Ruslið á eftirdragi - myndir af mótmælum

Í dag er dapurlegur dagur í Íslandssögunni. Dagur sem fer í sögubækurnar fyrir ómerkilegan fund æðstu ráðamanna á Íslandi sem og lið hins erlenda alþjóða yfirgróðasjóðs sem nefndur er: Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.

Mættur voru nokkrir mótmælendur til að mótmæla fyrir utan Hörpuna vegna fundar IMF og ríkistjórnar um svokallaða meinta árangur á að endurreisa Ísland út úr fjármálasukkinu.

Kl. 12.20 kveiktu mótmælendur á 50 blysum.

Nokkrar skondnar persónur voru mættar á staðinn. Þar var tildæmis svartklæddur maðurinn með Ljáinn með dauðans bros á vör.

Helga Björk kom svo inn á svæðið á gömlu hvítu druslunni. Sí flautandi með vel merkta Ruslatunnu í eftirdragi. Hefur sjálfsagt ætlað að veiða eitthvað af liðinu þarna inni í hana.

Ég skrapp niðureftir til að taka þátt og taka nokkrar myndir með.

Hér eru 11 myndir af mótmælunum

nr1_1118139.jpgnr_2_1118140.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_3_1118141.jpgnr_4_1118142.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_5_1118143.jpgnr_6_1118144.jpg

 

 

 

 

 

 

 

nr_7_1118145.jpg

 

 nr_8_1118147.jpgnr_9_1118148.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

nr_10.jpgnr_11_1118150.jpg

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kærlega fyrir þessar flottu myndir Guðni Karl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 15:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk kærlega þetta er gaman að sjá.      Ég steingleymdi gleymdi miðv.dagsfundinum. Má koma næst? 

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2011 kl. 17:49

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Auðvitað máttu það. Fólkið sem mætti í gær er spennt fyrir að vinna að verkefninu áfram. Næsti fundur verður á næsta miðvikudag kl. 20.30 í Brautarholti 4.

Guðni Karl Harðarson, 27.10.2011 kl. 18:41

4 identicon

Komið þið sæl; Guðni Karl - og aðrir góðir gestir, þínir !

Jú; jú, þakka þér fyrir mynda sýninguna Guðni minn - en; ......... að kvöldi 3. Október s.l., tók ég þá ákvörðun, að mæta ekki framar að þinghúsinu, nema til að taka þátt í all harkalegum aðgerðum, héðan í frá - Benzínsprengjur og tilheyrandi.

Já; svo það er fundur, í Brautarholti 4. Er ekki; nóg talað, Guðni minn ?

Kannski; þurfi að biðja Haqqani feðga, austur í Pakistan, að senda okkur nokkrar leyniskyttur, til þess að skjóta á þök og glugga Alþingis, í næstu lotu ?

Eða hvað; Guðni Karl ?

Að minnsta kosti; nenni ég ekki, að taka þátt, í einhverju frekara raupi - aðgerðir næst, þökk fyrir, gott fólk !

Með beztu kveðjum; sem jafnan / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:57

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er auðséð að þú veist lítið hvað er í gangi Óskar Helgi.

Guðni Karl Harðarson, 27.10.2011 kl. 23:31

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðni Karl !

Á þessi sneið til mín; að vera kerskni - eða þá, persónlegt níð, mér til handa ?

Jú; það skal ég láta þig vita, að ég veit fullvel - sem að mér sjálfum snýr, sem fjölda ANNARRA, hvað er í gangi - og hefi brennt mig á því soðinu, síðan Haustið 2008, illilega !!!

Svona; þér til fróðleiks - MEINTI ÉG HVERT EINASTA ORÐ, HÉR AÐ OFAN !!!

Með; afar þungum kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 00:23

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar. Það má vel vera að þér líki ekki svar mitt. 

En ég var að tala um hvað sé í gangi hjá mér. 

Jú vissulega tók ég þetta til mín Óskar vegna þess að ég er að gera mitt besta.

 >Já; svo það er fundur, í Brautarholti 4. Er ekki; nóg talað, Guðni minn ?

Það voru þessi orð meðal annars sem mér líkaði ekki. En alls ekki þó persónulegt níð til þín.

Það skín þó í gegn hjá þér með orðum þínum að þú hafir lítið álit á allri þeirri vinnu sem fólk er að vinna. Þó þú viljir gera eitthvað algjörlega róttækt eins og að fá leyniskyttur til að skjóta á þak og glugga alþingis þá skaltu bara finna leiðir til þess ef þú vilt.

Það er ekki þar með sagt að ég eða fullt af öðru  fólki sem er að mótmæla hafi nokkurn áhuga á að taka þátt í slíku.

 Vita máttu að það eru til nokkrar leiðir til að ná fram breytingum og þær munu koma vittu til. Það er ýmiss þrýstingur sem hægt væri að nota á ríkistjórn. Og sá þrýstingur mun vera notaður þegar að þar kemur.

Það er að mínu mati miklu vitlegra að nota huga okkar til að byggja upp eitthvað gott til að láta af okkur leiða frekar en að snúa okkur að einhverju sem gæti leitt til slæmrar útkomu. En ég sjálfur hef skrifað niður fullt af hugmyndum.

Þú mátt þó ekki taka til þín að ég hafi eitthvað á móti þér sem slíkum. Við höfum bara sitthvora skoðunina á þessu.

 Ég hef hinsvegar engvar slæmar kveðjur til þín og óska þér alls hins góða jafnt sem áður!

Guðni Karl Harðarson, 28.10.2011 kl. 01:09

8 identicon

Sæl; sem fyrr !

Guðni Karl !

Afsakaðu; hvað mér rann snöggvast í skap (enda; ekki alíslenzkur, maðurinn, þ.e., undirritaður), en það sem ég átti við, með nógu töluðu, beindist fjarri því, að þér einum.

Mér aftur á móti; er engin launung á því, að allt of hægt hafi miðað, til réttrar áttar - eftir liðlega 3 ár, hér heima fyrir.

Sjáðu fyrir þér; hefðu Frakkar tekið sér svo langan biðtíma, þegar þeir urðu að láta kné fylgja kviði, þann 14. Júlí 1789 - og síðan.

Bourbon ættin; (Loðvík XVI., og slekti hans), fengu ekki það ráðrúm, sem íslenzku valda druslurnar hafa fengið, hér heima.

Frökkunum á 18. öldinni; lá meira á, en svo.

Eftirleikinn; þekkjum við, báðir.

En; megi ykkur, þolinmóðum og rólyndum, vel farnast, án minnar þátttöku, Guðni minn. 

Með; hinum beztu kveðjum - að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband