Færsluflokkur: Bloggar

Allra augu beinast að Grikklandi

Hvað gerir Papandreou?

Hvað gerir stjórnarandstaðan?

Nú snýst allt um að hvað stjórnarandstaðan gerir því eftir því sem þessar fréttir segja hafa þeir aðeins svarað hvor á móti öðrum. Það er ekkert víst að stjórnarandstaðan muni styðja við björgunarpakkann þó Papandreou segi af sér. Eða væri það sett sem skilyrði?

Úr fyrri frétt (næsta á undan) um málið:

>Útlit er fyrir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði í Grikklandi um björgunarpakka ESB eftir allt saman. Sagði George Papandreou, forsætisráðherra, við ráðherra sína í dag að hann væri tilbúinn til að hætta við hana ef stjórnarandstaðan styður björgunarpakkann.

Úr þessari frétt frá stjórnarandstöðu:

„Ég sagði við Papandreobest værihann segði af sér ogbráðabirgðastjórn yrði komið á laggirnar framkosningum,“ sagði Samaras við AFP-fréttastofuna.


mbl.is Hvetur Papandreo til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

Er það ekki rétt munað hjá mér að þessi kona hafi fyrst boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið í honum? Eða var það kannski einhver önnur kona sem ég rugla saman við þessa?

 

 


mbl.is Fyrst erlendra kvenna á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg yfirlýsing!

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar innan úr ríkisstjórn Frakklands munu þau Sarkozy og Merkel ætla að senda Papandreou skýr skilaboð á fundinum: Að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um aðild Grikkja að evru-svæðinu. Annað hvort fari Grikkir úr sambandinu eða ekki. Það yrði í fyrsta skipti sem Frakkar og Þjóðverjar veki alvarlega máls á því hvort ríki eigi að yfirgefa evru-svæðið.

Er verið að hóta?

Svona hótanir geta haft þver öfug áhrif! Ég yrði sko alls ekki hissa þó þjóðin hafni þessu. Sérstaklega með tilliti til stöðu almennings í landinu, mikilla mótmæla vegna kjara og svo bætist þetta við.

 

 

 

Sjálfbærniþorp hvað er það?

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1202226/


mbl.is Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbærniþorp hvað er það?

Þeir sem hafa ratað hingað inn á bloggið mitt síðustu dagana hafa kannski tekið eftir einhverju sem ég hef smám saman verið að auglýsa? En svoleiðis er að ég setti saman sérstaka hugmynd um Sjálfbærniþorp sem yfirleitt hefur verið tekið vel af þeim sem hafa séð.

Lýðræðisfélagið Alda hefur tekið mjög vel á móti mér með hugmynd mína sem gengur út á að setja í gang sérstakt Sjálfbærniþorp. Og þakka ég vel fyrir það! Á fyrsta fundi þar sem slík sjálfbærnimiðstöð kom til umræðu komu 9 manns (að mér meðtöldum). Mikið var rætt fram og til baka um möguleika Sjálfbærniþorpsins. Óhætt er að segja að sá fundur hafi verið bæði áhugaverður og ánægjulegur.

En Sjálfbærniþorp gæti gefið mikla möguleika í ýmsum nýjungum er tengjast sjálfbærni í sem víðustu hugtaki. Þar á meðal félagsleg sjálfbærni, fjármála sjálfbærni, vistvæn verkefni stór og smá, osfrv.

Lýðræðisfélagið Alda býður fólki velkomið sem hefur áhuga á að ræða saman um þetta málefni innan umræðuhóps í félaginu. 

Í kvöld verður annar fundur um málefnið í Brautarholti 4 kl. 20.30 

Hér er linkur á einfalda heimasíðu um verkefnið sem er þar grunnvinna:

http://samfelagvesturs.weebly.com/

hér er linkur á Lýðræðisfélagið Öldu:

http://alda.is

Óhætt er fyrir mig að segja að við erum að vinna áhugaverða grunnvinnu að góðum undirbúningi. 


Hvaða efnahagsbati er það?

Ég hef ótal sinnum séð þetta gert af Bandaríkjamönnum, yfirbankanum þar og afleiðingarnar af því. Það spólar efnahagskerfið upp þangað til það hrynur. Með hækkandi vöruverði svo dæmi sé tekið. Í Bandaríkjunum sá maður að skammtíma hækkun hlutabréfa varð til þess að búa til ofurbólu væntinga sem hækkaði verð í bréfum langt umfram raunvirði fyrirtækisins. Síðan hrundi allt saman þegar að kerfið tók ekki við meiru. Fólk tók að selja og skorta (short sell) í stríðum staumum vegna þess að það kom í ljós að spread-ið á verðinu á hlutabréfunum hélst alltof mikið og augljóst að væntingar voru að baki. Ég hef séð þetta gerast ótal sinnum eftir að vextir hafa verið hækkaðir í BA og eða að prentaðir hafa verið fleiri peningar eins og sala ríkisskuldabréfa.

Og að sjálfsögðu má búast við því að bankarnir hér munu hækka gjöld og vexti í samræmi við það.

Framleiðsla og sköpun verðmæta er langt undir getunni til að halda í við fjármálakerfið. Sem byggir að miklum hluta til á fölskum tilbúnum (og auknum) peningum sem ekkert er á bak við nema loftbóla. Það er augljóst að tilbúnir gervipeningar hafa aukist.

Ég er að vellta því fyrir mér hvort að aukin spenna í því nú sé vegna fjármálaspekúlantana?

Það er enginn efnahagsbati því það eru neikvæður hagvöxtur sem var -4.0 fyrir árið 2010. Hvergi séð að hagvöxtur muni batna og fara yfir + inn miðað við þegar að hann byrjaði að fara í mínus, svo ég noti nú þetta ógurlega orð því hagvöxtur á ekkert að þurfa að skipta okkur verkafólkið miklu máli.

Ég vil benda fólki á að trúa ekki einu einasta orði um efnahagsbata, því staðreyndirnar segja allt annað. Hér er verið að tala upp eins og stjórnmálamennirnir gera.


mbl.is Hækkum vexti vegna verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefnið lömbin litlu

Heldur eru nú klént fréttaefnið á mbl.is í dag. Ekkert skrifað um pólitík?

Ég legg til að þessi tvö litlu Lömb verði nefnd einhverjum sérstökum nöfnum. Kannski Lilja og Atli?

Gaman væri að fá bloggara til þess að taka þátt.

Stundum verður mönnum á. Og það með mig að lesa ekki yfir alla fréttina.

 


mbl.is Hitti hrút í Eyrarbakkamýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara í Bíl

Þó að það sé mjög gagnlegt að vekja athygli á þýðingu menningar og lista í hinu daglega lífi, þá er nú samt athyglisvert að fara yfir þennan lista sér til skemmtunar og skoða hvað í daglegu lífi manns ekki sé hægt að vera án! og hvað maður getur verið án ef eitthvað er:

Svo má líka beina sjónum á það hverjir hafa efni á því að njóta þess að fara í leikhús eða á tónlistarviðburði. Því að það eru mjög margir þeirra sem eru í lægri launaflokkum sem hafa ekki efni á að njóta lista eins mikið og þeir efnameiri.

Boðorð BÍL á deginum eru eftirfarandi:

  1. Ekki fara á listasöfn, hönnunarsöfn, gallerí eða minjasöfn sem geyma listaverk.  SAKLAUS
  2. Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni. SEKUR
  3. Ekki fara á tónleika. SAKLAUS
  4. Ekki hlusta á tónlist, hvorki af CD, vínyl, snældu, stafrænum tónlistarspilurum né snjallsímum (hringitónar meðtaldir). SEKUR
  5. Ekki spila tölvuleik með grafískri mynd. SAKLAUS
  6. Ekki fara á danssýningu. SAKLAUS
  7. Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta. SEKUR
  8. Ekki fara í leikhús. SAKLAUS
  9. Ekki horfa á kvikmynd, hvorki í bíó, af tölvu, í sjónvarpi né hverskonar skjá SEKUR
  10. Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan. SEKUR
  11. Ef tónverk heyrist í sjónvarpi eða útvarpi ber að lækka niður í tækinu. SEKUR
  12. Ekki horfa á byggingar sem eru hannaðar af arkitekt. SAKLAUS? SEKUR í tölvu
  13. Ekki horfa á eða ganga um garða sem eru hannaðir af landslagsarkitekt. SAKLAUS
  14. Ekki horfa á eða ganga í sérhönnuðum fötum eftir fatahönnuð. SEKUR í tölvu
  15. Ekki gera neitt eða njóta neins sem hægt væri að túlka sem list eða hefur í sér listrænt gildi, þar með talin verk dansara, hönnuða, kvikmyndagerðarmanna, leikara, myndlistar-manna, rithöfunda og tónlistarmanna. SEKUR

mbl.is Dagur án lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið á eftirdragi - myndir af mótmælum

Í dag er dapurlegur dagur í Íslandssögunni. Dagur sem fer í sögubækurnar fyrir ómerkilegan fund æðstu ráðamanna á Íslandi sem og lið hins erlenda alþjóða yfirgróðasjóðs sem nefndur er: Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.

Mættur voru nokkrir mótmælendur til að mótmæla fyrir utan Hörpuna vegna fundar IMF og ríkistjórnar um svokallaða meinta árangur á að endurreisa Ísland út úr fjármálasukkinu.

Kl. 12.20 kveiktu mótmælendur á 50 blysum.

Nokkrar skondnar persónur voru mættar á staðinn. Þar var tildæmis svartklæddur maðurinn með Ljáinn með dauðans bros á vör.

Helga Björk kom svo inn á svæðið á gömlu hvítu druslunni. Sí flautandi með vel merkta Ruslatunnu í eftirdragi. Hefur sjálfsagt ætlað að veiða eitthvað af liðinu þarna inni í hana.

Ég skrapp niðureftir til að taka þátt og taka nokkrar myndir með.

Hér eru 11 myndir af mótmælunum

nr1_1118139.jpgnr_2_1118140.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_3_1118141.jpgnr_4_1118142.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_5_1118143.jpgnr_6_1118144.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_7_1118145.jpg

 

 nr_8_1118147.jpgnr_9_1118148.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_10.jpgnr_11_1118150.jpg

 

 

 

 

 

 

 


Ég velti því fyrir mér

>samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang.

Var samsláttur í hagkerfinu þá hugsanlega vegna Lúsagangs? Og eftir það hafi peningavélin farið á nýju í gang?

Bara svona til gamans að nota samlíkingunaWink

 

 

Alda félag um sjálfbærni og lýðræði - fundarboð

http://alda.is/?p=789

 


mbl.is Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbærniþorp hvað er það?

Auglýsing frá Sjálfbærni og Lýðræðisfélaginu Öldu (sem ég er félagsmaður í):

 Á miðvikudagskvöld verður Lýðræðisfélagið Alda með fund í málefnahóp um sjálfbært hagkerfi. Á fundinum verða markmið vetrarins skilgreind ásamt því að skoðaðir verða möguleikar fyrir sjálfbærniþorp á landsbyggðinni þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og samvinnu íbúa í nærumhverfi. Stórgóð hugmynd sem vert er að rannsaka en hún er sprottin úr kolli Guðna Karls, félagsmanni. 

Komið og verið með!  Fundurinn er sem fyrr segir næsta miðvikudag kl. 20.30 og er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4.

Eins og segir í auglýsingunni þá mun ég setja í gang umræðu um hugmynd mína: "Sjálbærniþorp".

 Sjá líka auglýsingu á heimasíðu Öldu:

http://alda.is/?p=789


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband