Ekki fara í Bíl

Þó að það sé mjög gagnlegt að vekja athygli á þýðingu menningar og lista í hinu daglega lífi, þá er nú samt athyglisvert að fara yfir þennan lista sér til skemmtunar og skoða hvað í daglegu lífi manns ekki sé hægt að vera án! og hvað maður getur verið án ef eitthvað er:

Svo má líka beina sjónum á það hverjir hafa efni á því að njóta þess að fara í leikhús eða á tónlistarviðburði. Því að það eru mjög margir þeirra sem eru í lægri launaflokkum sem hafa ekki efni á að njóta lista eins mikið og þeir efnameiri.

Boðorð BÍL á deginum eru eftirfarandi:

  1. Ekki fara á listasöfn, hönnunarsöfn, gallerí eða minjasöfn sem geyma listaverk.  SAKLAUS
  2. Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni. SEKUR
  3. Ekki fara á tónleika. SAKLAUS
  4. Ekki hlusta á tónlist, hvorki af CD, vínyl, snældu, stafrænum tónlistarspilurum né snjallsímum (hringitónar meðtaldir). SEKUR
  5. Ekki spila tölvuleik með grafískri mynd. SAKLAUS
  6. Ekki fara á danssýningu. SAKLAUS
  7. Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta. SEKUR
  8. Ekki fara í leikhús. SAKLAUS
  9. Ekki horfa á kvikmynd, hvorki í bíó, af tölvu, í sjónvarpi né hverskonar skjá SEKUR
  10. Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan. SEKUR
  11. Ef tónverk heyrist í sjónvarpi eða útvarpi ber að lækka niður í tækinu. SEKUR
  12. Ekki horfa á byggingar sem eru hannaðar af arkitekt. SAKLAUS? SEKUR í tölvu
  13. Ekki horfa á eða ganga um garða sem eru hannaðir af landslagsarkitekt. SAKLAUS
  14. Ekki horfa á eða ganga í sérhönnuðum fötum eftir fatahönnuð. SEKUR í tölvu
  15. Ekki gera neitt eða njóta neins sem hægt væri að túlka sem list eða hefur í sér listrænt gildi, þar með talin verk dansara, hönnuða, kvikmyndagerðarmanna, leikara, myndlistar-manna, rithöfunda og tónlistarmanna. SEKUR

mbl.is Dagur án lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eins og sjá má þá er ég sekur um að njóta 9 af þessum atriðum sem nefnd eru. Flest þau daglega

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: Vendetta

Þegar ég las fyrirsögn fréttarinnar, þá hélt ég, að Dagur Eggertsson hefði ákveðið að vera ekki á framboðslista Samfylkingarinnar í næstu kosningum. Kannski langsótt, en þessi hvatning Bandalags listamanna er kannski líka langsótt. Eða hvað?

Ég get hæglega farið á myndlistasöfn hér á landi án þess að sjá list. Þessi venjulegu klessumálverk eða illa máluðu fígúrur túlka ég nefnilega ekki sem list. Hæfileikalausir listamenn halda því fram (áður en þeir sletta málningu á léreftið) að list sé 1% hæfileiki og 99% vinna. Þetta er rangt. Að mínu mati skiptist þetta yfirleitt jafnt, 50-50. Ef hæfileikinn er minni en vinnan, þá verður afurðin léleg list. Ef vinnan er minni, kemst hæfileikinn ekki til skila.

Varðandi arkitektúr, þá eru byggingar núlifandi arkitekta, sem aðhyllast nútíma eða avant-garde arkitektúr, yfirleitt ljót að mínu áliti. Ekki list. Sem dæmi um ljótar nútímabyggingar er Hæstiréttur og nokkrar ljótar kirkjur (Bústaðakirkja, Laugaráskirkja, nyja Stykkishólmskirkjan og nokkrar fleiri), Turnarnir við Smára- og Höfðatorg, o.m.fl.

Kvikmyndir: Meirihluti kvikmynda sem gerðar eru, hvort sem um íslenzkar myndir er að ræða, myndir frá evrópska meginlandinu eða frá Hollywood er að ræða (svo ekki sé talað um Bollywood) eru svo lélegar, að ekki er hægt að kalla þær list.

En hvergi er munurinn á milli listar og rusls eins áberandi og innan tónlistar. Milli góðrar tónlistar (klassísk, blues, jazz, rock, vocal, folk) og lélegs tónrusls (rap, punk, gangsta-metal, lélegt píkupopp).

Höggmyndalist? Ekkert listrænt á almannafæri í Reykjavík. Ófrumlegar, leiðinlegar styttur.

Ég get semsagt gengið allan daginn um borgina með galopin augun án þess að sjá neitt listrænt. Listin er allt annars staðar, bara ekki hér á landi. En að lifa heilan dag án listar eins og Bandalag listamanna er að fara fram á? Ekki séns. Til að svipta mig listum þyrftu menn að læsa mig inni á Listasafni Reykjavíkur allan daginn án tölvu. Því að ég upplifi alla list, ekki minnst myndlist og tónlist, á netinu. Og þegar ég ferðast til útlanda. Og ég get ekki án hennar (þ.e. listar) verið.

Það getur verið að einhver hafi aðra skoðun á málinu. En þetta er mitt mat á þessu máli. My ten cents. Mín túlkun á hvað sé list og hvað ekki. Og það getur enginn tekið frá mér.

Vendetta, 1.11.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Vendetta

"Listin er allt annars staðar, bara ekki hér á landi."

Kannski er ég of dómharður. Ég vil frekar segja að góð list hér á landi (svo ekki sé talað um frumleika) er vel falin langt frá forvitnum augum.

Vendetta, 1.11.2011 kl. 17:58

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér færsluna Vendetta. Auðvitað höfum við mismunandi skoðanir á þessu hvað list sé. Sitthvort er jú augað og sitthvort er eyrað. 

Stundum fer ég á listasöfn og sé þessi forljótu verk sem þú nefnir en samt nýt ég oft ýmissa verka innan um sem mér finnst mjög áhugaverð. Í þessu vil ég því ekki alhæfa. Jafnvel innan um þessu forljótu verk hvers einstaks manns sem telur sig listamann getur eitt og eitt áhugavert listrænt verk notið sín innan um. Jafnvel sumra þessara fígúra getur verið gaman að spekúlera í og mynda sér skoðun um. Þegar að ég fer á listasöfn sem gerist nú ekki oft þá er það þannig oft til að mynda mér skoðun á verkunum. 

Ég er nú á svipaðri skoðun og þú varðandi arkitektur. Þessir Turnar við Höfðaborg og Smáratorg eru alveg hryllingur. Kannski dæmigert yfir það sem þeir tilheyra. Fjármálaveldins í hnotskurn.

Kvikmyndir eru lang oftast mér í augum til að njóta sem afþreying. Mjög sjaldan sem ég sé einhver verk sem eru algjör listaverk fyrir augu og heyrn. Ætti kannski gera meira af því að fara á kvikmynda listahátíðir til að virða og sjá efni það sem þar er borið fram.

Ég er næstum því alæta á tónlist. Finnst tildæmis einstaka píkupopp lög skemmtileg til að byrja með. En ekki lengi því þetta hamrar sem síbylja á eyrunum dag eftir dag. Sömu lögin marg endurtekin. Eitt og eitt punk og rapp kemur fyrir að ég get alveg hlustað á. En klassíkin, jazz og blues er nokkuð sem ég nýt 100% og nota til þess Radio stöðvar á Windows Media Player. Ég hef líka dálítið gaman af að hlusta á músík sem lítið er spilað af hér í útvarsstöðvum. Eins og svokalla Chillout tónlist (tildæmis: [DI] Chillout Dreams) og Latin tónlist eins og Salsa og fleira.

Höggmyndir, ein og ein áhugaverð að sjá. En í fljótu bragði get ég ekki nefnt neina. 

Sumt í listinni sem við höfum tel ég vera frumeitt. Tildæmis svo sumar bækur nýrra rithöfunda okkar  séu nefndar.

Listin er í auga sjáandans

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 18:38

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þannig sama hér Ég get ekki lifað einn dag án listar. Verð bara að velja og hafna.

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 18:47

6 Smámynd: Vendetta

Þó er ein tegund listar, þar sem Íslendingar standa mjög framarlega, og það er ljóðlist. Þá er ég ekki að hugsa um þá tugi leirskálda sem gefa út órímuð "ljóð" í tonnatali, heldur þjóðskáldin: Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Davíð Stefánsson, Þorstein Erlingsson, Einar Benediktsson, Stephan G. Stephansson og Stefán frá Hvítadal. 

Vendetta, 1.11.2011 kl. 21:27

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já svo sannarlega. Ekki má gleyma þeim.

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband