Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 1. janúar 2013
Hið nýja vald þjóðar
gef mér miklu betra,
náum við þá í þetta sinn,
því fótspor góð að feta?
Alþingi
21. desember 2012. Gengið hefur verið til atkvæðagreiðslu um Bleiufrumvarp stjórnarandstöðu og það samþykkt. Forsætisráðherra tvístígur við hliðina á ræðupúltinu og heimtar við þingforseta að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin. Skipar henni að hringja bjöllum ótt og títt. Hér er það sko Dóm-hildur sem ræður. Tikk, takk, tikk, takk, klukkan tifar, bjöllur hringja, tikk takk bjöllur hringja, en enginn mætir. Það bara Dóm-hildi grætir, því endurtekin atkvæðagreiðslan fór við það sama. - Hér er sko lýðræðið á alþingi að verki.
Þetta er bara eitt af mýmörgum dæmum því hvernig starfsemin á þessum vinnustað er. Í þetta þarna sinn, sýndi ofurvaldið sig. En að horfa á og fylgjast með þessum stað er nú oft á tíðum alveg með ólíkindum. Allt ofurvald meirihlutans, hver svo sem hann er. Öll óvirðingin, rifrildin, frammíköllin, durtshátturinn og ómálefnalega umræðan sem þar fer fram. Engan skal því undra hversu lítið verður að verkum á þessum óforbetranlega al-sýslu stað.
Nú förum við brátt að ganga til kosninga þar sem kjósendur eiga að velja sér nýja fulltrúa á þennan miður háttsetta vinnustað. Flestum okkar ætti að verða orðið það ljóst að engar breytingar þar verða nema að við krefjumst þess sjálf. Enda mun það enn frekar koma í ljós ef ekkert er að gert, hversu fáir mæta á kjörstað til að velja sér þetta yfirvald. Meirihluti á nýju alþingi yrði því byggt á mjög veikum grunni.
En alþingi er alls ekki þó það eina sem þarf að breyta. Þær breytingar sem er sjálfsagt að framkvæma ættu að óma út um allt þjóðfélagið og vera grunnurinn að farsæld framtíðarinnar.
Þjóðfélagið
Nú hefur eins og við höfum séð gengið mikið á út í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem sitt sýnist hverjum. Þar sem fólk myndar sér sínar skoðanir á þeim grunni sem það telur best ætla til árangurs. En eins og við vitum sem fylgjumst vel með þá hafa verið mjög skiptar skoðanir hvaða leiðir þjóðin á að velja sér.
Það er nú samt alveg orðið ljóst að þjóðin þarf að finna sér sameiginlegan grunn inn í framtíðina. Því ef ekkert er að gert þá munum við hafa búið börnum okkar upp á þá miklu erfiðleika sem við sjálf höfum ekki getað leyst. En ekki viljum við að börnin okkar þurfi að leysa úr þeim mikla vanda sem við hinir fullorðnu bjuggum til. Sama hverjir gerðu það.
En nú er úr miklu að velja og hafna. Hvað sjálfan mig snertir þá hef ég alveg myndað mér eigin skoðanir á því.
Að velja og hafna
Í mínum huga þurfum við að búa til nýjan grunn sem byggir á mannúð. Kjarninn er sá að við þurfum að taka okkur fyrir alvöru á, í því hvað við viljum og hvað ekki. Fyrir það fyrsta þurfum við að verka jákvæð og hætta þessum endalausu ávirðingum á hvort annað og byggja samræður okkar á fyrir alvöru að leysa málin. Því ekki eru þeir fjömörgu sem eru að mótmæla að gera það út af engu.
Eitt af því sem stjórnvöld þurfa að gera er að viðurkenna að vandinn sé fyrir hendi. Að sýna vilja til þess að vinna með fólki að því að leysa málin. Í stað þess að tala allt upp og lofgera sín eigin verk sem kannski eru ekki byggð á raunveruleikanum. Enda vitum við að orð standa gegn orði. Þetta endalausa hjal þeirrar ríkistjórnar sem ræður, um að allt sé svo gott og fínt, því þau hafi verið svo dugleg við að leysa málin. Sama hvort það sé rétt eða ekki. Sama þá hverjir eru við stjórn. Raunveruleikinn er jú sá sem við finnum fyrir en ekki sá sem okkur er sagður að sé.
Margt er það sem við þurfum að huga að. Eins og tilæmis þau atriði sem við viljum og viljum ekki.
Tökum dæmi:
Það væri alveg sjálfsagt að vilja
virðingu í stað óvirðingu
heiðarleika í stað óheiðarleika
sannleika í stað lyginnar
rætt sé saman á friðsamlegum grunni í stað rifrildis sem elur jú á ósamkomulaginu
jákvæðni í stað neikvæðni
einlagni í stað vafasemi og tvöfeldni
að hlusta og taka á móti skoðunum fólks á jafnréttisgrundvelli og meðtaka þær, melta og byggja út frá þeim, í stað þess að neita öllu og hugsa bara um að ráða öllu og byggja eingöngu á eigin skoðunum
alvöru réttlæti sem nær til allra jafnt hvar svo sem í þjóðfélagsstiganum sem fólk í stað óréttlætis sem bara byggir á sundrungu og því að halda í háværar raddir fólks sem í alvöru finnst að það sé brotið á því
Að byggja upp alvöru Traust í stað þess að ala á vantrausti með gjörðum sínum
Að vinna út frá Kærleika því hann er jú með í öllu saman og á að ná jafnt út um allt þjóðfélagið og er að grunninum til að við getum unnið betur saman
Kæru lesendur. Leggjum út frá því að byrja nýja árið 2013 á grundvelli friðseminnar og vonumst eftir að við náum saman um öll þau góðu málefni sem við þurfum að vinna að. Setjum okkur raunveruleg markmið og byggjum á því að efla hugsun manngildana og samtvinna hana þannig að hún tóni saman út um allt þjóðfélagið.
Höldum í vonina því hún hvetur okkur til dáða að góðum verkum.
Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. janúar 2013
Hið nýja vald þjóðar .....
gef mér miklu betra,
náum við þá í þetta sinn,
því fótspor góð að feta?
Alþingi
21. desember 2012. Gengið hefur verið til atkvæðagreiðslu um Bleiufrumvarp stjórnarandstöðu og það samþykkt. Forsætisráðherra tvístígur við hliðina á ræðupúltinu og heimtar við þingforseta að atkvæðagreiðslan skuli endurtekin. Skipar henni að hringja bjöllum ótt og títt. Hér er það sko Dóm-hildur sem ræður. Tikk, takk, tikk, takk, klukkan tifar, bjöllur hringja, tikk takk bjöllur hringja, en enginn mætir. Það bara Dóm-hildi grætir, því endurtekin atkvæðagreiðslan fór við það sama. - Hér er sko lýðræðið á alþingi að verki.
Þetta er bara eitt af mýmörgum dæmum því hvernig starfsemin á þessum vinnustað er. Í þetta þarna sinn, sýndi ofurvaldið sig. En að horfa á og fylgjast með þessum stað er nú oft á tíðum alveg með ólíkindum. Allt ofurvald meirihlutans, hver svo sem hann er. Öll óvirðingin, rifrildin, frammíköllin, durtshátturinn og ómálefnalega umræðan sem þar fer fram. Engan skal því undra hversu lítið verður að verkum á þessum óforbetranlega al-sýslu stað.
Nú förum við brátt að ganga til kosninga þar sem kjósendur eiga að velja sér nýja fulltrúa á þennan miður háttsetta vinnustað. Flestum okkar ætti að verða orðið það ljóst að engar breytingar þar verða nema að við krefjumst þess sjálf. Enda mun það enn frekar koma í ljós ef ekkert er að gert, hversu fáir mæta á kjörstað til að velja sér þetta yfirvald. Meirihluti á nýju alþingi yrði því byggt á mjög veikum grunni.
En alþingi er alls ekki þó það eina sem þarf að breyta. Þær breytingar sem er sjálfsagt að framkvæma ættu að óma út um allt þjóðfélagið og vera grunnurinn að farsæld framtíðarinnar.
Þjóðfélagið
Nú hefur eins og við höfum séð gengið mikið á út í þessu blessaða þjóðfélagi. Þar sem sitt sýnist hverjum. Þar sem fólk myndar sér sínar skoðanir á þeim grunni sem það telur best ætla til árangurs. En eins og við vitum sem fylgjumst vel með þá hafa verið mjög skiptar skoðanir hvaða leiðir þjóðin á að velja sér.
Það er nú samt alveg orðið ljóst að þjóðin þarf að finna sér sameiginlegan grunn inn í framtíðina. Því ef ekkert er að gert þá munum við hafa búið börnum okkar upp á þá miklu erfiðleika sem við sjálf höfum ekki getað leyst. En ekki viljum við að börnin okkar þurfi að leysa úr þeim mikla vanda sem við hinir fullorðnu bjuggum til. Sama hverjir gerðu það.
En nú er úr miklu að velja og hafna. Hvað sjálfan mig snertir þá hef ég alveg myndað mér eigin skoðanir á því.
Að velja og hafna
Í mínum huga þurfum við að búa til nýjan grunn sem byggir á mannúð. Kjarninn er sá að við þurfum að taka okkur fyrir alvöru á, í því hvað við viljum og hvað ekki. Fyrir það fyrsta þurfum við að verka jákvæð og hætta þessum endalausu ávirðingum á hvort annað og byggja samræður okkar á fyrir alvöru að leysa málin. Því ekki eru þeir fjömörgu sem eru að mótmæla að gera það út af engu.
Eitt af því sem stjórnvöld þurfa að gera er að viðurkenna að vandinn sé fyrir hendi. Að sýna vilja til þess að vinna með fólki að því að leysa málin. Í stað þess að tala allt upp og lofgera sín eigin verk sem kannski eru ekki byggð á raunveruleikanum. Enda vitum við að orð standa gegn orði. Þetta endalausa hjal þeirrar ríkistjórnar sem ræður, um að allt sé svo gott og fínt, því þau hafi verið svo dugleg við að leysa málin. Sama hvort það sé rétt eða ekki. Sama þá hverjir eru við stjórn. Raunveruleikinn er jú sá sem við finnum fyrir en ekki sá sem okkur er sagður að sé.
Margt er það sem við þurfum að huga að. Eins og tilæmis þau atriði sem við viljum og viljum ekki.
Tökum dæmi:
Það væri alveg sjálfsagt að vilja
virðingu í stað óvirðingu
heiðarleika í stað óheiðarleika
sannleika í stað lyginnar
rætt sé saman á friðsamlegum grunni í stað rifrildis sem elur jú á ósamkomulaginu
jákvæðni í stað neikvæðni
einlagni í stað vafasemi og tvöfeldni
að hlusta og taka á móti skoðunum fólks á jafnréttisgrundvelli og meðtaka þær, melta og byggja út frá þeim, í stað þess að neita öllu og hugsa bara um að ráða öllu og byggja eingöngu á eigin skoðunum
alvöru réttlæti sem nær til allra jafnt hvar svo sem í þjóðfélagsstiganum sem fólk í stað óréttlætis sem bara byggir á sundrungu og því að halda í háværar raddir fólks sem í alvöru finnst að það sé brotið á því
Að byggja upp alvöru Traust í stað þess að ala á vantrausti með gjörðum sínum
Að vinna út frá Kærleika því hann er jú með í öllu saman og á að ná jafnt út um allt þjóðfélagið og er að grunninum til að við getum unnið betur saman
Kæru lesendur. Leggjum út frá því að byrja nýja árið 2013 á grundvelli friðseminnar og vonumst eftir að við náum saman um öll þau góðu málefni sem við þurfum að vinna að. Setjum okkur raunveruleg markmið og byggjum á því að efla hugsun manngildana og samtvinna hana þannig að hún tóni saman út um allt þjóðfélagið.
Höldum í vonina því hún hvetur okkur til dáða að góðum verkum.
Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár
Segir orð forsetans ekki koma á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. desember 2012
Í hverjum endi skal nýtt upphaf skoða
Á Internetinu og þar sérstaklega Youtube hafa verið í gangi fullt af myndböndum um þetta háværa málefni. Í sumum þeirra má sjá heimsendaspár og svo eru aðrar sem spá á jákvæðan máta.
Vegna þessa langar mig til að beina sjónum ykkar á hversu neikvæð þessi myndbönd hafa verið og slæm fyrir saklaust fólk sem trúir þessu. Svo má hugsa sér hver sé tilgangur þessa fólks sem vinnur svona myndbönd. Nema kannski til að hagnast á þeim? En eitt er augljóst að þeir sem gera svona tapa öllum áreiðanleika. Ég held að margir "svokallaðir nýaldarspekingar" vilji ekkert með svona hafa. Svo ég noti orðalagið hér í fréttinni.
Sjáið samt fyrir ykkur hverjar ferðatekjunar verða af þessum hátíðahöldum í Mexíkó. Allt þó vegna þessara tímamóta.
Það jákvæða við þetta er þó að þetta tímatal Mayanna og þetta nýja upphaf þess, hjálpar okkur til að hugsa um hvað við séum að gera við Jörðina. Það er líka góður hvati fyrir fólk að velta fyrir sér hver leið þeirra sé í gegnum lífið. Munu gerðir okkar á endanum verða til þess að við endanlega eyðum Jörðinni, við sjálf?
Hinsvegar mun gott fólk hugsa sér þennan dag sem nýtt upphaf, friðar, vonar og kærleika. Og eflingu trúar fyrir þá sem trúa á Guð. Hvati til að snúa þróuninni við.
Það er nú einu sinni svo að þegar við sjáum allt ljóta og það illa sem gerist í heiminum þá vaknar í hjarta okkar umhugsunin hvað við séum eiginlega að gera? Hvort við gætum ekki tekið okkur saman og breytt þessum lifnaðarháttum og snúið þessari að virðist endalausu þróun við og búið okkur til betri heim. En það byrjar þó í hugum og hjörtum okkar.
Kæri lesandi notum þennan dag til þess að hugleiða hvort og hvernig við getum tekið höndum saman til að byggja okkur nýtt upphaf þess góða. Notum það til að hugsa og framkvæma á jákvæðan hátt athafnir okkar í gegnum lífið.
Hafðu Hjartað með í för
Gleðileg Jól
Upphafi nýrrar hringrásar í tímatali maya fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. desember 2012
5 Jólamyndir með stöku eftir mig
Hér eru 5 jólalegar myndir. Myndirnar teknar af mér.
Á hverri einni er sama stakan sem ég bjó til.
Ég set þetta hér inn líka því þetta vill týnast í öllu flóðinu sem kemur inn á facebook
Megi hver dagur færa þér gæfu og gleði,
og geislandi sól,
megir þú halda góðu geði,
og gleðileg Jól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 25. nóvember 2012
Yfirlýsing um frið (tillaga til alþingismanna)
Friðartillaga og áskorun til þingmanna
Ég skora á alþingismenn að hætta við þingsályktun, eða samþykkja ekki tillögu þingmannana vegna Ísrael:
Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari, Lilja Mósesdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Atli Gíslason.
Ég legg til við þingmenn að skoða vandlega hvað þeir vilja segja út í alþjóðasamfélagið og hvað þeir ætli að gera vegna Ísrael!
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ EF ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA YKKAR YRÐI SAMÞYKKT:
Þá er ekki hægt að nota tillögu mína hér fyrir neðan, því hún gefur algjörlega önnur skilaboð frá Íslandi og stangast á!
Ég er líka að benda á að ég hef þann möguleika að senda mína tillögu hér og þar á erlend blöð næstu daga. Og þar sýni ég fram á mótvægið. Hvað gerist þá?
Ég skora á alþingmenn að leggja til í staðinn sérstakrar ályktunar frá íslenskri þjóð til að senda út í alþjóðasamfélagið.
Mögulega stutt og lagott eftirfarandi (hægt væri að umorða smávegis):
Til alþjóðasamfélagsins frá Íslandi. Við íslendingar erum friðelskandi þjóð án hers. Við íslendingar viljum leggja fram sérstaka andlega tillögu við alþjóðasamfélagið um hvatningar til friðar, kærleiks, jákvæðni og vináttu milli þjóða og samfélaga allra manna.
Í því skyni leggjum við til að 22. desember verði gerður sérstakur andlegur dagur boðbera friðar og kærleiks milli allra þjóða í heiminum og nái yfir öll landamæri menningar og á milli ótrúaðra sem trúarsamfélaga, stríðandi aðila og stríðsátaka á milli þjóða. Við leggjum það til að þennan dag hvert ár leggi allir í heiminum niður vopnaða baráttu og hætti stríði sín á milli með því takmarki að losa sig við að saklausir borgarar deyji í heiminum vegna stríðsátaka. Við leggjum og til að fólk hugsi vandlega um þessi mál með það í huga sérstaklega að framkvæma frið og kærleik með því takmarki að losa heiminn algjörlega við þau.
Við leggjum það og til að þær tilfinningar sem koma upp í huga okkar þegar að við hugsum og framkvæmum frið og kærleik endurómi okkar á milli og verði framkvæmd alla daga ársins um hring.
Við leggjum og það til að 22. desember hvert einasta ár verði þessi heit endurnýjuð í huga okkar allra og með aðgerðum okkar. Til að hugsa um það verði kveikt á kertum hjá öllum þeim sem vilja taka þátt þennan dag og gera þetta að takmarki sínu.
Við vonumst eftir að hvati þessi til friðareflingar í heiminum verði alþjóðasamfélaginu til góðs og heilla um ókomna tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Umkomuleysið
Allt þetta vitandi og sjá hversu umkomulaus við erum.
Það er líka svo dapurlegt að sjá saklaust vel meinandi fólk taka afstöðu með öðrum hvorum aðilanum þegar aldrei einn á sök þegar að tveir deila. Að það verði til þessi einhverskonar múgæsing þar sem fólk er fengið til taka afstöðu, en gleymir því í leiðinni að það sem skiptir máli er að það þarf að fókusa á að breyta heiminum. Og það verður aldrei gert nema að vel meinandi og gott fólk taka sig saman til þess, fyrst í sjálfu sér og síðan að búa til hópeflingu góðra og vel meinandi manna. Efling sem á sér engin landamæri á milli trúarbragða og annarra stríðandi aðila.
Svo eru það þessar hræðilegu mannverur sem eru undirlyggjandi og ákveðið eiga sök á öllu saman. Þar sem saklausu fólki er att saman og spilað á tilfinningar þess. Það heilaþvegið. Allt til að þessir aðilar geti fengið sínu fram. Hvort sem það eru peningar, völd eða hvað annað sem liggur að baki. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TALA UM AÐ SLÍKT FÓLK SÉU MANNVERUR heldur eitthvað allt annað sem maður tekur sér ekki í munn.
Að taka of eindregna afstöðu elur bara á Hatri í heiminum.
Reyndu að fá stuðning allra þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Heimsenda spár???
Það eru ýmsar kenningar hvað spár Maya merki og hvað gerist þann 21. desember 2012. Hér er ágæt vefsíða sem er með fullt af upplýsingum um þetta:
http://www.13moon.com/2012-prophecy-making-it-real.htm#dawning
Eini staðurinn sem stendur af sér heimsendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 20. október 2012
Ó Ísland, ó Ísland, þetta Guðs stútvalda land
Það er enn tími fyrir íslendinga að sameinast um grundvallaratriði
Þjóðin gæti unnið saman að gerð Stjórnarskrár!
Tillögurnar þurfi að endurskoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 1. september 2012
Áskorun á Ríkistjórn - Video
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. ágúst 2012
Afhverju ég segi NEI? - partur 1
Það eru svo ótal margar ástæður fyrir þeirri greiningu minni.
Í fyrsta lagi lesandi góður af því að mér var ekki í upphafi boðið upp á að segja já! Allt það sem ríkistjórn hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina er það sem hún sjálf ákvað en ekki þjóðin. Um mál sem ríkistjórnin er að segja þjóðinni að taka afstöðu til með sínu yfirvaldi. Þar sem þjóðin hefur þegar tekið afstöðu til með þjóðaratkvæðagreiðslu sem mistókst.
Í öðru lagi þá er ég gallharður esb andstæðingur. Alveg sama hvernig sumir myndu taka afstöðu til þeirrar skoðunar minnar, eins og að fullyrða um að það sé ekki kosið um það mál. En þeir sem fylgjast með það sem er að gerast á vefnum, eins og tildæmis á facebook þar sem þeir sem hafa hæst um stjórnarskrármálin eru einmitt esp sinnar. Hér get ég nefnt dæmi: Vilhjálmur Þorsteinsson Samfylkingarmaður sem túlkar núverandi stjórnarskrá eins og hann vill, einnig Gísli Tryggvason í Dögun sem og aðrir einstaklinga hér og þar.
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að langflestir þeir sem hafa hátt um þetta mál eru einmitt esb sinnar.
Í þriðja lagi hef ég ákveðnar skoðanir um að Ísland geti fyrir alvöru risið upp í nýja tíma og skilið það gamla og slæma eftir. Því það er alveg ljóst að þjóðin þarf að taka sig á í ýmsum málum eins og að hreinsa burt þann ósóma og spillingu sem þryfist hefur í þjóðfélaginu. Það verður ekki gert með plaggi sem segir okkur að gera það. Er einföld ástæða fyrir því, en hún er sú að maðurinn þarf sjálfur að breyta sér og því er það rétta í stöðunni að gefa honum tækifæri til að fá ábyrgðina. Í þessi stjórnarskrártillagna plaggi er ekki fólki boðið upp á það. Að minnsta kosti ekki í mikilvægustu köflunum.
Í fjórða lagi hefur okkur verið sagt að stjórnarskránni þurfi að breyta vegna þess að hún sé stórgölluð. Þá spyr ég á móti!: Ef þessi stjórnarskrá er svona gölluð! Hver er gefin ábyrgðin á núverandi stjórnarskrá að það sé farið eftir henni? Og hver á að hafa ábyrgðina í tillögunum, nýrri stjórnarskrá? Stjórnvöldum
Í mínum huga er það rökvilla að segja að eitthvað sé gallað en svo í nýjum tillögum sé ekki tekið á gallanum.
Hér er útskýring tekin úr nýja skjalinu Íslandskrá sem ég er að vinna að:
- hér er tvö dæmi um rökvillu
Í tillögum stjórnlagaráðs 5. gr. skyldur borgarana stendur:
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af
henni leiða.
Hér segir: Það er sem sagt ábyrgð stjórnvalda að tryggja að allir fái notið réttinda sem felast í stjórnarskránni, en borgarana að fara eftir stjórnarskránni,
Hér er einn aðal galli stjórnarskrár:Stjórnvöld segja ýmist að nýrri stjórnarskrá þurfi að breyta vegna að núverandi sé gölluð og að það sé kominn tími á að gera nýja.
Þetta stangast á við tvö atriði í stjórnarsrkánni og þessari grein (sem og fleirum)
1) ef núverandi stjórnarskrá er gölluð og stjórnvöld báru ábyrgð á að farið sé eftir henni eins og tildæmis að hún sé ekki mistúlkuð og lög hennar og réttur sé virtur. Hversvegna var ábyrgðin ekki tekin af stjórnvöldum og búið til aðstæður þannig að borgaranir bæru ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru í henni?2) afhverju segir í þessari grein að stjórnvöld beri ábyrgð (tryggja að) á að farið sé eftir frelsi því sem gefið er og stendur í stjórnarskrártillögum þegar að frelsið er svo tekið af fólkinu á því hver ber ábyrgðina?
Spurningin er því! Fylgir frelsi ekki ábyrgð á því?
Væri ekki réttast að borgararnir tæku við að hafa ábyrgð á frelsi og réttindum sínum? Myndi slíkt ekki einmitt tryggja það að frelsi og réttindu séu virt?
Í fimmta lagi til þess að Ísland geti haft tækifæri á að hefja sig upp í nýja tíma þurfi að taka á þingræðinu og breyta því!
- Í tillögum stjórnlagaráðs 1 og 2 grein stendur:
" 1. gr. Stjórnarform
Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. "
" 2. gr. Handhafar ríkisvalds.
Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með
framkvæmdarvaldið.
Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið. "
Hér væru kannski til ýmsar skoðanir um hvernig þingræðinu mætti breyta þannig að það virki. Í nýja skjali mínu sem er í vinnslu hef ég sett eftirfarandi kafla um fyrstu og aðra grein:
Þetta er eins og stendur bara frumskrif að tillögum
gr. Stjórnarform
Ísland er lýðveldi með tvískiptu þingræði og beinu lýðræði, sem er þátttökulýðræði
2. gr. Handhafar ríkisvalds
Íslandi er skipt niður í tvö stig löggjafarvalds - Svæðisþing Alþingi
Svæðisþing eru 1 á hverju landsvæði + 1 á höfuðborgarsvæði
Svæðisþingum er gefið vald til að setja lög sem snúa sérstaklega að verkefnum til eflingar þess landssvæðis sem það er á. Farið sé eftir sérstakri jafnræðisreglu milli landsvæða. Jafnræðisregla sú meðal annars þeim fjármunum sem Svæðisþing hefur til umráða.
Alþingi er gefið vald til að setja lög að málum sem snúa að öllu landinu.
Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn fara með framkvæmdavaldið.
Sérstakur umboðsmaður framkvæmdavaldsins skal vera á hverju svæði Svæðisþinga, er tekur við efni til ríkistjórnar að framkvæma.
Hæstiréttur Íslands fer með dómsvaldið.
Íbúar Íslands fara með mannskiptaráð
Mannskiptaráð sér um að að halda utan um þátttöku fólks í lýðræði, sjá um kosningu á hugmyndum og koma útkomunni til þess Svæðisþings sem við á.
Mannskiptaráð hefur einnig afskipti af manngildum með því að taka við ábendingum frá almenningi ef verið er að brjóta reglur manngilda eins og heiðarleika, réttlætis og virðingu í stjórnmálum og í þjóðfélaginu.
Mannskiptaáð hefur rétt til að kalla til dómara.
Framhald síðar þar sem er tekið er á köflum tillagna stjórnlagaráðs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)