fyrir þess tíma sem á að fara yfir þau gefur líka aðhald þar á.

En fleira getur komið þarna að.

Það er velkomið að koma með spurningar fyrir þá sem skilja ekki alveg það sem ég hef verið að nefna í þessum hugmyndum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það sem ég hef verið að nefna er að aðal kaflar stjórnarskrár verða stjórnarskráin sjálf en undirliðir verða tímasett lög á lögbók sem er um öll lög.

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vil sérstaklega endurtaka það að með þessu fyrirkomulagi er auðvelt að taka aftur fyrir lög (frumvörp) sem ekki nást að klára nægilega. Skipuleg endurupptaka með tímasetningu og jafnvel tímasetningu á að klára lögin.

Hér má nefna tildæmis lög um auðlindir þjóðarinnar sem nær öruggt er að ekki verði kláruð á þeim skamma tíma sem þessu stjórnlagaþingi er gefið! Og margt fleira eins og tildæmis skoðun á aðskilnaði á ríki og kirkju (sem ekki endilega verður til þess að aðskilnaður verði að fullu til að byrja með).

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eitt vil ég nefna í viðbót sem styður algjörlega við tillögur mínar.

Áframhaldandi stjórnlagaþing gefur þingmönnum tækifæri til að klára þau mál sem ekki verða kláruð á þeim stutta tíma sem þingið hefur. 

Stjórnlagaþingið gæti þannig komið með þá áliktun að það þurfi miklu meiri tíma til að vinna sum málin.

Kaflafyrirkomulag stjórnarskrár styður þannig undir að stjórnlagaþingið fái að vinna í lengri tíma.

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband